Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 4
4 B LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 B 5 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA ■» Sextán viðureignir íslands og Danmerkur frá 1946 Æfðu á Kolviðar- hóli og fóru í í Hveragerði Island og Danmörk mætast í kvöld í 17. skipti í A- landsleik í knattspyrnu. Islendingum hefur aldrei tekist að leggja Dani að velli, aðeins fjórum sinnum náð jafntefli, og oft tapað stórt. Fyrir þennan leik ríkir meiri bjartsýni en oft áður um góð úrslit, en þetta er í fyrsta skipti sem þjóðirnar mætast í heimsmeistarakeppni eða Evrópukeppni. Af þessu tilefni skoðaði Víðir Sigurðsson fyrri viðureignir Islands og Danmerkur, allt frá fyrsta landsleiknum á Melavellinum árið 1946. 1953: íslenska landsliðið stillir sér upp á Idrætsparken. Fremstur er Karl Guðmundsson fyrirliði. Danir sigruðu, 4:0. ar lágu Danir í því. Þessa fyrir- sögn hefur íslenska íþrótta- fréttamenn dreymt um að geta notað eftir knattspymulandsleik í meira en hálfa öld, en sá draumur hefur ekki ræst enn. Sextán sinnum hafa þjóð- irnar mæst í A-landsleik á knatt- spymuvellinum frá árinu 1946 - enn höfum við íslendingar ekki fengið að fagna sigri og fyrirsögnin góða bíður. Nokkmm sinnum hefur munað litlu, fyrst og fremst í fjóram jafnteflisleik- jum þjóðanna, en tólf sinnum hafa Danir sigrað og oftast af miklu ör- yggi. Aldrei þó eins og svarta ágúst- kvöldið árið 1967 þegar þeir unnu 14:2 á Idrætsparken. Þeir hafa sam- tals skorað 55 mörk gegn aðeins 12 mörkum íslands. í kvöld fer 17. við- ureign þjóðanna fram og hjá íslensk- um knattspymuáhugamönnum ríkir bjartsýni um fyrsta sigurinn á Dön- um sem aldrei fyrr. Vissulega gefur frammistaða landsliðsins að undan- fömu ástæðu til að ætla að nú séu ágætir möguleikar fyrir hendi en sag- an segir okkur að það gæti reynst þrautin þyngri. Þó Island og Danmörk hafí aldrei áður mæst í heimsmeistarakeppni eða Evrópukeppni er löng saga á bakvið knattspyrnusamskipti þjóð- anna. Fyrstu umræður um land- skeppni þeirra á milli hófust árið 1939 þegar Framarar fóru í keppnisferð til Danmerkur. Síðari heimsstyrjöldin sem braust út um haustið kom í veg fyrir frekari áform en þráðurinn var tekinn upp strax að henni lokinni. Þá var komin upp ný staða milli þjóð- anna, íslendingar lutu ekki lengur dönskum konungi heldur höfðu þeir lýst yfir sjálfstæði árið 1944. Það spillti þó engu; formaður danska knattspymusambandsins, Edvard Yde, skrifaði Frömurum og spurðist fyrir um möguleikann á að þjóðimar mættust í landsleik á fslandi sumarið 1946. Það gekk eftir og danska lands- liðið sigldi til íslands með farþega- skipinu Dronning Alexandrine um miðjan júlí en leikur þjóðanna, fyrsti landsleikur hins nýstofnaða lýðveldis íslands, var háður á Melavellinum 17. júlí, að viðstöddum 8 þúsund áhorf- endum. Knattspymusamband ís- lands var ekki stofnað fyrr en ári síð- ar og það voru Knattspyrnuráð Reykjavíkur og Fram sem höfðu í sameiningu veg og vanda af heim- sókn Dana. Enginn grasvöllur var til á þessum tíma en allir landsleikir til ársins 1957 vora háðir á malarvellin- um góðkunna á Melunum í Reykja- vík. Hann var lagður af árið 1984 og Þjóðarbókhlaða Islands reist á svip- uðum slóðum og nyrðra mark hans stóð. 1946: ísland - Danmörk 0:3 Enski þjálfarinn Frederick Steele, fyrrum miðherji enska landsliðsins og Stoke City, var þjálfari KR þetta sumar og hann var fenginn til að búa íslenska liðið undir sinn fyrsta lands- leik. Fyrst var æft daglega í tvær vik- ur á Melavellinum en síðan fór liðið í tíu daga æfingabúðir í skíðaskála isisport.is Vals við Kolviðarhól ofan við Reykja- vík. „Við þurftum að fara niður í Hveragerði í bað eftir æfingar, en það var ágætt að æfa þarna,“ sagði Ellert Sölvason, einn íslensku leikmann- anna, í viðtali við Morgunblaðið árið 1994. En undirbúningurinn kom fyrir lít- ið, íslenska liðið olli miklum vonbrigð- um í leiknum og Danir vora í litlum vandræðum með að sigra 3:0. Frí- mann Helgason, frumherjinn í röðum íslenskra íþróttafréttamanna, var ekki ánægður með leikinn og skrifaði í íþróttablaðið: .