Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
8 B MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000
AKSTU RSÍÞRÓTTIR
1
i
EFTIR að Rúnar Jónsson og
Jón Ragnarsson tryggðu sér
íslandsmeistaratitilinn í rall-
akstri sl. fimmtudag eins og
sagt var frá í Morgunblaðinu á
föstudaginn, hafa þeir feðgar
hampað íslandsmeistaratitlin-
um tíu sinnum saman, þrisvar
sinnum þar sem Jón ók og
Rúnar var sem aðstoðarmaður
og nú sjö sinnum eftir að þeir
víxluðu sætum. Þeir eru tví-
mælalaust sigursælustu öku-
menn íslands í ralli fyrr og síð-
ar og eru þeir engan veginn á
leiðinni að hætta. Jón Ragn-
arsson ók áður með bróður
sínum, Ómari Ragnarssyni,
þeim eina sanna, en Rúnar
byrjaði að keppa með föður
sínum einungis fimmtán ára
gamall. Þeir hafa gengið í
gegnum ýmislegt á þessum
tíma en þeir eru nokkuð sam-
mála um að þessi titill nú
standi nokkuð upp úr þar sem
þeir hafa fengið mjög mikla
baráttu í sumar en enda þó
tímabilið með fullt hús stiga
sem verður að teljast einstak-
ur árangur.
lþjóðarallið stendur alltaf upp úr,
i það er ákveðinn klassi yflr því
og okkur gekk rosa-
Feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar hafa náð mjög góðum árangri í sumar
Morgunblaðið/Gunnlaugur E. Briem
_ verið óstöðvandi.
Gunnlaugur
EinarBríem
-jkrífar
lega vel í því ralli.
Það sem kom okkur
mest á óvart var rall-
ið á Sauðárkróki, við
lentum þar í gríðarlegri keppni og allt
í einu eftir venjulega keyrslu, án þess
að sprengja eða nokkuð sérstakt
gerðist, erum við komnir undir 15
sekúndur - það er eitthvað sem við
erum ekki vanir. Við ókum að vísu lít-
illega útaf en við vorum samt komnir í
stöðu sem við þekktum ekki nema
þegar eitthvað bilar hjá manni. Þetta
var nýtt fyrir okkur að vera komnir í
mikla baráttu og vera undir í henni,“
sagði Jón þegar Morgunblaðið náði
^tali af þeim feðgum eftir að þeir höfðu
jafnað sig eftir rallið og voru þeir á
einu máli um það að þetta sumar ein-
kenndist af sekúndu slag frá upphafi
fyrstu sérleiðar keppnistímabilsins.
„Ef við tökum samt Hólmavík sem
dæmi þá tökum við þrettán sekúndur
af þeim Hirti og Isak yfir Trölla-
tunguheiðina vestur þrátt fyrir að
hafa verið f sekúndu slag fram að því
sem sýnir að við höfum enn eitthvað í
pokahominu þegar á þarf að halda,
þannig virkar þetta á mig. Sama má
segja um Gunnarsholt sem búið er að
keyra í 25 ár, að við bætum þar tím-
ann úr 9 mínútum og 44 sekúndum í 9
Sigursælir feðgar
mínútur og 28 sekúndur sem er um
ein sekúnda á hvem kílómetra á leið
sem við emm búnir að keyra öll þessi
ár sem sýnir að þama var aukakraft-
ur til þegar á þurfti að halda,“ sagði
Jón.
