Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Konan sem varðveitir munnlega geymd Ása Ketilsdóttir, húsfreyja á Lauqalandi við Isafjarðardjúp, fer aðverða mörqum kunn veqna þekkinqar sinnar á þulum oq barna- gælum. Hún hefur safnað oq varðveitt þessa íslensku arfleifð frá því hún man eítir sér oq á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í síðasta mán- uði var haldið námskeið sem var byqqt á __þekkingu hennar. Aso segir Súsönnu Svavarsdóttur frá vísum sínum, lífshlaupi oq muninum á Vestfirðingum oq Þinqeyinqum. GIR sem komnir til vits og ára muna r því að hafa átt mu sem tók þá á kné og raulaði vísur sem aldrei virtust ætla að enda - og eftir á að hyggja - voru kannski margar vísur. Innihaldið gat verið hvað sem var; náttúran, húsdýrin, vættimar, prinsar og prinsessur. Sumar vísumar fullar af góð- mennsku. í öðmm vom átök góðs og ills eins og gerist og gengur i góðum ævintýmm. Svo einn daginn virtust ömmurnar raulandi horfnar án þess að nokkur tæki eftir því eða hugsaði út í það að þar með væri hluti af menningararfleifð okkar að hverfa niður í hyldjúpa glatkistuna. Pótt líklega hafi eitt og annað tap- ast hafa örfáir einstaklingar safnað og varðveitt bamagælur og þulur sem eiga sér upprana í vísum, hús- göngum, kvæðum og vögguvísum og á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði var haldið tveggja daga námskeið þar sem þessi skemmtilega hefð var kennd. Ein er sú kona sem fremur öðmm hefur haldið þeim til haga og varð- veitt slíkar bamagælur og þulur. Hún er Ása Ketilsdóttir sem býr á Laugalandi við Isafjarðardjúp og var hún einn kennaranna á þjóðlagahá- tíðinni. Einanqrun er afstætthugtak Ása er frá Ytra-Fjalli í Aðaldal í S- Þingeyjarsýslu en hefur búið á Laugalandi í 42 ár þar sem hún rekur bú með aðstoð sona eftir að eigin- maðurinn Halldór Þórðarson lést. Laugaland er um 200 km frá ísafirði og 70 km frá Hólmavík en þegar Asa er spurð hvort þetta sé ekki hrika- lega einangraður staður svarar hún: „Einangrun er afstætt hugtak,“ og bætir því við að hún hafi reyndar aldrei átt heima í kaupstað svo þann samanburð hafi hún ekki. „Ég fór úr Aðaldalnum og beint vestur, iyrst sem ráðskona til frænku minnar sem bjó á Skjaldfönn sem var hinn bær- inn í dalnum þá. En síðar vora byggð nýbýli út frá Laugalandi svo bæjun- um heíur fjölgað." Og þar með vora örlög Asu ráðin. I þessum tveggja bæja dal hitti hún manninn sinn til- vonandi - og fór ekki aftur heim í Að- aldalinn til dvalar. Þegar Asa er spurð hvers vegna hún hafi ráðist út í að safna vísum og kvæðum segir hún að kannski sé of mikið sagt að hún safni þeim. „Þetta er það sem maður drakk í sig með móðurmjólkinni og lærði eðlilega í barnæsku. Þetta var hluti af því máli sem talað var á heimilinu." Vísur allt frá 18. öld Vora vísur og þulur raulaðar á öll- um heimilum þá? „Nei, varla á öllum heimilum en faðir minn hélt nokkuð fast við gaml- ar hefðir. Útvarpið kom mjög seint til okkar og á kvöldin var kveðið, sungið og farið með þulur. Þulur sem hann t.d. lærði af ömmu sinni sem var fædd 1846 og hún hafði lært af ömmu sinni sem var þá líklega fædd rétt í lok 18. aldar. Sú kona hét Helga Sæ- mundsdóttir og var reyndar líka amma Valdimars Asmundssonar rit- stjóra, afa Bríetar Héðinsdóttur." Þessari hefð hefúr Ása haldið við en segir að því miður kunni bömin hennar minnst af því sem hún kunni en bætir við: Áhuginn vaknar kannski þegar þau fara að full- orðnast.