Áhorfendur yfirgáfu vöílinn í leiðu skapi, ekki yfir marka- muninum heldur yfir því hve íslenska liðið sýndi lélega knattspyrnu, og satt að segja mikið lélegri en maður þorði að vona.“ Tveir íslensku leikmannanna höfðu Ieikið í Skotlandi veturinn á undan, Albert Guðmundsson með Glasgow Rangers og Ottó Jónsson með Hearts. 1949: Danmörk - ísland 5:1 Fyrsti landsleikur Islands á útivelli var einnig gegn Dönum, en í millitíð- inni hafði liðið tapað fyrir Noregi og sigrað Finnland á Melavellinum. Leikurinn fór fram í Arósum í tengsl- um við 60 ára afmæli danska knatt- spymusambandsins. Spilað var á rennblautum grasvelli, en þeim að- stæðum vora íslensku leikmennimir lítt kunnugir. Danir höfðu yfirburði og sigruðu 5:1 en 12 þúsund áhorf- endur fögnuðu innilega þegar Hall- dór Halldórsson skoraði síðasta mark leiksins með hörkuskalla skömmu fyrir leikslok. Danska íþróttablaðið sagði að íslendingar væra enn á byrj- unarstigi í alþjóða knattspyrnu og fara þyrfti mörg ár aftur í tímann til að finna jafn auðvelda bráð fyrir danskalandsliðið. 1953: Danmörk- ísland 4:0 Dræm aðsókn á leik þjóðanna 1949 og mikill munur á liðunum varð til þess að Danir vora tregir til að taka aftur á móti íslenska landsliðinu. Þeir létu þó til leiðast fjóram áram síðar þegar þjóðimar mættust í Kaup- mannahöfn. Þá var lengi vel um jafn- ari viðureign að ræða og Ríkharður Jónsson gat komið Islandi yfir eftir aðeins 11 mínútur en danski mark- vörðurinn varði frá honum víta- spymu. Danir skoraðu undir lok hálf- leiksins og bættu þremur mörkum við í þeim síðari. 1955: ísland - Danmörk 0:4 Talsverð bjartsýni ríkti fyrir fjórða leik þjóðanna og rúmlega 10 þúsund áhorfendur mættu á Melavöllinn þrátt fyrir rok og rigningu. En þeir fóra óánægðir heim eins og í fyrstu heimsókn Dana því íslenska liðið náði sér aldrei á strik og aðeins góð mark- varsla Helga Daníelssonar kom í veg fyrir að Danir skoruðu fleiri en fjögur mörk. 1957: ísland - Danmörk 2:6 Þau kaflaskil urðu í íslenskri knatt- spyrnu sumarið 1957 að Laugardals- völlurinn var tekinn í notkun. Loksins áttu íslendingar alvöra þjóðarleik- vang með grasi og tilhlýðilegt þótti að bjóða Dönum ásamt Norðmönnum til móts í tilefni af 10 ára afmæli KSÍ. Eftir 0:3 tap gegn Norðmönnum 8. júlí var leikið gegn Dönum tveimur dögum síðar. Byrjunin var góð því Ríkharður Jónsson skoraði fyrsta markið í leiknum, og jafnframt fyrsta mark Islands á Laugardalsvellinum, strax á 4. mínútu. En Danir vora fljótir að jafna og komust í 3:1 fyrir hlé. Þórður Þórðarson minnkaði muninn en gestimir skoraðu þrjú mörk til viðbótar áður en yfir lauk. 1959: ísland - Danmörk 2:4 Fyrstu „alvöruleikir" þjóðanna fóra fram sumarið 1959 þegar þær léku saman í riðli, ásamt Norðmönn- um, í forkeppni Ólympíuleikanna sem haldnir vora í Róm árið eftir. Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvell- inum og var sá jafnasti af viðureign- um þjóðanna fram að því. íslenska liðið féll á þremur ódýram mörkum en Sveinn Jónsson og Þórólfur Beck skoruðu fyrir ísland. 