Þeir fundu fyrir því að þegar á
reyndi áttu þeir alltaf eitthvað inni en
í sumar gengu menn ekkert inn í visst
sæti því það var barátta um fyrsta til
þriðja sæti allan tímann og það mátti
ekkert út af bera til að Baldur eða
Hjörtur fæm framúr þeim. „Báðir
þessir ökumenn, Baldur og ísak,
munu þróast og ég hef trú á því að
Baldri eigi eftir að fleygja mikið fram,
kannski meira en Hirti þar sem hann
hefur keppt styttra - Hjörtur er orð-
inn gríðarlega góður nú þegar. Stefn-
an verður svipuð næsta sumar, halda
þessu striki eins og það er núna og
skoða síðan hvað gerist eftir næsta
sumar. Menn em jú eitthvað að spá í
að endumýja bíla en við sjáum bara
hvað það gefur mönnum, sagði Jón en
þeir munu án efa fylgjast vel með
hvað ökumenn ætla að gera fyrir
næsta sumar.
Mikil breyting á fáum árum
Rallið hefur þróast mikið á síðustu
ámm. Ekki er langt síðan að þeir
feðgar óku á Mazda 323 og þóttu þeir
tímar hreint ótrúlegir sem þeir náðu
á þeim bíl en sá bíll væri eklri nálægt
toppbaráttunni í dag. „Vegir hafa
bæði batnað og versnað, bílamir
þróast alveg gríðarlega og ekki síður
sú þróun að menn em famir að vinna
þetta öðmvísi, menn reyna miklu
meira að ná öllu út úr bílunum núna
en áður og því hefur hraðinn stórauk-
ist. Við erum að sjá núna að við vomm
að ná ótrúlegum tímum á Mözdunni
miðað við hvað sá bíll var mikill eftir-
bátur þeirra bíla sem era komnir í
dag, að maður skyldi ná að berjast við
Metro á sínum tíma er alveg hreint
ótrúlegt, það er þvílíkur munur á
þeim bílum. Við vonum að þróunin
eigi eftir að vera sú að það komi fleiri
öflugir bílar til landsins eins og verið
hefur undanfarin ár, þetta er orðinn
mikill og öflugur floti,“ sagði Rúnar.
Sú regla er í gildi að bílamir mega
ekki vera kraftmeiri en 300 hestöfl og
því mætti ætla að þróunin verði ekki
mikil í að auka kraftinn í framtíðinni
þar sem flestir þessara bíla sem era
að keppa á toppnum era 300+ hest-
öfl. „Eina stökkið sem gæti orðið
fram á við að mínu mati er að menn
skoði sjálfa sig betur heldur en bíl-
ana. Það þýðir ekkert að vera með
góðan bíl og vera svo ekkert í standi
sjálfur til að keyra bílinn. Ef það
verður einhver hraðaaukning og þró-
un þá verður það fyrst og fremst það
sem ökumaðurinn getur þjálfað sig í
Með fullt húsi stiga
RÚNAR Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru Impreza tryggðu
sér íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð með fullt hús stiga
eftir að hafa sigrað haustrallið um helgina. í öðru sæti voru þeir
Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason á Rover
Metro og á eftir þeim komu Hjörleifur Hilmarsson og Páll Kári
Pálsson á Mitsubishi Lancer og er þetta besti árangur þeirra í
ralli til þessa. Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannes-
son á Mitsubishi Lancer náðu ekki að vera í baráttunni eftir að
hafa ekið út af á þriðju sérleið og enduðu þeir í fjórða sæti. Til
tíðinda dró í rallinu að Jón Bjarni Hrólfsson og Hlöðver Baldurs-
. son á Ford Escort náðu að klára sitt fyrsta rall í sumar og enduðu
þeir í fimmta sæti en þeir hafa átt í miklum vandræðum i sumar.
