Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 16
 Fyrirliðinn fagnar Eiði Smára EIÐUR Smári Guðjohnsen átti frá- bæran leik með Chelsea á sunnu- daginn - rak smiðshöggið á sigur á Liverpool með góðu marki, 3:0. Hér fagnar Dennis Wise, fyrirliði I 'helsca. íslcnska lamlsliðsinaim- inum, eftir að hann hafði skorað. Eiður kominn á flug! Eiður Smári Guðjohnsen var í fyrsta sklpti í byrjunarliði Chelsea þegar liðið sigraði Liverpool 3:0 á sunnudaginn. Skapti Hallgrímsson var á Stamford Bridge. Hann sker sig úr. Það gerir skjannahvítt hárið. Skrýddur blárri Chelsea-treyju númer 22, merktri Gudjohnsen. Hann tekur nokkrum sinnum á sprett að boltanum og spyrnir fast með vinstri fæti - alltaf með vinstri. Ekki er nema tæp klukkustund síðan annar Ijóshærður íslendingur, í blárri Chelsea-treyju númer 22, merktri Gudjohnsen, sveiflaði vinstri fætinum og skoraði gegn Liverpool - í fyrsta heila leik sínum í úrvalsdeild- inni, að viðstöddum 34.966 áhorfend- um. Sá fyrmefndi er einungis tveggja ára og heitir Sveinn Aron. Hann er að leika sér á þröngum gangi inn af blaðamannaherberginu á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea í London, ásamt fleiri piltum, sem eru tvöfalt eða þrefalt stærri. Faðernið leynir sér ekki. Hann er nánast alveg eins og Eiður Smári - bara nokkrum númerum minni! Ekki fer á milli mála að strákurinn hefur gaman af fótbolta og enginn ef- aðist heldur um það sem sá áður- nefndan leik að pabbinn nýtur þess að vera í vinnunni um þessar mundir. Samstarfsmennimir og stuðnings- menn liðsins vom greinilega ánægðir með íslenska landsliðsmanninn en gestirnir rauðklæddu, leikmenn Liverpool, hefðu eflaust ekkert haft á móti því þótt Eiður sæti á bekk varamanna þar sem hann hefur verið undanfarið. Enskir blaðamenn hrifust líka af glókollinum ofan af íslandi, þeim eldri altso; hann var valinn maður leiksins í a.m.k. tveimur dagblaðanna í gær, Sun - sem segir hann aldrei hafa gefíð ótraustri vöm Liverpool grið - og Independent, og var í liði dagsins hjá því síðamefnda; þar var þeim stillt upp í framlínunni Eiði Smára og Frakkanum Tierry Henry, sem gerði stórkostlegt mark fyrir Arsenal gegn Manchester United. „Frábær dagur fyrir Eið“ Sigur Chelsea á Liverpool var mjög ömggur og sanngjarn. Claudio Ranieri, sem nýlega tók við stjóm- velinum á Stamford Bridge, upplýsti á blaðamannafundinum eftir leikinn að honum hefði fundist Norðmaður- inn Tore Andre Flo - sem alla jafna hefur leikið í framlínu Chelsea - vera þreyttur; þess vegna hann hefði hann verið settur á varamannabekk- inn. Eiður tók stöðu hans í liðinu, og þjálfarinn var ánægður með fyrsta heila leik Islendingsins. „Þetta var frábær dagur fyrir Eið. Hann barðist í hverju einasta einvígi, lék mjög vel og skoraði sitt fyrsta mai-k fyrir lið- ið.“ Mörkin Sander Westerveld, markvörður Liverpool, kom Chelsea yfir snemma leiks þegar hann kýldi knöttinn í eig- ið mark eftir hornspyrnu Gianfranco Zola! Ótrúlegt, en satt. Og aðeins mínútu síðar hafði heimaliðið skorað aftur; þar var Jimmy Floyd Hassel- baink á ferðinni með skot úr miðjum teig eftir frábæran undirbúning Eiðs Smára og Zola. Eiður hóf þá sóknar- lotu og sendi knöttinn síðan til Hasselbainks, sem skoraði. Það var einmitt athyglisvert að fylgjast með því hve vel þeir náðu saman, Zola og Eiður; ekki var að sjá að þeir væru að hefja leik í fyrsta skipti saman. Eiður Smári kórónaði svo frábæra frammistöðu sína með þriðja marki leiksins á 71. mín. Nýtti sér slæm mistök andstæðinganna, komst einn í gegnum vöm þeirra, lék á Wester- veld markvörð og skoraði örugglega í tómt markið úr þröngu færi. Eiður ánægður „Ég er mjög ánægður með eigin frammistöðu í leiknum. Það var stórt skref fyrir mig að byrja inni á í úr- valsdeildinni," sagði Eiður Smári við Sky Sports-sjónvarpsstöðina. „Þetta var einmitt það sem við þurftum á að halda til að lyfta okkur upp. Sigurinn var góður fyrir félagið í heild, leik- menn, áhorfendur og aðra og þjapp- ar okkur saman. Ég hafði ákveðnar væntingar þegar ég kom til félags- ins; þegar ég sat á varamannabekkn- um í fyrstu leikjunum beið ég bara rólegur en ákveðinn í að vera til- búinn þegar ég fengi tækifæri. Ég er mjög ánægður með allt liðið hér í dag, mér fannst ég leika ágætlega þegar ég kom inn á í um hálftíma í [Evrópuleiknum gegn St. Gallen í] Sviss, þrátt fyrir að við töpuðum. Það kom mér samt nokkuð á óvart að byrja inni á en ég er mjög ánægður,“ sagði Eiður. Fyrir leikinn var Chels- ea í þriðja neðsta sæti deildarinnar en fór með sigrinum upp í 12. sæti. „Með þessum sigri lyftum við okkur upp um 5-6 sæti og það er náttúrlega mjög gott fyrir sjálfstraustið. Við þurftum virkilega á sigri að halda og liðið lék allt mjög vel.