Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 C 7
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Bryry'ar Gauti
Halldór Ingólfsson var besti leikmaður Hauka gegn Val og er hér kominn í gegnum vörn Hlíðarendaliðsins einu sinni sem oftar.
Sannfærandi sigur
Hauka á Valsmönnum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Geir Sveinsson, þjálfari Vals, og Valdimar Grímsson, leikmaður
Vals, léku á sínum tíma undir stjóm Viggós Sigurðssonar hjá
Wuppertal í Þýskalandi. Viggó, sem nú þjálfar Hauka, hitti fyrr-
um lærisveina sína á Ásvöllum - og hrósaði sigri.
HAUKAR hafa heldur betur
blásið til sóknarleiks í upphafi
íslandsmótsins. Eftir flugelda-
sýningu og 41 mark gegn
Breiðabliki í fyrstu umferðinni
héldu íslandsmeistararnir
uppteknum hætti gegn Val og
skoruðu 31 mark gegn 27 í
fyrsta deildarleiknum í nýju og
glæsilegu íþróttahúsi sínu á
Asvöllum á sunnudagskvöldið.
Sigurinn var öruggari en loka-
tölurnar gefa til kynna því eftir
nokkuð jafna baráttu f raman af
voru Haukarnir komnir með sjö
marka forskot þegar fjórar
mínútur voru til leiksloka.
Fyrstu 15 mínútur leiksins voru
afar hraðar og fjörugar. Liðin
skoruðu til skiptis, Valur ávallt á
undan, og sóknar-
Víðir nýting begK>a var
Sigurðsson með eindæmum á
skrifar þessum kafla enda
staðan eftir stund-
arfjórðung 9:8 Val í hag. Haukar
fengu hvorki íleiri né færri en sex
vítaköst á þessu tímabili og þau
urðu alls 12 áður en leikurinn var á
enda. Þeim gekk vel að opna svifa-
seina Valsvörnina og komast í
dauðafæri sem gáfu af sér mörk eða
vítaköst. Sóknarleikur Vals var líka
í góðu lagi framan af leiknum,
Haukar komu framarlega í vörninni
á móti Snorra Steini Guðjónssyni
leikstjórnanda en Valsmenn leystu
það vel og Bjarki Sigurðsson var at-
kvæðamikill í hægra horninu til að
byrja með því hann skoraði fjögur
mörk á fyrstu 11 mínútunum.
Um miðjan hálfleikinn kom sá
kafli sem sneri ieiknum Haukum í
hag. Þeir skoruðu fimm mörk í röð,
komust í 12:9, og leiddu með minnst
tveimur mörkum eftir það. í hléi
stóð 15:13 en Haukar komust strax
fjórum mörkum yfír í byrjun síðari
hálfleiks. Með góðri baráttu minnk-
uðu Valsarar muninn tvívegis í tvö
mörk, síðast 24:22, en þá komu þrjú
Haukamörk í röð sem gerðu vonir
Hlíðarendapilta endanlega að engu.
Haukarnir spila fjölbreyttan og
líflegan sóknarleik þar sem allir eru
virkir og ógnandi. Dreift markaskor
ber því vitni ásamt því að sjö leik-
menn liðsins kræktu í vítaköst í
leiknum. Bróðurpartur marka liðs-
ins kom eftir gegnumbrot, úr horn-
um og af línu en minna bar á lang-
skotum og lítið var um hraða-
upphlaup. Halldór Ingólfsson var
að öðrum ólöstuðum besti leikmað-
ur liðsins, skoraði 11 mörk, fiskaði
vítaköst með gegnumbrotum og átti
góðar sendingar sem gáfu mörk. Al-
iaksandr Shamkuts, Tjörvi Ólafsson
og Petr Baumruk voru allir öflugir
og Jón Karl Björnsson afgreiddi
sex vítaköst af öryggi eftir að Hall-
dóri brást bogalistin í tvígang.
„Ég er mjög ánægður með sókn-
arleikinn hjá okkur en við fengum
hins vegar á okkur of mikið af ódýi'-
um mörkum. Munurinn átti að vera
meiri því við gerum okkrn- seka um
kæruleysisleg mistök. Á móti
Breiðabliki létum við kné fylgja
kviði og völtuðum yfír þá. Við höfð-
um tækifæri til þess í þessum leik
en nýttum þau ekki. Ég er mjög
sáttur við ástandið á liðinu, við byrj-
uðum á tveimur mjög erfiðum
Evrópuleikjum, hófum æfingar
mjög snemma út af þeim og það
kemur okkur til góða núna. Liðið er
komið í mjög gott form, breiddin er
góð og ég er bjartsýnn á framhald-
ið,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari
Hauka, við Morgunblaðið.
Valsliðið lék lengst af ágætan
sóknarleik en varnarleikur liðsins
var afspyrnuslakur. Leikmenn sem
eru að jafnaði öflugir varnarmenn
voru staðir og svifaseinir og brutu
illa af sér enda voru Valsmenn níu
sinnum reknir af velli og þeir fengu
á sig tólf vítaköst. Sóknartilþrifín
voru oft ágæt, sérstaklega hjá
Bjarka til að byrja með, og örv-
henta skyttan Daníel Ragnarsson
er stöðugt að styrkjast. Roland
Eradze varði mark Vals vel í seinni
hálfleiknum. Liðið er ungt og þarf
ekki að kvíða framhaldinu en á
tímabili í seinni hálfleik voru úti-
spilararnir sex allir um eða undir
tvítugu. Valdimar Grímsson og
Valgarð Thoroddsen eiga eftir að
komast í betra form og styrkja liðið
meira. Takist Geir Sveinssyni að
laga varnarleikinn, sem hann ætti
að kunna þokkalega, geta Vals-
strákarnir bitið vel frá sér í vetur.
