Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 8
Bl HK
Haukar mæta Eynatten
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik verða í eldlínunni á
morgun en þá mæta þeir belgfska liðinu Eynatten f 1. umferð for-
keppni meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram í fþróttahúsinu
við Strandgötu og hefst klukkan 14. Með leiknum gegn belgísku
meisturunum binda Haukar enda á þátttökuleysi íslenskra félags-
liða á Evrópumótunum en þrjú ár eru liðin síðan íslendingar áttu
fulltrúa á Evrópumótunum.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Iár er keppt með breyttu keppn-
isfyrirkomulagi í Evrópukeppni
félagsliða og njóta Haukarnir góðs
af því. Breytingin
hefur í för með sér
að Haukarnir eru
öruggir með að
taka þátt í tveimur
umferðum og nái þeir að slá Eyn-
atten út verða þeir með í að
minnsta kosti þremur umferðum.
Haukar mæta ABC Braga
ef sigur vinnst á Eynatten
Liðin sem tapa í 1. umferð for-
keppni meistaradeildarinnar fara í
2. umferð EHF-bikarsins, sem hef-
ur verið stækkaður töluvert, en
sigurliðin fara í 2. umferð í for-
keppni meistaradeildarinnar. Hafi
Haukarnir betur gegn Eynatten er
ljóst að þeir mætá portúgalska lið-
inu ABC Braga en Hafnarfjarðar-
liðið mætti einmitt liði Braga í
Evrópukeppninni fyrir nokkrum
árum og mátti þola tvö stór töp.
Sigurvegarnir í 2. umferð fnr-
keppninnar fara í sjálfa meistara-
deildina þar sem 16 lið keppa í fjór-
um liðum.
Haukarnir hafa æft vel í sumar
undir stjórn Viggós Sigurðssonar
en Viggó var ráðinn þjálfari Hauka
í vor í stað Guðmundar Karlssonar.
Mikill getumunur á liðunum
„í öllu falli eigum við að klára
þessa tvo leiki gegn Eynatten enda
tel ég að það sé það mikill getu-
munur á liðunum. Við megum hins
vegar alls ekki vanmeta andstæð-
ingana þvi það er aldrei gott veg-
anesti. Ég hef fengið upplýsingar
um lið Belganna og ég veit að í því
eru Pólverji og Þjóðverji sem báðir
leika í skyttustöðunum og mark-
vörður frá Hollandi en ég hef ekki
séð liðið leika. Ég sendi reyndar
mann frá Wuppertal til að taka upp
æfingaleik hjá Eynatten en honum
var víssð uí ur husinu. JVlér er sagt
að þetta sé stemmningslið sem á
það til að hrökkva í gang og þá sér-
staklega á heimavelli. Það er því
mjög mikilvægt að ná góðum úr-
slitum í leiknum hér heima,“ sagði
Viggó Sigurðsson, þjálfarí Hauka,
við Morgunblaðið.
Viggó sagði að leikmenn sínir
væru í góðu formi enda hefðu þeir
æft vel í sumar og iagt mikið á sig
en vissulega vantaði meira upp á
leikæfingu.
Lokaleikur Hauka í íþrótta-
húsinu við Strandgötu
Upphaflega stóð til að Haukar
léku Evrópuleikinn í nýju íþrótta-
húsi á íþróttasvæði Hauka í Ás-
landi en ekki tókst að koma húsinu
í stand fyrir leikinn. Að sögn Þor-
geirs Haraldssonar formanns
handknattleiksdeildar Hauka verð-
ur Evrópuleikurinn síðasti ÍOITn-
iégí ieíkur Hauka í íþróttahúsinu
við Strandgötu en stefnt er að því
að nýja húsið verði tilbúið til notk-
unar eftir vikutíma.
Síðari leikur Hauka og Eynatten
verður í Belgíu um næstu helgi.
Rúnar og Jón með yfirburði
FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og
Jón Ragnarsson á Subaru
impreza héldu forystunni eftir
annan keppnisdag alþjóða-
rallsins. Með öruggum akstri
náðu þeir að koma sér í góða
stöðu fyrir daginn í dag og hafa
þeir rúma eina og hálfa mínútu
í forskot á þá Baldur Jónsson
og Geir Óskar Hjartarsson á
Subaru Legacy en þeir áttu í
nokkrum vandræðum með bíl-
inn framan af deginum. Páll
Halldór Halldórsson og Jó-
hannes Jóhannesson á Mitsu-
bishi Lancer eru þriðju, tæpum
þremur mínútum á eftir þeim
feðgum.