“ Ein ástæðan kann kannski að vera sú að það var ekki fyrr en á síðastliðnu ári sem Ása byrjaði að skrá niður þau ógrynni af vísum sem hún kann. Fram að því höfðu þær helst varðveist í höfðinu á henni og era því leyfar af þeirri munnlegu geymd sem einkenndi sagnahefð okkar fyrr á öldum. En ástæðan fyrir því að Ása fór að skrifa niður vísum- ar var sú að í fyrra var hún beðin um að vera með upplestur í Kaffileikhús- inu á dagskrá sem rithöfundurinn Andri Snær Magnason sá um og kom hún þar fram ásamt Smekkleysu. En hvemig vissi Andri Snær af henni? Upplestur og hljóðritun ,Á seinni hluta 7. áratugarins ferð- uðust þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Samsonarson hjá Ámastofnun um landið og tóku upp viðtöl við fólk sem kunni gamlar vísur, þulur og sönglög og þau hljóðrituðu mikið efni. Eg var heima í Aðaldal þegar þau komu til að spjalla við föður minn og fór með nokkrar vísur fyrir þau og var þá með þeim yngstu sem þau fundu á ferð sinni. Þegar diskurinn „Raddir “ kom út var sýnishom á honum af nokkra því sem ég hafði haft yfir. Andri Snær hafði veg og vanda af þeirri útgáfu og hafði í framhaldi samband við mig um flutningjnn í Kaffileikhúsinu.“ Eins og Ása segir era hátt í fjöra- tíu ár síðan Ámastofnun hljóðritaði efnið víða um land og þá var hún meðal þeirra yngstu sem Helga og Jón hittu á ferð sinni. í dag er Ása Ása Ketilsdóttir ásamt tveimur bamabömum sínum. Vinstra megin er sonardóttirin Sunneva Guðrún Þórðar- dóttir, eins og hálfs árs, og til hægri er dótturdóttirin Ástrún Helga Jónsdóttir, tveggja og hálfs árs. sextíu og fjögurra ára, fjögurra bama móðir og búa þrír synir fyrir vesta en dóttirin á Sauðárkróki. Hún raulaði reyndar með henni á diskin- um svo ekki er arfleifðin alveg að hverfa úr fjölskyldunni. Munnleg aeymd og ættariprótt En hvaðan koma þessar vísur og þulur? „Það veit enginn um uppruna þeirra og aldur,“ segir Ása. „Þær era miklu eldri en þulur Theódóra Thor- oddsen og hvað varðar stökumar þá veit maður nú fæst um höfunda þeirra en þó veit ég að sumar vísum- ar era eftir langafa minn og langa- langafa. Að öðra leyti vita fæstir deili á þessum vísum og stökum. I þá daga var enginn höfundarréttur og stef- gjöld. Ef vísur vora lærðar þá þótti þetta gott. Vísumar vora svo hafðar yfir bömum og þetta gekk mann frá manni." Öll systkini Ásu kunna ógrynni af vísum, „en þau hafa bara haft þetta minna yfir en ég,“ segir hún. „Við kváðumst líka mikið á systkinin. Þá lærði maður nú auðvitað heilu bálk- ana utan að til þess að láta ekki reka sig í vörðumar. Svo bjuggum við mikið til sjálf,“ bætir Ása við en þeg- ar hún er innt nánar eftir því segir hún það hafa verið eðlilegan hluta af leiknum. Hún hafi að vísu búið til vís- ur eins og aðrir í ættinni. Afi hennar var Indriði Þorgilsson á Fjalli, bóndi, fræðimaður og gott skáld og það er ógrynni til af vísum eftir hann. Hann orti mikið af vísum um sín böm sem gaman var að hafa yfir þegar tilefni gafst til enda mikið af hagmæltu fólki í fjölskyldunni. Enginn svo aumur í Þingeyjarsýslu „Það var svo mikið ort í Þingeyjar- sýslu,“ segir Ása, „þótt ekki hafi það verið eins og Þórður í Svartárkoti sagði að þar væri skáld á öðram hverjum bæ. Þegar hann var svo spurður hvort hann væri þá ekki hag- mæltur svaraði hann: „Jú, jú.“ Hann var þá beðinn að hafa eina vísu yfir og kastaði fram vísu sem var alveg óskiljanleg. Spyrillinn bað hann að hafa hana yfir aftur. Þá svaraði Þórð- ur: „Enginn svo aumur í Þingeyjar- sýslu að hann læri ekki vísu í fyrsta sinn.“ Ég man að mamma kunni þessa vísu og hún var ægilegt torf.