„Fyrstu 30 mínúturnar fengum
við á okkur einu marki meira en í
öllum síðasta leik þannig að þetta
var mikil sveifla," sagði Geir
Sveinsson, þjálfari Vals, við Morg-
unblaðið.
„Ég væri alveg til í að skoða
hvort öll þessi vítaköst og allir þess-
ir brottrekstrar hafi átt rétt á sér
en í hita leiksins fannst mér það alla
vega ekki. En það breytir því ekki
að varnarleikur okkar var afleitur,
við sátum eftir í færslum og Hauk-
arnir komust hvað eftir annað í
gegn. Þeir spiluðu góðan sóknarleik
sem við réðum ekki við. Okkur tókst
að skora 27 mörk sem er ekki
slæmt. Við erum með ungan og
breiðan hóp og tvo gamla refi með
og síðan á Valgarð eftir að styrkja
okkur meira þegar hann kemst bet-
ur inn í þetta,“ sagði Geir.
Króatinn hjá
FH sleit
krossbönd
KRÓATÍSKI handknatt-
leiksmaðurinn Dalibor
Valencic, sem kom til FH-
inga á sunnudaginn og lék
sinn fyrsta leik nokkrum
klukkustundum síðar gegn
Aftureldingu, meiddist illa
á hné í leiknum. Við læknis-
skoðun í gær kom í ljós að
krossbönd í hné Króatans
slitnuðu og þar með er ljóst
að hann leikur ekki meira
með Hafnarfjarðarliðinu í
vetur.
„Þetta er auðvitað giTð-
arlega mikið áfall fyrir okk-
ur því við bundum miklar
vonir við leikmanninn. Eg á
ekki von á því að það verði
farið út í að fá einhvern
annan leikmann í staðinn
enda er enga menn að fá í
dag,“ sagði Guðmundur
Karlsson þjálfari FH í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
■ BOÐSMIÐAR voru sendir út í öll
hús í Vesturbæ og á Seltjarnamesi í
boði Bílasölu Reykjavíkur. Um 150
af þeim 250 sem sáu leikinn fóru inn
á boðsmiðum svo þessari tilraun
Gróttu/KR til að fá áhorfendur á
völlinn var vel tekið.
■ / HÁLFLEIK fékk eldri flokkur
Gróttu/KR afhent gullverðlaun fyi'-
ir sigur á íslandsmótinu í fyrra.
■ GRÓTTA/KR lék í keppnisbún-
ingum sínum í_ gær í fyrsta sinn á
þessu tímabili. í síðustu umferð voru
búningamir fjarverandi og því lék
liðið í stuttermabolum.
■ BERGSVEINN Bergsveinsson
markvörður FH fékk hlýjar móttök-
ur fyrir leikinn við Aftureldingu á
sunnudaginn en hann varði einmitt
mark þeirra um áraraðir. Fyrir leik-
inn færði stuðningsmaður Aftureld-
ingar númer eitt, Einar Scheving
Thorsteinsson, honum blómvönd
með þökk fyrir vel unnin störf hjá
Mosfellingum.
■ LEIKMENN Aftureldingar og
FH furðuðu sig á sendingu frá himn-
um ofan á sunnudaginn. Þá skaust
handboltinn sem leildð var með upp í
rjáfur eftir þrumuskot í slá en niður
kom fótbolti. Ástæðan var sú að fót-
boltinn var rækilega fastur í neti í
loftinu en handboltinn hitti í hann og
þeir höfðu sætaskipti.
■ ÞORKELL Guðbrandsson homa-
maður hjá Aftureldingu sýndi á sér
nýja hlið á sunnudaginn. Þá skoraði
hann ekkert mark af línu eða úr
homi en þess í stað tvö úr hraðaupp-
hlaupum og fjögur með skotum utan
vítateigs. Það dugði honum til að
verða markahæstur þrátt fyrir að
vera rekinn út af með rautt spjald
um miðjan síðari hálfleik.
■ GUÐMUNDUR Helgi Pálsson
verður ekki með Frömurum fyiT en
í fyrsta lagi í janúar. Guðmundur
hafði átt við þrálát meiðsli að stríða í
öxl og var skorinn upp vegna þeirra.
■ VALDIMAR Grímsson kom ekki
við sögu hjá Val gegn Haukum fyrr
en eftir 24 mínútur og þá aðeins í
vöminni til að byrja með.
■ VALGARÐ Thoroddsen kom í
fyrsta skipti inn á hjá Val þegar 15
mínútur vom til leiksloka. Hann var
fljótur að gera vart við sig, skoraði 2
mörk á fyrstu mínútunni og fjögur
alls.
■ BJARNI Frostason, einn þriggja
markvarða Hauka, ber óvenjulegt
númer á markmannstreyju sinni.
Bjami er númer 11 en hin hefð-
bundnu númer handboltamarkvarða
era 1,12 og 16.