“ ALLSPORT Mikil hreyfing var á leikmönnum Chelsea. Hasselbaink var í fremstu víglínu, í uppstillingu sem sumir kjósa að kalla 3-5-1-1, en aðrir nefna 3-4-3. „Það er ekki leikkerfið sem skiptir máli, heldur leikmennirnir," sagði Ranieri; „með hvaða hugarfari þeir fara inn á völlinn, og ég var mjög ánægður með það í dag. Eftir tapið [í Sviss] á fimmtudaginn var ánægju- legt að sjá hvernig menn rifu sig upp í dag.“ Ekki alltaf auðvelt Eiður Smári Guðjohnsen hefur haft lifibrauð sitt af því að æfa og leika knattspyrnu síðan 10. nóvem- ber 1994, þegar hann var aðeins 16 ára og 56 dögum betur. Og hann hef- ur sannarlega kynnst því að líf manna í þessu starfi er ekki alltaf dans á rósum. Framtíðin var björt þegar sti'ákur samdi við PSV Eind- hoven í Hollandi á sínum tíma, en slæm meiðsli töfðu því miður fyrir honum. Útlitið var ekki bjart á tíma- bili, læknar PSV munu m.a.s. hafa hrellt hann með því að ferillinn væri jafnvel á enda. En þeir höfðu rangt fyrir sér, guði sé lof. „Það er ekki alltaf auðvelt að vera atvinnumaður. Andlega hliðin skiptir miklu máli og ég verð að segja að Eiður Smári kom mér strax mjög vel fyrir sjónir hvað hana varðar. Ég vona að hann eigi glæsilegan knatt- spymuferil framundan - og að hann verði sem lengst hjá PSV,“ sagði Frank Arnesen, danski landslið- smaðurinn fyrrverandi og fram- kvæmdastjóri PSV, við Morgunblað- ið, þegar fyrsti samningurinn var undirritaður. Danskurinn átti kollgátuna. Styrkleiki Eiðs Smára felst auðvitað að miklu leyti í frábærum knatt- spyrnuhæfileikum, en ekki síður í andlegum styrk. Hann neitaði að gef- ast upp þegar á móti blés og er nú að uppskera eins og hann sáði til. Éftir nokkra leiki með KR sumar- ið 1998 fór hann til 1. deildarliðs Bolton á Englandi. Þar á bæ voru menn tilbúnir að gefa honum tæki- færi. Höfðu trú á honum. Og íslensk- ir íþróttaáhugamenn þekkja fram- haldið: Eiður Smári sló rækilega í gegn á síðustu leiktíð og var í sumar keyptur fyrir fúlgur fjár til stórliðs Chelsea. Gianluca Vialli, knattspyrnustjóri liðsins, lýsti því yfir í byrjun leiktíðar að íslendingurinn væri fyrst og fremst keyptur með framtíðina í huga. Ekki væri víst að hann léki mikið í vetur en Chelsea hefði hér verið að festa sér lykilmann í liðinu næsta áratuginn. Liðinu gekk ekki vel í byrjun tíma- bilsins og einn góðan veðurdag fyrir skömmu var Vialli sagt upp störfum. Við starfinu tók áðumefndur Ranieri en Eiður Smári var svo óheppinn að togna á ökla í þann mund sem þjálf- arinn hóf störf. „Ég var meiddur fyrstu vikuna sem hann var við stjórnvölinn og hef aðeins verið á æf- ingum hjá honum í fimm daga,“ sagði Eiður í viðtalinu sem vitnað var til að ofan, og taldi of snemmt að tjá sig um nýja stjórann eða bera hann saman við Vialli. En hann var vitaskuld ánægður með leikinn gegn Liverpool og úrslit hans. „Þetta var það besta sem gat komið fyrir eftir ósigurinn í Evrópukeppninni.“ Áflugi I viðtali sem höfundur þessarar greinar átti við Eið Smára, og birtist hér í blaðinu sumarið 1998, þegar hann var hjá KR, sagði hann m.a.: „Ég var alltaf efnilegur, var stærri og líklega betri en jafnaldrarnir og svo sprakk ég út - blómstraði - árið sem ég lék með Val, 15 ára [1994]. Þegar ég hugsa um það í dag finnst mér í raun fáránlegt að ég skuli hafa verið að spila og þótt með þeim betri í deildinni hér heima aðeins 15 ára. En sjálfstraustið var gífurlegt hjá mér á þessum tíma; ég hefði líklega getað flogið, hefði ég viljað!“ Ég sá ekki betur á sunnudaginn en sjálfstraustið væri aftur orðið bæri- legt. Að hann sé u.þ.b. að hefja sig til flugs - jafnvel kominn á loft. Ekki munaði miklu að feðgarnir Guðjohnsen, faðirinn Arnór og son- urinn Eiður Smári, lékju saman í landsliðinu fyrir fáeinum árum, fyrstir feðga í heiminum. Svo fór því miður ekki, vegna meiðslanna sem sonurinn varð fyrir, en miðað við það sem ég sá á sunnudaginn á Stamford Bridge, innan og utan vallai', skyldi enginn útiloka að Guðjohnsen-feðgar leiki saman í íslenska landsliðsbún- ingnum eftir svo sem hálfan annan áratug...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.