Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 B 11 ÍÞRÓTTIR Bikar- meistarar fengu skell FYRSTA deild kvenna í handknattleik hófst í gærkvöldi og voru úrslit í samræmi við spá forráðamanna félaganna. Fram vann FH 27:25 í æsispennandi leiki í Safamýrinni, Stjarnan lagði Víkinga að velli 17:23 í Víkinni og á Akureyri áttu Haukastúlkur ekki í vandræðum með Þór/KA í 23:37 sigri. Bikarmeistarar Vals fengu að f inna til tevatnsins að Hlíðarenda eftir 12:26 tap fyrir Gróttu/ KR. Einum leik var frestað þegar ÍR-ingar komust ekki til Eyja vegna veðurs en sá leikur verður leikinn í kvöld. Nokkur haust- bragur var í mörgum leikjanna og liðin greinilega misjafnlega undir atið búin en ágæt tilþrif sýna að unnendur kvennahand- boltans þurfa ekki að örvænta í vetur. ISafamýrinni hófu gestirnir úr Kaplakrika leikinn af miklum krafti en það skilaði sér ekki nægi- lega vel á markatöfl- Stefán Una 0g Þrátt fyrir Stefánsson giimma vörn skor- skrifar uðu Framstúlkur úr fyrstu flmm sóknum sínum. Hafnflrðingar lögðu áherslu á að taka Marinu Zovevu stórskyttu úr umferð enda skoraði hún „aðeins" fjögur mörk, þar af tvö úr vítum, fyrir hlé en sóknarleikur Fram var nokkuð brokkgengur á meðan Marina var upptekin. Það kostaði hinsvegar nokkra orku og brottvísanir að halda henni fjarri því Dagný Skúladóttir, sem sá um að halda Marinu í skefjum fékk fljótlega tvær brottvísanir. Þrátt íýiir kraft í vöm FH var sókn- arieikurinn lengi vel í molum en liðið náði sér þó á strik og tók forystu áður en flautað var til leikhlés. Eftir hlé var sama uppi á teningn- um framan af og aldrei skildi meira en eitt mark liðin að en eftir tíu mín- útur dró til tíðinda. Þá hóf Hugrún Þorsteinsdóttir markvörður Fram að verja með tilþrifum og um leið tók Marina við sér, sleit sig úr gæslu og skoraði af kappi. Það skilaði fimm marka forystu, 25:20, þegar átta mín- útur voru til leiksloka og ætla mætti að Framstúlkur héldu fengnum hlut, sérstaklega þar sem sóknarleikur gestanna úr Hafnarfirði var hrika- lega slakur. Hinsvegar voru FH- stúlkur ekki búnar að syngja sitt síð- asta því með miklum dugnaði ásamt góðri markvörslu Kristínar Maríu HANDKNATTLEIKUR Guðjónsdóttur náðu þær að minnka muninn í eitt mark, 25:24, og síðan 26:25 en lengra komust þær ekki því Díana Guðjónsdóttir innsiglaði sigur Fram. „Eg er afar ánægð með að fá þessi stig en þetta var alltof sveiflukennt hjá okkur þó að við slíku mætti búast í fyi'sta leik,“ sagði Hugrún fyririiði og markvörður Fram. „Helst fannst mér vanta skynsemi í sóknarleik okk- ar, sérstaklega áttum við að halda okkar striki í lokin þegai' við vorum komin með gott forskot en þá kom fum og FH-stúlkur voru ótrúlega snöggar fram,“ bætti fyrirliðinn við og telur að spáin fyrir deildina, þar sem Fram er spáð þriðja sæti deild- arinnar, sé ekki fjarri lagi. „Þessi spá sýnir að við eigum heima í efri hluta deildarinnar enda finnst okkur það sjálfum.“ Hugrún, Marina, Díana og Katrín Tómasdóttir voru bestar hjá Fram. Upplitið var ekki alveg eins gott hjá FH-stúlkum. „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur þótt sumt hafi gengið ágætlega,“ sagði Gunnur Sveinsdóttir, sem var markahæst hjá FH með átta mörk. „Vörnin var ekki góð og ekki heldur sóknarleikurinn sem þarf að fínpússa en við höfum spilað alltof lítið saman,“ bætti Gunn- ur við og taldi spá forráðamanna um að FH hafnaði í þriðja neðsta sæti deildarinnar ekki koma sér illa. „Okkm* brá nokkuð að sjá spána en Morgunblaðið/Golli FH-stúlkur lentu í kröppum dansi í gærkvöldi þegar þær sóttu Fram heim í Safamýrina og urðu að lokum að játa sig sigraðar. Hér þjarma Björk Tómasdóttir og Signý Sigurvinsdóttir að FH-stúlku. það getur haft sínar góðu hliðar því við getum sýnt að við getum betur og hrakið þessa spá.