Morgunblaðið - 05.10.2000, Síða 2
2 C FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
„Gangi
ykkur
vel“
GUÐNI Bergsson, fyrrver-
andi fyrirliði íslenska
landsliðsins og leikmaður
með Bolton, var samferða
landsliðshópnum að heiman
til London, en hann brá sér
heim í stutt helgarfrí.
Guðni heilsaði upp á leik-
mennina í flughöfninni í
Keflavík og þegar hann
kastaði kveðju á landsliðs-
hópinn í London, sagði
hann: „Góða ferð til Tékk-
lands og gangi ykkur vel.“
Guðni hefur verið einn
traustasti leikmaður Bolton
undanfarin ár og hann
myndi sóma sér vel í lands-
liðinu í dag.
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Fram - Haukar 21:30
Islandsmótið, 1. deild kvenna, íþróttahúsi
Fram, miðvikudaginn 4. október 2000.
Gangur leiksins: 0:2, 2:3, 2.7, 4:9, 6:9, 7:12,
9:13,11:17,11:19,11:20,13:20,14:24,17:25,
18:29,21:29,21:30.
Mörk Frara: Marina Zoveva 11/5, Díana
Guðjónsdóttir 3, Björk Tómasdóttir 2, Katr
rín Tómasdóttir 2, Kristín Brynja Gústafs-
dóttir 2, Oiga Prohorova 1.
Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 15/1
(þar af átta til mótherja), Erna Eiríksdóttir
2.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Hauka: Harpa Melsteð 9/3, Tinna
Halldórsdóttir 6, Brynja Steinsen 4,
Thelma Björk Amadóttir 3, Auður Her-
mannsdóttir 2, Sandra Anulyte 2, Hanna G.
Stefánsdóttir 2, Björg S. Hauksdóttir 1,
Sonja Jónsdóttir 1.
Varin skot: Jenný Asmundsdóttir 11/1 (þar
af þrjú til mótherja), Guðný Agla Jónsdótt-
ir 5/1 (þar af þrjú til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Tómas Ulfar Sigurdórsson og
Ingi Már Gunnarsson.
Áhorfendur: Um 170.
ÍBV-FH 23:21
Iþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum:
Gangur leiksins: 1:2,2:4,3:7,6:8,7:11, 9:11,
11:12, 12:14, 13:15, 15:15, 17:16, 19:18,
22:20,23:21.
Mörk ÍBV: Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir 9/2,
Gunnleyg Berg 4, Bjamý Þorvaðardóttir 3,
Amela Hegic 3/1, Edda B. Eggertsdóttir 2,
Iris Sigurðardóttir 1, Inga Falkvard 1.
Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 18 (þar
af 5 til mótherja)
Mörk FH: Judit Esztergal 6, Gunnur
Sveinsdóttir 3, Hafdís Hinriksdóttir 3/3,
Dagný Skúladóttir 3, Björk Ægisdóttir 2,
Sigrún Gilsdóttir 2, Hildur Pálsdóttir 1,
Harpa Vífilsdóttir 1.
Varin skot: Kristín Guðjónsdóttir 15/2 (þar
af 6 til mótherja), Jolanta Slapikiene 6 (þar
af 2 til mótherja)
Dómarar: Guðmundur K. og Aðalsteinn
Ömólfsson
Áhorfendur: 91.
KNATTSPYRNA
Vináttulandsleikur
Frakkland - Kamerún..............1:1
Sylvain Wiltord 20. - Patrick MBoma 44.
- 50.000
BLAK
Haustmót BLÍ
Karlar:
ÍS - Þróttur R....................3:0
ÍS - Stjaman......................3:1
Þróttur R. - Stjaman..............3:2
Konur:
Víkingur - Þróttur R..............3:0
|S-ÞrótturR.......................3:0
ÍS,- Víkingur.....................3:0
■ ÍS er haustmeistari bæði í karla- og
kvennaflokki.
í KVÖLD
KÖRFUKNATTLEIKUR
Kjörísbikarkeppnin:
Fyrsta umferð, fyrri leikir:
Borgames, Skallagrímur - Hamar...20
Grafarvogur, Valur/Fjölnir - Haukar.20
Seljaskóli, ÍR - Keflavík...........20
• «
$
KSI
Annar landsleikurinn í Tékklandi
HM-landsleikur
1996 í Jablonec:\
Tékkland - ísland 2:r~
3
Leikir íslenskra
félagsliða í Slóvakíu
E HM-landsleikur [
7. október 2000
í Teplice:
Tékkland - ísland
Þórður Guðjónsson skoraði -
O
Jablonec
V
Teplice
O Prag
Tékkland
— Birkir Kristinsson, Rúnar Kristinsson,
Eyjólfur Sverrisson, Þórður Guðjónsson,
Ríkharður Daðason, Helgi Sigurðsson
og Hermann Hreiðarsson léku þáfneð.
