Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 4

Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn. Bandaríski leikmaðurinn Calvin Oavids var allt í öllu í góðum sigri Keflvíkinga gegn Magna Haf- steinssyni og félögum hans í íslandsmeistaraliði KR. Fimasterkir Keflvíkingar KEFLVÍKINGAR sendu skýr skilaboð til alira þeirra sem spáðu liðinu 3. sætinu í deildarkeppninni með góðum sigri á KR á heimavelli meistaranna á sunnudagskvöld. Keflvíkingar léku feiknavel og bandaríski leikmaðurinn þeirra, Calvin Davids, var erfiður við að eiga í vörn og sókn. íslandsmeistar KR eru enn án sigurs eftir tvær umferðir og Ijóst að í liðið vantar sterkan frákastara þar sem leik- menn KR áttu ekkert svar við hinum hávaxna Davids. Keflvíkingar lögðu grunninn að 83:61 sigri liðsins í upphafi 2. leikhluta þegar lið- ið skoraði 15 stig í röð og breyttu stöðunni úr 21:15 í 36:15 og þrátt fyrir að KR-liðið hafi náð að minnka muninn í 9 stig var sigur Kefl- víkinga aldrei í hættu. Tvöörugg stig í súginn í Grafarvogi að var Birgir Öm Birgisson Keflvíkingur sem byrjaði með látum og setti 6 stig í röð úr stökk- skotum og Calvin Siguröur Elvar Pavids, var,ði glæsiJ Þórólfsson lega skottilraun fra skrifar Jóni Arnóri Stefáns- syni en KR liðið átti í miklum erfiðleikum með að komast upp að körfunni þar sem Davids var vel staðsettur. í upphafi 2. leikhluta voru Keflvíkingar með 6 stiga for- skot og á sex mínútna kafla skoruðu þeir Magnús Gunnarsson og Hjört- ur Harðarson þrjár þriggja stiga körfur og Davids tróð boltanum í körfuna eftir að skot Hjartar hafði skoppað af körfuhringnum. KR átti engin svör við þessum leikkafla Keflvíkinga og hittni leikmanna var slök. Arnar Kárason leikstjórnandi KR tók við sér í lok 2. leikhluta og skoraði þá 6 stig í röð og breytti stöðunni í 36:23 en það stóð ekki lengi við þar sem Keflvíkingar höfðu 18 stiga forskot í leikhlénu, 45:27. Um miðbik 3. leikhluta voru það Ólafur Jón Ormsson og Jón Arnór sem fóru fyrir KR liðinu en Keflvík- ingar skoruðu aðeins 10 stig í 3. leik- hluta en KR liðið 19 stig. Calvin Davids var reyndar hvíldur í dágóða stund í 3. leikhluta og er hann kom inn á að nýju breyttist leikur Kefla- víkur til muna. Ungur leikmaður í liði Keflavíkur, Jón Norðdal Hafsteinsson, varði glæsilega skot frá Jónatan Bow fimm mínútum fyrir leikslok í stöð- unni 66:53 og skömmu síðar var dæmt tæknivíti á Inga Þór Stein- þórsson og eftirleikurinn auðveldur fyrir Keflavík. Liðsheild Keflvíkinga er feiknar- lega sterk og Calvin Davids bindur liðið saman varnarlega og hirðir flest þau fráköst sem í boði eru. Sig- urður Ingimundarson hefur yfir að ráða skemmtilegri blöndu af leik- mönnum með mikla reynslu og þeirra sem yngri eru en Jón Norð- dal og Magnús Guðmundsson kom- ust vel frá leiknum og sýndu góða takta. KR liðið hefur byrjað illa á nýhöfnu keppnistímabili, tapað báð- um leikjum sínum til þessa og greinilegt að Keith Vassel er sárt saknað. Jón Arnór Stefánsson hitti ekki vel úr skotum utan af velli og hann skoraði bróðurpartinn af 12 stigum sínum í leiknum þegar Dav- ids var hvíldur og auðveldara að keyra upp að körfu Keflvíkinga. Ól- afur Jón Ormsson og Hermann Hauksson náðu sér ekki á strik og greinilegt að liðið má ekki við slíku. Bestur í liði KR var Arnar Kárason sem barðist mjög vel og skoraði 12 stig. „Við lékum vel í kvöld og vörnin lagði grunninn að góðum sigri,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkur. „Calvin Davids á mikið inni þrátt fyrir að hann hafi leikið vel og allt liðið á eitthvað meira inni,“ sagði Sigurður. