Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 12
. 2 C ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta mark Þórðar fyrirLas Palmas ÞÓRÐUR Guðjónsson opn- aði míirkareikning’ sinn hjá Las Palmas í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Þórður kom inn á sem varamaður á 73. mínútu og skoraði eina mark sinna manna á lokaminútunni. Það dugði skammt því Las Palmas steinlá fyrir Valencia, 5:1, og situr á botni deildarinn- ar. Börsungar töpuðu sín- um þriðja leik í röð er liðið bar lægri hlut fyrir meist- urum Deportivo La Cor- una, 2:0. Donato skoraði fyrra markið á 66. mínútu beint úr aukaspyrnu og Diego bætti við öðru tíu mínútum síðar þegar hann lék vörn Börsunga upp úr skónum. Atta mánuðir eru liðnir síðan Deportivo tap- aði siðast á heimavelli en liðið hafði tögl og hagldir gegn Börsungum. „Við þurfum að setjast ■niður og fara yfir mistökin sem við gerum inni á vell- inum,“ sagði Llorenc Serra Ferrer, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. Með sigrinum er Deportivo komið á topp- inn, hefur einu stigi meira en Valencia. Leik Espanyol og Real Sociedad var hætt í leik- hléi vegna úrhellisrigning- ar í Barcelona en þá var staðan 2:1 fyrir Real Sociedad. ■ HERMANN Hreiðarsson lék all- an leikinn er Ipswich vann stór- sigur á Everton 3:0 í ensku úrvals- deildinni. ■ GUÐNI Bergsson lék allan leik- inn með Bolton sem tapaði fyrsta leik sínum á þessari leiktíð í ensku fyrstu deildinni gegn Fulham á heimavelli 2:0. ■ HEIÐAR Helguson spilaði allan leikinn með Watford sem sigraði Birmingham 2:0 á heimavelli í ensku fyrstu deildinni. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson lék ekki með West Bromwich Albion þar sem hann er enn að ná sér eftir meiðsl. Liðið vann afar mikilvægan sigur á Blackburn Rovers 1:0. ■ BRENTFORD, lið þpirra Ólafs Gottskálkssonar og ívars Ingi- marssonar sigraði um helgina á heimavelli í fyrsta skipti í átta mán- uði. Liðið lagði Bournemouth í ensku 2. deildinni og léku félagarn- ir báðir allan leikinn. ■ SIGURDUR Ragnar Eyjólfsson var ekki í leikmannahópi Walsall sem vann stórsigur á Notts County, 5:1. Liðið situr sem fastast á toppi 2. deildar. ■ BJARNÓLFUR Lárusson lék all- an leikinn er Scunthorpe sigraði Torquay 3:0 í ensku 3. deildinni á laugardag. ■ HELGI Koiviðsson og félagar í Ulm töpuðu fyrir Osnabriick, 2:1, í næstefstu deildinni í Þýskalandi. Helgi var besti leikmaður Ulm samkvæmt einkunnagjöf Kicker. Glæsimark Thierry Henry á Highbury Reuters Frakkinn Thierry Henry skoraði glæsiiegt markfyrir Arsenal. Hér er hann í baráttu við Gary Neville. Manchester United tapaði fyrir Arsenal, 1:0, um helgina og þar með komst Leicester á topp ensku úrvalsdeildarinnar með því að næla sér í stig út úr viðureign sinni við Sunderland á leikvangi Ijósanna. New- castle hafði beturgegn nýlið- um Manchester City og er liðið komið í toppbaráttuna. Her- mann Hreiðarsson og félagar úr Ipswich unnu góðan úti- sigur á Everton og eru nú um miðja deild. Leeds unnu Tott- enham í fyrsta skipti í 20 ár á útivelli og eru komnir í áttunda sæti deildarinnar. Thierry Henry skoraði af snilld eftir tæpan hálftímaleik og nægði markið Arsenal til sigurs á meisturunum. Þetta er fyrsta tap United á tímabilinu en liðin tvö hafa nú bæði hlotið 