Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 B 5 r,oo Völu var vel fagnað VEL var tekið á móti Völu Flosadóttur, bronsverð- launahafa í stangarstökki, þegar hún kom í ólympíu- þorpið eftir miðnætti að- faranótt þriðjudags eftir stórkostlegan dag á íþrótta- vellinum. Allir Islending- arnir sem eru í þorpinu tóku á móti henni með kertaljósum og húrrahróp- um. Þá hafði verið strengd- ur borði utan um hús xs- lenska liðsins sem á var letrað; Til hamingju Vala. ALDREI í sögu Ólympíuleikanna hafa fleiri verið viðstaddir einn viðburð þeirra og á mánudaginn þegar Vala Flosadóttir var í eldlínunni og vann bronsverðlaun í stangarstökki kvenna. Alls vom 112.524 áhorfendur á ólymp- íuleikvanginum í Sydney sem er ól- ympíumet. Einnig hafa aldrei fleiri verið samankomnir á leikvanginum glæsilega en þetta kvöld. Aður hafði flesta drifið að á leik í ruðningsbolta á leikvanginum 15. júlí sl., 109.874. í heildina höfðu 788.766 áhorfendur séð kepprn i frjálsum íþróttum á leikunum þegar keppni lauk á mánudaginn en í gær var frídagur í frjálsíþróttakeppn- inni sem lýkur á sunnudag. Astæðan fyrir þessum mikla fjölda á mánudaginn var spennan sem byggð hafði verið upp fyrir úrslita- hlaupið í 400 m hlaupi kvenna þar sem heimamaðurinn Cathy Freeman var í aðalhlutverki og brást ekki löndmn sínum. Þá er talið að ekki færri en 10 milljónir hafi fylgst með sjónvarpsút- sendingu frá hlaupinu sem er um Morgunblaðið/Sverrir helmingur landsmanna. Það mun Vala á verðlaunapallinum ásamt Tatlana Grigorlevu frá Astralíu, sem fékk silfur og gullstúlkunni bandarísku, Stacy Dragilu. vera áhorfsmet. Eg varð ÞAÐ var stefna okkar fyrir leikana og á leikunum að segja minna og reyna þess í stað að gera betur úti á vellinum, en ég hef hins vegar ekki leynt þeirri skoðun minni að innan frjálsíþróttaliðsins eru þrír keppendur sem eiga að geta verið á meðal þeirra átta bestu í sínum greinum. Tveir keppendur hafa náð þessu marki, þar af er Vala með bronsverðlaun og ég er hreinlega í sjöunda himni yfir því,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, vekefnisstjóri og flokksstjóri frjálsíþrótta- manna, en hann átti óvenju langan og erfiðan dag á mánudaginn. klökkur Stan- ■ islav e ‘r farinn STANISLAV Szczyrba, þjálfari Völu Flosadóttur, hélt til Svíþjóð- ar strax í gærmorgun, daginn eft- ir að Vala hafði unnið bronsverð- laun í stangarstökkskeppni Ólympíuleikanna. Stanislav hefur í mörg horn að líta heima fyrir, er að þjálfa stóran hóp frjálsíþrótta- manna fyrir utan Völu og Þóreyju Eddu Elísdóttur, og gat ekki látið hann silja á hakanum lengur. Þá var hans verkefni á Ólympíuleik- unum lokið með frábærri frammi- stöðu Völu og því var honum ekki til setunnar boðið. Tíu þjóðir með eitt brons TÍU þjóðir af þeim 69 sem unnið hafa til verðlauna á Ólynipíuleikunum hafa unn- ið ein bronsverðlaun líkt og Islendingar en alls taka keppendur 200 þjóða þátt í leikunum. Ásamt fslandi með ein bronsverðlaun eru Alsír, Kúveit, Indland, Arm- enía, Portúgal, Barbados, Tæland, Qatar og Kyrgist- an. Eg er ekki einatt ánægður fyrir hönd Völu með þetta stórkost- lega afrek heldur einnig fyrir hönd íslenska liðsins í heild. Mér fannst Örn Arnarson sund- maður setja upp Benediktsson ákveðið dæmi og skrifar það hafði ég vonast frá Sydney til að hann gerði þar sem ég hef á honum mikla trú. Ástæðan fyrir því að við fórum í sam- eiginlegar æfingabúðir fyrir leikana var meðal annars sú að þannig myndu sundmennfrnir og frjáls- íþróttamennimir kynnast. Síðan þegar Örn náði sínum frábæra ár- angri varð það til þess að frjáls- íþróttamennirnir hugsuðu hærra, sáu að það var hægt að komast í allra fremstu röð, þannig má segja að Örn hafi gefið tóninn. Ég hef fylgt Völu eftir í þrjú ár og það má segja að hún