“ Jolanta Slapikiene átti stórleik milli stanganna hjá FH og varði 18 skot en Gunnur, Judit Esztergal og Harpa Dögg Vífilsdóttir voru góðar. Stjörnusigur í Víkinni Hart var barist í gær þegar Vík- ingsstúlkur tóku á móti Stjörn- unni í 1. umferð Sesselja deildar Dagbjört kvenna í handbolta Gunnarsdóttir og leikurinn byrjaði skrifar ágætlega þar sem bæði lið virtust þróttmikil og ákveðin. Liðin spiluðu svipaða vörn þar sem allir leikmenn lágu í flatri 6:0 vörn, þó breyttu Stjömustúlkm- um vörn eftir slakan kafla beggja liða og kom það þeim að góðum notum þar sem þær skoruðu þrjú mörk á stuttum kafla. I seinni hluta fyrrihálfleiks var mikið um mistök beggja liða og má áætla að það sé vegna þess að bæði lið eru með marga nýja leikmenn og ekki í mikilli leikæfingu saman. Stjörnustúlkur voru sterkari allan fyrri hálfleikinn og náðu Víkingsstúlkur aldrei að jafna og voru hálfleikstölur 8:10. Víkmgsstúlkur mættu grimmar í síðari hálfleik en náðu þó aldrei að yf- irstíga forskot Stjömustúlkna sem vai’ orðið of mikið. Eftir mikla bar- áttu Víkingsstúlkna fóm Stjörnu- stúlkm- með sigur af hólmi, en leikn- um lauk með 17:23 sigri Garðbæinga. Dómarai’ leiksins, þeir Guðjón Sig- urðsson og Ólafur Haraldsson vora sanngjamir, en þó vantaði aðeins að samræma dómgæsluna á kafla. Hins- vegar var mikil stemmning í Víkinni í gærkvöldi og mættu u.þ.b. 80 manns og létu vel í sér heyra á þessum fyrsta leik fyrstu deildar kvenna - vonandi að stuðningurinn haldi áfram og skapi skemmtilega umgjörð hjá stúlkunum. Liana markvörður Stjörnunnar varði mjög vel og var Nína Kristín Bjömsdóttir einnig öflug en hún skoraði sex mörk fyrir sitt lið. Heið- rán Guðmundsdóttir og Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir vora bestu leik- menn Víkings og skoruðu 4 mörk hvor. Bikarmeistarar Vals fengu skell Bikarmeistarar Vals fengu harða útreið þegar Grótta/KR sótti þær heim að Hlíðarenda í gærkvöldi og sigraðu 12:26. Gestirnir byrjuðu af krafti, höfðu yfir, 5:12, í leikhléi og fylgdu því svo eftir í síðari hálfleik og kaffærðu bikameistarana. „Þetta er ekki heimsendir,“ sagði Eivor Pála Blöndal, fyrh’liði Vals eft- ir leikinn. „Þetta var bai’a byijunin og við eigum eftir að fóta okkur því við eram með svo til nýtt lið en þaá mun smella saman og við eram ekki smeykar við framhaldið. Það gekk lít- ið upp hjá okkui’ í sóknarleiknum en vömin var ágæt.“ Öruggt hjá Haukum á Akureyri A Akureyri stóð sameinað lið Þórs og KA í stórræðum þegar Haukar komu í heimsókn og þeim dugði ekki að skora 23 mörk því Hafnfirðingar gerðu 37. „Eg get ekki annað en hrósað stúlkunum en úrslitin vora eins og mátti búast við því það er mjög mikill munur á liðunum," sagði Hlynur Jó- hannsson þjálfari Þórs/KA eftir leik- inn. „Við tefldum nánast fram ungl- ingaliði því við höfum misst fimm leikmenn úr byrjunarliðinu frá því r» íyrra en í staðinn höfum við fengið góðan liðsstyrk í ungum stúlkum frá Húsavík. Við eram að leita að meiri liðsstyrk og þá helst erlendis frá en sjáum hvað setur.“ Fuðrudu titilvonir Hakkinens upp? MÖRGUM finnst sem möguleikar Mika Hakkinen á að verða heimsmeistari i Formúlu-1 þriðja árið í röð hafi fuðrað upp í reyknum frá eldinum í mótornum á McLaren-bíl hans í Indiana- polis. Sjálfur er hann ekki á þvi og heitir því að gefa hvergi eftir fyrr en köflótta flaggið fellur í lokamótinu. Með sigrinum í Indi- anapolis er Michael Schumacher hins vegar kominn með 8 stiga forystu á Hákkinen þegar aðeins tvö mót eru eftir og róður Hákk- inens getur því ekki verið þyngri ætli hann sér að verða fyrsti ökuþórinn í rúm fjörutíu ár sem vinnur heimsmeistaratitilinn þrjú ár í röð. Utlit var íyrir spennandi keppni milli Schumachers og Hakkin- ens í Indianapolis, því er brautin tók að þorna sótti silfur- Agúst ör Hakkinens á Ásgeirsson E ei’ran-fák Schu- skrifar machers. Ok sá fyrr- nefndi hvern hring- inn á