Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 3

Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 C 3 IÞROTTIR Logi Ólafsson landsliðsþjálfari segir að leiðin liggi upp ávið Sigur liðsheild- arinnar „VIÐ erum bara með betra fótboltalið en Rúmenía. Það er meiri breidd í okkar liði og það er ágætlega vel spilandi. Það hefur tekið tíma að koma þessu á réttan kjöl. Ég tel að núna séum við búin að því og nú liggur leiðin upp á við,“ sagði Logi Ólafsson landsliðs- þjálfari eftir sigurinn gegn Rúmenum, 8:0. Iupphafi leiks leit ekki út fyrir að munur liðanna væri jafn mikill og lokatölur sögðu til um. Hvað segir Logi um EWr það? „Við lögðum írísiBjörk UPP með Það að Eysteinsdóttur nýta okkur veik- leikana sem við töldum okkur vita um í þeirra liði en okkur tókst ekki að skora. Við vorum kannski of mikið að beita löngum sendingum sem fuku aftur fyrir endamörk en hins vegar þeg- ar við vorum búin að brjóta ísinn og komin í 2:0 og sérstaklega í seinni hálfleik þá tel ég að björn- inn hafi verið unninn. Þá var allur vindur úr Rúmenum. Það tekur alltaf tíma að vinna sig inn í leiki og það tók þennan tíma í dag og niðurstaðan er klár, 8:0.“ Þú talaðir um það fyrir leikinn að samheldni myndi vinna þennan leik, finnst þér það hafa gengið upp? „Mjög svo. Ef það er hægt að segja að eitthvað sé áþreifanlegt andlega þá fannst mér það hafa verið úti í Rúmeníu fyrir fyrri leik- inn. Eftir að við ræddum saman fyrir leikinn þá fannst mér ég finna þann andlega styrk og sam- stöðu sem þarf að vera í hverju liði. Að þær hafi skilið það að á bak við landslið þarf að vera stemmning og samheldni ef liðið ætlar að ná langt.“ Þrátt fyrir að sigurinn hafi verið liðsheildarinnar, hverjar fannst þér leika best í dag? „Mér fannst engin íslensk stúlka eiga slakan leik í dag. Það hlýtur að vera mjög gott að skora fjögur mörk í landsleik eins og Rakel (Ögmundsdóttir) gerði. Asthildur (Helgadóttir) gerði það á sínum tíma á móti Grikklandi. Að brjóta ísinn eins og hún gerði með fyrsta markinu er mjög gott. Síðan uxu þær allar er á leið. Þóra (Helga- dóttir) var öryggið uppmálað í markinu. Aftasta línan; Helga (Hánnesdóttir), Guðrún (Gunnars- dóttir) og íris (Sæmundsdóttir) léku mjög vel. Ég hef aldrei séð Rósu (Steinþórsdóttur) spila svona vel. Guðlaug (Jónsdóttir) spilaði betur en hún hefur gert í allt sum- ar og Katrín (Jónsdóttir) yfirveg- aðri en nokkru sinni fyrr. Margrét (Ólafsdóttir) var mjög góð og Ast- hildur hættuleg og vann öll skalla- einvígi sem hún fór í. Olga (Fær- seth) er listamaður í að taka á móti boltanum með mann í bakinu og skapar fullt af góðum sóknum þannig. Innkoman hjá Erlu (Hendriksdóttur) var náttúrlega góð og líka Ásgerði (Ingibergs- dóttur). Innkoma Maríu (Agústs- dóttur) var einnig góð. Hún er búin að vera mjög góð í allt sumar og átti skilið að koma inná og það var ánægjulegt að hún skyldi koma inn með þessum hætti. Hún varði eitt dauðafæri og það var mjög gaman fyrir hana. Þar er efnilegurmarkmaður á ferð.“ Logi sagði að færri hindranir væru hjá konum en körlum til að verða toppþjóð í Evrópu. „Þetta er bara spurning um að kvennafót- boltinn nái samstöðu. Eins og til dæmis þessi leikur gegn Rúmeníu skipti afskaplega miklu máli fyrir kvennafótbolta um alla framtíð. Hefðu allar þær stúlkur sem eru að æfa og spila fótbolta komið á völlinn þá hefðu verið yfir þúsund manns. En þegar þær sjá sér ekki einu sinni fært að mæta þá vantar töluvert upp á að þær fái stuðning. Um leið og þær fá stuðning verða þær betri og hægt verður að gera meiri kröfur til þeirra sem stjórna í knattspyrnumálum í landinu. Það þarf að byrja í grasrótinni, hjá fé- lögunum, og stúlkurnar sem spila sjálfar verða að styðja meira við landsliðið," sagði Logi, sem er mikið í mun að kvennafótboltinn nái langt. Morgunblaðið/Ómar Margrét Ólafsdóttir átti frábæran leik gegn Rúmeníu á laugar- dag og skapaði oft hættu með eitruðum sendingum sínum. Ljósmynd/Eric Whitehead Kristján Helgason var einbeittur i leiknum við Steve Davis í gær eins og sjá má. Heimsmeistarinn margfaldi hafði betur gegn Kristjáni í gær, vann 5:4. Hársbreidd frásigri KRISTÁN Helgason snókerspilari var í gærkvöldi hársbreidd frá því að sigra Steve Davis, sexfaldan heimsmeistara, í