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var ánægður með baráttuna í liðinu. „Við náðum að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 9 stig en síðan er ranglega dæmt tæknivíti á mig og það verður vendipunkturinn í leikn- um að mínu mati. KR liðið þarf að fá leikmann sem tekur fráköst og við vonumst til að málin fari að skýrast fljótlega hvað varðar Keith Vassel," sagði Ingi Þór. ÞAÐ sannaðist í Grafarvoginum á sunnudagskvöldið að leikur er ekki búinn fyrr en lokaflautan gellur. Valur/Fjölnir fékk að finna fyrir þessu í leiknum við Skallagrím því heimamenn höfðu undirtökin allt þar til í síð- asta leikhluta, þá tókst þeim með ótrúlegum hætti að glata niður unnum leik og tveimur ör- uggum stigum. Lokatölur urðu 64:66 fyrir gestina. Bæði lið töpuðu í íyrstu umferð- inni og því var leikufinn nokkuð forvitnilegur því flestir telja að liðin eigi erfiðan vetur SkúliUnnar framundan. Valur/ Sveinsson Fjolmr tapaði 1 fyrstu skrifar umferð fyrir Grind- víkingum eftir að hafa haft í fullu tré við þá fram á síð- ustu mínútur. Það sama gerðist á sunnudaginn. Lokamínútumar voru heimamönnum dýrkeyptar enda skoraði liðið aðeins 8 stig í fjórða og síðasta leikhluta, þrjú úr vítaskotum, tvö með skoti úr teig og eina þriggja stiga körfu sem kom á síðustu sek- úndu leiksins. Ekki burðugt það. Staðan þegar síðasti fjórðungur leiksins hófst var 56:47 fyrir heima- menn og þegar 3,55 mínútur voru eft- ir var staðan orðin jöfn, 58:58, og hafði Herbert Amarsson gert einu körfu Vals/Fjölnis. Þegar 36 sekúndur voru til leiks- loka var staðan 61:62, gestimir í sókn og skotklukkan að renna út. Dæmd- ur var fótur á DeLawn Gredison, Kanadamanninn í liði heimamanna, þannig að ný skotklukka var sett fyr- ir Skallagrímsmenn sem nýttu sér það og Alexander Ermolinskíj skor- aði með húkkskoti en skömmu áður hafði hann gert glæsilega körfu utan þriggja stiga línunnar, en hann gerði sjö stig í síðasta leikhluta og átti stór- leik. Leikurinn var mjög leiðinlegur allt fram í síðasta leikhluta að hann gerð- ist spennandi, ekki vegna þess að leikmenn léku vel heldur vegna þess að mjótt var á mununum og allt gat gerst. Heimamenn geta engum öðr- um en sjálfum sér kennt um hvernig fór, liðið hafði öragga forystu en virt- ist telja sigurinn koma af sjálfu sér og gleymdi hreinlega að leika körfu- knattleik í síðasta leikhlutanum og því fór sem fór, tvö dýrmæt stig í súginn. Það er ekki leið til sigurs að gera aðeins 8 stig í síðasta fjórðungi leiks- ins, sérstaklega þegar liðið nær að- eins að gera 14 stig í þriðja leikhluta og því alls 22 stig í síðari hálfleik. Heimamenn töpuðu knettinum 21 sinni í leiknum, þar af 7 sinnum í síð- asta leikhluta. Gestirnir töpuðu knettinum hins vegar 16 sinnum í fyrri hálfleik en aðeins tvívegis í þeim síðari. Hjá heimamönnum áttu nokkrir leikmenn góða kafla en duttu niður þess á milli. Má þar nefna Brynjar Karl Sigurðsson, DeLawn Grandi- son, Drazen Jozic, Bjarka Gústafs- son og Hjört Hjartarson. Sigmar Egilsson, Finnur Jónsson, Warren Peebles, Ari Gunnarsson og Egill Egilsson áttu allir ágæta kafla í liði gestanna og þjálfari þeirra, Al- exander Ermolinskíj, átti frábæran endasprett. Grindavík sýndi sparihliðamar Grindvíkingar sýndu margar sparihliðarnar þegar Tindastóll kom í heimsókn á sunnudag. Gestirn- mm^ir byrjuðu betur en GarðarPáll eftir leikhluta Vignisson tóku heimamenn öll skrifar völd, höfðu