Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER BLAÐ Draumahögg Jóns í Þýskalandi JÓN G. Pétursson, kylfíngur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór holu í höggi í annað skipti á ævinni þear hann var í Þýskalandi á fímmtudaginn. Jón var á heimleið úr golf- ferð til Tékklands en hópurinn kom við í Frankfurt og fór á völl Bayeruth-golfklúbbs- ins með beðið var eftir flugi heim. Jón náði þar draumahögginu á par þrjú holu á 18. braut vallarins en áður vann hann þetta afrek á Grindavíkurvelli fyrir fímm ár- um. Með þessu var ferðin innsigluð því þetta var síðasta högg Jóns fyrir heimferðina. við fögnuð samferðarmanna eins og nærri má geta.Auðvelt var fyrir hann að fá staðfest- ingu því formaður Einherjaklúbbsins, Kjart- an L. Pálsson, var sjálfur á staðnum sem far- arstjóri hópsins. Morgunblaðið/Arnaldur Það var nokkur spenna í leikmönnum íslenska landsliðsins á æfingu í gær vegna landsleiksins við Dani sem fram fer kl. 18 í dag á Laugardalsvelli. Hér má sjá hluta liðsins, Helga Kolviðsson, Tryggva Guðmundsson, Eyjólf Sverrisson, Ólaf Örn Bjarnason og Her- mann Hreiðarsson, hita upp á æfingu í gær ásamt Atla Eðvaldssyni landsiiðsþjálfara. Björgvin lék best áHM ÍSLENSKA landsliðið í golfí er í 24. til 26. sæti að loknum öðrum keppnisdegi á heimsmeistara- mótinu í golfí. íslandsmeistarinn Björgvin Sigurbergsson lék best íslendinganna í dag, eða á 73 höggum, einu yfír pari Faldo- vallarins í Bad Saarow, en hann þykir erfíðari en Palmer- völlurinn sem íslensku landsliðs- mennirnir léku á fyrsta keppnis- degi. Olafur Már Sigurðsson, klúbbfélagi Björgvins úr Keiii, lék á 74 höggum líkt og á fyrsta degi. Helgi Birkir Þórisson lék á 76 höggum, en Örn Ævar Hjart- arson náði sér ekki á strik og lék á 77 höggum. Árangur hans giiti ekki. íslenska liðið er samtals á tólf höggum yfír pari eftir tvo keppnisdaga af fjórum. Þrjátíu efstu liðin leika á Palmer- vellinum á morgun. Banda- ríkjamenn eru efstir á níu högg- um undir pari, en þeir Iéku sam- tals á pari í dag. 59 þjóðir taka þátt í mótinu, sem er stærsta keppni áhugamanna í golfi. Helgi valinn í stað Bvynjars ATLI Eðvaldsson gerði eina breytingu frá sigurleiknum við Svía fyrir fyrsta leik íslands í undankeppni HM í knattspyrnu sem er gegn Dönum á Laugardalsvellinum kl. 18 í kvöld. Hann valdi Helga Kolviðsson til að leika á miðjunni í stað Brynjars Björns Gunnars- sonar. Þetta er 17. A-landsleikur á milli (slands og Danmerkur en samt í fyrsta skipti sem þjóðirnar mætast f undankeppni stórmóts. Arni Gautur Arason heldur stöðu sinni sem markvörður Islands og þar með er reyndasti markvörð- urinn, Birkir Kristinsson, áfram á varamannabekknum. Atli sagði í gærkvöld að Árni Gautur væri til- búinn til að taka við sem aðalmark- vörður íslands, hann væri mark- vörður hjá einu af sterkustu liðum Evrópu og Birkir væri búinn að taka að sér það hlutverk að styðja við bakið á honum og vera til taks ef með þarf. Um breytinguna á miðjunni sagði Atli: „Helgi Kolviðs- son leikur stöðuna mjög agað og spilar hana með sínu félagsliði er- lendis á meðan Brynjar leikur þar sem varnarmaður.11 Byrjunarlið íslands er því þannig skipað: Árni Gautur Árason er markvörður. Vamarmenn eru Auð- un Helgason, Pétur Marteinsson, Eyjólfur Sverrisson og Hermann Hreiðarsson. Miðjumenn eru Þórð- ur Guðjónsson, Rúnar Kristinsson, Helgi Kolviðsson og Tryggvi Guð- mundsson og í fremstu víglínu eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Ríkharður Daðason. Varamenn eru Birkir Kristinsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Arnar Þór Viðarsson, Heiðar Hélguson, Helgi Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Arnar Grétarsson. Mprgunblaðið fjallar ítarlega um leik Islands og Danmerkur á blaðs- íðum B2, B3, B4, B5 og B7. Þar er meðal annars að finna viðtöl við Peter Schmeichel, Michael Laudrup og Atla Eðvaldsson auk þess sem allar sextán viðureignir íslands og Danmerkur til þessa eru rifjaðar upp. Sigurður Ragnar hjá Harelbeke SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnumaður hjá enska 2. deildarfélaginu Walsall, fer til Bel- gíu í dag og verður þar til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Harelbeke í eina viku. Ray Graydon, knattspyrnu- stjóri Walsall, hefur ákveðið að selja Sigurð þar sem mikið úrval er af sóknarmönnum hjá félaginu um þessar mundir og Belgarnir eru til- búnir til að kaupa hann ef til kemur. Sigurður Ragnar er 26 ára og hef- ur leikið með Walsall í hálft annað ár, bæði í 1. og 2. deild. Walsall, sem féll naumlega úr 1. deild í vor, hefur byrjað tímabilið mjög vel, hefur unn- ið alla fjóra leiki sína og trónir á toppi 2. deildar. Sigurður Ragnar hefur ekki fengið tækifæri enn sem komið er en fyrir tímabilið fékk fé- lagið tvo sóknarmenn sem hafa verið mjög atkvæðamiklir og hefur liðið skorað 13 mörk í leikjunum fjórum. Harelbeke hafnaði í 14. sæti belg- ísku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og hefur ekki byrjað vel í haust, er aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina og hefur fengið á sig ellefu mörk. Félagið hefur verið undanfarin ár verið um eða fyrir of- an miðja deild en heldur hallaði und- an fæti á síðasta tímabili. KNATTSPYRNA: BETUR MÁ EF DUGA SKAL/B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.