15 stig en United hangir í öðru sætinu vegria betri markatölu. „Það var sjáanlegt að bæði lið hafa leikið þétt undanfamar þrjár vikur. Við gerðum það sem mikilvægast var - skoruðum fyrsta markið,“ sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. „Andleg- ur styrkur og frábær vöm standa að baki sigrinum," bætti Wenger við. Henry hafði ekki skoraði í sex leikj- um í röð fyrir Arsenal. „Það hafði áhrif á hann. En markið var hreint ótrúlegt," sagði Wenger. Alax Ferguson, knattspymustjóri United, var vonsvikinn eftir ósigur- inn. „Það þurfti eitthvað alveg sér- stakt til að vinna okkur og það tókst Arsenal að gera. Mér fannst við betra liðið en það er erfitt að brjótast í gegnum vöm Arsenal,“ sagði Fergu- son. Sunderlánd og Leicester gerðu markalaus jafntefli um helgina og komst Leicester þar með á topp deildarinnar öllum að óvömm. Amar Gunnlaugsson var ekki í leikmanna- hópi Leicester. „Það kemur mér mjög á óvart að við séum svona ofar- lega í töflunni," sagði Peter Taylor knattspymustjóri Leicester. „Ég hef ekki verið lengi við stjómvölinn en þessi byijun er nákvæmlega það sem ég óskaði mér,“ sagði Taylor. Hermann Hreiðarsson og félagar í Ipswich unnu Everton 3:0 á útivelli og var þetta fyrsti sigur liðsins á Goodison-vellinum í 20 ár. Marcus Stewart skoraði tvö marka Ipswieh og var stjarna dagsins en George Burley knattspymustjóri liðsins var mikið gagnrýndur þegar hann keypti Stewart frá Huddersfield í fyrra. „Það vora mörg stór félög sem spáðu mikið í að kaupa hann en enginn þorði að taka áhættuna. Það gerði ég og hann er að borga okkur traustið núna,“ sagði Burley. Leeds vann Tottenham 4:3 í hörku- spennandi leik þar sem Tottenham skoraði fyrsta mark leiksins. Lucas Radebe fyrirliði Leeds var fluttur á sjúkrahús i hálfleik eftir að hafa lent í samstuði við Les Ferdinand. Ekki var að sjá að missirinn hefði áhrif á liðið. Fimm mörk vora skorað á 12 mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiks Stoke City vann um helgina 1:0 útisigur á Colchester í ensku 2. deildinni þar sem markahrókur- inn Peter Thorne skoraði úrslita- markið á 14. mínútu eftir sendingu Bjarna Guðjónssonar. Bjarni og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn fyrir Stoke en Stefán Þórðarson kom inn á fyrir Thome er tæpar 20 mínútur lifðu leiks. Guðjón Þórðarson var ánægður með stigin þrjú en sagði aðliðið hefði hæglega getað unnið stærri og áður en Spurs-áhangendur náðu að átta sig var staðan allt í einu orðin 4:2 fyrir Leeds. Áhangendur Leeds púuðu stöðugt á George Graham knattspyrnustjóra Tottenham en hann yfirgaf Leeds til að taka við Lundúnaliðinu fyrir tveimur áram. „Mér fannst ég hafa yfirgefið Leeds í góðu ástandi á sínum tíma,“ sagði Graham. „Leeds er með spennandi og ungt lið og David O’Leary á eftir að ná langt með það,“ bætti hann við. Newcastle vann Manchester City 1:0 á útivelli og skoraði Alan Shearer úrslitamarkið er um stundarfjórð- ungur lifði leiks. Bobby Robson knattspymustjóri liðsins getur því ekki annað en brosað út í bæði þessa dagana þar sem liðið er í fjórða sæti deildarinnar. Middlesbrough vann 3:1 sigur á Southampton en suðurstrandarliðið hafði fyrir leikinn unnið síðustu fjóra leiki sína í röð. Boro var í miklu stuði og þrátt fyrir að Southampton hafi