Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 3
Stafróf lífsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 C 3 Menn hafa ræktað jarðargróður og tamið dýr í a.m.k. 9000 ár. Af því leiðir, að kynbætur á plöntum og dýrum eru mun eldri en vísindaleg erfðafræði. Fyrstu húsdýr og nytjaplöntur voru sótt beint í náttúruna. Hið tamda sauðféð í Norður-írak, sem menn hafa fundið bein af, hefur ekki verið frábrugðið villt- um stofnum kinda, og elsta hveitið á ökrunum í Jarmo í Kúrdistan ogfyrstu ræktuðu maísgrösin í Ameríku hafa heldur ekki vikið frá villiafbrigðum þessara tegunda. En smám saman ferigu menn fram dýr og plöntur sem gáfu meiri og betri afurðir og hentuðu á annan hátt til ræktunar. MEGINAFLIÐ að baki þess- ari þróun hefur jafnan ver- ið einhvers konar val, en framan af þessari þróun var bændum þetta raunar ekki ljóst, enda stefndu þeir ekki markvisst að neinum kynbótum. Hvað plöntum viðkemur var ástæðan auðvitað sú, að menn höfðu til skamms tíma óljósar eða engar hugmyndir um kynferði þeirra og hlutverk fræv- unnar. Á nokkrum stöðum áttuðu menn sig þó á þessu varðandi fáeinar nytjaplöntur, þar sem kynin eru að- skilin. Vitað er t.d. að Assyríumenn og síðar arabar hristu af karl- blómskipun döðlupálma frjó yfir blómin á kventijánum. En við eldi húsdýra varð mönnum snemma ljóst að hægt var að hafa áhrif á samsetn- ingu stofnanna. Þannig hefur t.a.m. varðveist babýlonsk leirtafla frá því um 4000 f. Kr., ættartafla hrossa, þar sem sjá má einkenni sem ganga að erfðum. Saman við hagnýta reynsluþekk- ingu runnu svo ýmsar bábiljur, eins og t.d. það, að aðstæður við getnað hefðu áhrif á eðli og útlit afkvæmis- ins. Um það má t.d. lesa í 1. Móse- bók, 30. kafla. Þar segir frá því hvemig Jakob lék á Laban tgngda- föður sinn, en Jakob gætti sauða hans og geita og áskildi sér að laun- um allt mislita féð: Jakob tók sér stafi af grænni ösp, möndlu- viði og hlyni og skóf á þá hvítar rákir með því að nekja hið hvíta á stöfunum. Því næst lagði hann stafina, sem hann hafði birkt, í þræmar, í vatnsrennumar, sem féð kom að drekka úr, beint fyrir framan féð. En æmar fengu, er þær komu að drekka. Þannig fengu ærnar uppi yfir stöfunum, og æmar áttu rílótt, flekkótt og spreklótt lömb. Jakob skildi lömbin úr og lét féð horfa á hið rílótta og allt hið svarta í fé Labans. Þannig kom hann sér upp sér- stökum fjárhópum og lét þá ekki saman við hjörð Labans. Menn velta fyrir sér reglum erfða Á árunum 400-200 f. Kr. eru ýms- ir grísku heimspekinganna að velta fyrir sér reglum erfða. Þar á meðal eru Hippokrates (460-377 f. Kr.), sem er þekktasti læknir fornaldar og oft nefndur faðir læknisfræðinnar, og Aristóteles (384-322 f. Kr.), lær- isveinn Platóns og kennari Alexan- ders mikla og höfundur grundvallar- rita um ótal heimspekileg og vísindaleg efni. Fyrir daga Aristó- telesar var sú kenning almenn að faðirinn væri hið eina og raunveru- lega foreldri afkvæmisins, en móðir- in einungis vistarvera fóstursins og hún sæi um næringu þess. Skoðun Aristótelesar var hins vegar sú, að hvort foreldri ætti sinn hlut að getn- aði, þar eð faðirinn legði til formið eða eðlismyndina, væri m.