Morgunblaðið - 27.08.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.08.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 B 9 Pað er hins vegar gott að halda utan um þessi gömlu gildi, þvi öllum er nauðsynlegt að eiga sér rætur.“ Nú ert þú mjög svo fjarri streitu og ofuráreiti nútímans. Finnst þér við vera að tapa einhverju sem skipt- ir grundvallarmáli? „Það er ekki spuming. Það er svo mikiis virði að geta farið með böm að ganga úti í náttúmnni til að segja þeim frá því sem fyrir augun ber - bara grjótið í holtunum - og kenna þeim að setjast niður, horfa á skýin, hlusta á þögnina og ámiðinn. Eg hef reynt þetta með öll böm sem ég hef umgengist og held að það hafi komið að góðu gagni. Á sumrin fer sonur minn með ferðamenn í hestaferðir í kringum Drangajökul. Ég fór með í eina ferð í fyrra og þarna var heil uppspretta til að yrkja um. Ferðamennirnir em al- mennt sammála um að það sé svo gott að vera fjarri útvarpi, fréttum, síma - búa saman í nokkra daga í tjaldi með þessum fáu manneskjum og hugsa um líf og kjör fólksins sem hefur búið á þessum stöðum. Þeir tala allir sérstaklega um þögnina og óravíddimar. Útlendingum fmnst þetta alveg ótrúleg upplifun og ég er sammála þeim. Að geta gengið hér upp í hálsinn og sjá að þaðan er hægt að ganga óraleið án þess að rekast á svo mikið sem girðingu. Mér finnst meira að segja mikils virði að vita að ég get gert þetta. Þeir sem fara út í gönguferðir um náttúruna eru að leita að þessari stemmningu. Hins vegar er orðið svo mikið af fólki á helstu gönguleiðum, eins og Hom- ströndum, að þar er þessi friður ekki iengur til staðar.“ í kafh£laðri flugvél til Isafjarðar Eitt er að skreppa í ferðir til að hlusta á þögnina, annað er að búa á staðnum. Laugaland við ísafjarðar- djúp er í Skjaldfannadal sem er við hliðina á Kaldalóni. Er þetta ekki fullmikið af því góða áratugum sam- an? „Nei, hei,“ segir Ása og hlær. „Ég er sjálfri mér svo nóg. Þegar ég kom hingað fyrst var ekki fært yfir Þorskafjarðarheiði nema þrjá mán- uði á ári - en djúpbáturinn fór tvisvar í viku allan ársins hring. Þetta var heljarmikið ferðalag, ekki síst vegna þess að hingað kom égum miðjanvet- ur. Fyrst flaug ég til ísafjarðar með flugbáti ásamt hópi hermanna sem var að fara á radarstöðina á Straumnesi. Við flugum frá Akur- eyri, gamla bragganum þar. Vélin var kafhéluð að innan og við fengum stór og mikil teppi tii að halda á okk- ur hita. Þetta var í desember 1956.“ Aldrei séð svona mikinn snjó Hvað varstu eiginlega að þvælast? „Frænka mín þurfti að fara á sjúkrahús og skrifaði norður til að spyrja hvort einhver af frænkum hennar þar gæti komið að hugsa um heimilið - og ég fór. Það hafa alltaf verið sterk ættarbönd og mikil frændsemi hjá okkur og þetta þótti alveg sjálfsagt. Morguninn eftir að ég kom til Isafjarðar fór ég síðan með Fagranesinu sem kom við á öli- um bæjum og það var farið að halla mjög svo degi þegar ég kom að landi. Þá átti eftir að keyra tíu kílómetra á dráttarvél heim að bæ. Mér fannst þetta óskaplega sérkennileg veröld. Það var svo mikill snjór. Ég hafði aldrei séð svona mikinn snjó og hafði aldrei komið á sjó áður.“ Þó var Ása auðvitað alvön snjón- um, ekki síst vegna þess að veturinn áður hafði hún unnið á sjúkrahúsinu í Húsavík. Þann vetur geisaði botn- langafaraldur í Reykjadal og Aðal- dal. „Þetta var svo mikill snjóavet- ur,“ segir hún, „við vorum með snjóbíl og það tók marga, marga klukkutíma að brjótast þessa leið. Það lenti í hlut Þórodds læknis á Breiðumýri að koma með sjúkling- ana í gegnum fannfergið." Við synqjum sólinni astarljóð Hvað fannst þér skrítnast þegar þúkomstvestur? „Einkennilegast fannst mér að dalurinn skyldi vera eins og