^Jaldur Jónsson og Geir Óskar
Gunnlaugur
EinarBríem
skrifar
Hjartarsson á Subara Legacy
áttu litla möguleika á íslandsmeist-
aratitlinum fyrir síð-
ustu keppnina en
þeir urðu að hætta
keppni eftir að hjóla-
búnaður gaf sig en
þeir hafa sýnt það ásamt þeim Hirti
og ísak að þeir era ekki langt á eftir
þeim feðgum. „Sumarið er búið að
vera frábært þótt mann hafi alltaf
•ungrað í eitthvað aðeins meira því
það var möguleiki á því. Eg get
kannski sagt það núna að það var
ákveðið markmið sem ég var búinn
að setja mér, ég ætlaði að reyna að
bæta mig það mikið að ég ætlaði að
komast fram úr Hirti og Palla. Ann-
að sætið til Islandsmeistara er frá-
bær árangur. Það er synd að klára
síðasta rall eins og við kláraðum það
en eftir að hafa skoðað þetta eftir á
þá var það nokkuð ljóst að ég hefði
lent í þessu fyrr eða síðar, það var
tæring í stýrisarmi sem hefði slitnað
að lokum - þetta var bara spuming
um hvar hann færi,“ sagði Baldur að
keppni lokinni. „Maður hefði viljað
klára þetta rall betur þar sem ég og
Geir eram að hætta að keyra saman.
Geir ætlar að taka sér frí frá þessu
og ég þarf að finna mér nýjan mann
og þjálfa hann upp. Það er ekki kom-
ið í ljós hver það verður en það er
ljóst að sá aðili hefur mikið verk að
vinna til að ná upp því sem Geir hafði
þar sem Geir hafði mjög góð tök í að
lesa í mig og ég var farinn að treysta
honum 100% í því sem við vorum að
gera. Hvaða markmið maður setur
sér fyrir næsta tímabil verður að
koma í ljós en það er ljóst að maður á
ekki nema eitt markmið eftir en
hvort að það næst verður bara að
koma í ljós,“ sagði Baldur.
Páll Halldór og Jóhannes ætluðu
sér að vera með í þessari baráttu en
þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði
þar sem þeir hafa átt í miklum vand-
ræðum í allt sumar. „Við náðum eng-
an veginn að sýna okkar rétta andlit
í þessari keppni frekar en í sumar.
Þetta er búið að vera agalegt sumar,
endalausar bilanir, allt smávægilegt.
Túrbínan fer eftir hádegishlé í dag
og við kláram þetta bara til að klára
rallið. Við áttum aldrei möguleika á
að gera neitt eftir að við fóram útaf á
þriðju sérleið á fimmtudaginn og
þannig fór sem fór,“ sagði Páll Hall-
dór eftir en eitt rallið sem þeir
þurftu að bíða lægri hlut fyrir bilun-
um í bílnum. Þetta var síðasta
keppni þeirra á þessari bifreið og
verður hún seld á næstu dögum,
annaðhvort hér heima ef kaupandi
finnst, annars verður hún send til
Englands og seld þar. Þeir era nú
þegar farnir að skoða kaup á nýjum
bíl, Mitsubishi Lancer EV06.
Hjörtur kemur tvíefldur næsta
sumar. Keppnistímabilið einkennd-
ist af miklum hraða og mikilli spennu
allt fram að alþjóðarallinu. Hjörtur
sagði að gerðar hefðu verið ákveðnar
breytingar á bílnum og þeim sjálfum
fyrir þetta keppnistímabil og án efa
hefur það skilað þeim góðum árangri
því þeir vora efstir að stigum fyrir
alþjóðarallið og þrátt fyrir að hafa
misst af síðustu tveimur keppnunum
enduðu Jjeir í þriðja sæti í baráttunni
um Islandsmeistaratitilinn að
keppnistímabilinu loknu. „Það vora
ýmis mál sem við voram ekki ánægð-
ir með í fyrra og við ákváðum að taka
á þeim í sumar og það gekk allt eftir.
Slagurinn var mikill í sumar og sér-
staklega á Sauðárkróki og Hólmavík
þar sem ekki er búið að keyra eins
oft og þessar leiðir hér fyrir sunnan.
