Morgunblaðið - 21.09.2000, Side 3

Morgunblaðið - 21.09.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 B 3 KNATTSPYRNA Ölafur og ívar öflugir ÓLAFUR Gottskálksson heldur áfram að gera það gott með enska 2. deildar- félaginu Brentford. Eins og fram kom í gær átti hann stórleik í marki liðs- ins þegar það gerði jafn- tefli, 0:0, við úrvalsdeild- arlið Tottenham í deildar- bikarnum og varði þá sérlega glæsilega frá þeim Sergei Rebrov, Steffen Iversen og Oyv- ind Leonhardsen. Ron Noades, knatt- spyrnusfjóri Brentford, sagði að eftir svona leik væri varla hægt að hrósa einstökum leikmönnum, þeir hefðu allir verið frá- bærir. „En ef ég verð að nefna einhvern þá er það markvörðurinn okkar. Hann var stórkosllegur," sagði Noades. I umsögn netmiðilsins Soccernet um leikinn seg- ir að Ukraínumaðurinn Sergei Rebrov hafi fengið að kynnast hörku 2. deild- arliðanna strax í byrjun leiks. Rebrov, sem kostaði Tottenham rúman millj- arð króna, hafi þá mætt Ivari Ingimarssyni, leik- manni Brentford, sem hafi boðið hann velkom- inn til leiks og skellt hon- um kylliflötum. IfRÚmR FÖLK ■ JUPP Heynckcs frá Þýskalandi hætti í gær störfum hjá portú- galska knattspyrnufélaginu Ben- fica en hann var að hefja sitt annað tímabil hjá félaginu. Benfíca hefur ekki verið sannfærandi það sem af er, hefur aðeins fengið 7 stig í fyrstu 5 leikjunum, og þolinmæði forráðamanna félagins þraut eftir slakan leik um síðustu helgi. ■ LEICESTER, lið Arnars Gunn- laugssonar, leikur útileik sinn gegn Rauðu stjörnunni frá Júgóslavíu í UEFA-bikamum í Vínarborg næsta fimmtudag. Leicester neit- aði að spila í Belgrad vegna ótryggs ástands á þeim slóðum og UEFA ákvað leikstað í gær. Fyrr, leikur liðanna í Englandi í síðustu viku endaði 1:1. ■ SOL CampbeH varnarmaðurinn sterki í liði Tottenham og lykilmað- ur í enska Iandsliðinu meiddist á öxl í deildabikarleiknum gegn Brent- ford og verður hann frá næsta mánuðinn. Hann missir því af leikj- um Englendinga gegn Þjóðvcrjum og Finnum í undankeppni HM sem fram fara 7. og 11. október ■ GUÐMUNDUR Steinarsson var um helgina útnefndur leikmaður ársins hjá knattspyrnuliði Kefla- víkur. Guðmundur skoraði 14 af 21 marki í efstu deild í sumar. Magnús Sverrir Þorsteinsson, sóknarmað- urinn efnilegi, var heiðraður fyrir mestar framfarir hjá Keflavík. ■ HÖRÐUR Magnússon var út- nefndur leikmaður ársins hjá FH- ingum í lokahófi félagsins um síð- ustu helgi. Hörður var í miklum ham í 1. deildinni í sumar og skor- aði 20 mörk en FH-ingar. Davíð Ól- afsson fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir. ■ ÞORVALDUR Makan Sig- björnsson var valinn leikmaður ársins hjá KA og markvörðurinn Arni Skaftason var valinn efnileg- asti leikmaður liðsins. ARNAR Grétarsson hefur staðið sig best af þeim nýju leikmönnum sem belgíska knattspyrnufélagið Lokeren samdi við fyrir þetta tíma- bil. Það er að minnsta kosti mat les- enda netmiðilsins Sport 24. Loker- en hefur fengið til sín sex nýja leikmenn og að mati 62 prósenta lesenda eru bestu kaupin í Arnari. Hinir fá allir undir 10 prósentum atkvæða en athyglisvert er að Auð- un Helgason er í fjórða sæti af fimm með 8 prósent atkvæða þótt hann sé ekki enn kominn til félags- ins frá Viking Stavanger. Rúnar Kristinsson er hins vegar ekki nefndur á nafn þótt Lokeren hafi einnig samið við hann og fái hann væntanlega í lok október eins og Auðun. Arsenal náði að leggja Donetsk 3:2 á síðustu stundu í gærkvöldi. Hér á Gilles Grimandi í baráttu við Serhii Popov. Ferguson vill borga með hlutabréfum ALEX Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, hefur viðrað hugmyndir sínar við stjórn hlutafélags Manchester að félagið gæti farið nýjar leiðir í launasamningum við leikmenn liðsins. Ensku meistararnir hafa reynt að sporna við þeirri launaþróun sem átt hefur sér stað í Evrópu en ekki tekist sem skyldi. Erfíðara gengur að halda góðum leikmönnum hjá félaginu og margar stórstjörn- ur velja að fara til liða sem borga mun meira en Manchest- er. Nú vill „Fergie“ að leikmenn sínir fái hlutabréf í Manchester United á góðum kjörum líkt