1959: Danmörk-ísland 1:1 ísland vann Noreg og var þar með öllum að óvöram komið í baráttu við Dani um sigur í riðlinum og sæti á Ól- ympíuleikunum. Þar litu bestu úrslit Islands fram að því dagsins Ijós þeg- ar liðin skildu jöfn á Idrætsparken í Kaupmannahöfn. íslenska liðið náði forystunni eftir 29 mínútur þegar Sveinn Teitsson skoraði og staðan hélst þannig þar til Danir jöfnuðu að- eins 8 mínútum fyrir leikslok. Engu munaði að Þórður Jónsson skoraði sigurmark íslands á síðustu minútu leiksins. Danir tryggðu sér með þessu farseðlana til Rómarborgar og þar hrepptu þeir silfurverðlaunin árið eftir. Þetta sama kvöld, 18. ágúst 1959, var brotið blað í íslenskri fjölmiðlun þegar myndir frá leiknum vora sím- sendar til íslands og birtust þær í Morgunblaðinu daginn eftir. Þetta voru fyrstu erlendu fréttamjmdimar í íslensku dagblaði. 1965: ísland - Danmörk 1:3 Ágætis útht var lengi vel fyrir fyrsta sigur íslands á gömlu herra- þjóðinni, því í markalausum fyrri hálfleik á Laugardalsvellinum var ís- lenska liðið sterkari aðilinn og fékk mörg ágæt marktækifæri. En þrjú dönsk mörk eftir hlé gerðu drauminn að engu. Baldvin Baldvinsson náði að laga markatöluna á síðustu mínútu leiksins þegar hann skoraði eftir aukaspymu frá Ellerti B. Schram. 1967: Danmörk - ísland 14:2 Miðvikudagurinn 23. ágúst 1967 er án efa svartasti dagurinn í íslenskri knattspyrnusögu. Þá vora Danir sótt- ir heim á Idrætsparken og sjaldan höfðu verið gerðar meiri væntingar til íslenska landsliðsins. Talið var að nú ætti Island meiri sigurmöguleika en nokkru sinni fyrr í viðureignum þjóðanna. En niðurstaðan var önnur og verri. Atli Steinarsson var á Idrætsparken og skrifaði í Morgun- blaðið: „Maður sökk lengra og lengra nið- ur í sætið og var fegnastur þeirri stund er sænski dómarinn flautaði til leiksloka. En þá hafði knötturinn lent 14 sinnum í íslenska markinu en tví- vegis í hinu danska. „Áminning", „reiðarelag" eða „stórslys" era allt orð sem mætti nota um þennan leik. Því miður gleymist hann seint.“ Það eru orð að sönnu - þessi leikur gleymist seint, eða aldrei. Utreiðin er sú versta sem íslenska landsliðið hef- 1959: Fyrsta fréttamyndin sem símsend var til íslensks dagblaðs og birtist á forsíðu Morgunblaðsins 19. ágúst 1959. Friðrik 9., konungur Danmerkur, heilsar Erni Steinsen. Björgvin Schram, formaður KSf, stend- ur við hlið konungs og Þórður Jónsson og Sveinn Teitsson fylgjast með. Sveinn skoraði mark íslands og Þórður var rétt búinn að tryggja íslandi sigur í lok leiksins. Jafnteflið á Idræts- parken 1959 bestu úrslitin Fegnastur þegar flautað var til leiksloka 1967 Þrívegis marka- laust jafntefli hér á landi Politiken 1967: Guðmundur Pétursson markvörður situr hnípinn á vellinum á meðan Danir fagna einu sinni sem oftar. -I- 1959: Helgi Daníelsson, markvörður íslands, handsamar knöttinn og brosir um leið framan í fyr- irliða Dana, Poul Pedersen. Aðeins níu mínútum munaði að ísland ynni frækinn sigur. Morgunblaðið/Einar Falur 1991: Ólafur Þórðarson og Hlynur Stefánsson í besta færi íslands í síðasta teik þjóðanna, þegar þær gerðu jafntefli, 0:0, á Laugardalsvellinum. ur nokkra sinni fengið. Staðan var orðin 4:0 eftir aðeins 15 mínútur og 6:0 í hálfleik. Helgi Númason minnk- aði muninn í 6:1 og Hermann Gunn- arsson í 9:2 en mörkunum rigndi inn hjá Guðmundi Péturssyni markverði sem lítið gat við þeim gert. Flest dönsku markanna vora glæsileg en varnarleikur Islands var ekki upp á marga fiska. „Lið sem hefur fengið á sig 6 mörk í fyrri hálfleik hefur ekki leyfi til að fá á sig 8 í þeim síðari. Með þeirri varnartaktík sem þekkt er nú hjá öllum knattspymuþjóðum á að vera unnt að koma í veg fyrir slíka út- reið,“ sagði Björgvin Schram, for- maður KSÍ, meðal annars í forsíðu: viðtali við Vísi daginn eftir. í Tímanum gagnrýndi Alfreð Þor- steinsson vamarleik Islands: „Is- lenska liðið ... hélt allan tímann fjór- um mönnum frammi, mönnum, sem ekkert annað höfðu að gera en að fylgjast með því sem var að gerast upp við þeirra eigið mark.