“ Þegar Ása er spurð hvort hún eigi sér einhveijar uppáhaldsvísur segist hún hafa gaman af öllum kveðskap sem stendur af sér og mjög gaman af vel kveðnum lausavísum og kastar einni fram til gamans: Litli skjóni leikur sér lipurthefurfótatak pabbi góður gafhann mér gaman er að skreppa á bak. Eru einhverjar sérstakar laglínur sem einkenna þulur og bamagælur? „Nei, ef þú hefur verið innan um skepnur og heyrir hvernig þær kalla á afkvæmi sín með sérstakri röddu og hljómblæ þá er það eins og þegar maður gælir við bömin sín. Þetta breytist í raul og síðan koma orð. Og það syngur hver með sínu nefi eins og Kipling segir í sögunni um köttinn sem fór sinna eigin ferða.“ Veistu hvaðan þessi hefð er sprott- in? Þetta hlýtur að koma frá aldaöðli mannkynsins, að vera með eitthvert raul - sefandi og róandi við bömin sín. Frá öfum og ömmum og eldra fólki sem bjó á heimilunum eins og tíðkaðist hér fyrr á tímum. Ég man að það var roskin kona á heimilinu mínu og hún kvað vísur sem ég lærði. Hún kvað bamagælur sem hún hafði lært af sínum formæðrum og -feðr- um.“ Nota það lag sem kemur í hugann Hvers vegna hvarf þessi hefð? „Það voru ýmsar ástæður fyrir því. Ég man til dæmis eftir því þegar Helga og Jón vora á ferðinni fyrir Ámastofnun að fólk var á móti því að við væram að fara með þetta, ég spyr nú ekki að ef þetta yrði sett í útvarp- ið. Þannig vora að minnsta kosti rím- ur kveðnar í kútinn. Amma mín talaði af mikilli fyrirlitningu um rímnagaul- ið en pabbi, sem þótti mjög sérstakur þar sem hann kvað rímur, lét sér fátt um finnast." Hefur hver vísa sína föstu laglínu? „Nei, þetta er nú eiginlega bara til í höfðinu á mér. Yfirleitt era ekki margar vísur sem ég hef fast lag við heldur nota ég það lag sem kemur í hugann. En hjá Kvæðamannafélag- inu Iðunni á hver vísa sitt lag eða sína stemmu. Ég er að þessu leyti mjög losaraleg." Hefurðu ekkert hugsað þér að skrá niður allar vísumar sem þú kannt? „Nei, því fer víðs fjarri. Ég held að það tæki svo hroðalega langan tíma. Þetta námskeið á Siglufirði er þó einhver byrjun.“ Hvenær er stund til að setjast niður? Hvað með bamabömin þín? Kunna þau að meta þulur og bama- gælur þannig að þau séu líkleg til að varðveita þessa geymd? „Ég á nú ekki gömul bamaböm en ég á tólf ára strák sem hefur óskap- lega gaman af sögum en hann býr ekki hjá mér að staðaldri þannig að ég geti kennt honum vísur. Síðan era tvö böm á heimilinu en þau era svo ung, annað á fyrsta ári, hitt á öðra ári. Ég bý auðvitað til vísur og raula fyrir þau og mamma þeirra hefur mjög gaman af þessu og raular með mér. En þetta er allt annað en það var hér áður fyrr. Þegar ég var að alast upp var ekk- ert útvarp á heimilinu að ekki sé minnst á sjónvarp. Nú er útvarp, sjónvarp og tölvur. Hvenær er stund til að setjast niður? Þegar við systkinin voram að alast upp biðum við eftir að yrði nógu mik- ið myrkur, því þá var farið að raula við okkur. Þetta var bara eins og kvikmyndir era fyrir börnum í dag. Efnið var sótt hvert sem er. Hver hending og mynd í þulunni átti sér stað og þetta var eins ljóslifandi fyrir mér og myndefni í sjónvarpi er í dag. Áreitið er hins vegar svo mikið í dag að þetta era tveir ólíldr heimar.“ Nauðsynlegt að eiga sér rætur Finnst þér við tapa miklu með þessu aukna áreiti? „Já, fólk verður miklu órólegra og lausara við og á erfiðara með að vinna verkefni sem krefjast þolin- mæði og staðfestu. En þetta er liðin tíð sem ekki verður snúið til aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.