Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 B 5
'poto OOQ
Van der Hoogenband
halda engin bönd
HOLLENDINGURINN Peter van der Hoogenband sló Ástrala út af
laginu í sundkeppni Ólympíuleikanna þegar hann vann sundhetju
heimamanna í úrslitum 200 m skriðsundsins í vikunni, grein sem
talið var líklegast að heimamaðurinn lan Thorpe myndi vinna.
Hoogenband var ekki á sama máli, strax í undanúrslitum sýndi
hann að Thorpe fengi ekki sigurinn á silfurfati. Þá sló hann heims-
met heimamannsins í greininni, kom í mark á 1.45,35. Kvöldi síðar
var komið að stóru stundinni og þá var það Hoogenband sem hafði
betur, jafnaði heimsmet sitt og vann Thorpe nokkuð örugglega. Þar
með vann hinn 22 ára gamli Hollendingur sín fyrstu gullverðlaun á
Ólympíuleikum og í reynd sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum því
þegar hann keppti fyrst, fyrir fjórum árum, varð hann að sætta sig
við fjórða sætið í tveimur greinum, 100 og 200 m skriðsundi.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Peter van den Hoogenband og lan Thorpe hafa háð harða
keppni á Ólympíuleikunum í Sydney.
Hoogenband lét sér ekki nægja að
vinna 200 m skriðsundið heldur
var metnaði hans ekki fullnægt fyrr
en gullið í 100 m
I skriðsundi var einn-
Benediktsson »g tryggt í gær um
skrifar leið og hann bætti
fráSydney heimsmetið sitt í
greininni sem hann setti í undanúr-
slitum kvöldið áður. í úrslitunum í
100 m skriðsundinu vann hann m.a.
engan annan en Rússann Alexander
Popov, einn besta sundmann allra
tíma. Reyndar er farið að halla nokk-
uð undan fæti hjá Popov, enda orð-
inn nærri 29 ára gamall, en meiri
reynslu og glæstari feril á enginn
annar sundmaður.
Það var einmitt þegar Hoogen-
band vann Popov í 50 og 100 m skrið-
sundi á Evrópumeistaramótinu í Ist-
anbúl í fyrra sem Hoogenband vakti
fyrst almenna athygli og virðingu
sem einn fremsti sundmaður sam-
tímans. Auk þessa kom Hoogenband
fyrstur í mark í 200 m skriðsundi og
bætti tveimur gullverðlaunum við
með félögum sinum í boðsundum.
„Dagamir í Istanbúl eru þeir bestu
sem ég hef lifað, voru eins og draum-
ur. Vonandi tekst mér að upplifa eitt-
hvað svipað í Sydney,“ sagði Hoog-
enband áður en sundkeppni
Ólympíuleikanna hófst.
Einnig mætti hann til leiks á Opna
bandaríska meistaramótið í fyrra og
vann gull í 100 og 200 m skriðsundi
og silfur í 50 m skriðsundi, en heima-
mönnum hugnast það lítt að sjá út-
lendinga hirða gullverðlaun á því
móti. Á Evrópumeistaramótinu í
Helsinki í júlí sl. varð Hoogenband
hins vegar fyrir vonbrigðum er hann
varð að sætta sig við silfurverðlaun í
50, 100 og 200 m skriðsundi. Hann
varð staðráðinn í að láta slíkt ekki
endurtaka sig í Sydney, ekkert nema
gullverðlaun kæmu til greina.
Hoogenband er fæddur 14. mars
1978 í Maastricht í Hollandi. Hann
er 193 sentímetrar á hæð og aðeins
71 kg og virkar fyrir vikið eilítið
renglulegur, en þegar betur er að
gáð þá er hann gríðarlega vöðva-
stæltur og vel þjálfaður íþróttamað-
ur. Meðfram sundinu stundar hann
nám í lyfjafræði, en sennilegt er að
vegna framans í sundinu verði námið
að vera aukaatriði í lífi Hoogenbands
næstu misseri a.m.k. Hoogenband
byrjaði að æfa sund af krafti níu ára
gamall undir handleiðslu móður
sinnar, Atrid, sem átti að baki feril
sem sundkona og hafði m.a. unnið til
silfurverðlauna á Evrópumeistara-
móti unglinga í 800 m skriðsundi
1971.
Faðirinn, Cees Reyn, var heldur
ekki ókunnugur íþróttum í vatni því
á sínum yngri árum lék hann sund-
knattleik, en hefur fyrir allnokkru
lagt hann á hilluna og er nú læknir
hollenska knattspyrnuliðsins PSV
Eindhooven, en sonurinn er skráður
í sunddeild félagsins. „Eg stundaði
ýmsar íþróttagreinar sem barn og
mig langaði alltaf til þess að keppa í
hópíþrótt, en síðar var ég hvattur
mjög til þess að reyna sundið. Mér
líkaði ekki vel í fyrstu en smátt og
smátt leið mér betur og betur í vatn-
inu. Þess vegna varð sundið ofan á,“
segir Hoogenband um ástæðu þess
að hann ákvað að hella sér út í sund-
ið. „Mér var einnig sagt að ég hefði
hæfileikana og vaxtarlagið fyrir
sund, var og er enn hár og grannvax-
inn,“ bætir Hoogenband við.
I„Mér var
einnig saat
að éa hefoi
hæfileikana
og vaxtar-
lagið fyrir
sund"
Eins og nærri má geta er Hoog-
enband helsta tromp sundliðs PSV
Eindhooven, sem er þjálfað af Jacco
Verhaeren, landsliðsþjálfara og kær-
asta annars þekkts hollensks sund-
manns, Inge de Bruijn. Foreldrar
Hoogenbands hafa ómældan áhuga á
sundi og fyrir nokkrum árum stofn-
uðu þau sjóð til þess að styðja við
bakið á efnilegum sundmönnum í
landinu og ráða þjálfara sem stjórn-
aði verkefninu. Fyrrgreindur Ver-
haeren er höfuðpaur þess verkefnis
og það hefur skilað Hollendingum
mörgum mjög frambærilegum sund-
mönnum síðustu ár þar sem Hoog-
enband er fremstur meðal jafningja.
Ólympíuleikamir eru hins vegar
aðalmálið nú um stundir í lífi Hoog-
enbands.
I ólympíulauginni í Sydney hefur
hann fengið mikinn stuðning frá fjöl-
mörgum löndum sínum sem byggja
Ástralíu og afkomendum þeirra.
Appelsínuguli litur Hollendinga hef-
ur verið mjög áberandi í áhorfend-
astúkunni þegar Hoogenband hefur
verið í sviðsljósinu. „Mig langar til að
vinna gullverðlaun í Sydney, það
verður erfitt þar sem keppnin verður
jöfn. En hugur minn hefur beinst að
þessum leikum undanfarna mánuði
og ég mun ekki una mér hvíldar fyrr
en að þeim loknum,“ sagði Hoogen-
band skömmu fyrir leikana. Nú hef-
ur draumur hans ræst, Hoogenband
hafa ekki haldið nokkur bönd í Ól-
ympíulauginni.