og tíðkast hjá stórfyrirtækjum og þannig geti liðið tryggt sér áframhaldandi veru verðmæt- ustu starfskraftana, en þar má nefna: David Beckham, Paul Scholes og Ryan Giggs. Bestu kaupin í Arnarí Grétarssyni Arsenal slapp fyrir hom ANNARRI umferð meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lauk í gær. Evrópumeistarar Real Madrid tóku forystu í A-riðlinum með naumum sigri á heimavelli gegn Spartak Moskva. í B-riðlinum tóku Lazio og Arsenal afgerandi forystu og í C- og D-riðlunum standa Valencia og Glasgow Rangers vel að vígi. Evrópumeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi í leik sínum gegn Spartak Moskva. Rússamir voru mun betri í fyrri hálfleik og í tvígang áttu þeir skot í tréverkið hjá Madrídliðinu. í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ivan Helgu- era eina mark leiksins og þar við sat en þegar upp er staðið hefði jafntefli verið sanngjömustu úrslitin. „Ég verð að hrósa liði Spartak fyr- ir góða frammistöðu og þá einkum í fyrri hálfleik. Við áttum í vandræð- um með leikmenn Spartak á miðj- unni og þeir vora að skapa sér fín færi,“ sagði Vicente del Bosque, þjálfari Real Madrid. I hinni viðureigninni í A-riðlinum hafði þýska liðið Leverkusen betur gegn portúgalska liðinu Sporting, 3:2. Andre Craz náði forystunni fyrir Sporting eftir aðeins 12 mínútna leik ogskömmu fyrir leikhlé urðu Portú- galarnir fyrir áfalli þegar Joau Pinto var vikið af velli. Þjóðverjarnir færðu sér liðsmuninn í nyt í seinni hálfleik. Þeir skoraðu þrjú mörk með 12 mínútna millibili um hálfleik- inn miðjan og lögðu þar með grunn að sigrinum þó svo að Pinto hafi minnkað muninn 10 mínútum fyrir leikslok. „Þetta var ákaflega mikilvægur sigur fyrir okkur en við þurftum svo sannarlega að hafa fyrir honum,“ sagði Christoph Daum, þjálfari Leverkusen, en hann hefur verið undir miklum þrýstingi vegna slaks gengis í þýsku úrvalsdeildinni í upp- hafi leiktíðarinnar. Keown bjargaði Arsenal Martin Keown, varnarmaðurinn sterki í liði Arsenal, hefur sjálfsagt sofið vel í nótt því hann tryggði Ars- enal sigur gegn Donetsk með því að skora tvö mörk á síðustu 5 mínútun- um. Það sló þögn á áhorfendur á Highbury, leikvangi Arsenal, þegar Donetsk komst í tveggja marka for- ystu um miðjan fyrri hálfleik. Franska landsliðsmanninum Sylvain Wiltord tókst að minnka muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks en þá voru leikmenn Arsenal orðnir manni fleiri eftir að vamarmanni úkraínska liðs- ins hafði verið vikið af velli. í síðari hálfleik sótti Arsenal án afláts en tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en á lokakafla leiksins. I Róm unnu heimamenn í Lazio öruggan sigur á Sparta Prag, 3:0. Simone Inzaghi skoraði tvö af mörk- um Lazio og argentínski landsliðs- maðurinn Juan Veron það þriðja. I C-riðlinum tók Valencia, silfur- liðið frá síðasta tímabili, forystu. Val- encia sótti Heerenveen heim til Hol- lands og fór með sigur, 0:1. Kily Gonzalez tryggði Spánverjunum sig- urinn með marki á 38. mínútu. Galatasaray steinlá í Austun-íki urðu óvænt úrslit þegar heimamenn í Sturm Graz lögðu Galatasaray frá Tyrklandi, 3:0. Rússinn Sergei Júran skoraði í fyrri hálfleik og þeir Markus Schopp og nafni hans Schupp bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik. „Sturm átti þennan sigur svo sannarlega skilinn. Liðið refsaði okkur illa fyrir mistökin sem við vor- um að gera, einkum á miðsvæðinu," sagði Mircea Lucescu þjálfari Galat- asaray eftir leikinn. Góð byrjun hjá Rangers Glasgow Rangers hefur fengið fljúgandi start í D-riðlinum og hefur unnið báða leiki sína. Rangers fór til Monaco og lagði heimamenn, 1:0. Það var hollenski landsliðsmaðurinn Giovanni van Bronckhorst sem skor- aði sigurmarkið með miklum þramu- fleyg strax á 8. mínútu. „Þetta var sanngjam sigur af okk- ar hálfu. Við vorum að leika vel í fyrri hálfleik og vorum skipulagðir. Það var pressa á okkur í síðari hálf- leik en við stóðumst hana og nú horf- um við bjartsýnir fram á veginn,“ sagði Dick Advocaat, þjálfari Rang- ers.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.