Morgunblaðið - 27.08.2000, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 B 1Z_
TOYOTA LANDCRUISER 100
Einn fullkomnasti og mest breytti Landcruiser
VX, beinsk. Túrbo diesel
Verð frá
kr. 4.640.000.
STD. beinsk. Diesel
Vterð frá
1 árs/20.000 km. verksmiöjuábyrgö. Skoöun eftir 1.000 km. innifalin
i • Sími 555 6755 • Fax 555 6756 • Netfang
í dag frá kl. 13-18 að
Kaplahrauni 9b, Hafnarf.
(bakvið fasteignasöluna
Hraunhamar)
TOYOTA a landinu, 44' dekk,
hásing að framan o.fl.
Sjón er sögu ríkari.
Verðmæti kr. 11.000.000.
KOMID OG GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
BÍLAR A STAÐNUM
Eitthvað gagn í
gönguseiðum?
ATHYGLI hefur vakið að einhver
göngu- og veiðiaukning hefur verið í
Elliðaánum í sumar miðað við síð-
ustu sumur. Á meðan sumir tala um
von og bata, benda aðrir á að aukn-
ing sé trúlega vegna gönguseiða-
sleppingar á síðasta ári og ástandið
sé litlu betra en áður.
Það er í sjálfu sér ekki alveg rétt,
því Orkuveiturnar hafa staðið fyrir
einu og öðru sem mælt var með í
mikið gagnrýndri skýrslu fjölda
sérfræðinga síðasta vetur. M.a. hafa
búsvæði verið aukin, m.a. í vestur-
kvíslinni, með því að hleypa í hana
meira vatni. Fyrir vikið hafa nú
nokkrir laxar gengið í kvíslina, en lax
hefur vart sést þar um langt árabil.
Hvað gera
gönguseiðin?
Vegna umræðunnar um göngu-
seiðasleppingu í Elliðaámar þá var
mjög mælt með henni í fyrra og hún
er af hinu góða, enda seiðin af stofni
árinnar og ef eitthvað af þeim lifir af
veiðina geta þau styrkt hrygninguna
í haust.
En dæmin sanna að slepping
gönguseiða gengur ekki alltaf upp.
Stærsta dæmið um slíkar sleppingar
er auðvitað þrekvirkið sem unnið
hefur verið við báðar Rangárnar.
Þær eru orðnar laxveiðiár í fremstu
röð einungis fyrir tilstilli göngu-
seiðasleppinga. Hins vegar vita
menn þar á bæ að heimtur úr hafi
em ekki sem skyldi og góðar veiði-
tölur sýna ekki alltaf góðar heimtur.
Veiðinni er haldið uppi með gífurleg-
um fjölda seiða. Hafbeitin er^ meira
og minna farin á hausinn á Islandi
vegna þess að gönguseiði heimtust
ekki sem skyldi úr hafi.
Víða miklu
magni sleppt
Þrátt fyrir þessa reynslu manna
er víða sleppt miklu magni göngu-
seiða þótt hvergi séu tölurnar í
námunda við það sem sést á bæ hjá
Rangármönnum. Það er fróðlegt að
renna yfir stærstu sleppingamar í
fyrra og skoða í leiðinni hvemig veiði
hefur gengið á viðkomandi stöðum.
Auðvitað liggja engar tölur íyrir enn
um hlutdeild gönguseiðanna í veið-
inni og í einhverjum tilvikum em þau
eflaust kærkomin viðbót þótt ekki
séu heimturnar góðar.
Lítum á nokkur dæmi: í Þverá var
sleppt 15.000 seiðum af Kjarrár-
stofni, en rétt yfir 1200 laxar hafa
veiðst. Yfir 2.100 laxar veiddust í
ánni í fyrra.
10.000 seiðum var sleppt í Norðurá
og 10.033 gönguseiðum var sleppt í
Hítará. Báðar árnar hafa gefið vel í
sumar, Norðurá rámlega 1600 laxa
og Hítará hátt í 400 laxa. Norðurá er
svipuð og í fyrra, Hítará betri.
12.000 gönguseiðum var sleppt í
Flekkudalsá, en þar hefur veiði verið
slök í sumar eins og víðast í Breiða-
fjarðaránum.
7.500 gönguseiði vom sett í Sogið,
en þar hefur einungis verið reyt-
ingsveiði í sumar, mun minni en í
fyrra.
Laxá í Aðaldal fékk 30.000 göngu-
seiði sem er stærsta gönguseiða-
slepping utan Rangánna. Aðeins ná-
lægt 600 laxar hafa veiðst í ánni í
sumar. í Breiðdaisá var sleppt
22.000 gönguseiðum og vonuðu
menn þar að magnið myndi standa
undir 250-350 laxa veiði. Um 100
hafa komið á land og ekki útséð um
lokaárangur. En viðmiðunin sýnir
hvað sleppingin í Laxá virðist vera
að skila litlu. Sama magni, 22.000
gönguseiði, var sleppt í Hafralónsá í
Þistilfirði, en þar hefur aðeins verið
reytingsveiði og ekkert til að hrópa
húrra yfir.
Af þessu má sjá, að menn virðast
víða vera að sjá h'tinn árangur af
sleppingum gönguseiða þótt þetta sé
ekki sett vísindalega upp. Það verð-
ur ekki gert fyrr en í haust er lesið
hefur verið af hreistri og merkjum.
Seiði úr
öllum áttum
Ofangreindar tölur em fengnar
hjá Veiðimálastofnun og þar em enn
fremur upplýsingar um hvaðan seiði
em fengin. I nær öllum tilvikum er
stofn árinnar sjálfrar notaður. Rang-
árnar era undantekning. Þar era
sleppingar og sleppistaðir fjölmargir
og í mörgum tilvikum er þess getið
að seiði séu af Rangárstofni. Slíkur
Morgunblaðið/Einar Falur
Rýnt í fluguboxið. Ilveija skyldi hann taka?
stofn er þó varla til og þýðir ein-
faldlega að laxar veiddir í ánum árið
áður vora stroknir og alið frá þeim.
Þar fyrir utan var sleppt í báðar
Rangárnar og Þverá í Fljótshlíð
gönguseiði af stofnum Kollafjarðar,
Straumfjarðai-ár, Láróss og Reykja-
dalsár nyrðri.
Framtíðin hefst
...núnd!
STANOftY/ON
SuperAnti-AUas^er
540 Hnur
L
C
stgr.
■ 540 línu upplausn
■ Dolby digital/DTS
1 Betri CD hljómgæði,
mynd- og hljóð-suðeyðir
■ Super anti-alias filter
■ Pan og zoom virkni
■ 30 Audio Spatializer
' im
TOSHIBA SD 100
er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða!
TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum myndbandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins
Einar Farestveit &Cahf.
• Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is