Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 1

Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Hafsteinn með þeim yngstu HAFSTEINN ÆGIR Geirs- son siglingamaður er meðal allra yngstu keppenda í sín- um flokki siglinga á Ólymp- íuleikunum. Hafsteinn er fæddur 4. ágúst 1980. Aðeins tveir keppendur í Lazerflokknum eru yngri, Perúmaður fæddur 1981 og árinu yngri er keppandi frá Hvíta-Rússlandi. Einn annar keppandi er fæddur sama ár og Hafsteinn, það er sá sem siglir fyrir S-Afrfku, hann er fæddur 3. júní 1980. Króatiá leið til FH-inga KARLALIÐ FH í handknattleík gerir sér góðar vonir um að fá króatískan leikmann í sínar raðir á næstunni. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Dalibor Valencic, 30 ára gömul örvhent skytta sem leikur með liði Maccabi í ísrael. Hann er samningsbundinn ísraelska liðinu en er óánægður vegna vanefnda forráðamanna Maccabi og vill yfirgefa liðið. Guðmundur Karlsson, þjálfari FH-inga, hefur verið í stöðug- um viðræðum við leikmanninn og ef hann fær sig lausan frá Maccabi, eins og allt bendir til, er ekkert því til fyrirstöðu að hann komi til ís- lands um leið og FH-ingar hafa gengið frá landvistarleyfi fyrir hann. „Eigum við ekki að segja að þetta líti vel út og ef allt gengur að óskum verður hann vonandi kominn fyrir fyrsta leikinn á íslandsmótinu. Mið- að við það sem ég hef heyrt af leik- manninum ætti hann að henta okkar liði vel,“ sagði Guðmundur Karlsson í samtali við Morgunblaðið. Valencic lék með hinu sterka liði Badel Zagr- eb áður en hann fór til ísraels og hefur hann leikið unglingalandsleiki og verið í æfingahóp A-landsliðsins. Leikmenn FH-liðsins eru flestir hverjir að jafna sig eftir að hafa sýkst af salmonellu í æfingaferð í Portúgal fyrir skömmu. Sigurgeir Árni Ægisson á þó enn langt í land. Hann hefur lítið sem ekkert getað æft og er óvíst á þessari stundu hvort hann verði með FH í byrjun íslandsmótsins. Þriðji útlend- ingurinn til ísafjarðar IJRVALSDEILDARLIÐ KFÍ í körfuknattleik hefur gengið frá samningi við írska miðheijann Steve Ryan sem er 23 ára gam- all og 2.06 metrar á hæð. Þar með eru úflendingamir orðnir þrír í liði ísfirðinga en fyrir skömmu kom Bandaríkjamað- urinn Dwayne Fontana til liðs við félagið og í æfingaferð liðs- ins í Danmörku um síðustu helgi bættist Júgóslavinn Bran- islav Dragoljovic í hópinn og mun leika með liðinu í vetur. ísfirðingar léku á móti í Ár- ósum í Danmörku um siðustu helgi og tapaði liðið öllum fjór- um leikjum sínum. í fyrsta leiknum lá KFI fyrir sænska liðinu Helsingborg, 84:115, í öðrum leiknum tapaði liðið fyr- ir dönsku meisturunum í Skovbakken, 63:96, þriðja leiknum tapaði KFI fyrir danska liðinu Horsens i fram- lengdum leik, 107:110, og Ijórða og siðasta leiknum fyrir B-liði Skovbakken, 81:89. Reuters Sigri fagnað í Sydney Bandarískar stúlkur fagna eftir að hafa sigrað lið Króatíu í blaki í Sydney, 3:0. Nýtt aðsóknarmet NÝTT aðsóknarmet var sett í efstu deild karla í sumar þar sem 80.937 áhorfendur sáu leikina 90 í deildinni, eða 899 að meðaltali í leik. Á síðasta ári var metið slegið rækilega þegar 897 áhorfendur komu að meðaltali á leik. Fyrir loka- umferðina var meðaltalið í sumar 864 áhorfendur á leik en góð aðsókn síðasta laugardag þar sem samtals 7.524 áhorfendur mættu á leikina fimm sá til þess að metið féll. Á fjórum árum hefur áhorfendum í deildinni fjölgað um rúmlega 300 á leik að meðaltali en árið 1996 mættu að jafn- aði 586 áhorfendur á hvem leik. GLÆSILEGUR ÁRANGUR ARNAR ARNARSONAR í SYDNEY/B6.B7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.