Það var virkileg barátta hjá þessum
þremur efstu áhöfnum og þrátt fyrir
að Palli hafi bætt sig talsvert var
heppnin ekki með honum og þetta
gekk ekki alveg eftir hjá honum í
sumar,“ sagði Hjörtur en þeir félag-
ar, Hjörtur og Isak, urðu fyrir því
óhappi að velta skoðunarbíl sínum
og gátu þeir ekki verið með það sem
eftir var tímabilsins sökum áverka
sem Hjörtur hlaut. „Þetta var auð-
vitað mjög óheppilegt þetta slys sem
við lentum í og mjög slæmt að geta
ekki tekið þátt í alþjóðarallinu þar
sem næst verða tvö ár frá því að ég
keyrði það síðast en ekki eitt ár, það
skiptir máli hver einasti ekni ldló-
metri á þessum sérleiðum. Við stefn-
um á að koma aftur næsta sumar og
halda áfram þar sem frá var horfið
þar sem það verður ekki minni bar-
átta næsta sumar,“ sagði Hjörtur.
að verða betri. Bílamir verða ekki
mikið betri sem koma, margir halda
að bíllinn sé eina lausnin en það er
langt því frá. Bfllinn þarf að vera góð-
ur en ökumaðurinn verður að geta
stjómað bflnum. Þeir strákar sem
era að koma upp sem leggja sig mest
fram við að þjálfa sjálfa sig, þeim á
eftir að fleyta fram,“ sagði Jón.
Þarf að finna nýja vegi
„Nú þarf að fara að leita að nýjum
leiðum til að keppa á. Það er til hell-
ingur af góðum leiðum, t.d. uppsveitir
Ámessýslu og svæðið í kringum
Gunnarsholt, það þarf að auka fjöl-
breytnina í rallinu. Því sem betur fer
era sumar leiðimar þannig að þær
era lagaðar en þeim er ekki breytt í
landslaginu en það var gert á Þverár-
fjallinu, hún fer bara. Þverárfjallið
var æðisgengin leið og það er mikill
missir að geta ekki rallað hana fram-
ar,“ sagði Rúnar þegar hann var
spurður um framtíð þessarar íþrótt-
ar.
„Það sem hefur gert þetta sport
veglegt og öflugt síðustu árin eru bfl-
arnir sem era komnir, þetta er orðinn
mikill slagur á milli bflategunda og
það er orðið svakalegt fyrirtæki í
kringum hvem bfl. Rall er á mikilli
uppleið hér á landi eftir að hafa verið í
nokkurri lægð þar til Páll Halldór og
Jóhannes koma með Mitsubishi
Lancer hingað til lands 1997. Þá för-
um við að vakna til lífsins og fleiri
ökumenn ásamt því að bifreiðaum-
boðin hafa komið miklu meira inn í
þetta heldur en áður fyrr. Bifreiða-
umboðið Ingvar Helgason hefur
komið mikið inn í þetta með okkur
ásamt því að Olís hefur stutt vel við
okkur undanfarin ár, þetta væri ekki
hægt neitt öðravísi," sagði Jón. En að
taka þátt í ralli þarfnast meira en bfls
og tveggja ökumanna þar sem mikið
gengur á milli sérleiða við að halda
bflnum í sem besta lagi. „Við eram
með alveg einstakt lið núna, þeir eiga
miklar þakkir skilið fyrir það sem
þeir hafa gert. Halldór Jóhannesson
hefur stjórnað þessum mannskap frá
því að Rúnar byrjaði að keyra með
mér og vinna þeir þetta allt í sjálf-
boðavinnu. Allur þessi hópur eltir
mann um allt land að minnsta kosti
sex helgar á hverju sumri og eiga þeir
því stóran þátt í þessari sigurgöngu
okkar undanfarin ár,“ sagði Jón sem
vill benda á að hægt sé að gera mun
meira fyrir þessa íþrótt en gert er í
dag, mikill áhugi sé fyrir hendi en það
vantar nauðsynlega fólk til að vinna í
kringum keppnishaldið. Rallið er
íþrótt sem hefur náð gríðarlegum
vinsældum um allan heim og Island
er engin undantekning.