“ 1970: ísland - Danmörk 0:0 Það var langur vegur frá 16 marka leiknum á Idrætsparken til marka- lauss jafnteflis liðanna á Laugardals- vellinum þremur áram síðar. Þá fóru Danir í fyrsta skipti heim án sigurs frá íslandi og þeir vora heppnir að sleppa við tap. Islenska liðið var mun betri aðilinn í leiknum og fór illa með gullin marktækifæri. 1972: ísland - Danmörk 2:5 Tveimur árum síðar mættu Danir aftur í Laugardalinn og eftir góðan fyrri hálfleik virtist langþráður sigur innan seilingar. ísland komst þá í 2:1 þegar Guðgeir Leifsson og Eyleifur Hafsteinsson skoraðu með 8 mínútna millibili. En ungur nýliði hjá Dönum, hinn smávaxni AUan Simonsen, sem síðar var kjörinn knattspymumaður ársins í Evrópu og þjálfar nú landslið Færeyja, lék íslendinga grátt og skoraði tvívegis og niðurstaðan var þriggja marka tap. Annar ungur pilt- ur hóf glæsilegan feril í þessum leik, því hjá Islandi kom inn á 17 ára Eyja- peyi, Ásgeir Sigurvinsson að nafni. 1974: Danmörk - fsland 2:1 Leikur þjóðanna í Alaborg í októ- ber 1974 var liður í undirbúningi ís- lands fyrir EM-leik í Austur-Þýska- landi þremur dögum síðar. Islenska liðið lék vel og Danir máttu þakka fyrir sigurinn. Matthías Hallgríms- son skoraði fyrir ísland, jafnaði þá 1:1, og litlu munaði í lokin að þung pressa skilaði öðra íslensku jöfnunar- marki. í kjölfarið náði íslenska lands- sliðið jafntefli gegn Austur-Þjóðverj- um í sögulegum leik í Magdeburg. 1978: ísland - Danmörk 0:0 Öðra sinni skildu þjóðimar jafnar án marka á Laugardalsvellinum þeg- ar Danir komu hingað með lið sem var geysilega sterkt á pappíranum en sýndi litla snilli. Island fékk hættu- legri færi og nýliðinn Pétur Péturs- son, sem varð 19 ára deginum áður, var hársbreidd frá því að skora sigur- mark á lokaminútunum þegar hann hitti ekki danska markið úr dauða- færi á mai-kteig. 1981: Danmörk - ísland 3:0 Allan Simonsen lék íslendinga grátt öðra sinni - nú á Idrætsparken. Rétt eins og í Reykjavík níu áram áð- ur skoraði hann tvívegis, að þessu sinni með tveggja mínútna millibili seint í fyrri hálfleik. Skömmu áður hafði Atli Eðvaldsson, núverandi landsliðsþjálfari, skallað yfir mark Dana úr dauðafæri þegar hann átti þess kost að jafna metin. Síðari hálf- leikúr var markalaus og sigur Dana þótti verðskuldaður en full stór miðað við gang leiksins. 1988: Danmörk - ísland 1:0 Eftir sjö ára hlé mættust þjóðirnar á Idrætsparken og þar stillti ísland upp sannkölluðum varnarmúr með Atla Eðvaldsson í aðalhlutverki. Dan- ir sóttu nær látlaust allan tímann en fengu fá marktækifæri. Þeim tókst þó að rjúfa múrinn einu sinni snemma í leiknum og þai- við sat. Við- ar Þorkelsson var hársbreidd frá því að jafna metin þegar hann átti skot í innanverða stöng danska marksins. 1991: ísland - Danmörk 0:0 Fjórða jafntefli þjóðanna, og það þriðja markalausa á Laugardalsvelli, varð í 16. og síðustu viðureign þeirra til dagsins í dag. Leikurinn var dauf- ur og lítið um marktækifæri en Ólaf- ur Þórðarson var næst því að skora fyrir Island. Tveir þeiiTa sem skipa landsliðshóp íslands í dag léku þenn- an dag, auk Atla Eðvaldssonar þjálf- ara. Eyjólfur Sverrisson spilaði allan . tímann og Amar Grétarsson síðustu 10 mínútumar. 2000: ísland - Danmörk ?:? Og nú er komið að 17. viðureign- inni. Aldrei hefur liðið jafn langt á - milli leikja íslands og Danmerkur en staðreyndin er sú að Islendingar hafa ekki skorað gegn Dönum í 26 ár, síð- an Matthías Hallgrímsson jafnaði í ; Álaborg. En hafi íslenskt landslið ein- f hvern tímann verið líklegt til að skora gegn Dönum - já eða til að sigra Dani - þá er það einmitt núna. 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.