Morgunblaðið - 27.08.2000, Qupperneq 11
10 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 B 11
Skopmynd af forsætisráðherranum John Howard, sem birtist í einu áströlsku dagblaðanna. Howard hefur veríð harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki biðjast afsökunar á afglöp-
um fyrri stjómvalda í málefnum frumbyggja Ástralíu. Honum þykir það miður sem gerðist en segist ekki biðjast afsökunar á því sem hann sjálfur hafi hvergi komið nálægt.
NÚ LIÐUR óðum að Ólympíuleik-
unum sem haldnir verða í Sydney í
september.
Búist er við gífurlegum fjölda
fréttamanna hvaðanæva úr heim-
inum að ekki sé minnst á íþrótta-
menn og áhorfendur. Margir
fréttamenn koma snemma til þess
að kynnast ekki aðeins íþróttaleg-
um aðstæðum og aðbúnaði öllum,
heldur og landi og þjóð.
Eitt af því sem vafalaust á eftir
að verða mikið fréttaefni eru
frumbyggjar þessarar heimsálfu.
Menning þeirra og listir, en ekki
síður lífskjör þeirra í samfélaginu
í dag.
Þeir byggðu álfuna og lifðu í
samræmi við náttúruna í 40.000 ár
áður en hvítir menn stigu á land
árið 1788. Saga hvíta mannsins í
Ástralíu sl. 200 ár er ófógur og
ekki kennd í skólum nema að
hluta. Eitt er það þó sem valdið
hefur hvað mestum sársauka. Það
eru þær aðgerðir stjórnvalda að
taka börn frumbyggjanna frá
mæðrunum með valdi, koma þeim
fyrir á kristniboðshælum og ríkis-
stofnunum, banna börnunum síðan
öll samskipti við fjölskylduna,
banna þeim að tala sitt eigið
tungumál og gefa þeim ensk nöfn.
Þessar aðgerðir stóðu allt fram
undir 1970 og eru mörg þessara
barna enn á lífi. Dæmi voru þess
að systkini giftust því þau höfðu
enga hugmynd um að þau væru
systkini. Þetta fólk hefur orðið
fyrir meiri sálrænum áföllum en
aðrir hér í Ástralíu. Einkum hafa
slitin við fjölskylduna farið illa
með fólk en innri gerð samfélags
frumbyggjanna byggist á fjöl-
skyldutengslum. Sett hefur verið á
fót aðstoð til að hjálpa þessu fólki
við að fínna fjölskyldur sínar, með
misjöfnum árangri.
Spáð er mótmælaaðgerðum
frumbyggja við Ólympíulejkana í
september næstkomandi. í hvaða
formi þau mótmæli verða er óvíst.
Frumbyggjarnir eiga sínar íþrótta-
hetjur á leikunum, m.a. Cathy
Freeman sem er heimsfrægur
spretthlaupari og Kylie Vander-
Kuyp og eru miklar vonir bundnar
við þær. Þarf lítið til að auka á
taugaspennu þeirra.
Um daginn hljóp eini frumbygg-
inn sem unnið hefur gull á Olymíu-
leikum til þessa, frumbyggjakonan
Nova-Peris-Kneebone, fyrst af öll-
um með kyndilinn umhverfis hinn
helga stað Uluru, fjallið fræga sem
allir vilja sjá. Nove-Peris hljóp
með einstökum glæsibrag um-
kringd frumbyggjabörnum. Þegar
fréttamenn ræddu við hana var
ekki annað að heyra en þolinmæði
og sáttfýsi sem einkennt hefur
langlundargeð frumbyggjanna í
garð hinna hvítu hingað til.
Að brúa bilið
Árið 1920 er talið að frumbyggj-
ar Ástraliu hafi aðeins verið
60.000 talsins. Áætlaður fjöldi
þeirra árið 1788 var rúmlega 1
Saga hvíta
mannsins
er ófögur
Eitt fjölmargra póstkorta þar sem frumbyggjar Ástralíu koma við sögu.
