Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 C 11
HANDKNATTLEIKUR
Reynslusigur
í Eyjum
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Marina Bakuiina, leikmaður ÍBV, sækir að marki ÍR en tii varnar
er Anna M. Sigurðardóttir.
EYJASTÚLKUR tóku á móti ÍR í
frestuðum leik frá í fyrstu um-
ferð í Eyjum í gærkvöldi. Leikur-
inn var fjörugur og sýndu bæði
lið ágætis takta á köflum. En
Eyjastúlkur unnu góðan sigur á
nokkuð sprækum ÍR-stúlkum
21:17.
Það voru Eyjastúlkur sem komu
sterkari til leiks og náðu forust-
unni strax í byrjun leiks. Þegar fyrri
hálfleikur vai- hálfn-
HMHMB aður var staðan 8:4
Skapti Örn Eyjastúlkum í vil og
Ólafsson aðeins góð mark-
varsla Aðalheiðar
Þórólfsdóttur kom í veg fyrir meiri
mun. Á þessum kafla léku Eyjastúlk-
ur með miklum ágætum og voru
hreyfanlegar bæði í vörn og sókn.
Þegar liðin gengu inn í búningsklef-
anna í hálfleik var staðan 12:8 Eyja-
stúlkum í vil og nokkuð ljóst að IR-
stúlkur þyrftu að spýta í lófana ætl-
uðu þær sér stig úr leiknum.
í upphafi síðari hálfleiks virtust
ÍR-stúlkur til alls líklegar og skor-
uðu 3 mörk áður en Eyjastúlkur
náðu að skora. En enn og aftur var
góður markvörður IR-stúlkna að
verja vel og áttu Eyjastúlkur í vand-
ræðum með að skora. En þegar
þriðjungur var liðinn af síðari hálf-
leik fundu Eyjastúlkur aftur taktinn
og juku muninn mest í fimm mörk
um miðbik hálfleiksins. Þegar hér
var komið sögu má segja að ÍR-stúlk-
ur hafi verið búnar að játa sig sigrað-
ar og fátt kom í veg fyrir öruggan
sigur Eyjastúlkna. Lokatölur leiks-
ins, 21:17 Eyjastúlkum í vil.
Hjá ÍR-stúlkum voru þær Aðal-
heiður Þórólfsdóttir markvörður og
Anna Einarsdóttir að spila hvað best.
En þess ber að geta að þetta IR-lið er
reynslulítið og verður gaman að
fylgjast með því spila í vetur. Bestar
Eyjastúlkna í leiknum voru þær Am-
ela Hegic og einnig var Vigdís Sig-
urðardóttir að verja á köflum ágæt-
lega. Auk þeirra var Bjarný
Þorvaldsdóttir, ung og efnileg stúlka,
að spila fantavel.
Erum að byggja upp
Þrátt fyrir ósigurinn var Anna M.
Sigurðardóttir fyrirliði ÍR nokkuð
hress eftir leikinn í gærkvöldi. „Þetta
gekk ekki í dag en þetta kemur, við
erum á uppleið. Við erum með mjög
ungt lið og reynslulítið en við vorum
að spila mun betur en í síðasta leik
þannig að ég örvænti ekki. Við erum
með góða vöm og markmann en okk-
ur gengur ekki sem skyldi í sókninni.
En þetta á eftir að koma hjá okkur,
það er ekki spurning" sagði Anna M.
Sigurbjörn Óskarsson, þjálfari
IBV var ánægður með stigin tvö.
„Þetta gekk hjá okkur í dag þrátt
fyrir að við sýndum ekki neinn
stjömuleik, en engu að síður tvö stig
sem er fyrir mestu. Það hefur gengið
hálf brösulega hjá okkur að koma
saman liði, við emm búin að missa
mikinn mannskap en þetta er að
smella saman hjá okkur og við stefn-
um ótrauð á titil,“ sagði Sigurbjöm
eftir leikinn.
Haukar í vandræðum
„VIÐ áttum í miklum vandræðum og ég veit ekki hvers vegna svo
var,“ sagði Harpa Melsteð fyrirliði Hauka eftir 24:23 sigur á
Gróttu/KR á sunnudaginn í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi
Hauka að Ásvöllum „Líklega voru þetta byrjunarerfiðleikar sem á
eftir að pússa af. Fyrsti leikurinn í deildinni var nokkuð auðveldur
fyrir okkur svo að þetta var fyrsti erfiði leikurinn okkar og þetta
hlýtur að verða betra. En þetta eru tvö stig og það skiptir öllu
máli.“
Taugar Haukastúlkna voru ekki
í sem bestu lagi framan af
leiknum á sunnudaginn en þær
bættu það upp með
Stefán baráttunni. Það var
Stefánsson samt ekki nóg því
skrifar gestirnir í Gróttu/
KR léku á als oddi þó að það hafi
ekki dugað til að stinga Hafnfirð-
ingana af. Sérstaklega áttu Hauka-
stúlkurnar erfitt með ljúka sóknum
með mörkum en þegar það fór að
ganga upp var stutt í að þær næðu
forystu, sem var 11:10 í leikhléi.