ö.o. for- morsökin, en móðirin legði til efnið, væri sem sé efnisorsökin. Karldýrið var trésmiðurinn, sagði hann, en kvendýrið efniviðurinn. Raunar hélt Aristóteles að sæðið væri hreinsað blóð, og skýringin á því að afkvæmi líktust foreldrum væri sú, að blóðið í sæðinu streymdi til kynfæranna frá öðrum hlutum líkamans og það mót- aði sæðið. Þetta hefur verið nefnt al- sköpunarkenningin. Fyrsta heimildin um að menn hafi áttað sig á arfgengi meðal eigin teg- undar mun vera trúarleg lögbók Gyðinga, Talmúð, sem lokið var að skrá á 6. öld e. Kr. Þar eru ákvæði Myndin er fengin ún John Pfeiffer o.fl. (Sturta Friðriksson felenskaöi). Affræöasafn AB. Fruman. Almenna bókafélagiö 1965. Á þessari mynd er búið að rétta úr DNA-hringstiganum, og sjálfseftirmyndunin er í fullum gangl. Á milli langbandanna eða hliðanna (brúnn litur) gefur að líta stigaþrepln, en þau eru gerð úr niturbösum (köfnunarefnisbösum) og flytja erfðaupplýsingar á milli. Rautt: adenín; grænt: týmín; blátt: gúanín; gult: cýtósín. Adenín tengist alltaf við týmín, og gúanín alltaf við cýtósfn. Umræddir niturbasar stafa lífið. um umskurð sveinbams, en tekið fram að ekki skuli umskera sveina ef móðurbræður þeirra hafi liðið óhóf- legar blæðingar. Hér birtist skiln- ingur á arfgengi dreyrasýki, en hún felst í því, að blóðið skortir þann eig- inleika að geta storknað. Sveinbarn erfir þennan sjúkdóm aðeins úr móðurætt og hann birtist nær ein- göngu í karlmönnum, þannig að lík- legt er að móðurbræður dreyrasjúks drengs beri merki sýkinnar. En svipuð hugmynd og var að finna í 1. Mósebók, um Jakob og Laban, gengur svo aftur í Fornald- arsögum Norðurlanda. Grímur, son- ur Ketils hængs og faðir Örvar- Odds, var loðinkinni nefndur af því „að kinn hans önnur var vaxin með dökkt hár... Ekki beit þar járn á.“ Skýring á þessu sérkenni er gefin í upphafsorðum Örvar-Odds sögu: Grímur hét maður og var kallaður loðin- kinni. Því var hann svo kallaður, að hann var með því alinn, en það kom svo til, að þá þau Ketill hængur, faðir Gríms, og Hrafn- hildur Brúnadóttir gengu í eina sæng, ...að Brúni breiddi á þau húð eina, er hann hafði boðið til sín Finnum mörgum, og um nótt- ina leit Hrafnhildur út undan húðinni og sá á kinn einum Finnanum, en sá var allur loðinn. Og þvi hafði Grímur þetta merki síðan, að menn ætla, að hann muni á þeirri stundu getinn hafa verið. Byrjar að rofa til Það var svo ekki fyrr en um alda- mótin 1600 að fór að rofa aðeins til í hugum manna hvað þetta varðaði, að undanskildu því sem áður er nefnt í Talmúð. William Harvey (1578- 1657), enskur læknir, sem kunnastur Myndin erfengin úr. ÖmólfurThortacius. Erföafræöi. Iðunn 1978. Austurriski munkurinn Johann Gregor Mendel, faðir vísindaerfðafræðinnar. er fyrir rannsóknir á blóðrásinni, skoðaði fóstur hjartardýra og þóttist sjá, að hugmyndir fyrri tíðar manna, og var hann þá einkum með grísku heimspekingana í huga, stæðust ekki. Á síðari hluta 18. aldar komust sænski grasafræðingurinn Cari von Linné (1707-1778) og þýski grasa- fræðingurinn Josef Gottlieb Köl- reuter (1733-1806) að því með kyn- blöndun, að meðal plantna er framlag beggja foreldra til afkvæm- annajafnmikið. Kenningin um alsköpun, þ.e.a.s. um hlutdeild alls líkamans í mótun sæðis, átti eftir að verða æði lífseig, því hennar gætti m.a. í þróunar- kenningu sem franski dýrafræðing- urinn Jean Baptiste de Lamarck (1744-1829) setti fram á þriðja ára- tug 19. aldar. Gekk hún út á það, að bein umhverfisáhrif gengju að erfð- um, að líffæri sem mikið væru notuð yrðu stærri og öflugri í afkomendun- um, en þeir líkamshlutar rýmuðu með hverri kynslóð, sem lítt væri beitt. Á árunum 1838-1839 varð mönn- um Ijóst að allar lífverar era úr íramum, eftir að þýski grasafræð- ingurinn Matthias Jacob Schleiden (1804-1881) sýndi fram á það í plönt- um, og þýski læknirinn og líf- eðlisfræðingurinn Theodor Schwann (1910-1882) leiddi rök að því, að því væri eins farið um dýr og menn. Þýskur dýrafræðingur, August Weissmann (1834-1914) notfærði sér þessa vitneskju. Hann skar róf- una af nýfæddum músum í fimm ættliði, samtals 901 mús, en af- kvæmin fæddust ævinlega með eðli- lega rófu. Af þessu ályktaði hann, að þær breytingar einar gengju að erfðum, sem yrðu á