Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 1
BIOBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 Á FÖSTUDÖGUM Unglingastjarna verður alvöruleikari Makavejev á Reykjavíkurhátíð rtrtnrlr sakirfram JOHN Cusack tilheyrir stórri kvikmyndafjölskyldu og hóf ungur að árum að leika í bandarískum unglingamyndum. Slíkar myndir tryggja ekki frama til frambúðar en Cusack hefur smátt og smátt sannað getu sína sem einn af hæfileikaríkustu leikurum sinnar kyn- slóðar í Hollywood. Honum er margt fleira til lista lagt, því að hann skrifar einnig handrit og framleiðir kvikmyndir, eins og nú má sjá í High Fidelity hér á tjöldum. Arnaldur Indr- iðason skrifar um feril og frama Johns Cusack. DusMihimt #Mrfl EINN frægasti kvikmyndahöfundur þess svæðis sem kennt er við gömlu Júgóslavíu, Dusan Makavejev, er einn af gestum Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hefst eftir viku. Makavejev hefur áður komið við sögu hátíð- arinnar, því ein mynda hans, Sweet Movie, olli miklum deilum í fyrsta skipti sem hún var haldin árið 1978. Makavejev er í hópi merkustu leik- stjóra sem fengu á sig alþjóðlegt kastljós um og uppúr 1970 og komst einatt upp á kant við yfirvöld heima fyrir. Arni Þórarins- son fjallar um Makavejev og feril hans. Nýtt í bíó Björk í Dansar- anum • Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og Nýja bíó Akureyri frumsýna í dag mynd danska leikstjórans Lars Von Triers, Dancer in the Dark, með Björk Guðmundsdóttur í aðalhlut- verki en sem kunnugt er hlaut hún Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes sl. vor fyrir leik sinn í mynd- inni. Björk leikur verksmiðjustúlku sem á við mikla erfiðleika að stríða en aðrir leikarar í myndinni eru m.a. Catherine Deneuve og Peter Storm- are. Ósýnilegi maðurinn • Bandaríska spennumyndin Huldu- maðurinn eða Hollow Man verður frumsýnd í Sambíóunum Áifabakka, Nýja bíói Keflavík, Stjörnubíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri í dag. Með aöalhlutverkiö fer Kevin Bacon. Hann leikur vísindamann er geturgert sig ósýnilegan og breytist mjög til hins verra viö það. Elisabeth Shueier meö aðalkvenhlutverkiö en leikstjóri er Paul Verhoeven. Dancer In the Dark frumsýnd á íslandi í dag Baltasar og aðalleikkonan Victoria Abril: Fytgja þarf velgengni eftir. LÍKUR eru á að kvikmynd Baltasars Kormáks, 101 Reykjavík, muni seljast á er- lendum bíómarkaði fyrir allt að 100 milljónir íslenskra króna. Samningar hafa þeg- ar verið gerðir um sýningar í 23 löndum af alls um 40 sem gert hafa tilboð í myndina. Sem dæmi um frágengna sölusamninga nefnir Baltas- ar Kormákur, að 101 Reykja- vík hafi verið seld til Frakk- lands fyrir 250 þúsund dollara þar sem hún verði sýnd á um 50 tjöldum sam- tímis. Svipuð upphæð er í augsýn frá Þýskalandi, það- an sem þrjú tilboð hafa borist, tvö til- boð eru í athugun frá Bretlandi, ann- að upp á sýningar á 5 tjöldum, hitt á fleirum. Samningum hefur verið lok- að við t.d. öll lönd Suður- og Mið- Ameríku, Norðurlöndin, ýmis Evrópulönd og senn hillir undir sölu til Kanada og Bandaríkjanna. Mynd- in verður íyrst frumsýnd í Noregi nú í nóvember, á 10 tjöldum og þá fylgja Bretland, Frakkland, Grikkland og Tékkland í kjölfarið á næstu mánuð- um. Þar fyrir utan verður 101 Reykja- vík sýnd á 26 kvikmyndahátíðum víða um heim fram að jólum. „Ég ætla að reyna að þiggja boð á sem flestar," segir leikstjórinn, „því það eykur kynninguna ef ekki aðeins myndin, heldur líka höfundurinn mætir á staðinn." 101 Reykjavík kostaði, að sögn Baitasars, um tvær milljónir dollara og er önnur milljónin á herðum framleiðenda hérlendis. „Nú stefnir í að erlend sala muni skila þeirri upp- hæð til baka og kannski vel það. Mér er stórlega létt, eins og þeir menn þekkja sem einhvern tíma hafa verið með ávísanaheftið sitt í 15 milljóna mínus!“ segir hann. Næsta kvikmyndaverkefni Baitasars er Haiið eftir leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar og hyggst hann sækja um fram- leiðslustyrk úr Kvikmynda- sjóði íslands í vetur með tökur á næsta ári í huga. „Það er lykilatriði að fá styrk úr sjóðn- um til að geta haldið áfram, fylgt þessu eftir, því ég get kannski gert mér vonir um gott veður í þessum alþjóðlega kvikmyndaheimi næstu tvö ár. Svo gleymist maður og aðrir koma í staðinn ef ekkert nýtt birtist." Sem kunnugt er hefur 101 Reykja- vík hlaðið á sig verðlaunum og góð- um dómum erlendis að undanförnu. „Alltof oft les maður neikvæð skrif um íslenskar kvikmyndir í blöðum hér,“ segir Baltasar Kormákur, „og menn fussa yfir því að opinberu fé skuli veitt í framleiðslu og markaðs- setningu á þeim. En íslenskar kvik- myndir eru þó að vinna nýja mark- aði. Er hægt að segja það sama um ríkisstyrkta landbúnaðarfram- leiðslu?" Væntanlegt Grín gerl að hryll- ings- myndum • Hinn 29. septemberverðurbanda- ríska gamanmyndin Scary Movie frumsýnd í Regnboganum, Stjörnu- bíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Ak- ureyri. í myndinni ergrín gert að ungl- ingahrollvekjum en leikstjóri er Keenan Ivory Wayans. Með helstu hlutverk fara Marlon Wayans, Shawn Wayans og Shannon Eliza- beth. Ford og Pfeiffer • Hinn 13. október frumsýna Sam- bíóin Álfabakka, Stjörnubíó, Regn- boginn og Borgarbíó Akureyri spennutryllinn What Lies Beneath með Harrison Ford og Michelle Pfeifferí aðalhlutverkum. Leikstjóri er Robert Zemeckis en myndin segir frá dularfullum atburðum sem verða í húsi nokkru ogtengjast fortíö þess ogfortíð hjónanna sem Ford og Pfeiffer leika.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.