> eppnin hófst með miklum látum
■V á Lyngdalsheiðinni í gærmorg-
un og leit allt út fyrir að Baldur og
Geir ætluðu að svara fyrir sig og
náðu þeir besta tíma á fyrstu tveimur
sérleiðum en á þriðju sérleið um
Tungnaá fóru bilanir að gera vart við
sig ogjjeir töpuðu mínútu á feðgana
þar. „Eg hélt að þetta yrði slagur en
þetta var íljótt að breytast á Tungnaá
því þá bilaði tölvan í bílnum og hún er
búin að vera biluð síðan. Við þetta fór
fyrsta sætið úr augsýn og nú verður
maður bara að sjá hvemig staðan er
upp á annað sætið en það er stutt í
þriðja og því má ekkert klikka,“ sagði
Baldur þegar Morgunblaðið náði tali
af honum þegar ökumenn voru í há-
. degishléi í gær. Baldur var ekld einn
um að eiga við bilanir að etja því Páll
Halldór og Jóhannes áttu í mesta
basli með bremsumar og varð bíllinn
nánast bremsulaus á tímabili. Þeir
misstu bremsur að aftan og þurftu
því að reiða sig á bremsurnar að
framan. Við þetta breyttu þeir akst-
urmátanum, í staðinn fyrir að hafa
engar bremsur þá var bílnum lagt vel
fyrir allar beygjur og látið vaða
áfram og þótti nokkuð tilkomumikið
að sjá þá félaga stefna í allt aðra átt
en vegurinn lá í flestum beygjum.
Rúnar ræður ferðinni.
* „Við héldum áfram að keyra eins
og við ætluðum í morgun og þetta
hefur þróast út í það að við höfum
aukið við okkur forskotið og það er
nú kannski aðallega íyrir það að
Baldur hefur átt í smá vandræðum
Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Briem
Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson, á Mitsubishi, á mikilli ferð í Gunnarsholti á
fimmtu sérleið í gær.
þannig að við höfum getað leyft okk-
ur að halda þeim hraða sem við höf-
um verið á. Reyndar tók ég virkilega
vel á sérleiðmni gegnum Gunnars-
holtið, við fórum mjög hratt í gegnum
hana og settum mjög gott met á
henni, það var kannski fyrsta leið
sem ég tek vel á en annars gengur
þetta eins og í sögu enn þá. Ég er að
hlífa bílnum og ég slæ af þar sem mér
finnst tvísýnt og ég gef mér tíma þeg-
ar ég fer inn í beygjumar," sagði
Rúnar þegar gærdagurinn var hálfn-
aður. Rúnar hélt síðan uppteknum
hætti þar til í lok dags og er hann
með væna forystu íyrir lokadaginn í
dag. „Við erum búnir að keyra þenn-
an dag eins og við höfðum óskað
íyrirfram og að komast heilir í mark
án áfalla. Við ætlum að halda sama
takti á morgun og halda því forskoti
sem við erum búnir að koma okkur
upp og spila á stöðuna sem upp kem-
ur,“ sagði Rúnar sem var ánægður
eftir gærdaginn en jafnframt tók það
fram að þetta væri ekki búið fyrr en
eftir síðustu sérleið í dag.
Baldur nær varla Rúnari úr þessu.
„Þetta er búið að vera ágætur dag-
ur þrátt fyrir mikið basl og bilaða
tölvu, ég er enn þá í öðru sæti og það
er fyrir öllu. Ég held að við séum
loksins búnir að finna vandamálið og
vonumst til að geta gert við það í
kvöld. Rúnar er kominn of langt frá
til að hægt sé að elta hann og hann er
það góður ökumaður að það er ekki
hægt að taka stóru sekúndurnar af
honum, það er ekki nema að hann
myndi lenda í einhverjum óhöppum
að ég myndi komast fram úr honum.
Ég verð bara að reyna að keyra þétt
á morgun og sjá hverju það skilar,"
sagði Baldur að loknum gærdegin-
um. Páll er jafnframt búinn að festa
sig í þriðja sætinu og sér litla von um
að komast ofar eins og staðan er.
