Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
H
firpo OQp
Vala Flosadóttir fagnar með verðlaunapening sinn um hálsinn.
Morgunblaðið/Sverrir
Leikamir
hennar Völu
SYDNEY-BRÉF
ÓLYMPÍULEIKUNUM í Sydney
var slitið með pomp og pragt á
sunnudaginn. Lokaathöfnin
var öll hin glæsilegasta á ól-
ympíuleikvanginum og teygði
anga sína um alla borg. Há-
marki hátíðarinnar var náð er
borgin logaði „stafna á milli“ í
óeiginlegri merkingu. Stór-
kostlegasta flugeldasýning
sem sögur fara af hófst við ól-
ympíuleikvanginn og endaði
við óperuhúsið glæsilega og
brúna tignarlegu sem þar er og
sumir heimamenn kalla í dag-
legu tali herðatréð. Brúin var
„sprengd" í loft upp með afar
eftirminnilegum hætti svo vart
verður leikið eftir og það besta
i öllu saman, hún stóð heil eft-
ir, enda stóð aldrei neitt annað
til. Á meðan þessu fór fram
flaug orrustuflugvel yfir svæð-
ið og merkti slóð sína á tilkom-
umikinn hátt. Þannig „logaði“
borgin svo hún varð enn magn-
aðri en áður og um tíma var
svo bjart á hafnarsvæðinu að
það var nánast sem um há-
bjartan dag væri.
Eins og áður létu heimamenn ekki
sitt eftir liggja og tóku af
fremsta megni þátt í hátíðinni. Talið
er að um ein og hálf milljón manna
hafi verið komin saman á hafnar-
svæðinu og í nærliggjandi götum
þegar lokum leikanna var fagnað á
þennan áhrifaríka hátt. Þar kom enn
einu sinni fram sú mikla samstaða og
það stolt sem íbúar Sydney, hið
minnsta, hafa yfir leikunum, sem
vart hefur farið framhjá gestum í
Sydney á meðan þeir stóðu yfir. Eft-
ir hátíðina lömuðust almennings-
samgöngur í nokkra klukkustundir,
lítt gekk að koma fólki til síns heima,
yfirfullar lestir voru sem stranda-
glópar vítt og breitt um borgina,
strætisvagnabílstjórar vissu ekki
sitt rjúkandi ráð í vögnum sínum og
leigubílstjórar sáu ekki fram úr
verkefnum. Um síðir greiddist úr
flækjunni og allir komust til síns
heima og allt gerðist þetta með friði
og spekt þrátt fyrir að fólk væri
þreytt og eftir langan dag og yngstu
meðlimir fjölskyldnanna væru ann-
aðhvort sofnaðir eða illilega stúrir
orðnir.
Allir með, líka veðurguðirnir
Hver sem vettlingi gat valdið tók
þátt og vildi eiga hlutdeild í Ólymp-
íuleikunum, annaðhvort sem sjálf-
boðaliði eða áhorfendur. Alls voru
nærri 50.000 sjálfboðaliðar starfandi
við ýmsa þætti leikanna og sennilega
hefði verið erfiðara að halda þá án
þeirra. Þeir sem ekki voru starfs-
menn á einn eða annan hátt komu og
fylgdust með einhverrum hinna 27
íþróttagreina sem keppt var. Margir
tóku sér sumarfrí meðan leikamir
fóru fram. Miðasala var sú besta í
sögu Ólympíuleikanna og virtist það
engu máli skipta fyrir margan mann-
inn þótt hann þekkti lítt til þeirra
greina sem hann keypti miða á,
stemmningin var bara einhvern veg-
inn þannig að allir vildu vera með. Þá
léku veðurguðimir við hvurn sinn
fingur langflesta dagana, tíðin var
óvenjugóð og rætt er um að sumarið
sé hafíð þótt enn eigi að heita vor. Af
þessu öllu leiddi að andinn í kringum
leikana afar jákvæður og vart heyrð-
ist styggðaryrði um þá á opinberum
vettvangi. _
íbúar Ástralíu eru tæplega 20
milljónir, þar af býr um fimmtungur
í Sydney og nágrenni. Þjóðin telur
sig litla og á stundum eiga undir
högg að sækja.
Þess vegna var henni meira í mun
en nokkru sinni fyrr að sýna sam-
stöðu og ekki síst láta heiminn vita
að hún væri til og gæti haldið mestu
íþróttahátíð heims með slíkum sóma
að eftir væri tekið. Og það hefur al-
veg örugglega tekist enda sjálfur Ju-
an Antonio Samaranch sagt þetta
vera bestu leika sem haldnir hafa
verið. Slík orð af hans vorum um
leika síðustu nokkra undanfama eru
hins vegar engin nýlunda. Eigi að
síður þá má heyra það hjá mönnum
sem marga fjöruna hafa sopið og
marga leikanna sótt að mikill sann-
leikur er í orðum markgreifans að
þessu sinni, a.m.k. meiri en oft áður.
Einn leiðarahöfunda dagblaða í
Sydney sagði í gær að menn hér í
landi ættu ekki að velta því nú fyrir
sér hvað leikarnir hefðu gert fyrir
Ástralíu, heldur hvað Ástralar hefðu
gert fyrir leikanna.
Stutt milli hláturs og gráturs
Islendingar geta verið mjög
ánægðir með framgöngu sinna
íþróttamanna á leikunum og víst er
að hún er sennilega með þeim allra
bestu séð frá sjónarhorni árangurs.
Þrír af átján manna keppnishópi
komust í úrslit í sínum greinum og
nokkrir aðrir náðu sér ágætlega á
strik. Slíkt er alls ekki sjálfgefið og
það hefði geta farið svo að enginn
næði í fremstu röð því í íþróttum er
svo stutt milli hláturs og gráts. Allir í
íslenska keppnishópnum komu til
Sydney með því hugarfari að gera
sitt besta, spara stóru orðin, en
reyna að duga þeim mun betur þegar
á hólminn væri komið.
Sumum lánaðist það, sumum held-
ur betur, en öðrum ekki. Vonbrigði
þeirra sem ekki tókst að sýna sitt
rétta andlit eru skiljanleg, en árang-
ur þeirra sem betur gekk er þeim um
leið hvatning til dáða og að draum-
arnir geti ræst fari saman geta, löng-
un, vilji, dugnaður og keppnisgleði.
Líklega verður þessara leika
minnst í huga íslendinga sem leik-
anna hennar Völu Flosadóttur, líkt
og þjóðin minnist enn með gleði leik-
anna 1956 þegar Vilhjálmur Einars-
Loka
son vann silfrið og 1984 er Bjarni Á.
Friðriksson hampaði bronsverðlaun-
um. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu
Arnar Arnarsonar sundmanns er
hann hafnaði í 4. sæti í 200 m bak-
sundi og í 15. sæti í 200 m skriðsundi
og 7. sæti Guðrúnar Arnardóttur í
400 m grindahlaupi, þá held ég að vel
fari á því að leikunum verði minnst
er fram líða stundir sem leikunum
hennar Völu. Aldrei má hins vegar
gleyma árangri Arnar og Guðrúnar,
sjaldan hafa íslendingar gert betur
en þau gerðu. Frammistaða Völu
stendur þó öllu fremur, ekki einung-