Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 9

Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ h \£*j2£Þi> Osgp ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 C 9 ...... » Hún var glæsileg flugeldasýningin sem fór fram í höfninni í Sydney. Reuters Reuters athöfnin á ólympíuieikvanginum í Sydney. is sú staðreynd að hún vann til bronsverðlauna heldur var fas henn- ar í keppninni allt í keppninni öllum íþróttamönnum til fyrirmyndar. Eft- ir henni var tekið og hennar minnast margir Ástralar. Brosandi og glað- leg frá upphafi til enda, jafnvel þótt hún yrði að játa sig sigraða. Eftir þessu var svo sannarlega tekið og hvarvetna sem komið var þá settu menn samasemmerki milli þessara glaðlegu stúlku og íslands. „Ertu frá Islandi?" spurði miðaldra maður einn undirritaðan um helgina. „Þú ert þá frá landi stúlkunnar sem varð í þriðja sæti í stangarstökkinu. Hún brosti alla keppnina, naut þess svo sannarlega að keppa og smitaði gleði út til okkar hinna sem fylgdumst með. Hún var meira að segja glaðleg þegar hún felldi síðasta sinni, brosið var þá jafnvel enn fallegra en áður. Það var eitthvað annað en okkar keppandi, hún var ekki ánægð með silfrið, að minnsta kosti tókst henni ekki að koma því til skila á vellinum.“ Stokkið og brosað Þessi orð mannsins lýsa því hvað framganga Völu var einstök, fasið og ásjónan var slík af eftir var tekið enda var þetta „kvöldið“ í frjáls- íþróttakeppni leikanna. Kvöldið sem Vala lýsti upp Ólympíuleikvanginn var helsta hetja Astrala í eldlínunni, Cathy Freemann. Aldrei hafa fleiri verið viðstaddir einn viðburð í sögu Ólympíuleika og þetta kvöld, rúmlega 112.000. Um leið var nærri því metháhorf á sjón- varpsútsendinguna. Talið er að vel á níundu milljón hafi fylgst með Free- mann hlaupa til úrslita í 400 m hlaupi kvenna. A sama tíma stóð yfiir keppni í stangarstökki kvenna. Síð- ustu tíu mínúturnar fyrir hlaupið og fyrstu tíu mínúturnar eftir hlaupið er reiknað með að um 6,5 milljónir sjónvarpsáhprfenda í Ástralíu hafi fylgst með. Á þessum sama tíma var Vala stökkvandi og brosandi með reglulegu bili á sjónvarpsskjánum. Aðdáun sumra á Völu var m.a.s. slík að blaðamaður Morgunblaðsins var spurður að því af bandarískum starfsbróður hvort hann væri ekki til í að selja skyrtubolinn sem hann var í þá stundina en á honum stendur ICELAND. „Nefndu bara upphæð- ina, ég vil fá bolinn hvað sem hann kostar til minningar um stangar- stökkvarann ykkar,“ sagði Banda- ríkjamaðurinn sem ekki hafði erindi sem erfiði. Og dæmin eru fleiri. Nokkrum dögum eftir að Vala hafði keppt hitti hún blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins við óperuhúsið í Sydney. Varð þar uppi fótur og fit, fólk á öllum aldri dreif að Völu, ósk- aði henni til hamingju, sagðist hafa fylgst með henni um leið og það bað um eiginhandaráritanir og bar fram óskir um að fá að mynda sig með af- reksmanninum. Eins og fyrr tók Vala öllum með brosi á vör og gerði sitt besta við að uppfylla óskir sem flestra, líkt og á keppnisvellinum. Fleiri dæmi af þessum toga mætti nefna, en staldrað er við hér. Þarna sást hvað góður og heil- brigður íþróttamaður getur verið stórkostleg kynning fyrir þjóð sína. Það hafa þeir fáu íslendingar sem komu til Sydney fengið að reyna. Stórkostleg landkynning Ástralar eru vel upplýst þjóð og vart fannst sá maður sem ekki vissi hvar ísland er statt á jörðinni, ólíkt því sem menn hafa rekið sig á þótt þeir hafi ekki farið um svo langan veg að heiman. Eftirminnileg frammistaða og framkoma hins ljósa mans á Ólympíuleikvanginum í Sydney verður fleiri en íslendingum lengi í minnum höfð. Þarna var stað- fest að íslendingar hafa eignast hetju sem ekki síst með framkomu sinni er þjóðinni allri til eftirbreytni. Fyrir leikana voru þem til sem reyndu að benda á neikvæðar hliðar þeirra og að flest færi í vaskinn og víst er að fyrsta reynsla blaðamanns Morgunblaðsins við komuna til Sydney gaf tilefni til að einhver vandræði gætu orðið. Síðan þegar allt fór af stað