Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 9
Stafróf lífsins
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
Nýting og lækningar
Við ætlum að panta
munsturbarn!
Reuters
Vísindamenn segja að í framtíðinni munl foreldrar geta látið breyta fósturvísum væntanlegra barna sinna og valið sér útlit
og jafnvel að einhverju leyti andlega eiglnleika. Ekki em þó allir sammála um kosti þess að bjóða upp á slíkt val.
GÓÐIR foreldrar eru auðvitað ánægðir
með bömin sín, hvemig sem þau nú era
eða haga sér. En innst inni langar fólk til
að eiga böm sem líklegt er að gangi vel í
lífinu eða jafnvel skari fram úr. Og nú er svo
komið að erfðavísindin gera fólki kleift að hafa
hönd í bagga með ýmsu sem áður var algerlega
komið undir ákvörðunum Skaparans. Hrifning-
arópin „sjáðu hvað hún er lík mömmu!“ og „nei,
litli kúturinn er með nefið hans afa!“ breytast í
„dökkhærð og bláeygð, alveg eins og við báðum
um enda hefðum við annars farið í mál við þá.
Þeir lofuðu líka að hún yrði mjög góð í stærð-
fræði.“ Ekki er nú vist að fyrirheitið um stærð-
fræðigáfuna sé alveg innan seilingar, svo ná-
kvæm verður hönnun munsturbamanna
eftirsóttu varla. En nú þegar er tæknilega hægt
að ákveða fyrirfram hvort bamið verður dóttir
eða sonur og hægt að skima DNA-erfðaefni í
fóstrinu til að kanna hverjar líkur sé á ýmsum
sjúkdómum. Þegar kortið yfir erfðamengið
verður orðið fullskapað og búið að staðsetja öll
gen sem hægt er á annað borð að staðsetja, sem
gæti orðið eftir nokkur ár, verður hægt að beita
mun fullkomnari skimun til að athuga hættuna á
sjúkdómum og kvillum. Því verður oft hægt að
fyrirbyggja þá með iyfjanotkun, ákveðnu mat-
aræði eða líkamsþjálfun en að sjálfsögðu verður
seint hægt að koma í veg fyrir allar meinsemdir.
Uppeldishlutverkið breytist og óvæntum uppá-
komum í tengslum við heilsufar bamsins gæti
fækkað verulega.
Biáeyg eða brúneyg
Og þegar menn hafa staðsett genin sem
ákvarða hvort við verðum bláeyg eða brúneyg,
ljóshærð að dökkhærð, hávaxin eða lágvaxin,
mun verða hægt að panta ákveðið útlit. En ekki
nóg með það, hugsanlegt er að mönnum takist
að finna mörg gen sem munu hafa úrslitaáhrif á
andlega eiginleika okkar. Sumir ganga svo langt
að segja að hægt verði að finna og greina gáfu-
genið. Aðrh- benda á að hér sé um mikla einföld-
un að ræða og gáfur og greind verði án efa til
fyrir samspil margra gena. Gáfui’ séu margvís-
legar og auk þess afar teygjanlegt hvemig skil-
greina beri og mæla þær. Uppeldi, umhverfi og
allar aðstæður þess sem smám saman þroskar
og nær tökum á erfðafræðilegum eiginleikum
sínum ráði því hvemig til takist um gáfnafarið
og persónuleikann allan, hafi ekki síður áhrif en
genin í erfðamenginu.
Rithöfundurinn Jeremy Rifidn hefur gagn-
rýnt vísindamenn á sviði líftækni fyrir að ryðjast
umhugsunariaust inn á þetta svið án þess að
íhuga afleiðingamar. Ef þeir fikti við fósturvís-
ana til að hanna böm séu þeir að hleypa af stað
skriðu sem muni kollvarpa mörgum undirstöð-
um siðmenningar. Honum líst ekki á að foreldr-
ar fari að panta böm sem fyrirfram verði látin
hafa eiginleika sem foreldi-ar telji ákjósanlega.
