Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 8
8 B FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 . OQ9 MORGUNBLAÐIÐ -0 * V Reuters Neita aðfara heim TVEIR rúmenskir lyftingamenn, sem á dögunum var bannað að keppa á Ólympíuleikunum eftir að í ljós kom að þeir stóðust ekki lyfja- próf, neita að fara heim þótt þeim hafi verið visað út úr ólympíuþorpi íþróttamanna. Segjast þeir félagar ætla að halda sig í Sydney meðan landvist- arleyfi þeh-ra er í gildi fram í nóv- ember. Og það sem meira er; báðir hafa þeir í hótunum verði keppnis- banni þeirra ekki aflétt, annar hót- ar sjálfsmorði og hinn er byrjaður í hungurverkfalli. Þeir búa nú á hót- eli í miðborg Sydney og njóta lífs- ins, fóru meðal annars í innkaupa- leiðangur í borginni á miðvikudag. Yfir öðrum þeirra, Traian Cihar- ean, bronsverðlaunahafa á leikun- um fyrir átta árum, vofir ævilangt keppnisbann því hann hefur í tví- gang á tveimur mánuðum fallið á lyfjaprófi vegna notkunar á anaból- ískum sterum. „Mér líður ekkert of vel,“ sagði Adrian Mates, sá sem verið hefur í hungurverkfalli síðan á mánudag- inn. Hann krefst þess að nafn sitt verði hreinsað af lista svindlara, en talar fyrir daufum eyrum og því sennilegt að hann verði enn um hríð án matar. Perec vNI ein- angra sig ENN heidur framhaldsagan af Marie-Jose Perec áfram, en hún hefur haft flest á hornum sér siðan hún kom til Sydney fyrir tíu dögum. Hefur hún ekkert viljað saman við fjölmiðla að sælda, þvert á móti segir hún þá ofsækja sig. En það er eitthvað fleira sem fer í taugarnar á, franska ólympíumeistaran- um í 200 og 400 m hlaupi því nú hefur hún óskað eft- ir því að forsvarsmenn franska ólympíuliðsins láti sig vera, hún kæri sig ekk- ert um að vera í félagsskap þeirra. Henni nægi sá fé- lagsskapur sem hún hefur af þjálfara sínum, Wolfgang Meier. Gebrselassie pantar skó HAILE Gebrselassie, ól- ympíumeistari í 10.000 m hlaupi og heimsmethafi í 5 og 10 km hlaupi karla, er meiddur á hæl og hefur reyndar verið það í mestallt sumar. Til að geta varið tign sína í 10 km hlaupi á leikunum í Sydney hefur Gebrselassie pantað sér- staka skó frá Adidas sem eiga að hlífa hælnum við álagi. Gebrselassie ætlar að leggja allt í sölurnar til þess að vinna gullverðlaun á leikunum, en hann hefur ekki tapað 10 km hlaupi i sjö ár og sett alls 15 heims- met á ferlinum. ítalinn Domenicon Fioravanti fagnaði sínu öðru gulli með sigri í 200 m bringusundi. Fljótastur í heiminum TÖFRAMAÐURINN Pieter van den Hoogenband ávann sér nafnbót- ina „fIjótasti sundmaður Sydney“ í gær er hann hann sigraði í 10O m skriðsundi. Hoogenband nældi sér í sín önnur gullverðlaun með því að vinna virtustu verðlaun sundíþróttarinnar. Eftir aðeins fimm daga keppni hefur laugin í Sydney fengið nafnbótina „hraðasta laug í heimi“ þar sem 12 sund hafa farið í sögu- bækurnar og á fyrsta degi féllu fimm met. Hoogenband setti heimsmet í und- anúrslitum 100 m skriðsundsins. Hann náði þó ekki að bæta metið í úr- slitsundinu þrátt fyrir að synda vel. Hann kom fyrstur í mark og tíminn var alls ekki lakur; 48,30 sekúndur. Rússinn Alexander