Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 6
6 B LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Hefðum getað stolið sigrinum „Ég held að ég geti verið sáttur við þessi úrslit því við vorum að spila við mjög gott Iið,“ sagði Stefán Sigurður Stefánsson Grétarsson skrifar þjálfari U21 landsliðsins eftir jafnteflið við Dani í gærkvöldi. „Engu að síður hefðum við getað stolið sigr- inum i lokin hvort sem það hefðu verið sanngjörn úrslit eða ekki en óneitanlega hefði það verið gaman. Ég er mjög sáttur við strákana því þetta lið var mun öflugara en það sænska sem við unnum um daginn. Við vorum að berjast vel allan tímann og fengum síðan nokkur góð færi í lokin. Ég hefði að vi'su viljað sjá meiri grimmd í fyrri hálfleik því Danir voru að vinna meira af návígum en það var lagfært eftir hlé eins og ég r bað strákana um.“ Sigurður sagöist ekki hafa fengið miklar upplýsingar um danska liðið. „Ég vissi sama sem ekki neitt um danska liðið þvi það var ekki gott að fá upplýsingar. Samt var ég hvergi smeykur því við vorum búnir að spila við Svía rétt áður og þá sýndi lið- ið góðan karakter. Hins veg- ar er það svo í fótboltanum að úrslit geta farið á ýmsan í ■ veg en menn voru vel uppi á tánum eftir sigur á Svíum,“ bætti Sigurður við og sagði mikla baráttu mikilvægasta. „Helsti munurinn á liðunum liggur í að Danirnir hafa meiri tækni og hraða en við reynum að vinna það upp með mikilli baráttu og góðu skipulagi. Slíkt þýðir að það er okkar hlutskipti að veijast meira og það reynir á en við erum með fljóta stráka frammi sem geta gert usla svo að við getum náð góðum færum. Ég á von á að sjálfs- traustið verði í lagi eftir þessi úrslit." UM HELGINA KNATTSPYRNA Laugardagur: Undankeppni heimsmeistaramdtsins Laugardalsvöllur: fsland - Danmörk..18 Sunnudagur: Landssfmadeild kvenna: (efsta deild kvenna) Hiíðarendi: Valur - KR..............14 . KaplakriM: FH - fBV.................14 Stjömuvöllur: Stjaman - Breiðablik..14 Þórsvöllur: Þór/KA - ÍA.............14 3.deild karla, úrslitakeppni, f. leikir: Ásvellir: Haukar - Fjölnir..........16 KA-völlur: Nökkvi - Þróttur N.......16 l.deild kvenna, úrslitakeppni, s. leikir: Bessastaðav.: Þróttur R - Grindavík.14 Þróttarvöllur: Tindastóll - Sindri..14 Mánudagur: Deildabikar karla, úrslitaleikur: Laugardalsvöllur: Grindavík - Valur.20 HANDKNATTLEIKUR Forkeppni meistaradeildar, 1. umferð: Strandgata: Haukar - Eynatten.......14 FELAGSLIF Golfklúbburinn Keilir tekur þátt í Evrópu- keppni félagsUða í golfi sem fram fer á ít- alíu 8.-11. september. Mótið fer fram ár- lega og í fyrra keppti. Golfklúbbur »• Reykjavíkur fyrir fslands hönd, en árlega keppa sigurvegarar íslands í sveitakeppn- inni. Af þeim átta sem unnu sveitakeppnina í sumar, Björgvin Sigurbergsson, Olafur Már Sigurðsson, Ólafur Þór Ágústsson, Tómas Aðalsteinsson, Sigurþór Jónsson, Friðbjöm Oddsson, Guðmundur Svein- bjömsson og Sveinn Sigurbergsson, verða því fjórir keppendur valdir. Af þessu tilefni fara fram fimm golfmót á næstunni hjá ^ KeUi tU að fjármagna þátttöku iiðsins. Morgunblaðið/Amaldur Stefán Gíslason, sem hér brýst framhjá dönsku landsliðsmönnunum Dechmann Dennis Sören- sen og Aagaard Morten Rasmussen, átti mjög góðan leik í gærkvöldi. Betur má ef duga skal ÍSLENDINGAR og Danir gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni Evrópumóts U-21 árs landsliða í knatt- spyrnu í gær en leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. íslendingar geta vel unað við þessi úrslit því þeir áttu undir högg að sækja lengst af leiksins en minnstu mátti þó muna að íslenska liðinu tækist að stela öllum þremur stigunum á lokamínútum leiksins. Guðmundur Hilmarsson skrifar Það verður að segjast eins og er að íslenska liðið komst aldrei í gang í