minnkað muninn í 2:1 var sigurinn aldrei í hættu. Joe Cole hélt upp á landsliðssæti sitt með því að skora fyrir West Ham í 1:1 jafntefli gegn Bradford. Útlit var fyrir sanngjaman sigur en á lokamín- útunni skoraði Dan Petrescu fyrir Bradford, sem skaust upp fyrir sigur. „Ég er ekki óánægður með úrslit leiksins en þegar lið er að- eins með eins marks forystu er allt- af hætta á því að ein mistök geti orðið dýrkeypt," sagði Guðjón. „Það er alltaf mjög gott að halda hreinu og við gáfum þeim aldrei færi á okkur,“ bætti Guðjón við. Tvær vikur era í næsta leik Stoke þar sem leiknum gegn Brentford, sem fara átti fram í næstu viku, var frestað. Liðið er nú í 8. sæti deild- arinnar með 16 stig eftir 9 leiki. Derby á botni deildarinnar. Julian Joachim kom inn á í stað David Ginola snemma leiks og var fljótur að koma Villa yfir og endaði Aston Villa á því að sigra Derby 4:1. RÍKHARÐUR Daðason skoraði tvö af mörkum Viking í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Ríkharður skor- aði bæði mörkin með skalla þegar liðið sigraði Bryne á úti- velli, 0:3. Ríkharður, sem hefur skorað 13 mörk á leiktíðinni, skoraði fyrsta og þriðja markið og fékk svo kjörið tækifæri til að fullkomna þrennuna en brenndi af vítaspyrnu. Ríkharður lék allan leikinn en Auð- un Helgason lék ekki vegna meiðsla. Ríkharður er nú í 3.-6. sæti á list- anum yfir markahæstu leikmenn í Noregi, ásamt Tryggva Guðmun- dssyni og tveimur öðram. Lilleström hafði betur gegn Stab- æk á útivelli, 0:2. Rúnar Kristinsson lék allan leikinn fyrir Lilleström en Indriði Sigurðsson var ekki í liðinu. Marel Baldvinsson var í fremstu vig- línu í liði Stabæk allan tímann en Pétur Marteinsson lék ekki með lið- inu þar sem hann tók út leikbann. Arni Gautur Arason var ekki í marki meistara Rosenborgar sem gerðu 2:2-jafntefli gegn Válerenga á útivelli, en Arni er að jafna sig eftir meiðsli sem hann varð fyrir á dögun- Charlton og Coventry deildu með sér stigunum í 2:2 jafntefli þar sem Astralinn John AIoisi skoraði sitt fyrsta deildarmark og fjórða mark sitt í vikunni fyrir Coventry. um. Rosenborg, sem hefði tryggt sér meistaratitilinn með sigri, er efst í deildinni með 50 stig þegar tveimur umferðum er ólokið. Viking er með 44 stig og lærisveinar Teits Þórðar- sonar eru í þriðja sætinu með 41 stig. Tryggvi Guðmundsson lék ekki með Tromsö sem vann Start, 3:2, þar sem hann tók út leikbann. Strömsgodset í úrvalsdeildina Strömsgodset tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni með því að sigra Strindheim, 1:0. Stefán Gíslason hef- ur verið lykilmaður á miðjunni hjá Strömsgodset og Unnar Sigurðsson hefur leikið nokkra leiki í sumar. Lyn er sex stigum á undan Ströms- godset þegar tvær umferðir era eftir og á meistaratitilinn nokkuð vísan. Sogndal er með þriðja sætið í hönd- unum en Kristinn Hafliðason og fé- lagar í Raufoss eiga veika von um að ná því, en það gefur rétt til auka- leikja við þriðja neðsta lið úrvals- deildar. Guðni Rúnar Helgason og félagar í Hönefoss sigla lygnan sjó um miðja 1. deildina og sama er að segja um Kongsvinger, lið Steinars Adolfssonar, en hann hefur ekkert leikið undanfarnar vikur vegna meiðsla. Guðjón ánægður með sigur Ríkharður með tvö fyrir Viking

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.