Þeir eru nú í landsliðshópnum.
0 >v V
Ostrava \ f
1976 UEFA - keppnin:
Slovan Bratislava - Fram 5:0
1997 Meistaradeild Evr.:
f Kosíce - ÍA 3:0
/
Slóvakía
Kosice
O
Leikir íslenskra
félagsliða í Tékklandi
O Trnava
O Bratislava
1979 UEFA - keppnin:
Bmo - Keflavík 3:1
1980 Evrópuk. meistaral.:
Banik Ostrava - ÍBV 1:0
HM-landsleikur~~~—
1981 í Bratislava:
Tékkóslóvakía - ísland 6:1
Magnús Bergs skoraði
~S
1987 Evrópuk. meistaral.:
Sparta Prag - Fram 8:0
Vináttulandsleikur
1997íTrnava:
Slóvakía - ísland 3:1
Helgi Sigurðsson skoraði
EM-landsleikur
1990 i Kosice:
Tékkóslóvakía - ísland
1:0
Rúnar Kristinsson lék með landsliðinu
Atli Eðvaldsson segir að strákarnir í landsliðinu
hafi lært mikið af leiknum gegn Dönum
Komum til
Prag reynsl-
unni ríkari
VIÐUREIGNIN gegn Tékkum leggst vel í mig - það er komið að
stóru stundinni. Leikurinn gegn Tékkum f Teplice er einn erfið-
asti leikur okkar í undankeppni HM. Verkefnið verður erfitt - við
vissum það fyrir og því erum við komnir hingað til Tékklands til
að gera okkar besta og munum undirbúa okkur af krafti,“ sagði
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari íslands, um leikinn gegn hinum
léttleikandi Tékkum sem eru með eitt sterkasta landslið Evrópu.
Þegar Atli var spurður hvort það hentaði ekki íslenska liðinu að
leika gegn eins léttleikandi liðum og Tékkum, sagði hann: „Það á
ekkert að geta komið okkur á óvart og ef allt gengur upp hjá okk-
ur getum við veitt hvaða landsliði sem er harða mótspyrnu. Það
ræðst allt á því að við náum upp sterkri liðsheild þar sem allir
keppa að því að vinna hver fyrir annan.“
umst ekki út úr - fyrr en skaðinn
var skeður," sagði Atli og bætti við.
„Við lærðum af leiknum gegn Dön-
um og komum reynslunni ríkai'i
hingað til Prag.“
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knatts
Atli valdi Ólaf að nýju í landsliðið vegna n
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrífarfrá
Prag
Atli sagði að liðsheildin hefði allt-
af verið sterkasta vopn íslands.
„Um leið og leikmennirnir fara að
rífa sig út úr liðsheildinni er voðinn
vís og við lendum í
erfíðleikum. Það er
okkar styrkur að
leika sem liðsheild.
Sjáum til dæmis
hvað Manchester United hefur náð
langt á liðsheildinni. Við vorum að
ræða um þetta sigursæla lið og
ræddum þá til dæmis um Neville-
bræðurna sem leika sem bakverðir.
Þegar við fórum að ræða um þá og
tuttugu bestu lið Evrópu þá kæmust
þeir ekki einu sinni á bekkinn hjá
liðum eins og Inter, AC Milan, Real
Madrid, Barcelona, Juventus, svo
dæmi séu tekin. En þeir eru lykil-
menn hjá Manchester United. Þeir
falla inn í leikkerfi liðsins. Það er að
þessu sem við erum að leita hjá ís-
lenska landsliðinu - að leikmönnum
sem falla vel inn í þá liðsheild sem
við viljum sjá. Við verðum að sýna
sterkari liðsheild en mótherjarnir."
Stórttap árið 1981
Sagan endurtekur sig ekki í þetta
skipti. íslenska landsliðið hefur náð
viðeigandi úrslitum gegn landsliðum
frá gömlu Tékkóslóvakíu í gegnum
árin, þegar frá er talið stórt tap fyrir
Tékkóslóvakíu í Bratislava 1981,6:1.