En verði það tæknilega hægt sé nær ömggt að
það verði gert. „í samfélagi sem er orðið vant
fegrunarskurðaðgerðum og geðlyfjum er þetta
ekki stórt skref,“ segir hann. Enn aðrir efast um
að nokkrir foreldrar geti ákveðið hvað henti
barninu best í lífinu af arfgengum, andlegum
hæfileikum. Ef hægt verður að ákvarða að bam-
ið verði harðjaxl í tilfinningamálum er það þá
góður eiginleiki eða slæmur og fyrir hvem?
Tímamir breytist svo hratt að nokkmm ára-
tugum eftir að að ákveðið var að búa til bam
með ákveðinn eiginleika hafi nýjar aðstæður ef
til vill gert allt aðra miklu verðmætari.
Verður bamið ekki kúgað og bælt, stöðugt
hrætt um að standa ekki undir væntingum for-
eldranna? Varla verður auðvelt fyrir þá að leyna
því til lengdar að barnið hafi verið allt að því
„hannað“ af þeim í samráði við vísindamenn.
Opinber nefnd í Bretlandi hefur varað við því að
ný tegund af stéttaskiptingu gæti orðið niður-
staðan, annars vegar vandlega hönnuð böm,
hins vegar þau sem fæðast með ýmsa eiginleika
er ekki endilega koma sér vel í lífsbaráttunni.
Loks hafa sumir bent á að skimunin geti leitt í
Ijós að líkiega verði bamið ekki sérlega vel gefið,
að það verði lágvaxið eða þá að það verði sam-
kynhneigt. Skimunin gæti orðið ömgg löngu áð-
ur en hægt yrði að nota genatækni til að breyta
niðurstöðunni með því að kmkka í erfðaefnið.
Hvað gera foreldrar þá? Sumir erfðavísinda-
menn telja hugsanlegt að hægt verði að finna
eina af ástæðum samkynhneigðar í genunum.
Munu foreldrar verða undir þrýstingi ættingja
og fordómum samfélagsins og freistast til að
firra sig öllum vanda með því að láta ekki
frjóvga eggið, losna við slíkan erfingja?
Beitt aðferðum genalækninga
En hvemig verður farið að því að hanna
munsturböm? Með aðferðum genalækninga
sem enn em á frumstigi verða flutt ákveðin gen
með svonefndum genafeijum inn í mengi fóstur-
vísisfrumunnar eða gen í frumum hvítvoðungs-
ins nýfædda. Búið er að breyta nýju genunum
þannig að þau laga eða endurskapa að nokkm
leyti genamengi umrædds einstaklings.
Hvaða gen bætast við eða hverfa fer eftir því
hvaða eiginleikum menn telja sig vita að þau
beri ábyrgð á. Þessu má líkja við að skipt sé um
forrit í tölvu, forritin í fmmunni em þeir hlutai*'
gensins sem framleiða prótínin. Ef til vill em
þau alls um milljón og þau framleiða stöðugt
efnislega hlutann af okkur.
Bandarísk hjón, Scott og Monique Collins,
fengu íyrir þrem ámm að ráða hvort þau eign-
uðust dreng eða stúlku. Ástæðan var að þau ótt-
uðust að yrði bamið drengur myndi hann fæðast
með erfðagalla, svonefndan vatnsheila en það er
sjúkdómur sem nær eingöngu herjar á karla.
Þau fengu vísindamenn við Genetics & IFV-
stofnunina í Fairfax í Virginíu til að nota tækni
sem byggist á aðferðum er notaðar em m.a. við
kvikíjárframleiðslu. í fmmum kvenna em tveir
X-litningar en karlar em með einn X-litning og
einn Y-litning. Það sem ræður því kyni barns er"’
hvort karlinn lætur af hendi í sæðisfmmum sin-
um Y-litning; konan hefur ekki völdin í þessum
efnum. Svo vill til að dálítið minna er af DNA-
erfðaefni í Y-litningi en X-litningi. Mennimir í
Fairfax notuðu hættulaust litarefni til að merkja
DNA-efnið í sæði Collins, velja og hafna. Þeir
gátu því valið með nokkurri vissu sæði sem lík-
legra var til að innihalda eingöngu X-litninga.
Síðan var beitt gervifijóvgun og dóttirin Jessica
kom í heiminn níu mánuðum síðar.
