Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 B 9
OQP
AP
Rússneski fimleikamaðurinn Alexei Nemov sýndi mikið öryggi i æfingum sínum á tvíslá I fjölþrautakeppninni á Ólympíuleikunum á
miðvikudag. Nemov fékk 9,775 í einkunn en aðalkeppinautur hans, Wei Yang frá Kína, fékk 9,750.
Féllá
lyfjaprófi
- kennir
fæðubót-
arefni um
NORSKI kraftlyftinga-
maðurinnStian Grimseth
fékk ekki að keppa á Ól-
ympíuleikunum þar sem
hann fékk að vita að niður-
stöður úr lyfjaprófí sem
framkvæmt var í byrjun
september gæfu til kynna
að óeðlilega mikið magn
nandrónóls-hormóna
fyndist í ilkama hans.
Grimseth hefur lýst yfír
sakleysi sínu og segii' að
nandrónól-hormónin megi
rekja til inntöku á nýju
fæðubótarefni. Lyftinga-
maðurinn keypti fæðubót-
arefnið á Kanaríeyjum,
þar sem hann dvaldi við
æfingar, og fullyrðir hann
að innihaldslýsing á um-
búðum vörunnar séu ekki
fullnægjandi og að hann
hafi ráðfært sig við lækna
í Noregi sem gáfu grænt
þos á efnið.
Fulltrúar Ólympíu- og
íþróttasambands Noregs
fylgjast grannt með hvaða
fæðubótarefni íþrótta-
menn þeirra innbyrða og
nú stendur yfir ítarleg
rannsókn á innihaldi
fæðubótarefnisins og ef
ekkert fínnst óeðlilegt í
þeim er ljóst að Grimseth
hefúr innbyrt hormónið á
annan hátt.
Grimseth var kominn til
Sydney ásamt öðrum
norskum keppendum en
ákvað að taka nokkura
daga frí á sumarleyfísstað
í Astralíu, íjarri íþrótta-
viðburði aldarinnar í
Ástralíu og sem lengst frá
norskum Qölmiðlum.
Nemov
sigraði í
fjölþraut
HINN 24 ára gamli rússneski
fimleikamaður Alexei Nemov
fagnaði sigri í einstaklings-
keppninni í fjölþraut eftir harða
baráttu við Kínverjann Yang
Wei. Nemov sem varð annar í
fjölþraut á Ólympíuleikunum í
Atlanta árið 1996 tók forystuna
á fyrsta áhaldinu, svifránni, og
lét hana aldrei af hendi. Margir
töldu að Nemov ætti litla mögu-
leika í keppninni vegna meiðsla
á öxl og að tvöfaldur heims-
meistari frá Hvíta-Rússlandi, Iv-
an Ivankov, myndi sigra en Iv-
ankov náði sér aldrei á strik og
endaði í fjórða sæti.
Keppnin var spennandi allan
tímann og var hreint einvígi á
milli Nemov og Yang en Ukra-
inumaðurinn Oleksandr Beresh
var aldrei langt undan. Á síð-
asta áhaldinu var Nemov með
0,088 stiga forskot á Yang og
æfingar Nemov á svifránni skil-
uðu honum 9,775 í einkunn. Kín-
verjinn gat hreppt gullverðlaun-
in ef hann fengi 9,870 eða
hærra á bogahestinum en æfing-
ar Yang fengu 9,750 í einkunn
og Nemov gat fagnað sigri. Ber-
esh varð þriðji á eftir Yang og
Ivankov varð sem áður segir
fjórði en honum tókst illa upp í
lokagrein sinni, gólfæfingunum,
og fékk aðeins 9,575 í einkunn.
Ukraínumaðurinn Oleksandr
Svitlychnyy varð fímmti, sem er
besti árangur hins 28 ára gamla
fimleikamanns, og Bandaríkja-
inaðurinn Blaine Wilson varð
sjötti. Alexei Nemov er kvæntur
háskólanemi, 173 sentimetra hár
og vegur 71 kilógramm, en aðal-
keppinautur hans, Yang frá
Kína, er 165 sentimetra hár og
lieilum 17 kílóum léttari en
Rússinn.
Reuters
Gullverðlaunahafinn í fjölþraut, Alexei Nemov frá Rússlandi, bregður á ieik fyrir Ijósmyndara að
lokinni verðlaunaafhendingunni. Kfnverjinn Yang Wei fékk silfurverðlaunin og Oleksandr Beresh
vann til bronsverðlauna.
Farsímar trufla í Sydney
FARSÍMAÆÐIÐ er víðar en á ís-
landi því á Ólympíuleikunum í Sydn-
ey hefur giáðarleg notkun þeirra
truflað keppendur.
Lyftingamaðurinn Rudik Petros-
yan var að gera sig kláran í 69 kg
flokki þegar dómarar báðu áhorfend-
ur um að slökkva á farsímum sínum.
Rétt í þann mund sem Petrosyan
ætlaði að fara að lyfta hringdu tveir
símar samtímis í áhorfendastæðun-
um við lítinn fögnuð annarra áhorf-
enda. Lyftingakappinn hikaði aðeins
og það var nóg til þess að hann hóf
lyftuna ekki fyrr en þær tvær mínút-
ur, sem hann hefur voru liðnar og
lyftan því ógild. Hann endaði í
fimmta sæti rétt eins og hann hefði
gert þó svo hann hefði lyft umræddri
þyngd þannig að GSM-símarnir tveir
skemmdu í raun lítið fyrir honum.