Reuters
Nove-Peris-Kneebone er eini ástralski frumbygginn sem unnið hefurtil gullverðlauna á
Ólympíuleikum; var í hokkýliði Astralíu sem sigraði á leikunum í Atlanta fyrir fjórum
árum. Hún hljóp fýrst allra með eldinn, þegar hann kom til Ástralíu 8. júní og var
myndin tekin við það tækifæri. Dóttir hennar, Jessica, er til vinstri. í baksýn sést í e'rtt
þekktasta kennileiti álfunnar, fjallið Uluru.
milljón. f dag eru þeir 2,1% af íbú-
um Ástralíu eða 386.000.
Árið 1966 Ijúka fyrstu frum-
byggjarnir háskólaprófi, þau
Margaret Valadian og Charles
Perkins.
Þann 27. maí 1967, fyrir 33 ár-
um, fengu frumbyggjar Ástralíu
fyrst borgaraleg réttindi í eigin
landi. Greiddu 90,77% Ástrala at-
kvæði frumbyggjunum í hag. Þeir
fengu kosningarétt í fyrsta sinn og
máttu giftast þeim sem þeir vildu.
Þá ríkti mikil gleði meðal frum-
byggjanna. Þeir klæddust sínum
bestu fötum og gengu m.a.um göt-
ur Brisbane eins og aðrir borgar-
ar. En gleðin rann fljótlega af
þeim þegar ljóst varð hversu óra-
langt var enn í land.
Stjórn Bobs Hawkes hóf árið
1991 að vinna markvisst að sátt-
um. Árið 1992 viðurkenndi Poul
Keating, þá forsætisráðherra al-
ríkisstjórnarinnar, fyrstur þau
mistök stjórnvalda sem framin
höfðu verið í garð frumbyggjanna.
Sl. tíu ár hefur sérstök nefnd unn-
ið að því að koma á sáttum milli
frumbyggjanna og hinna hvítu.
Hún hefur unnið mikið og gott
starf.
I maí lauk nefndin störfum, af-
henti skýrslu sína og framtíðar-
tillögur við hátíðlega athöfn í Óp-
eruhúsinu í Sydney að viðstöddum
öllum æðstu mönnum í fylkjum
Ástralíu auk fulltrúa alríkisstjórn-
arinnar í Canberra að for-
sætisráðherranum John Howard
meðtöldum.
Þar gafst honum tækifæri, e.t.v.
í siðasta sinn, að biðjast afsökunar
á afglöpum fyrri stjórnvalda en
hann gerði það ekki. Fyrirgefning-
in verður að bíða næstu kynslóðar
stjórnmálamanna.
Daginn eftir var síðan efnt til
göngu yfír Hafnarbrúna í Sydney.
Allir þeir sem vildu stuðla að sátt-
um milli hinna hvítu og hinna
dökku voru hvattir til að ganga
þessa 4 km.
Eitt af verkefnum sáttanefndar-
innar var að gefa skýrslu um
kynslóðir hinna stolnu barna. Tal-
ið er að um hafí verið að ræða
50.000 börn. Fæst þeirra fengu
menntun, þau urðu ódýrt vinnuafl
hvíta mannsins. Margir frum-
byggjanna fengu aldrei neitt kaup
fyrir vinnu sína hvort sem það var
á stórum búgörðum eða annars
staðar.
Söngur eins frumbyggjans „My
dark skinned baby“ er átakanleg-
ur enda var söngvarinn sjálfur
hrifínn burt úr örmum móður
sinnar sem barn. Einhverra hluta
vegna hljóma söngvar frumbyggj-
anna ekki oft í útvarpi eða sjón-
varpi, hvort sem um er að ræða
hefðbundna tónlist þeirra eða
sveitatónlist sem þeir hafa tileink-
að sér. Textar þeirra eru einfaldir,
áhrifamiklir og heiðarlegir. Marg-
ir þeirra segja sögu. Fórnarlömb
fortíðarinnar eru enn á lífi.
9
« ,íN'f'3l
i
I
8 M I |
mm XXI. Wm.
H
. .. . .
