Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 13

Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 C 13 ' KNATTSPYRNA Reuters Carsten Jancker, leikmaður Bayern Múnchen, varð að játa sig sigraðan, þegar leikmenn Hans Rostock komu í heimsókn á Ólympíuleikvanginn í Munchen, 1:0. Rehagel hættur ÞÝSKU meistararnir (Bayern Múnchen töpuðu óvænt á heima- velli fyrir Hansa Rostock í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. 60.000 áhorfendur sáu Christian Brand skora eina mark leiksins á 15. mínútu en þrátt fyrir tapið halda Bæjarar efsta sæti í deildinni. Stærstu tíðindin f þýsku knattspyrnunni um helgina voru hins vegar þau að Otto Rehagel sagði starfi sínu lausu hjá Kaiserslautern. Martin Pieckenhagen mark- vörður Hansa var maðurinn á bak við sigur sinna manna en hann varði á köflum meistaralega. „Eftir að Hansa skoraði markið vörðust þeir vel og áttu framherj- ar okkar í miklum vandræðum,“ sagði Ottmar Hitzfeldt þjálfari Bayern Miinchen eftir leikinn. Franz Beckenbauer forseti Bæj- ara var ekki sáttur við frammi- stöðu sinna manna eftir leikinn. „Það er langt síðan ég hef séð liðið leika svona illa. Ég veit hrein- lega ekki hvað leikmenn voru að hugsa. Þeir höfðu allavega enga löngun til að koma knettinum í markið," sagði Beckenbauer. Otto Rehagel fór fram á það við stjórn Kaiserslautern að verða leystur frá störfum hjá félaginu, sólarhring eftir að liðið gerði 1:1 jafntefli gegn botnliði Energie Cottbus. Rehagel var orðinn valtur í sessi eftir slaka byrjun Kais- erslautern á leiktíðinni og eftir leik liðsins á laugardaginn hróp- uðu stuðningsmenn liðsins, „Otto í burtu. Rehagel gerði Kaiserslaut- ern að meisturum árið 1998 en lið- ið var þá nýliði í deildinni. Á síð- ustu leiktíð gekk ekki sem skyldi og tveir tapleikir í fyrstu umferð- unum nú í haust var eitthvað sem stuðningsmönnum félagsins líkaði alls ekki. Eyjólfur Sverrisson lék allan síðari hálfleikinn í liði Herthu Berlin, sem sigraði Köln, 4:2. Gestirnir fengu óskabyrjun og komust í 0:2 en Brasilíumaðurinn Alves kom heimamönnum inn í leikinn að nýju þegar hann skoraði skondið mark. Hertha tók miðju og Alves sá að markvörður Kölnar stóð framarlega i markinu og skor- aði með því að spyrna yfir hann af 50 metra færi. Rétt á eftir jafnaði Michael Preetz og á lokamínútu fyrri hálfleiks og á fyrstu mínútu þess síðari skoraði Darius Wosz. Fredi Bobic kom inn í lið Dort- mund að nýju eftir erfið meiðsli og bjargaði stigi fyrir sína menn þeg- ar hann jafnaði metin á 70. mínútu gegn Eintracht Frankfurt. Werder Bremen vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu þegar liðið lagði Freiburg. Brasilíumað- urinn Ailton skoraði eina mark leiksins á • 54. mínútu en Ailton skoraði þrennu í Evrópuleik gegn tyrkneska liðinu Antalyaspor í síð- ustu viku. Óvænt tap hjá Inter KEPPNISTÍMABILIÐ á Ítalíu hófst fyrir alvöru á sunnudag- inn en þá var flautað til leiks í 1. deildinni. Strax í fyrstu um- ferðinni urðu óvænt úrslit því hið rándýra lið, Inter Mílano, tapaði fyrir Reggina, 2:1. AC Milan, Juventus og Roma unnu öll sína leiki en meistarar síð- asta árs, Lazio, urðu að sætta sig við jafntefli. Júgóslavneski landsliðsmaðurinn Sinisa Mihajlovic skoraði úr einni af sínum frægu aukaspyrnum og kom Lazio yfír eftir aðeins þriggja mínútna leik gegn Ata- lanta. En leikmenn Atalanta létu þetta mark ekki slá sig út af lag- inu. Giuseppe Pancaro varð fyrir því óláni að skora í eigið mark á 21. mínútu og á 58. mínútu kom Cristian Zanoni Atlanta yfir þegar hann komst