gekk allt eins og vel smurð vél. Samgöngumálin komust í ágætt lag og enginn varð of seinn milli staða þeiira vegna þegar ballið loks byrjaði. Allar tímasetningar íþróttaviðburða stóðust nærri því út í hörgul, meira að segja á frjáls- íþróttavellinum þar sem stundum var í mörg horn að líta, stóðst tíma- seðillinn upp á mínútu kvöld eftir kvöld og sömu sögu var að segja af sundkeppninni. „Þetta eru bestu leikar sem haldn- ir hafa verið og öll framkvæmd svo sannarlega til fyrirmyndar." Eitt- hvað í þessa veruna féllust Völu orð á blaðamannafundi eftir að hafa tekið við verðlaunum sínum á Ólympíu- leikunum og féllu orð hennar Áströl- um vel í geð. Ekki síst þegar hún bætti við og brosti, ábyggilega í þús- undasta skiptið það kvöldið. „Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég tek þátt.“ Víst er að margir geta tekið undir hennar orð og brosað, að minnsta kosti geri ég það. ívar Benediktsson. Bandaríkja- menn í basli með Frakka BANDARÍSKU körfuknattleiks- landsliðin í karla- og kvennaflokki unnu til gullverðlauna á Ólympíu- leikunum og kemur það kannski ekki mjög á óvart. Það sem vakti mesta athygli á leikunum voru minni yfir- burðir karlaliðsins en áður, það átti í erfiðleikum í leikjum sínum gegn Rússum, Litháum og Frökkum. Urslitaleikur karlaliðs Banda-. ríkjamanna og Frakka var í járnum og þegar 4 mínútur lifðu af leiknum voru Frakkar aðeins fjórum stigum á eftir Bandaríkjamönnum, 76:72, en Bandaríkjamenn unnu 85:75. „Það sem við höfum séð á þessum leikum er hve miklar framfarir hafa orðið í alþjóðlegum körfuknattleik og það er gott fyrir íþróttina," sagði David Stern, framkvæmdastjóri NBA- deildarinnar. Þrátt fyrir að yfirburð- ir Bandaríkjamanna í körfu- knattleikskeppni karlaliða hafi oft verið meiri á Ólympíuleikum vann liðið alla sína leiki á með 22 stiga mun að meðaltali en leikurinn gegn Litháum i undanúrslitum keppninar verður minnisstæður þar sem Lithá- ar töpuðu með tveggja stiga mun. '1' Yfirburðir Bandaríkjamanna eftir að NBA-atvinnumennirnir tóku fyrst þátt á ÓL sem draumaliðið í Barcel- ona árið 1992 hafa verið umtalsverð- ir en virðast vera að minnka. Litháar endurtóku leikinn frá því á Atlanta 1996 og tryggðu sér bronsverðlaun með 89:71 sigri á Áströlum. Dönsku stúlkumar * endurtóku leikinn DANIR vörðu ólympíumeist- aratitil sinn í handknattleik kvenna með því að sigra Ung- verja 31:27 í úrslitaleik. Dönsku stúlkurnar máttu hafa sig allar við að verja titilinn því um miðjan síðari hálfleik náðu ungversku stúlkurnar 6 marka forskoti 22:16. Var það fyrst og fremst að þakka frábærri frammistöðu mark- * varðar þeirra, Andreu Farkas, sem gggmmm varði 19 skot í leikn- Ingibjörg Norðmenn sigr- Hinriksdóttir uðu Kóreu, 22:21, í skrifar leiknum um bronsið. fráSydney Eing og lokatölur gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi allt til loka, kóresku stúlk- umar leiddu lengst af leiks, voru t.a.m. einu marki yfir í leikhléi, 12:13. En norsku stúlkumar, sem urðu fyrir gríðarlega miklum vonbrigðum að ná ekki í úrslitaleikinn, sýndu frábæran leik á lokamínútunum, sérstaklega hinn frábæri markvörður þeirra, Heidi Tjugum, sem varði 17 skot í leiknum. „Það er ekkert launungarmál að " við komum hingað til Sydney til þess að vinna gullverðlaun en við komumst ekki í úrslitaleikinn og það urðu okk- ur mikil vonbrigði. En við þurftum að hafa verulega fyrir sigrinum gegn Kóreu í dag og emm mjög sáttar í dag við það að hafa þó a.m.k. bronsmed- alíu um hálsinn,“ sagði fyrirliði Norð- manna, Susann Goksoer Bjerkrheim. Úrvalslið ÓL Alþjóðahandknattleikssambandið valdi úrvalslið ÓL. Liðið er þannig skipað: Markvörður Heidi Tjugum Noregi, vinstri homamaður Annette * Hoffinann Moberg frá Danmörku, línumaður Veronique Pecquex-Rol- land frá Frakklandi, skytta hægra megin Daninn Janne Kolling og vinstra megin Norðmaðurinn Kjersti Grini, leikstjómandi Seong Ok Oh frá Kóreu og hægri homamaður Bojana Radulovic frá Ungveijalandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.