fætur öðram heillri til hálfri annarri sekúndu hraðar er um þriðj- ungur keppni var búinn og stefndi í slag um forystuna. Munaði aðeins 4 sekúndum eftir að bilið hafði verið 40 um skeið. En búmm, botninn datt fljótt úr þeirri keppni. Dramatískar myndir birtust á sjónvarpsskjánum af Hákkinen á hægu slefi inn að bíl- skúrum með logana standandi undan FORMÚLA-1 vélarhúddinu á 26. hring af 73. Þang- að komst hann ekki alla leið og von- brigðin leyndu sér ekki er hann steig upp úr rjúkandi bílnum. Eftir þetta var engin spenna í keppninni nema um þriðja sætið og önnur aftar. Schumacher ók til ör- uggs sigurs og var aldrei ógnað nema af sjálfum sér er einbeitingar- leysi varð þess valdandi að hann missti bílinn út fyrir brautarkant á beygju og snerist heilhring þegar fimm hringir vora enn á mark. Bjargaði það honum að grasbalinn var rennisléttur og hindrunarlaus. Bíllinn hélst í gangi svo hann gat tekið á stað aftur eins og ekkert hefði í skorist. „Ég vaknaði við þetta, sagði hann og játti að einbeitingin var engin sakir þess hve örugg for- ystan var og enginn sótti að honum. Vélarbilunin er sú fyrsta sem bindur enda á akstur Hákkinens eft- ir að hafa unnið stig í 12 mótum í röð. Titilvonirnar hafa minnkað veralega því úr þessu dugar honum ekki að vinna bæði mótin sem eftir era ef Schumacher kemur í öðra sæti á mark í báðum. Þá væra þeir jafnir að stigum en Schumacher með 7 móts- sigra gegn 6. Þótt útlitið sé svart hef- ur Hákkinen ekki gefist upp; ætlar ekki að færa Schumacher titilinn á silfurfati. Taugarnar þandar(herbúðum McLaren næstu vikur „Þetta var svekkjandi því ég hélt að ég myndi fara með sigur af hólmi,“ segir Hákkinen og kveðst enn hafa trá á að hann geti fagnað í vertíðarlok þótt staðan hafi snúist Ferrari mjög í hag. „Það era tvö mót eftir, þetta er ekki búið. Þetta verður bardagi alveg þar til vertíðinni lýkur. Átta stiga munur er ekkert. Enn get- ur allt gerst, rétt eins og við höfum áður séð á vertíðinni. Ég gefst ekki upp þótt útlitið kunni að vera svart,“ segir Finninn fljúgandi. Hann kvaðst ekki vita hvað olli því að vélin bilaði, en það er í fyrsta sinn sem McLaren-bíllinn bilar frá í Brasilíu- kappakstrinum. „Þegar við lyftum húddinu af kom í ljós að hún hafi skemmst alvarlega," bætir hann við. Ron Dennis, aðalstjórnandi McLaren, segir að allt sem Hákkin- en þurfi að gera sé að vinna næstu tvö mót. Það kunni að líta út fyrir að vera einkar erfitt, en að sínu mati sé það ekki. „Ég held við séum sterkir í þeim tveimur brautum sem eftir era. Við förum til mótanna með því að reyna vinna þau bæði,“ segir hann. Dennis viðurkennir þó að taugar McLaren-manna verði veralega þandar það sem eftir er keppnis- tímabilsins. „Þetta er eins og rássí- banareið hjá okkur núna, en svoleið- is er nú Formúla-1 og hún er ekki fyrir þá veiklunduðu,“ bætir hann við. Ferrari finnur reykinn af réttunum í herbúðum Ferrari era menn hins vegar farnir að finna reykinn af réttunum og vona að biðin eftir, heimsmeistaratign ökuþóra sé loks á ' enda, eftir 21 árs bið. Jean Todt íþróttastjóri Ferrari brosti út að eyram eftir tvöfaldan sigui’ í Indi- anapolis og talaði eins og hann sæi hilla undir titilinn langþráða. „Þetta er áttundi sigur Ferrari á árinu og við höfum unnið 143 stig. Hvort tveggja er met í sögu Ferrari. Á degi sem þessum sækir hugsunin um heimsmeistaratignina enn meira á en við vitum þó að þó aðeins séu tvö mót eftir er vegurinn framundan enn langur og torfarinn," sagði Todt. Vinni Schumacher næsta kapjjr akstur, í Suzuka í Japan eftir II daga, verður brosið á Todt enn breiðara. Þá yrði titillinn í höfn og lokamótið formsatriði. Yrði það í fyrsta sinn frá 1995 sem sú staða kæmi upp en þá hampaði Schu- macher einnig heimsmeistaratitli, á lokaári sínu hjá Benetton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.