sé þannig gerð að henni líki alltaf vel á stórmótum, nær þá yfirleitt að laða það besta fram hjá sér. Núna sýndi hún það svo um munar á utanhússmóti. Ég sam- gleðst henni því innilega því ég veit vel hverslagt hörkutól hún er sem hefur gríðarlegt keppnisskap, auk þess að vera einstaklega góð stúlka. Nú ert þú að taka þátt í þínum fímmtu leikum, hefur þér liðið betur en núna þegar Vala tók við brons- verðíaununum? „Ég held ekki. Reyndar leið mér mjög vel þegar ég komst í úrslit í kringlukasti í Barcelona 1992. Alltaf þegar mér líður vel fæ ég gæsahúð, henni fylgir sælutilfinning. Það fór um mig sælustraumur nú yfir ár- angri Völu, ég er tilfinningamaður og verð að viðurkenna að ég varð klökk- ur á þessari stundu," segir Vésteinn og hlær við. Með þessum verðlaunum sérð þú einnig árangur af þínu starfi sem verkefnisstjóri afrekshóps FRÍ, ekki satt? „Um árangurinn verða aðrir að dæma en ég. Að minnsta kosti hef ég lagt mig fram um að halda þessum hópi saman og reyna að halda betur á málum gagnvart afreksfólkinu en áður hefur verið gert. Ég tel mig hafa miðlað af mikilli reynslu. Það sem mér finnst ánægjulegast við starfið er að finna stuðning frá íþróttamönnunum við mitt starf, þótt ég hafi byrjað á því með tvær hendur tómar fyrir þremur árum. Nú hefur ákveðinn gnxnnur verið lagður sem hægt er að byggja á. Við getum gert miklu betur í öllu þessu stai’fi, það er Ijóst. Ég hef háleitar hugmyndir og miklar kröfur eftir að hafa lifað í heimi afreksíþrótta í 20 ár. Ég er mjög ánægður og um leið stoltur þegar árangurinn kemur fram með jafnglæsilegum hætti og endurspegl- ast í afreki Völu. Ég er mjög stoltur af okkar ár- angri á leikunum, hvað sem Guðrún Arnardóttir og Jón Arnar Magnús- son gera. Guðrún getur nú þegar verið mjög sátt við sinn árangur nú þegar. Þá er ég stoltur af mínum manni, Magnúsi Aroni Hallgríms- syni. Þótt ekki hafi allt gengið að óskum hjá Þóreyju Eddu Elísdóttur og Mörthu Emstsdóttur að þessu sinni þá er ekkert við því að segja. Við erum með fámennan hóp á leik- unum og það tekst ekki öllum að komast í fremstu röð, enda ekki hægt að búast við því.“ Um stundina þegar Vala stóð á verðlaunapallinum segir Vésteinn; „Þetta er að sjálfsögðu stærsta stund sem ég hef lifað, bæði sem þjálfari og verkefnisstjóri. Tilfinn- ingunni er vart hægt að lýsa að sjá stúlkuna á verðlaunapalli og íslenska fánann dregin við. Ég hef einu sinni áður upplifað slíka stund þegar Bjarni Friðriksson vann bronsverð- launin á leikunum í Los Angeles 1984. Ekki má heldur gelyma því að ég hef á undanförnum árum fengið að taka þátt í hverju stórmótinu á fætur öðnj þar sem Vala hefur staðið á verðlaunapalli. Þegar hún stökk síð- an léttilega yfir hverja hæðina á fæt- ur annarri í fyrrakvöld var ég farinn að velta því fyrir mér hvort hún yrði á palli, en um leið þorði ég vart að vona það. Um leið er ég ánægður fyr- ir hönd Stanislavs Szczyrba þjálfai-a Völu, hann hefur „búið hana til“ ef svo má segja með því að kenna henni allt sem hún kann í stangarstökki og það er ekki lítið eins og við fengum að sjá á mánudaginn. Völu hefur vegnað upp og ofan síð- ustu tvö ár eftir að hún setti í tvígang heimsmet innanhúss, aðeins tvítug að aldri. Það eru eflaust ekki margir sem gera sér grein fyrir því álagi sem því fylgfr fyrir tvítuga stúlku. Þar af leiðandi eru kröfurnar gríðar- legar sem til hennar enx gerðar. Ég er því einfaldlega þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessu ævintýri. Verðlaunin eru Völu kærkomin og sannarlega ávöxtur ómælds erfiðis og gríðarlegrar hörku og elju sem hún hefur sýnt við æfingar síðustu ár,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, verkefnisstjóri Sydneyhóps FRÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.