Popov, sem er heyrnarlaus, varð annar og Banda- ríkjamaðurinn Gary Hall þriðji. Hinn heyrnarlausi Parkin náði silfri Hoogenband bætti 100 m titlinum við 200 m titilinn sem hann vann á mánudag. Hann og hinn 17 ára gamli Ástrali Ian Thorpe, deila með sér sviðsljósinu í sundi á leikunum. „Mig er enn að dreyma. Það sem mér hefur tekist hér er ótrúlegt. Ég var mjög einbeittur. Ég byrjaði illa en þegar ég komst á síðari 50 metr- ana vissi ég að þetta væri öruggt," sagði Hoogenband eftir sundið. Italinn Domenicon Fioravanti vann sitt annað gull með sigri í 200 m bringusundi í gær. Fioravanti sem vann 100 m bringusund á mánudag náði forystu á síðari hluta sundsins og jók hana og sigraði á 2,10,87. Fioravanti er þar með fyrsti sund- maðurinn til að sigra í bæði 100 og 200 m bringusundi. Fioravanti sigr- aði hinn heymarlausa Suður-Afríku- búa Terence Parkán sem átti finan endasprett og náði silfri á 2.12,50 sem er Suður-Afríkumet. ítalinn Davide Rummolo hafnaði í þriðja sæti á 2.12,73. Ekki rætast veður- spámar ÞAÐ er víðar en á Islandi sem veðurspárnar geta brugðist, en í Sydney sýta menn það ekki þessa dag- ana. Veðrið batnar dag frá degi og hiti um miðjan dag hefur farið upp undir 30 stig á celsíus, sem er óvenjugott á þessum árs- tima, og golan sem var að gera mönnum lífið leitt í síðustu viku er á bak og burt. Ekkert hefur orðið úr skúrum og rigningum sem ábúðarmiklir verðurfræð- ingar spáðu fyrir helgi og áttu að koma fyrrihluta vik- unnar og prísa margir sig sæla af þeim sökum. Tala menn jafnvel um að það sé allt að þvf hásumarblíða í Sydney og að verðurguðirn- ir hafi greinilega velþóknun á Ólympíuleikunum. Horfðu á leikfrá 1972 Rússneska kvennalandsliðið í körfuknattleik sem keppir á Ólympíuleikunum í Sydney tók sér frí frá æfingum fyrir leik sinn gegn bandarísku stúlkunum og horfði á upptöku frá úrslitaleik Sovétmanna og Bandaríkjamanna á Ólympíu- leikunum í Múnchen 1972. Þessi úrslitaleikur í karlaflokki líður mönnum seint úr minni en á ævin- týralegan hátt tókst Sovétmönnum að sigra með því að skora sigur- körfuna á síðustu sekúndum leiks- ins. Fram að leikunum árið 1972 höfðu Bandaríkjamenn farið með sigur af hólmi í körfuknattleik- skeppninni og þeir tóku ósigrinum mjög illa. Bandaríkajamenn vildu meina að leiktíminn hafi verið lið- inn þegar Sovétmenn skoruðu sig- urkörfuna og þeir neituðu að taka á móti silfurverðlaunum í mótmæla- skyni. „I hvert sinn sem maður sér ein- hvem vinna til gullverðlauna á Ól- ympíuleikunum kemur það við mann og enn meira þegar leik- mennimir eru frá manns eigin heimalandi. Það er enn þá verið að tala um þennan leik og okkur fannst tilvalið að rifja hann upp og koma okkur í rétta stemningu,“ segir Svetlana Abrossimova leikmaður rússneska kvennlandsliðsins sem stefnir að því að leika í bandarísku atvinnu- mannadeildinni eftir að hún hefur lokið háskólanámi. Ekki dugði það rússnesku stúlk- unum til sigurs, að horfa á leikinn frá 1972 _ þær töpuðu fyrir banda- ríska liðinu, en tæpara gat það þó varla verið því lokatölur urðu 88:87.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.