fyrri hálfleiknum og Danir voru miklu sterkari. Strax á 8. mínútu áttu Dan- ir fyrsta færi leiksins og það besta í öllum leiknum en öruggur markvörður íslenska liðsins, Omar Jóhannsson, gerði mjög vel að veija skot Sörensen úr góðu færi í hom. Is- lendingar áttu í hinu mesta basli með að sækja fram á völlinn og í þau fáu skipti sem íslenska liðið var á vallar- helmingi Dana vantaði framherjana Marel Baldvinsson og Guðmund Steinarsson meiri stuðning frá miðju- mönnunum. Þau fáu marktækifæri sem litu dagsins Ijós í fyrri hálf- leiknum féllu öll í skaut Dana en ís- lenska liðið náði ekki að ógna marki Dana að neinu ráði. Danir gáfu ís- lensku strákunum lítið rými til að at- hafna sig með knöttinn en það sama verður ekki sagt um íslenska liðið. Dönsku leikmennirnir fengu alltof mikið pláss og gátu leikið knettinum vandræðalaust á milli sín. Sigurður Grétarsson þjálfari ís- lenska liðsins hlýtur að hafa brýnt raustina í leikhléinu til lærisveina sinna því þeir komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og leikur liðsins var miklu betri en í þeim fyrri. Helgi Valur Daníelsson gaf tóninn strax eft- ir þriggja mínútna leik en þrumuskot hans fór rétt fram hjá danska mark- inu. Miklu meiri barátta var í íslensku leikmönnunum í síðari hálfleik og það virtist slá Danina töluvert út af lag- inu. Danimir héldu þó klárlega frum- kvæðinu í leiknum en ekki eins miklu og framan af leik. Ómar Jóhannsson þurfti tvisvar að veija vel skot frá dönsku leikmönnunum og í bæði skiptin gerði hann það mjög vel. Inná- skipting Stjömumannsins Veigars Páls Gunnarssonar á 68. mínútu hleypti nýju blóði í leik íslenska liðs- ins og Veigar var ekki búinn að vera inni á nema í þijár mínútur þegar hann lét að sér kveða. Á glæsilegan hátt sneri hann af sér tvo varnarmenn Dana og átti þrumuskot sem sleikti markslánna. Fátt markvert gerðist þar til á lokamínútunum en í þrígang vom íslendingar nærri því að skora. Á 87. mínútu missti Þórarinn Kristjánsson marks úr mjög góðu færi og rétt á eftir var Veigar Páll ná- lægt því að koma fætinum í knöttinn þegar hann fékk sendingu inn á markteiginn. Síðasta færið fékk svo Marel Baldvinsson en náði ekki að reka höfuðið í boltann í upplögðu færi eftir fyrirgjöf Bjama Guðjónsson. Nokkmrn andartökum síðar flautaði úkraínski dómarinn til leiksloka. íslensku leikmennirnir geta verið sæmilega sáttir við úrslitin en leikur- inn sjálfur var ekki sérlega vel spilað- ur af hálfu liðsins og þá einkum í fyrri hálfleik. Ómar Jóhannsson átti fínan leik á milh stanganna. Hann var ör- yggið uppmálað í öllum sínum að- gerðum og pilturinn með mjög gott sjálfstraust. Reynir Leósson og Guð- mundur Mete mynduðu sterkt mið- varðapar og Indriði Sigurðsson gerði fáar skyssur í stöðu vinstri bak- varðar. Kollegi hans hægra megin, Ami K. Gunnarsson, átti í töluverðu basli en vann á þegar leið á leikinn. Stefán Gíslason lék best af miðjuspil- umnum. Hann var mjög yfírvegaður og sterkur í návígjunum og ekki furða þótt norsku úrvalsdeildarliðin séu farin að líta til hans. Marel og Guð- mundur áttu oft á brattann að sækja í fremstu víglínu og hefðu þurft að fá meiri hjálp frá félögum sínum. Þá átti Veigar góða innkomu og leikur liðsins batnaði mikið með tilkomu hans. Engum dylst að leikmenn U-21 liðs- ins eiga margir hverjir framtíðina fyrir sér og þegar þessir strákar fá meiri leikæfingu saman er alveg víst að íslendingar verða með gott lið í þessum aldursflokki sem getur svo sannarlega gert rósir í þessari keppni. Alls ekki sáttur „ÉG er alls ekki sáttur við jafnteflið því við misstum af tveimur stigum hér,“ sagði Flemming Serritslev þjálfari danska U-21 landsliðsins eftir leikinn. „Þetta var frekar góður leikur, við vorum betri í fyrri hálfleik en í lokin fékk fslenska liðið þijú góð færi á að skora eftir fyrirgjafír. Það er annars erfítt að segja hvað er sanngjarnt því við fengum nokkur færi en íslendingarn- ir bðrðust mjög vel.