í gegnum götótta vörn Lazio. Sven Göran Erikson setti Simone Inzaghi inn á fyrir Claudio Lopes á 67. mínútu og sex mínút- um síðar jafnaði Inzaghi metin. Alvaro Recoba kom Inter í for- ystu á 10. mínútu leiksins en Poss- anzini jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiksins. Það var síðan Mass- imo Marazzina sem innsiglaði óvæntan sigur Reggina á 50. mín- útu. Marcelo Lippi var ekki kátur í leikslok en hann hefur verið undir mikilli pressu síðan Inter var sleg- ið út í meistaradeildinni af sænska liðinu Helsingborg. Lippi sagði að- sínir menn hefðu leikið mjög illa og hefðu ekki átt annað skilið en að tapa. Léku eins og spillt böm „Ef leikmenn trúa ekki á það sem ég er að gera þá ættu að þeir að fara til forseta félagsins og til- kynna honum að þeir geti ekki unnið með þjálfaranum. Ef þetta er ekki ástæðan þá get ég ekki skýrt hvers vegna þeir leika svona illa. Þeir voru að leika eins og spillt börn og þeir halda að þeir séu svo frábærir að þeir þurfi ekki að hafa fyrir sigrunum. Ef ég væri for- setinn myndi ég líklega reka þjálfarann. Síðan mundi ég stilla leikmönnunum upp við vegg og gefa þeim spark í afturendann," sagði Lippi. Gabriel Batistuta lék sinn fyrsta leik fyrir Roma þegar liðið vann öruggan sigur á Bologna, 2:0. Bat- istuta tókst ekki að skora en þeir Totto og Marcos Assuncao skoruðu mörk Roma í leiknum. Bierhoff á skotskónum AC Milan átt ekki í teljandi erf- iðleikum með að leggja nýliða Vicenza að velli. Þýski landsliðs- maðurinn Oliver Bierhoff, sem hef- ur verið á skotskónum að undan- förnu, skoraði fyrra mark Milan liðsins og Úkraínumaðurinn Andriy Schevchenko, markakóngur deild- arinnar í fyrra, skoraði það síðara. Parma og Fiorentina áttust við í skemmtilegum leik sem endaði með jafntefli, 2:2. Marcio Amoroso kom Parma í forystu eftir fimm mínútna leik en Fiorentina náði forystu með mörkum frá Pierini og Christian Amoroso. Það stefnir allt í sigur Flórensliðsins en á lokamín- útunni var dæmt vítaspyrna á Fiorentina þegar Tékkinn Repka braut á sóknarmanni Parma. Hann fékk að launum rautt spjald og Marcio Amoroso jafnaði metin úr vítaspyrnunni. Del Piero bjargaðí Juventus Nýliðar Napoli tóku á móti Juv- entus og máttu þola tap, 1:2. Heimamenn voru betri í fyrri hálf- leik og náðu forystu á 41. mínútu þegar Roberto Stellone skoraði. Júgóslavneski landsliðsmaðurinn Darko Kovacevic kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og jafn- aði metin á 67. mínútu eftir góðan undirbúning franska landsliðs- mannsins Zinedina Zidanes. Það var svo Alessandro Del Piero sem tryggði Juventus sigurinn marki með fallegu marki stundarfjórð- ungi fyrir leikslok. Enski boltinn á mbl.is Nýjar fréttir á hverjum degi. Á íþróttavef mbl.is finnur þú ítarlega umfjöllun um enska boltann og tengingar inn á heima- síður félaganna. Á íþróttavef mbl.is er einnig að finna skemmtilegan netleik í samvinnu við Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Þar getur þú valið þér þrjá framherja og safnað stigum samhliða því að þeir skora í deildinni. Einnig geta þrír þátttakendur myndað lið og safnað sínum stigum saman. Það er um að gera að vera með frá byrjun til að eiga sem besta möguleika á þeim glæsi- legu vinningum sem í boði eru. Ferð þú á leik með stjörnunum ? Glæsilegir ferðavinningar til Englands á leik í enska boltanum. Glæsilegir ferðavinningar á leik í Meistarakeppni Evrópu. með FEROASKR FSTOFA á&') REYKJAVÍKUR (jEá Vertu með frá byrjun ENSKI BOLTINN A mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.