Hægt er að beita þessari tækni til að forðast
að bam fæðist með vissa erfðagalla sem vitað er
að valda sjúkdómum, dreyrasýki er þekkt dæmi
auk vatnsheila. En margir foreldrar leita til
stofnunarinnar einfaldlega til að geta ráðið því
hvort bamið verði drengur eða stúlka og sumir
vísindamenn em þeirrar skoðunar að þá sé verið
að misnota tækni sem upphaflega hafi verið þrcri-
uð í lækningaskyni. Kenjar foreldra eigi ekki að
ráða því hvemig hún sé nýtt. Og í sumum sam-
félögum, t.d. í Kína og á Indlandi, er kynjamis-
réttið miklu áþreifanlegra vandamál en á Vest-
urlöndum, nýfæddum drengjum er fagnað en í
Kína em stúlkur oft bomar út sem sést á því að
karlar em mun fleiri en konur í landinu. Hvem-
ig munu slík samfélög fara með valdið til að
ákvarða kyn fyrir frjóvgun?
Foreldrar munu fara sínu fram
En ekki er víst að slíkar skoðanir skipti máli
til lengdar, foreldrar munu margir fara síni^
fram og kaupa sér þá þjónustu sem þeir vilja fá.
„Það geta orðið vandamál,“ segir dr. James
Watson, sem hlaut á sínum tíma Nóbelsverð-
laun fyrir að uppgötva uppbyggingu DNA-
erfðaefnisins. „En ég held ekki að við getum lát-
ið stjómvöld fara að skipa fólki fyrir um það
hvemig fjölskyldu það skuli eignast.“ Fyrir
tveim áratugum fylltust margir skelfingu yfir
glasafrjóvgun og sögðust aldrei myndu nota
hana, segir Lee Silver, líffræðingur hjá Prince-
ton-háskóla. „En vaxandi þörf veldur því að
samfélagið sættir sig við hana og nú er svo kom-
ið að allir sem em ófrjóir heimta glasafijóvgun,“
segir Silver. En komið hafa upp mörg erfið
vandamál í tengslum við glasafrjóvgun, deilur
um forræði yfir frystum fósturvísum sem voru
frjóvgaðir en aldrei notaðir em eitt dæmið. ■
Erfðir og afbrotamenn
PressLink
Donna Marchese, vísindamaður hjá glæparannsóknastofu í Rorida, kannar DNA-efnl úr blóðsýni
úr dæmdum afbrotamönnum. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, á gagnabanka með lífsýnum úr
hundruðum þúsunda afbrotamanna og finnist sýnl, t.d. blóð, munnvatn eða húðpjatla, á vettvangi
glæps er DNA-efnið borið saman við þær upplýsingar sem er að finna í gagnabankanum.
ALLIR hafa heyrt um rann-
sóknir á lffsýnuni með erfða-
cfni sem ráðið hafa úrslitum í
dómsmálum. Hægt er að
beita ólíkum aðferðum til að bera
saman sýnin en stundum er hægt að
þrengja hringinn svo ínjög að efinn
um niðurstöðuna er nær enginn, lík-
urnar á rangri niðui’stöðu era orðn-
ar ein á móti nokkram miHjörðum.
Hægt er að gera slíkar rannsóknir
með aðferðum sameindaerfðafræð-
innar ef ekki fæst fram játning eða
aðrar vísbendingar þykja stangast á
við niðurstöður bráðabirgðarann-
sókna á DNA-lffsýninu.
DNA-könnun er oft beitt í barns-
faðernismálum. En ofbeldisglæpir
eins og nauðganir og morð eru oft-
ast þess eðlis að gerandinn skilur
eftir sig eitthvað á staðnum eða
fórnarlainbinu, nokkur hár, munn-
vatn, sæði eða blóð og sé lffsýnið
nógu stórt er hægt að rannsaka það.
Til þess að einfalda málið hefur
komist hefð á að tala um DNA-
fingrafdr, vísað er til þess að sér-
kenni erfðavísanna séu notuð með
svipuðum hætti og fingrafórin hafa
verið notuð um margia áratuga
skeið. Gerð er skrá yfir nokkum
hluta genamengis ákveðins einstakl-
ings en vitað er að einu dæmin um
sams konar erfðamengi era hjá tví-
buram. Raunveraleg fingraför hafa
hins vegar þann kost að engir tveir
hafa nákvæmlega eins fingraför.
