Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 5

Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22..SEPTEMBER 2000 C 5 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins tök leikstjórans." Sumir gagnrýnendur héldu því á lofti að Deneuve væri ekki trúverð- ugur starfsmaður í verksmiðju; það ætti betur við hana að leika hefðar- konu. „Ilvort sem þú trúir því eða ekki þá er ég mikið fyrir líkamserf- iði,“ segir hún borubrött. „Ég hef gaman af að taka til hendinni og vin- um mínum finnst ekkert athugavert við að sjá mig bjástra við vinnuvélar og tæki á sveitabýlinu mínu. Þetta væri því ekki framandi starfsvett- vangur fyrir mig. En ég veit að Trier hafði nokkrar áhyggjur af þessu. Ég held að það sé vegna þess að ég hef mjög fíngert yfirbragð. En það á eft- ir að lagast eftir því sem ég markast af aldrinum," segir hún og örlar á til- hlökkun í rómnum. Snerist ekki um leiklist Deneuve horfði á Dancer in the Dark í fyrsta skipti í hátíðarsalnum í Cannes. „Ég var afar hrærð yfir myndinni og ekki síður viðtökunum sem voru afar lofsamlegar.“ Það grétu fjölmargir í bíósalnum. Varst þú ein þeirra? „Já, ég grét pínulítið." Það þarf ekki að koma á óvart því lokaatriðið er þrungið tilfinningum. Þá er tékkneska móðirin, hin draum- lynda Selma, sem leikin er af Björk, leidd til aftöku. Aðspurð hvernig andrúmsloftið hafi verið á tökustað, hvort það hafi tekið á tilfinningarnar eða aðeins reynt á leikhæfileikana, svarar Deneuve af sannfæringar- krafti: „Þetta hafði ekkert með leik- list að gera.“ Hún heldur áfram af alvöruþunga: „Tæknimennirnir höfðu undirbúið sig vel og æft atriðið í nokkur skipti, þar sem vitað var að við myndum ekki leika það meira en tvisvar til þrisvar sinnum. Þetta var mjög átak- anlegt þar sem ekkert okkar var að leika; þetta var nær veruleikanum. Einkum var þetta sárt fyrir Björk; ég fann óskaplega til með henni. Okkur hinum leið ekki vel heldur, jafnvel Lars var fólur og beygður. Það er engin leið að taka þátt í svona atriði, þegar það er lagt svona upp, án þess að það leggist á sálina." Það hefur þá ekki verið nein upp- gerð á bakvið tárin? „Nei,“ svarar hún og hristir höfuð- ið. „Við vorum öll í uppnámi og alveg eyðilögð. Við tókum ekki fleiri atriði þennan dag og hættum snemma. Það hefði verið ómögulegt tilfinningalega að takast á við annað atriði eftir þetta.“ Ef við förum aðeins á léttari nót- urnar og snúum okkur að... „Þetta er nú ekki sorglegt," grípur hún fram í. ... geltinu, klárar blaðamaður. „Vakti geltið forvitni þína,“ segir hún og brosir. „Ég var ekki beðin um það; það gerðist bara.“ Mér fannst það yndislegt atriði, segir blaðamaður, jafnvel þótt hann muni óljóst eftir kringumstæðunum þegar Deneuve tekur upp á því að geltá í spunasenu. Honum er alveg sama. Myndin var yndisleg frá upp- hafi til enda. „Ég hef gelt áður,“ segir Deneuve glettnislega. „Þegar ég lék í mynd- inni Liza undir leikstjórn Marco Ferreri þá lék ég konu sem langaði til að komast inn undir hjá honum og leysti hundinn hans af hólmi. Ég gelti ekki í myndinni, en þegar við töluðum inn á myndina á Italíu þá gelti ég fyrir hundinn. I Dancer in the Dark gerði ég það bara einu sinni og hvað get ég sagt - það gerðist bara.“ Á íslandi um áramótin Ekki hefði verið órökrétt að giska á að Deneuve hefði gelt í einni af myndum Luis Bunuel, þess aldna meistara. Hvaða minningar á hún um samstarfið við hann? „Hann hafði mikið skopskyn og brýndi með því þá dásamlegu og djúpgrunduðu lífssýn sem finna má í öllum mynd- um hans. Ég get ekki annað en dáðst að mahni sem skapar jafn fjölskrúð- ugar persónur og kostulegar sögur í myndúm sínum, en er samt alltaf jafnleitandi; hann var íhugull, alvar- legur og hundheiðinn hugsjónamað- ur. Það þekkja hann ekki allir eins og hann var.“ Um árþúsundamótin gerði De- neuve sér ferð til íslands og dvaldist þar í boði Bjarkar. j,Mig hafði lengi langað til að fara til Islands. Ég hafði séð myndir þaðan og litist vel á. Hugmyndin kviknaði á tökustaðnum um sumarið og varð úr að við fórum nokkur sem unnum að myndinni. Ég hafði ákveðið að vera ekki á sveita- býlinu og landslagið á Islandi fannst mér svo vísindaskáldsagnalegt að mér fannst sem það hlyti að vera áhugavert að fara þangað." Hvernig var? „Mér fannst það yndislegt. Það voru börn um allt að horfa á flugeld- ana og allt gekk snurðulaust fyrir sig í þessu furðulega landi.“ Ur því þú minnist á börn; þú ert nýbökuð amma. „ Já, það er yndislegt að njóta aftur nærveru barns, heima hjá mér og í fríum.“ Deneuve á tvö uppkomin böm, Christian Vadim með leikstjóranum Roger Vadim, og leikkonuna Chiara Mastroianni með ítalska leikaranum Marcello Mastroianni. Öll eru þau eða voru viðloðandi kvikmyndir. Get- ur hún hugsað sér líf án kvikmynda? „Já, það get ég, en ég get ekki ím- yndað mér hvemig það hefði verið,“ svarar hún. „Bróðurparturinn af lífi mínu snýst ekki um kvikmyndir og mér þykir vænt um þann skerf. Ég veit svo sem ekki hvað annað ég hefði átt að leggja fyrir mig. Ég hefði örugglega ekki setið auðum höndum. Ég væri líklega fráskilin og ef til vill ætti ég eitt barn til viðbótar." Hvers hefðirðu saknað mest? „Þess að koma alltaf á nýjan og nýjan stað. Mér hefði fundist það leiðigjamt að fara dag eftir dag á sama staðinn. Ég er of mikið fyrir nýbreytni ogþarf hreyfanleika." Gætirðu hugsað þér að vinna aftur með Trier og jafnvel Björk? „Ójá,“ svarar hún. „Verst að ég held að Björk vilji ekki vinna að ann- arri mynd í augnablikinu. Ég sagði við hana: „Bíddu bara.“ Þvi flestar myndir em ekki svona krefjandi. En ég held að hún hafi ekki nógu mikla ánægju af þessu, - enn sem komið er.“ Maéstro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.