Reuters
Okkur þykir það leitt! Flugvél myndaði orðið sorry fyrir ofan hafnarbrúna í Sydney meðan gangan fór fram, 28. maí. Talið er að um 250.000 manns hafi tekið þátt í göngunni, til að sýna í verki stuðning sinn við að komið verði á sáttum milli hvíta mannsins og frumbyggja
Ástralíu, eftir að sáttanefnd fulltrúa beggja kynþátta skilaði af sér skýrslu og framtíðartillögum til stjórnmálamanna eftir tíu ára starf.
Dagbókarbrot
/
EG SIT í lestinni sem brunar frá
Narrabri til Sydney. Þetta er
dagsferð yfir Nýju Suður-Wal-
es frá norðvestri til suðaust-
urstrandarinnar. Grasið er
grænt, himinninn er blár, sólin skín.
Hæðótt landslag með blómleg
býli. Nautpeningur, sem aldrei kem-
ur i hús, á beit. Hveiti- og baðm-
ullarakrar þjóta fram hjá. Svartir
svanir á sundi, tröllatré á víð og
dreif.
Hvers vegna sit ég hér? Hvað vill
kúabóndinn á mannamót?
Hinn 28. maí verður gengið yfir
Hafnarbrúna í Sydney að Óperuhús-
inu, rúmlega 4 km leið.
Lokið er tíu ára nefndarstarfi
sáttanefndar hvítra og svartra.
Að koma á sáttum svartra og
hvítra í Ástralíu á enn langt í land en
þetta er skref áleiðis. Hversu stórt
kemur í ljós á morgun. Fjölmenna
hvitir Ástralir í gönguna? Hvernig
tekst til?
Corroboree 2000 merkir að frið-
mælast, leysa vandann.
Mikil og góð skipulagning hefur
farið fram af hálfu sáttanefndarinn-
ar. Þegar ég hringdi og skráði mig í
gönguna fékk ég númer 141.545.
Fjölmennasta samkoma í Ástralíu
hingað til var um 100.000 manns
þegar Víetnam-stríðið stóð sem hæst
og fólk fór í mótmælagöngur til að
móttmæla þátttöku Astrala í því
Reuters
Listamenn úr hópi frumbyggja troða upp við Óperuhúsið í Sydney 27. maí í tilefni þess að þann dag afhenti sáttanefndin skýrslu sína og tillögur við hátiðlega athöfn.
stríði. Miklar umræður hafa verið í
útvarpi og sjónvarpi.
SBS-sjónvarpsstöðin er með dag-
skrá daglega um þessi mál.
Hafnarbrúin í Sydney er mikið og
frægt mannvirki í hjarta heimsborg-
arinnar frá þriðja áratug síðustu ald-
ar. Þar þjóta bílar á einum átta akr-
einum, fyrir utan lestarteina og
göngustíga. Rödd i útvarpi hafði orð
á því að ekki ætti að leyfa að nota
brúna í þessu skyni en brúin verður
lokuð fyrir umferð frá kl. 8 f.h. til 12
á hádegi.Viðkomandi fannst ekki
taka því að leyfa sáttanefndinni og
frumbyggjunum að nota brúna. -
Kalt er í veðri og spáð er ísköldum
sunnanvindi á morgun. Skyldi veðrið
hindra fólk í að koma?
Auðsætt er að við nálgumst heims-
borgina. Stórir bílakirkjugarðar eru
á víð og dreif en þegar kemur til
Gosford er náttúrufegurðin einstök.
Hawkesburry-áin rennur fram með
„lifandi“ vatni, smábátahafnir, fáein
hús á fljótsbakkanum, annars klettar
og skógur. Pelikanar sitja makinda-
lega á staurum. Mörg löng lestar-
göng liggja í gegnum klettóttar hæð-
ir. Klettarnir litast rauðu í síðustu
geislum sólarinnar. Sólsetur er''
snemma nú í upphafi vetrar eða kl.
hálfsex. Stysti dagur ársins er hinn
22. júní.
Tvær frumbyggjastúlkur, ber-
fættar í glærum plastsandölum, með
dótið sitt í bleikum bakpoka með ót-
eljandi hjörtum á, fara úr lestinni
um leið og ég.
Ég tek leigubilstjórann tali sem