Skráin, sem er samsett af nokkr-
um DNA-bútum, er höfð nógu stór
og víðtæk til að hægt sé að nota
hana við samanburð á skrá yfir
erfðaeinkenni úr öðram mönnum,
oftast tvö til sjö basapör af DNA.
Passi þrír bútar úr þessari tiltölu-
lega litlu skrá við sýni úr þeim sem
grunaður er má yfirleitt segja að lík-
urnar séu 2000 á móti einum að búið
sé að finna hinn seka og sé samsvör-
un í níu tilfellum era líkumar orðn-
ar ein á móti þúsund miHjónum. Hjá
bandarísku alríkislögreglunni, FBI,
er krafist samsvörunar 13 búta.
Nú dreymir suma vísindamenn
um að komið verði upp gagnagrunni
með mun fullkomnari genaupplýs-
ingum með því að nýta þekkingu á
öllu genainengi manna þegar sýni af
vetlvangi sé rannsakað. Lögreglan
geti þá sent frá sér lýsingu þar sem
útliti hins grunaða sé lýst í stóram
dráttum, hvort hann sé hvítur eða
svartur, hvemig andlit sfallið sé -
allt með því að rannsaka lffsýnið.
Annað og flóknara vandamál sem
tengist aukinni þekkingu á gena-
menginu er að ef til vill verður hægt
að finna og greina gen sem virðast
vera sameiginleg einkeimi á fólki
sem fremur ofbeldisglæpi. Ef ein-
kennin greinast hjá einstaklingi sem
ekki hefur sannanlega framið slíkan
glæp kemur þá til mála að handtaka
hann strax til að fyrirbyggja afbrot
sem hann á vafalaust eftir að
fremja? Kröfur gætu komið fram um
að beitt verði slíkum „forvörnum".
Enn ískyggilegra finnst mörgum að
reynt yrði að beita genalækningum
til að breyta umræddu geni, laga til í
menginu. Vald rfldsins yrði farið að
minna á martröðina um alræðið í
skáldsögu George Orwells, 1984.
Lögreglan í mörgum löndum hef-
ur komið sér upp DNA-gagnagrunn-
um, meðal annars í Bandaríkjunum
þar sem safnað er saman DNA-
skrám um þá sem hlotið hafa dóm.
Að auki er til safrí af lffsýnum af
vettvangi glæpa sem ekki hafa verið
upplýstir. Frá 1975 hefur meira en
tugur manna sloppið við dauðarefs-
ingu í Bandaríkjunum vegna þess að
hægt var að sanna sakleysi þeirra
með DNA-rannsóknum á lffsýnum.
Breska lögreglan hefur safríað
DNA-sýnum í gagnabanka frá 1995
en segir að sýnunum sé eytt ef um-
ræddur þegn reynist saklaus. Lög-
reglan hugðist ganga lengra og vildi
fá sýni úr öllum landsmönnum en er
málið komst í (jölmiðla var hætt við
framkvæmdina.
I löndum enskumælandi þjóða er
fólki mjög annt um að rfldsvaldið
geti ekki verið að hnýsast að óþörfu
i einkamál þegnanna. Talsmenn
borgaralegra réttinda hafa því var-
að ákaft við því að ríkisvaldið sé með
DNA-gagnagrannum að búa sér til *
tæki sem hægt verði að nota til að
fylgjast með löghlýðnu fólki ekkert
síður en afbrotamönnum. Þeir
benda á að yfirmaður lögrcglumála í
New York-borg hafi mælt með því
að krafist yrði DNA-sýnis úr sér-
hverjum borgara sem handtekinn
væri vegna gruns um glæp.
Stundum era íbúar á ákveðnu
svæði eða vimiustað beðnir um að
gefa DNA-sýni svo að hægt sé að
ganga úr skugga um sakleysi þeirra.
Allir hafa að sjálfsögðu leyfi til að
segja nei og bera fyrir sig mannrétt-
indi en vandinn er að um leið verða
þeir tortryggilegir í augum lögreglu
og jafnvel annarra samborgara.
Notkun lffsýnabanka er því ekki
einfaidlega framfaraspor fyrir þá
sem standa vörð um réttinn til að
vera í friði fyrir yfirvöldum og eftir-
liti þeirra. ■