Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
yfirburðasigri
fSLENSKA landsliðið í knattspyrnu kvenna sýndi algjöra yfirburði
þegar það vann 8:0-sigur á Rúmeníu á laugardag. Þetta er stærsti
sigur íslenska liðsins frá upphafi og með sigrinum heldur liðið sæti
sínu í efsta styrkleikaflokki Evrópu. Sigurinn var sigur liðsheildar-
innar og léku íslensku stúlkurnar á als oddi. Rakel Ögmundsdóttir
skoraði fernu í leiknum og jafnaði met Ásthildar Helgadóttur um
fjölda marka skoruð í einum leik.
rátt fyrir að úrslitin sýni fram á
að markaveisla hafi átt sér stað
gekk erfiðlega að skora fyrsta mark-
ið. íslenska liðið
IrisBjörk hefði Setað skorað
Eysteinsdóttir strax á sjöttu mín-
skrifar útu er Guðlaug Jóns-
dóttir skaut í slá. Að
sama skapi munaði litlu að Rúmenar
skoruðu fyrsta mark leiksins
skömmu síðar en Iris Sæmundsdótt-
ir, sem átti frábæran leik í vörn Is-
lands, bjargaði á elleftu stundu.
Liðið lék með meira sjálfstrausti
en það hefur gert í undanfömum
leikjum en í upphafi brugðust of
margar sendingar og stúlkumar
áttu það til að leika of mikið inn í
sömu svæði í stað þess að skipta yfir
í ný svæði.
Hurð skall nærri hælum eftir
rúmlega 20 mínútna leik þegar Stef-
ania G. Enache slapp ein í gegnum
vörn íslands en Þóra B. Helgadóttir
kom vel á móti og lokaði markinu og
varði með miklum tilþrifum. Aðeins
tveimur mínútum síðar mfu ís-
lensku stúlkumar markamúrinn.
Margrét Ólafsdóttir tók þá laglega
homspyrnu inn í teig þar sem Ást-
hildur Helgadóttir skallaði örugg-
lega í markið og kom íslandi í 1:0.
Eftir markið virtist létta mikið yfir
íslensku stúlkunum. Þær tóku að
leika knettinum betur á milli sín,
ásamt því að þora að fara meira
sjálfar með boltann. Þetta skilaði
þeim öðm marki tæpum tíu mínút-
um síðar er Olga skallaði langa
sendingu aftur fyrir sig í gegnum
vörn Rúmena og beint á Rakel Ög-
mundsdóttur, sem var komin ein í
gegn og skoraði með skoti. Áður en
hálfleiknum lauk fengu íslendingar
tvö ákjósanleg færi. Auk þess bjarg-
aði Iris aftur í vöminni er hún
hreinsaði boltanum í burtu rétt áður
en Carmen M. Ciorba komst ein í
gegn. Staðan í hálfleik var því 2:0
fyrir ísland og leikurinn enn í
nokkmm járnum þar sem liðið átti
eftir að leika gegn strekkingsvindi í
síðari hálfleik.
Það kom flestum á óvart hversu
auðveldlega íslenska liðið valtaði yf-
ir það rúmenska í síðari hálfleik.
Katrín Jónsdóttir gaf tóninn með
því að skora þriðja mark Islands
með skoti eftir laglega sókn liðsins.
Ásthildur lék þá boltanum frá miðj-
unni og gaf á Rakel sem sendi bolt-
ann á Katrínu sem var ein og yfir-
gefin og skaut í fyrstu snertingu.
Um fimm mínútum síðar skoraði
Rakel sitt annað mark með skoti eft-
ir glæsilega sendingu frá Rósu Júlíu
Steinþórsdóttur. Mörkin komu nán-
ast á færibandi í kjölfarið. Guðlaug
Jónsdóttir skoraði fimmta mark Is-
lands þegar hún hamraði boltann
efst í markhornið eftir fína sendingu
Rakelar. Rakel fullkomnaði svo
þrennu sína með því að kasta sér
fram og skalla boltann í netið eftir
hnitmiðaða sendingu Margrétar.
Rakel lét ekki staðar numið og skor-
aði sitt fjórða mark og sjöunda mark
íslands með laglegu skoti eftir að
Guðlaug hafði sent boltann fyrir frá
hægri.
Logi Ólafsson skipti þremur vara-
mönnum inn á þegar um tíu mínútur
lifðu leiks er María B. Ágústsdóttir,
Ásgerður Ingibergsdóttir og Erla
Hendriksdóttir komu inn á og áttu
þær allar eftir að koma við sögu.
María varði meistaralega af stuttu
færi er Ciorba slapp ein í gegnum
vöm íslands. Hinar tvær síðar-
nefndu sáu svo um að skora síðasta
mark íslands. Ásgerður gaf þá lag-
lega sendingu á Erlu, sem skoraði
sérlega glæsilegt mark með hæln-
um.