æxlunarfrumum eða framum sem æxlunarframurnar væra komnar af. Þær kallaði hann kímframur. Hafnaði Weissmann því alsköpunarkenningunni. Ailar aðrar framur kallaði Weissmann líkfram- ur og taldi að breytingar, sem á þeim yrðu síðar á ævi einstaklingsins, gætu með engu móti borist til af- komendanna. Hefur sú niðurstaða hans ekki enn verið hrakin. Faðir vísindalegrar erfðafræði En það er Johann Mendel, sem talinn er faðir vísindaerfðafræðinn- ar. Hann fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Austurríki (núna Hyncice í Tékklandi). Faðir hans var fátækur bóndi, en afar vel að sér í ávaxtaræktun. Drengurinn fékk snemma mikinn áhuga á náttúra- fræði, og fór í tveggja ára nám á þvi sviði við Heimspekistofnunina í 01- mútz (núna Olomouc í Tékklandi). En þar sem fjölskylda hans hafði úr litlu að spila, sá hann ekki fram á að hann gæti stundað framhaldsnám. Gekk hann því árið 1843 í klaustur af reglu Ágústínusarmunka í Brúnn (núna Brno í Tékklandi), en það var mikil lærdómsborg um það leyti. Þar gat hann „verið laus við stöðugan kvíða fyrir daglegu brauðstriti“, eins og hann orðaði það sjálfur. Tók hann þá jafnframt upp nafnið Gregor. Hann vígðist til prests árið 1847. Á þessum árum sínum í klaustrinu las hann í sjálfsnámi ýmis vísindarit. Frá 1849 var hann um skeið afleys- ingakennari í grísku og stærðfræði við framhaldsskólann í Znaim (Znojmo) í námunda við Brúnn. Árið 1850 gekkst hann sjálfur undir próf í kennarafræðum, en féll í líffræði og jarðfræði. Þá sendi ábóti klausturs- ins hann í Vínarháskóla, þar sem hann á árunum 1851-1853 nam eðlis- fræði, efnafræði, stærðfræði, dýra- fræði og grasafræði. Árið 1854 sneri Mendei heim til Brúnn og fór að kenna við tækniskólann þar. Á áranum 1856-1864 gerði hann í klausturgarðinum tilraunir með kynblöndun á garðertum (Pisum sativum), til þess að sjá hvort ein- hver regla eða eitthvert mynstur væri í því hvernig eiginleikar plantn- anna erfðust. Ástæðan fyrir því að hann valdi garðertuplöntur til þess- ara rannsókna var m.a. sú, að þær uxu hratt. Þetta gaf honum mögu- leika á að rannsaka marga ættliði plantnanna á tiltölulega stuttum tíma. Auk þess eru stofnar þessara plantna oft hreinræktaðir, þar sem garðertur fjölga sér með sjálffrjóvg- un. Lét hann hreinræktaðar plöntur með mismunandi eiginleika æxlast saman. Þær plöntur vora foreldra- kynslóðin. Eiginleikinn sem kom fram í fyrstu afkomendakynslóðinni var kallaður ríkjandi. Eiginleikinn sem hvarf í þessari kynslóð en birtist síðan á ný í annarri afkomendakyns- lóðinni, var kallaður víkjandi. Niður- stöður þessara tilrauna voru kynnt- ar á fundum Náttúravísindafélagsins á staðnum, 8. febrúar og 8. mars árið 1865 (en það félag hafði verið stofnað árið 1862), og gefnar út af sama félagi ári síðar, 1866, undir nafninu „Tilraunir við kynblöndun plantna". Fyrirrenn- arar Mendels og samtímamenn gerðu ráð fyrir, að eiginleikar beggja foreldra rynnu saman í af- kvæminu, líkt og þegar tveir vökvar blandast, og yrðu þá ekki aðgreindir í eiginleika foreldranna að nýju. En Mendel setti hins vegar fram þá til- gátu að eiginleikar erfðust með erfðaþáttum (síðar nefnt gen) og að hvert afkvæmi erfi frá hvora foreldri einn slíkan þátt fyrir hvem arfgeng- an eiginleika. Hreinræktaður ein- staklingur (eða arfhreinn) hefur í sér genapar, þar sem genin era eins (HH, hh), en kynblendingur (eða arfblendinn einstaklingur) hefur í sér genapar þar sem genin eru ólík (Hh). Dró Mendel niðurstöðurnar saman í tvær tilgátur um erfðir erfðaþáttanna, er síðar nefndust Mendelslögmál. Fyrsta lögmálið er um aðskilnað gena; samkvæmt því hlýtur hver kynframa aðeins ann- ►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.