Ljósa- vatnsskarðið, það er að segja hann liggur skakkt. Það voru engar áttir þarna. Sólin liggur niðri frá 24. októ- ber til 17. febrúar. Heima sat hún á Mýraröxlinni þegar stystur var sól- argangur. Enda er það svo að hér íyrir vestan kveðum við sólinni ástar- ljóð og drekkum sólarkaffi," segir Ása og kastar um leið fram gullfal- legum vísum sem hún sjálf hefur ort sólinni til dýrðar: Er gægist hún inn um glugga og dyr þá glaðna mannanna hjörtu geislamir ylja sem aldrei fyrr enginn um bylji vetrarins spyr né skammdegisskuggana svörtu. Hún gengur um hh'ðina á gylltum skóm það glitrar í hveiju spori Hún vekur lindanna létta óm lífgar á melunum vorsins blóm það líður, það líður að vori. „Þetta yrkir maður þegar maður sér loksins sólina. Hún fékk allt aðra merkingu fyrir mér þegar ég sá hana ekki svo lengi. Það vekur alveg sér- stakar tilfinningar þegar hún birtist eftir langan og myrkan vetur.“ Annað sem kom Ásu á óvart þegar hún fluttti vestur á firði var sá stigs- munur sem er á Vestfirðingum og Þingeyingum. „Vestfirðingar gera lítið af því að yrkja ljóð,“ segir hún, „en þeir setja saman stökur og lausa- vísur og geta verið afskaplega hag- mæltir." Sem dæmi um ást Þingey- inga á ljóðum segir hún frá því að þegar verið var að byggja sjúkrahús- ið á Húsavík árið 1944 hafi menn tek- ið sig til og gefið út bókina „Þingeysk ljóð“ til styrktar sjúkrahússbygging- unni. Sú ljóðabók hafi selst grimmt en það sem hafi kannski verið hvað skrítnast var að setja varð þak á það hveijir gætu birt Ijóð í bókinni. „Það voru þá mjög margir brottfluttir Þingeyingar sem vildu leggja sitt af mörkum. En þeir séra Friðrik A. Friðriksson og Karl Kristjánsson al- þingismaður, sem sáu um útgáfuna, tóku ákörðun um að í bókinni skyldu aðeins vera ljóð eftir fólk sem væri búsett í Þingeyjarsýslu. Þegar svo Helgi Valtýsson gaf út ljóð Austfirðinga komu ljóðin alls staðar að - líka frá Vestur-íslending- um. Þá kvað Egill Jónasson: Helgi röskan róður tók rýmkvavildi Múlaþing veiddi hann á vísnakrók vesturheimskan skagfirðing. Varð þá lítið um kveðskap á nýja heimilinu þínu fyrir vestan þegar þú komst þangað? „Tengdamóðir mín kunni mikið af vísum en hafði þær lítið yfir. Það var ekki fyrr en Helga og Jón komu vest- ur að hún rifjaði þær upp. Hún sat í heUt kvöld og þuldi og þuldi. Ég hafði búið þama árum saman og hafði ekki heyrt brot af þessu - ekki maðurinn minn heldur.“ Kærði sig ekki um aðkomuvísur Hvaðan komu þær vísur? ,Á heimili hennar hafði verið mikið af gömlu fólki sem settist þar að til að deyja eins og títt var í gamla daga og við sjáum í Brekkukotsannál. Þetta gamla fólk sat með bömin í kjöltunni til þess að ekki þyrfti að setja þau á köld moldargólfin, eða þá að bömin sátu í rúminu hjá gamla fólkinu sem pijónaði og fór með sögur og vísur. Þetta var gert til þess að bömin hefð- ust við. Margrét Helgadóttir úr Strandasýslu var á heimili foreldra tengdamóður minnar þegar hún var að alast upp. Hún kenndi Helgu heil- mikið og þær þulur fór tengdamóðir mín með fyrir fræðimennina og það sem hún hafði yfir er til á Ámastofn- un. Ég lærði auðvitað af henni þegar hún hafði yfir fyrir mína krakka." Þið hafið ekki skipst á vísum? „Nei, ég held hún hafi bara viljað halda sínu og ekkert kært sig um að- komuvísur. Þetta barst aldrei í tal. Ég hafði ekki mikið yfir af mínum vísum nema þegar ég var að svæfa bömin. Þegar maður kemur einn í annan landshluta er mjög ríkt í heimamönnum að vilja móta að- komumanninn eftir sínum smekk. En ég hef nú haldið í norðlenskuna mína eins og ég hef getað, þótt ég hafi nú stundum fengið að heyra það. Ekki þó frá tengdafólkinu mínu. Það var mjög margt sérkennilegt í tali hér og öfugt við það sem var hjá