Sigur íslands var svo sannarlega
glæsilegur og liðið sýndi og sannaði
að það á vel heima meðal bestu
knattspyrnuþjóða Evrópu. Sigurinn
var sigur liðsheildarinnar en vert er
að minnast á Rakel sem skoraði
fjögur mörk og lagði auk þess upp
eitt. Hún fann sig vel og geislaði af
leikgleði. Olga var einnig sterk
frammi þar sem hún náði að halda
boltanum vel og byggja upp margar
sóknir. Guðlaug átti margar eitraðar
sendingar og lék Rósa einn sinn
allra besta leik með landsliðinu.
Margrét var alltaf hættuleg með
sínar eitruðu sendingar. Ásthildur
bar boltann vel upp völlinn á meðan
Katrín var vinnusöm og skilaði varn-
arhlutverkinu afbragðsvel ásamt því
að skora. Vörnin var sterkur hlekk-
ur í góðu liði og lék íris einn sinn
besta leik í sumar. Guðrún Gunnars-
dóttir var einnig spræk og nýtti
hraða sinn vel á meðan Helga Ösk
Hannesdóttir lék skynsamlega.
Þóra B. Helgadóttir var öryggið
uppmálað í markinu og greip inn í á
mikilvægum augnablikum.
Þungu fargi er létt af knatt-
spyrnuhreyfingunni þar sem Ijóst er
að ísland á enn lið í fremstu röð í
Evrópu. Liðið getur nú byggt á
þessari reynslu sinni og stefnt
hærra í framtíðinni.
íslensku stúlkurnar fagna öðru marki liðsins í stórsigri sínum á Rúmeníu.
Markamet í
Eftir
Skapta Öm
Ólafsson
Áttuekki
voná
svona
stórum
sigri
„ÞETTA gekk bara þrælvel hjá
okkur í dag. Við vorum vel
skipulagðar og höfðum gaman
af því sem við vorum að gera,“
sagði varnarmaðurinn íris Sæ-
mundsdóttir ÍBV sem var að
spila einn sinn besta landsleik
með íslandi gegn Rúmeníu á
laugardaginn er liðið vann 8:0.
Það var góður talandi í liðinu í
dag og ég held að það sem gekk
hvað best hjá okkur var hvað við lét-
um boltann ganga
vel. Eftir að við
fundum taktinn þá
hreinlega völtuðum
við yfir þær. Sigur-
inn hefði þess vegna getað orðið
mun stærri en ég er mjög ánægð
með sigurinn,“ sagði Iris.
Sigur liðsheildarinnar
„Þetta var rosalega gaman. Sigur-
inn í dag var sigur liðsheildarinnar
og ég er mest ánægð með hvað við
höfðum gaman að þessu,“ sagði
Rakel Ögmundsdóttir.
Spiluðum sem ein heild
Fyrirliða landsliðsins, Ásthildi
Helgadóttur KR, var nokkuð létt
eftir leikinn.
„Loksins gekk þetta upp hjá okk-
ur. Þetta hefur verið svolítið erfitt
ár og okkur hefur gengið erfiðlega
að finna taktinn. En síðan kom þetta
í dag og var alveg meiri háttar. Hvað
sigurinn varðar þá átti ég ekki von á
svona stórum sigri en við vissum eft-
ir leikinn úti að við vorum með betra
lið og þetta gekk bara upp í dag.
Eftir að við fundum taktinn í leikn-
um opnuðust allar flóðgáttir og við
röðuðum inn mörkum.“
Nú hlýtur ykkur að vera létt með
að hafa tryggt ykkur sæti í efsta
styrkleikaflokk í Evrópu ?
„Það var alltaf stefnan hjá okkur
að tryggja okkur sætið og hálfgerð
vonbrigði að þurfa að spila þessa
aukaleiki. En við náðum að klóra
okkur út úr því og vel það. Hvað
framhaldið hjá okkur varðar þá er
væntanlega heimsmeistarakeppnin
á næsta ári og við munum undirbúa
okkur vel. Ég tel að það sé mikill
metnaður í þessu liði og við eigum að
geta gert góða hluti með þetta lið.“
FOLK
■ MARÍA B. Ágústsdóttir lék sinn
fyrsta landsleik gegn Rúmeníu á
laugardag og fékk fyrir vikið ný-
liðamerki Knattspyrnusambands
íslands.
■ ÁSGERÐUR Ingibergsdóttir og
Erla Hendriksdóttir hafa báðar
leikið 25 landsleiki og fengu að
launum gullúr frá KSÍ í lok leiksins
gegn Rúmeníu.
■ RAKEL Ögmundsdóttir lék sinn
síðasta leik á íslandi í bili en hún
hélt til heimahaga sinna í Georgíu-
fylki í Bandaríkjunum í gær.
■ LOGI Ólafsson stjómaði sínum
síðasta landsleik með kvenna-
landsliðinu í bili en samningur hans
við KSÍ rann út í kjölfar leiksins.
Ekki er búið að ráða nýjan þjálfara
liðsins.
■ LANDSLIÐ Rúmeniu er mun
leikreindara en það íslenska þar
sem heildar leikjafjöldi þeirra er
625 gegn aðeins 312 leikjum ís-
lenska landsliðsins.