„Ég man eftir þeim leik. Þannig
tölur geta alltaf komið upp, en sagan
á ekki að endurtaka sig í þetta
skipti. Við erum með það sterkan
hóp leikmanna, sem eru reyndir og
vel þjálfaðir, að þá langar ekki af
leikvelli með sex mörk á bakinu. Við
erum nú að byrja að læra að vinna
með væntingar. Við höfum náð mjög
góðum úrslitum á þessu ári - tapað
aðeins einum leik, gegn Dönum.
Fyrir leikinn gegn Dönum voru
væntingamar miklar og enn meiri
eftir að við lögðum Svía að velli.
Strákarnir fundu það að allt í einu
var orðin gífurlega mikil pressa á
þeim. Þeim ieið orðið illa á stundum
- sérstaklega þar sem leikurinn við
Dana var hafínn þremur vikum áð-
ur. Það var byrjað að ræða um Dani
sem stórstjörnur, sem ætti að berja
á. Þegar Danir komu til Reykjavík-
ur skynjuðu þeir spennuna og fundu
leið til að slá vopnin úr hönum okk-
ai’. Líktu íslenska landsliðinu við það
danska þegar Sepp Piontek tók við
því - liðið sem var í sviðsljósinu í
EM í Frakklandi 1984 og HM í
Mexíkó 1986. Þannig settu þeir
pressuna yfir á strákana okkar. Þeg-
ar við lásum þetta vann það greini-
lega gegn okkur - við vorum allt í
einu orðnir svo góðir. Við erum ekki
vanir þessu. Þegar við komumst síð-
an yfir gegn Dönum kom bakslag.
Strákarnir reyndu að halda fengn-
um hlut og hleyptu Dönum inn í leik-
inn. Strákarnir héldu að það væri af-
ar eðlilegt að vera yfír gegn Dönum.
Þá kom í ljós að við læstumst í
ákveðum erfíðleikum, sem við kom-
9 landsleikir Ólafs
ÓLAFUR Gottskálksson hefur leikið 9 landsleiki fyrir ísland frá 1991.
Ólafur kom fyrst inná sem varamaður fyrir Bjarna Sigurðsson í leik gegn b-Iiði
Englands í Watford 1991, Englendingar unnu, 1:0.
Ölafur var í byrjunarliði gegn Möltu, 4:1,1991 og sama ár í byrjunarliði gegn
Dönum, 0:0.
Ólafur kom inná sem varamaður fyrir Birki Kristinsson í leik gegn Banda-
ríkjunum 1993,1:1.
Ölafur lék í byrjunarliðinu í leik gegn Slóvakíu í Trnava, 1:3, 1997. Sama ár kom
hann inná sem varamaður fyrir Kristján Finnbogason í leik gegn Noregi, 0:1, og
aftur fyrir Kristján gegn Færeyjum, 1:0.
Ólafur lék í byrjunarliðinu gegn Rúmeníu í Búkarest 1997, 0:4 og síðasti leikur
hans var sama ár í byijunarliðinu í sigurleik gegn Liechtenstein, 4:0.
Þórður og Helgi
komu síðastir
FJÓRIR leikmenn landsliðsins, sem
taka þátt í landsleiknum gegn Tékkum í
Teplice, héldu með landsliðshópnum frá
Islandi. Ólafur Örn Bjarnason, Grínda-
vík, Sigurður Örn Jónsson, KR, Birkir
Kristinsson, ÍBV og Eyjólfur Sverrisson,
Herthu Berlín, sem brá sér í helgarfrí til
íslands. í London bættust Ólafur Gott-
skálksson, Bradford, Rúnar Kristinsson,
Lilleström, Ríkharður Daðason, Víking,
Hermann Hreiðarsson, Ipswich, Auðun
Helgason, Víking, Tryggvi Guðmunds-
son, Tromsö, Pétur Hafliði Marteinsson,
Stabæk, Heiðar Helguson, Watford og
Eiður Smári Guðjohnsen í hópinn.
Amar Grétarsson og Arnar Viðai'
Halldórsson komu til Pi'ag frá Amster-
dam, en þeir leika með Lokeren í Belgíu.
Helgi Sigurðsson, Panathinaikos í
Grikklandi, kom til Prag frá Aþenu í
gærkvöldi og síðastir komu Helgi Kol-
viðsson, leikmaður með Ulm í Þýska-
landi og Þórður Guðjónsson, sem kom
frá Kanaríeyjum, þar sem hann leikur
með Las Palmas.
íslenska ungmennalandsliðið, skipað
leikmönnum undir 21 árs, flaug frá
Keflavík til Amsterdam og þaðan til
Prag. Það var fýrr á ferðinni en leikmenn
a-landsliðsins.