okkur. Ef ég hefði sagt einhveijum að fara að gefa á garðann þá var það jata hér. En það sem er kró fyrir norðan er garði hér. Síðan er talað um heimra. Heimstakvísl og Heimri- hvammur. Það sem er næst bænum er heimstakvísl. Heimrarjóður og Fremrarjóður. Þetta er vestfirska. Það sem er heimar í dalnum er það sem er nær manni. Svo er líka sagt; nær kemur þú? Mér finnst gaman að ígrunda svona mismunandi málfar og orðalag." Hefur þig aldrei langað til að vera annars staðar og stúdera og kenna? „Jú, ég hefði örugglega getað orðið ágætis kennari en ég hef ekkert verið að velta mér upp úr því. Ég hef líka gaman af skógrækt og garðyrkju og fomleifafræði. Ég lenti í því hér, þótt ég eigi stóra jörð, að það er erfitt að koma upp girðingu og veðurfarið þannig að það er mjög erfitt með skógrækt. Eg vann í Vaglaskógi við plöntun áður en ég flutti hingað og síðan var mikil skógrækt og upp- græðsla á Fjalli. Það var hugsjón föð- ur míns, að bæta fyrir það sem for- feður okkar, af lífsnauðsyn, urðu að gera. Annars væri ekki hér íslensk þjóð.“ Langaði þig aldrei aftur í Aðal- dalinn? „Ég fór á hverju einasta ári norður og var þar um tíma. Þannig að ég hef alltaf haldið vel sterku sambandi,“ segir Ása en henni er nú ekki lengur til setunnar boðið. Mannskapurinn er að koma inn í kvöldverð og um leið og hún kveður kastar hún fram vísu sem lýsir mjög vel lífi hennar og löngunum: Æskusveit mm er orðin stundarheimur andartaksdvöl sem hylling bak við ský Svona fer þeim sem bindast böndum tveimur bæði þau toga þétt og sáran í. Heimþráin djúpa annars vegar er ástin á móti fastan beitir sér. Égverðaðfara fórmínerívestur. foður og móður orðin stundargestur. Tvoggja ciniid nám Ndm som skilor árangri Forritun & kerfisfræði SigmðiirMagnusson Ég starfeði sem íþróttakennari á Egilstöðum og ákvað að söðla um, flutö i bæinn og skellti mér í nám í fbrritun og kerfisfraeði hjá NTV. Áður en náminu lauk var ég búinn að ráða mig sem fbrritara og kerfisfræðing hjá Tblvusmiðjunni á Egilstöðum og er nú fluttur austur aftur. 396 klst. eðc\ 594 kennslustundi r McU'kmlðlð irieð pessu námskeiði er að svara vaxanrli porf atvinnulífsins fyilr starfsfólktil að vinna við forritun og keríisfraeði. Helstu ncmi sgre incir; Kerfisgit>ining Gctgnðgninnsfræði Pascul foiiitun HTML fonitun Delplii foiritim Java forritim Lotus Notes fonitun og keifisstjornun COOL:Plex Stýiikerfi og innviðir tölvunncir Tölvusrtmskipti og netkeríi Áfrtngcipröf og lokrtverkefni I nntoki iskilyrði Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa haldgóða undirstöðumenntun, stúdentsfxóf eða hliðstæða menntun og/eða starfsreynslu. Þeir þurfa einnig að hafa grunnþekkingu á Windows umhverfinu og notkun Internetsins. Góð enskukunnátta er annig nauðsynleg þar sem flestar kennslubækur er á ensku. Eystetwu Etuarsson Áður en ég hóf nám í fbrritun og kerfisfræði hjá NTV starfeði ég hjá McDonalds. Þegar ég var hálfhaður með námið bauðst mér starf hjá Þróun hf. við Ibrritun. Þtíta nám er sú besta fjárfesting sem ég hef lagt í enda hafði ég þegar náminu lauk gréttþaðað fiillu meðlaunamismuninum. BirgirGimnlciiigsson Ég hóf nám í fbrritun og kerfisfræði hjá NTV um síðustu áramót. Námið hefur verið hnitmiðað og gott og skilað mér mjög góðum árangri. Ég hóf störf sem fbrritari hjá Þróun ehf núna í haust og starfeþaraðfUllu meönáminu. Nýi tölvu- viðskiptaskólinn $-------------------------------------------------------------- Hólshrauni 2 - 220 HafnarfirtH - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hllðasmára 9- 200 Kópavogl - Sfml: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoll@ntv.ls - Helmasfða: www.ntv.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.