En kálið er ekki sopið þó í aus-
una sé komið og eftir hlé náðu
gestirnir þriggja marka forskoti,
11:13, þegar 8 fyrstu sóknir Hauka
á tæpum tíu mínútum fóru forgörð-
um. En við fyrsta mark þeirra eftir
hlé brotnaði ísinn og þær hófu að
saxa á forskotið, ekki síst með því
að taka Öllu Gorkorian úr umferð,
sem riðlaði talsvert sóknarleik
Gróttu/KR. Það skilaði tveggja
marka forystu, sem gestirnir náðu
aðeins að minnka niður í eitt mark.
Haukastúlkur eiga, eins og
Harpa fyrirliði tók fram, eftir að
slípa leik sinn talsvert enda ekki
vanþörf á. Oft var eins og leikmenn
ætluðu sér að skora tvö mörk í
hverri sókn því flýtirinn var svo
mikill.
„Við byrjuðum af fullum krafti
en svo var eins og stemmningin
dytti niður hjá okkur og sumir leik-
menn okkar áttu erfitt með að
sætta sig við það en það var erfitt
að vera á fullu heilar sextíu mínút-
ur,“ sagði Þóra Hlíf Jónsdóttir
markvörður Gróttu/KR, sem átti
mjög góðan leik. „Við áttum og
ætluðum okkur svo sannarlega að
vinna þennan leik því það hafði
enginn trú að við gætum það og
sérstaklega hefði verið gaman að
vinna fyrsta leikinn í húsinu. En
það gekk ekki og ég óska þeim til
hamingju með sigurinn og þetta
glæsilega íþróttahús."
Markverðir í aðalhlutverki
Leikur KA/Þórs og Fram í hand-
knattleik kvenna var fyrst og
fremst leikur markvarðanna því ríf-
lega 40 skot voru
StefánÞór varin í leiknum. Sig-
Sæmundsson urbjorg Hjartar-
skrifar dóttir, markvörður
KA/Þórs, varði 19
skot og markverðir Fram 22 skot,
Hugrún Þorsteinsdóttir 15 og Erna
Eiríksdóttir sjö.
Reyndar voru sóknirnar oft æði
stuttar og leikmenn skutu ótt og títt
en ekki skal það af markvörðum lið-
anna tekið að þær stóðu sig afskap-
lega vel. Fram var sterkara liðið en
heimastúlkurnar voru þó óheppnar
að ná ekki að hanga meira í gestun-
um. Lokatölurnar urðu 25:17 Fram í
vil.
Það sem skildi liðin að í fyrri hálf-
leik var góður kafli Hugrúnar í
marki Fram. Hún varði úr dauða-
færum, t.a.m. oft frá Eyrúnu Gígju
Káradóttur sem var iðin við gegn-
umbrotin. Ejrún var best norðan-
stúlkna í fyrri hálfleik og skoraði þá
sín þrjú mörk en Signý Sigurvins-
dóttir fór á kostum í liði gestanna og
raðaði inn 5 mörkum af línunni.
Staðan í leikhléi var 8:14.
I seinni hálfleik munaði yfirleitt
7-8 mörkum á liðunum. Stúlkurnar í
KA voru sérlega óheppnar með skot
sín og meira en tugur þeirra rataði í
stöng eða þverslá, m.a. tvö vítaskot.
Einnig var oft dæmd lína á þær og
mörkin þar með ógild. Sennilega
skrifast þetta á reynsluleysi þessara
ungu stúlkna. Hjá Fram fór Marina
Zoueva í gang og var markahæst
með 9 mörk. Signý lék vel sem fyrr
segir og báðir markverðirnir. Sigur-
björg Hjartardóttir markvörður var
best í liði heimastúlkna.
Á (þróttavef mbl.is geturðu
WMHMHMMM
fengið að vita allt það mark-
verðasta sem er að gerast bæði
í handboltanum (1. deild
kvenna og karla) og körfu-
boltanum.
• Skoðað umferðirnar
• Fylgst með stöðu hvers liðs
• Fengið upplýsingar um
félögin og leikmenn
Vefinn er hægt að nálgast í
vinstri dálki íþróttavefjarins eða
á forsíðu mbl.is.
Ekki missa af
boitanum!