yfir í hálf- leik 52:42 og sigruðu 94:81. Gestirnir í Tindastól byrjuðu betur í leiknum á sunnudag og undir- ritaður var farinn að gera ráð fyrir sigri gestanna í þessum leik, slíkir vora yfirburðimir. Stólarnir höfðu tekið daginn snemma og voru mættir til leiks en greinilegt var á heima- mönnum að þeir vora enn að bíða eft- ir því að klukkan yrði átta en þessi leikur hófst klukkan fjögur. Mesta furða var að forysta gestanna var einungis 8 stig eftir fyrsta leikhluta því þeir yfirspiluðu heimamenn þennan leikhlutann. Gestirnir slógu ekki slöku við og áfram hélt forysta þeirra að aukast og þeir náðu mest 13 stiga forastu 20:33 en fljótlega upp úr því skiptu heimamenn yfir í svæð- isvörn, gestirnir hættu að hitta, heimamenn hófu mikla þriggja stiga sýningu og skoruðu heil 24 stig án þess að gestírnir gætu svarað fýrir sig. Heimamenn með þá Berg Hin- riksson og Pál Axel Vilbergsson í far- arbroddi léku eins og þeir geta best og gestirnir áttu engin svör. Heima- menn fóra því kátir til búningsklefa sins með 10 stiga forystu eftir að hafa gert 34 stig í einum leikhluta. Einhverjir hafa sjálfsagt átt von á því að gestimir kæmu grimmir til leiks en eftir augnablik settu Grind- víkingar tvær þriggja stiga körfur og gestirnir hreinlega gáfust upp. Heimamenn gengu á lagið og þrátt fyrir að Kim Lewis fengi sér sæti með fjórar villur eftir tveggja mín- útna leik í síðari hálfleik kom það ekkert að sök og heimamenn sýndu staka snilld, hittu þegar þeim sýndist og vora margar körfurnar settar með mann í andlitinu. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik höfðu heimamenn náð 25 stiga forystu og fóra að slaka á. Gestimir náðu að klóra í bakkann og löguðu stöðuna þannig að leiknum lauk með sigri heimamanna 94:81. Liðsheildin hjá heimamönnum var sterk og áttu allir fínan leik en þó var Páll Axel Vilbergsson frískastur í annars frábæra liði heimamanna. Hjá gestunum var Shawn Myers sterkur og nokkuð Ijóst að gestirnir geta mun meira en þeir sýndu í þess- um leik. „Þetta lagaðist hjá okkm- þegar klukkan nálgaðist átta, við voram alla vegana ekki tilbúnir í byrjun leiks. Þeir sem komu af bekknum komu sterkir inn og í dag duttu skot- in hjá okkur. Við vildum fá þessi stig sem í boði vora og fengum þau en við voram heldur lengi í gang,“ sagði Einai'. Þórsarar á toppnum KFÍ tapaði stórt í fyrsta leik sín- um á íslandsmótinu í körfu- knattleik gegn Hamri og leikur liðs- ins gegn Þór frá Akureyri tók miklum breytingum til hins betra þrátt fyrir átta stiga tap, 73:80. Með sigrinum eru Akureyringarnir komnir á topp deildarinnar og hafa unnið báða leiki sína til þessa gegn liðunum sem spáð er falli. í sfirðingar hófu leikinn af krafti og skoruðu sjö íyrstu stigin en Þórsarar náðu að jafna leikinn í lok 1. leik- hluta, 19:19. KFÍ hélt uppteknum hætti í 2. leikhluta og náðu mest átta stiga for- skoti 35:27 en Þórsarar náðu aftur að minnka forskotið í tvö stig og staðan í hálfleik 35:33. Ágúst Guðmundsson þjálfari Þórs hefur náð að búa til skemmtilegt lið sem að mestu er skipað heimamönnum og Þórsliðið hrökk í gang í 3. leikhluta sem þeir unnu með 16 stiga mun og gestirnir voru komnir með þægilega stöðu sem þeir létu aldrei af hendi þrátt fyrir að KFÍ hafi minnkað muninn í fimm stig er ein mínúta var eftir. Lokatölur leiksins urðu 73:80 og bestu menn KFÍ vora þeir Dwayne Fontana og Sveinn Blöndal en hjá Þór var fyrr- um KFÍ leikmaðurinn Clifton Bush bestur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.