„Það hefur gengið vonum framar, ég
er hissa á því að við skulum enn vera í
þriðja sæti eftir það sem gengið hef-
ur á í dag. Við höfum stundum verið
að jafna tímann hjá Baldri en yfirleitt
tapað á þá báða bræður en unnið alla
hina sem á eftir okkur eru, bæði
Hjörleif og báða Metro-bílana. En
það hefði verið skemmtilegra að hafa
bremsumar í lagi því bíllinn er búin
að vera í góðu lagi fyrir utan þetta
bremsuvandamál, mikið afl og ég í
miklu stuði en það eru ekki alltaf jól-
in. Ég vona að bremsurnar verði í
lagi á morgun en við eigum engan
möguleika á að keyra þá bræður upp
en ef þeir gera mistök þá erum við
komnir," sagði Páll Halldór að lokn-
um gærdeginum.
FOLK
■ ÓLAFUR Páll Snorrason skor-
aði annað af mörkum varaliðs
Bolton sem sigraði Preston, 2:1, í
vikunni. Ólafur skoraði sigur-
mark leiksins úr vítaspyrnu.
■ DIDIER Deschamps, fyrirliði
heims- og Evrópumeistara
Frakka í knattspyrnu, mun leika
sinn síðasta leik með landsliðinu
þegar Frakkar taka á móti Eng-
lendingum í vináttuleik í París í
dag. Deschamps, sem er 31 árs,
hefur leikið 102 landsleiki fyrir
þjóð sína, sem er met.
■ LAURENT Blanc, félagi
Dechamps í franska landsliðinu,
lýkur ferli sínum með landsliðinu
í leiknum gegn Englendingum en
hann tilkynnti á dögunum að
hann ætlaði að setja landslið-
sskóna á hilluna.
■ RONALD de Boer, hollenski
tvíburabróðirinn sem hefur verið
á mála hjá Barcelona, gekk í vik-
unnitil liðs við skosku meistarana
í Giasgew ííangers og sfcrífáði
undir fjögurra ára samning. Hol-
lenski landsliðsmaðurinn var orð-
inn þreyttur á setunni á vara-
mannabekknum og vildi komast
burt frá félaginu. Kaupverð
Rangers á de Boer er 670 milljón-
ir króna.
■ WEST HAM var hefur verið
kært eftir að leikmenn liðsins
sóttu að dómara í leik gegn
Leicester í síðustu viku. Leik-
mennirnir Paolo di Canio, Rio
Ferdinand, Davor Suker og
Michael Carrick voru einnig
kærðir sérstaklega fyrir ósæmi-
lega hegðun gagnvart dómaran-
um.
■ BRASILÍSKI varnarmaðurinn
Emerson Thome er á leið til
Sunderiand frá Chelsea en hann
hefur verið hjá Lundúnarliðinu
frá því um síðust jól þegar hann
var keyptur frá Sheffield Wedn-
esday. Emerson hefur þegar
komist að samkomulagi við Sund-
erland en félögin eru enn að þrefa
um kaupverð. Talið er að þau
muni sættast á 350 milljónir
króna.
■ WINSTON Bogarde hefur verið
leystur undan samningi hjá
Barcelona. Bogarde, sem er 29
ára gamall, samdi við Barcelona
fyrir tveimur árum síðan og
samningur hans átti að renna út
eftir næsta tímabil.
■ NOKKRUM klukkustundum
eftir að þetta var tilkynnt skrifaði
Bogarde undir fjögurra ára
samning við Chelsea.
■ MARIAN Hristov landsliðsmað-
ur Búlgara í knattspyrnu og leik-
maður Kaiserslautern í Þýska-
landi er meiddur og getur ekki
leikið með Búlgörum þegar þeir
mæta Tékkum í undankeppni HM
í knattspyrnu í dag en þessar
þjóðir leika með íslendingum í 3.
riðli undankeppninnar.
■ ÞÝSKI landsliðsmaðurinn
Christian Ziege er loks genginn í
raðir Liverpool frá Middles-
brough. Mikið þref hefur staðið á
milli félaganna um kaupin sem
enduðu með því að Ziege fór í
dómsmál við Middlesbrough og
vann það. I klásúlu sem Ziege
gerði í samningi sínum við Middl-
esbrough kom fram að ef tilboð
upp á 600 milljónir kæmu í hann
gæti hann farið en það var einmitt
sú upphæð sem Liverpool bauð í
leikmanninn.
■ RUDI Voeller, þjálfari þýska
landsliðsins sagði í gær að leikur
liðsins gegn Grikklandi í undan-
keppni HM sem fram fer í dag sé
upphaf nýs ævintýris í þýska bolt-
anum. Voeller hóf þjálfaraferil
sinn með landsliðinu í síðasta
mánuði með 4:1 sigri á Spáni.