“ Danir höfðu unnið heimavinnuna sína og höfðu afíað sér vitn- eskju um íslenska liðið. „Ég vissi mikið um íslenska liðið því við sendum mann hingað til að sjá leik þeirra við Svía og það spilaði eins og ég átti von á nema hvað númer sextán (V eigar Gunnars- son) var snöggur. Svo voru miðverðirnir í vöminni (Guðmundur Mete og Reynir Leósson) góðir, markvörðurinn (Ómar Jóhanns- son) og Bjami Guðjónsson frá Stoke einnig góðir. Mesti munur- inn lá í að við höldum boltanum meira en það getur að vísu líka skapað hættu,“ sagði Flemming. Einbeitt- um okk- urað eigin leik „ÉG vissi ekkert um liðið en það skipti ekki máli því það er um að gera að einbeita sér að okkar eigin liði og spila okkar leik,“ sagði Guð- mundur Mete sem átti góðan leik. „Fyrri hálfleikur var að vfsu ekki góður hjá okk- ur en við vomm betri eftir hlé án þess að ég viti hvers vegna slíkt gerist og við fengum síðan nokkur góð færi í lokin til að ná sigrin- um. Helsti munur á sænska liðinu um daginn og Dönum var að Danir voru sneggri með boltann og héldu hon- um. Leikurinn var því erfið- ur og mikil hlaup þegar þeir reyndu að koma boltanum inn fyrir vörn okkar.“ Hættum dútllnu „Þetta var mikið erfíði en við hefðum getað skorað í lokin," sagði Stefán Gfsla- son sem var einna bestur í fslenska liðinu. „Ég spilaði að vísu ekki gegn Svíum um daginn en mér sýnist Dan- irnir vera sterkari en Svíarnir. Þeir em leiknir og ömggari með boltann sem gerði okkar verkefni erfíð- ara en samt vom þeir ekki of sterkir. Þeir virtust byrja á að gefa eftir miðjuna og pressuðu svo stíft en eftir hlé lögðum við meiri áherslu á að spila upp f hornin og hætta þessu dútli.“ ÚRSLIT KNATTSPYRNA ísland - Danmörk 0:0 Evrópukeppni 21-árs landsliða, Kapla- krika, föstudaginn 1. september 2000. Lið íslands: Omar Jóhannsson - Árni K. Gunnarsson, Reynir Leósson, Guðmundur Mete, Indriði Sigurðsson - Bjarni Guðjóns- son, Stefán Gíslason, Helgi Valur Daníels- son, Þórarinn Kristjánsson - Marel Bald- vinsson, Guðmundur Steinarsson (Veigar P. Gunnarsson 68.). Lið Danmerkur: Jakob Kragh - Lars Jacobsen, Dan Anton Johansen, Martin Al- brechtsen, Ágárd Rassmussen - Henrik Andreasen, Michael Silberbauer, Dennis Sörensen (Patrick Mtiliga 82.), Thomas Augustinussen - Daniel Jensen, Peter Lövemkrans (Mogens Lauritsen 70.). Gul spjöld: Guðmundur Mete (36.) - fyrir brot. Rauð spjöld: Ekkert. Markskot: 6:14. Homspyrnur: 4:8. Rangstöður: 3:3. Dömari: Sergei Shedek frá Úkraínu. Áhorfendur: Um 500. Búlgaría - Tékkland..............1:0 1. deild kvenna, úrslitakeppni: Grindavík - Tindastóll...........6:0 Þróttur R. - Sindri..............4:1 Staðan: Þróttur R.......2 2 0 0 6:1 6 Grindavík.......2 2 0 0 8:0 6 Sindri..........2 0 0 2 1:6 0 Tindastóll......2 0 0 2 0:8 0 England 1. deild: Tranmere - Stockport................2:1 Vináttulandsleikur Austurríki - fran...................5:1 RALL Staðan ( alþjéðarallinu 1. Rúnar/Jón....................1:52:52 2. Baldur/Geir Óskar............1:54:27 3. Páll Halldór/Jóhannes........1:55:50 4. Hjörieifur/Páll Kári.........1:58:27 5. Sigurður Bragi/Rögnvaldur....1:68:53 6. Steingrímur/Karl Jóhann......2:04:26 7. Philliskirk/Evans............2:07:01 8. Rafn/Aðalsteinn..............2:08:04 9. Sighvatur/Úlfar..............2:17:06 10. Jóhannes/Gunnar.............2:18:15 Keppnisleiðir (dag Tröllháls/Uxahryggir (Norður).....08:08 Kaldidalur........................09:51 Tröllháls (suður).................10:36 Kleifarvatn.......................12:14 Ísólfsskáli/Djúpavatn.............12:47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.