fyrstu um- ferð úrslitakeppni Opna breska meistaramótsins í snóker. Davis setti niður bleiku kúluna í síðasta rammanum og sigraði 5:4. Leikur Kristjáns og Davis í gær var ekki vel leikinn en hann var spennandi er líða tók á og Kristján fór að sækja að Davis. „Þetta var nú ekki leikur á hæsta plani. Rammam- ir fóru einhvem veginn út í vamar- leik og hvoragum okkar tókst að nýta okkur þau fáu færi sem við fengum þannig að við náðum engum veralega góðum stuðum," sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann var alls ekki sáttur við að tapa. „Þetta var ekki nógu gott, ég vissi að ég yrði að byrja vel en ég tapa fyrstu þremur römmunum. Raunar vora þeir svo jafnir að við hefðum alveg eins getað varpað hlut- kesti um hvor sigraði í þeim. Eftir hlé náði ég mér á skrið á ný og náði að minnka í 3:2 en hann vann sjötta rammann áður en ég vann tvo á ný í röð og allt var orðið jafnt. I síðasta rammanum gerði hann 59 í einu stuði en klikkaði svo og ég komst að. Ég þurfti að hreinsa borð- ið ætlaði ég mér sigur. Það vora sex rauðar á boðinu og ég var langt kom- inn með að hreinsa en í stuðinu áður en ég gerði bleiku kúluna klikkaði ég aðeins, gerði þetta of flókið og náði ekki að setja þá bleiku niður og hann kláraði rammann auðveldlega,“ sagði Kristján sem sagði að þetta hefði verið 99% kúla, „ég var búinn að koma mér í þá stöðu að hreinsa borðið, en því miður gekk það ekki að þessu sinni og vonandi lærir mað- ur eitthvað af þessu.“ Hjalti Þorsteinsson, sem hefur að- stoðað Kristján, horfði á leikinn í beinni útsendingu ásamt fjölmörg- um öðram á Snóker- og púlstofunni í Armúla. „Það er bara spurning um hvenær Kristján springur út eins og falleg rós. Þessi leikur mun reiknast honum til tekna í framtíðinni þrátt fyrir að hann hafi tapað. Það er svo sem ekkert alslæmt að tapa með minnsta hugsanlega mun fyrir Steve Davis, en samt er maður ekki alveg sáttur við það,“ sagði Hjalti eftir leikinn. Mótið er haldið í Plymouth og er Kristján úr leik en Davis mætir Fergal O’Brian í næstu umferð. Ólafur fýrir Áma Gaut ATLI Eðvaldsson landsliðsþjálfari í knattspymu hefur valið Ólaf Gott- skálksson hjá Brentford í landsliðið sem mætir Tékkum á laugardaginn og Norður-Irum á Laugardalsvelli miðvikudaginn í næstu viku. Ólafur kemur í landsliðshópinn í stað Áma Gauts Arasonar mark- varðar Rosenborgar sem er meiddur og getur því ekki verið með í þess- um leikjum. Fyrsta mark Amars fyrir Lokeren Amar Grétarsson skoraði sitt íyrsta deildarmark fyrir Lok- eren þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Beveren um Krístján helgina. Hann jafn- Bemburg aði metin á lokamín- skrifar útu fyrri hálfleiks með skoti frá vítateig en markvörður Beveren sló boltann í stöngina og inn. Arnar var nálægt því að skora strax á fyrstu mínútu leiksins þegar markvörður Beveren varði frá hon- um úr dauðafæri. Arnar fór af velli á 64. mínútu en nafni hans, Arnar Þór Viðarsson, sat á varamannabekk Lokeren allan tímann og fékk ekki tækifæri þrátt fyrir þrjár innáskipt- ingar. Lokeren, sem er í 9. sæti deildar- innar, vii’ðist ekki ætla að ná sér á strik undir handleiðslu Georges Leekens þjálfara og er langt síðan félagið hefur leikið jafnslæma knatt- spyrnu og nú. Eftir leikinn sagði Leekens að þetta sýndi best að hann yrði að fá þá Rúnar Kristinsson og Auðun Helgason sem fyrst. Auðun hlýtur að fara beint inn í liðið þegar hann kemur þar sem hægri bakvörð- urinn Soley Seyfo var langslakastur af leikmönnum Lokeren. Guðmundur frestaði för- inni til Lyn GUÐMUNDUR Benedikts- son knattspyrnumaður úr KR reiknar með að fara til norska félagsins Lyn ein- hvern næstu daga. Félagið, sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári, hefur sýnt áhuga á að fá hann f sínar raðir og hefur boðið honum að koma og æfa með liðinu. Guðmund- ur, sem er með lausan samning við KR en er á leikmannasamningi KSÍ til áramóta, hafði stefnt á að fara út í dag en frestaði för- inni þar sem hann hafði ekki fengið grænt Ijós hjá KR-ingum til að fara. KR-ingar vilja gera nýjan samning við Guðmund en hann vill láta á það reyna hvort hann komist að hjá erlendu félagi áður en hann skrifar undir nýjan samn- ing við vesturbæjarliðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.