Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 C 3
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
spyrnu, og Ólafur Gottskálksson markvörður ræðast hér við í stigagangi hótelsins í Prag í gærkvöldi.
íeiðsla Árna Gauts Arasonar og kemur hann til með að verða varamarkvörður í leiknum gegn Tékkum
á laugardaginn.
Birkir er
númer eitt
ATLI Eðvaldsson tók Árna Gaut Arason, hinn unga markvörð Ros-
enborgar, inn í landsliðið í staðinn fyrir hinn reynda markvörð,
Birki Kristinsson, á dögunum. Atli sagði þá að Birkir myndi hafa
það hlutverk að veita Árna Gaut stuðning. Nú er Árni Gautur
meiddur og getur ekki leikið með gegn Tékkum og Norður-írum á
Laugardalsveliinum á miðvikudaginn kemur. Atli hefur kallað á
Ólaf Gottskálksson, markvörð hjá Brentford, sem hefur staðið
sig vel að undanförnu. Verður hann aðalmarkvörðurinn á móti
Tékkum og kemur Birkir til að veita honum stuðning?
Hvað segir Atli um það? „Þegar
Árni Gautur er ekki í hópnum
er Birkir markvörður númer eitt.
Eg treysti honum fullkomlega. Þeg-
ar ég ræddi við Birki er ég tók
ákvörðun um að láta Arna Gaut
verja markið bað ég um fullt traust
hjá Birki og sagði að við þyrftum á
honum að halda í þeim verkefnum
sem framundan væru, til að bakka
Arna Gaut upp. Birkir var sammála
mér, tók ákvörðun minni karlmann-
lega. Ai-ni Gautur er markvörður ís-
lands númer eitt, Birkir kemur þar
á eftir og nú er Olafur kominn í það
hlutverk að styðja við bakið á Birki.
Við eigum sem betur fer marga efni-
lega markverði heima, sem banka
einnig á dyrnar í landsliðshópnum,"
sagði Atli.
Birkir verður þá í markinu gegn
Tékkum?
„Já, Birkh’ er markvörður okkar
númer eitt þessa dagana. Staða
markvaða er alltaf einstök í leik-
mannahópi. Tony Schumacher, fyrr-
verandi landsliðsmarkvörður
Þýskalands, sagði við mig á dögun-
um í Þýskalandi, þegar markverðir
komu til umræðu: „Makverðir eru
sérdæmi í liðsheildinni. Þú getur
látið útileikmennina leika hinar og
þessar stöður á vellinum en það get-
urðu ekki gert með markverði -
þeirra staða er aðeins ein; að standa
á milli stanganna. Markverðir eiga
að njóta mikils trausts - einn verður
alltaf númer eitt eða þar til annað
kemur í ljós. Þegar sá markvörður
sem var númer eitt missir stöðu sína
er það skylda hans að veita þeim
markverði traust sem valinn er.
Þetta er röðin sem ég vil láta
fylgja,“ sagði Atli.
Hér vil ég vera
Ólafur Gottskálksson sagðist vera
ánægður með að vera kominn í
landsliðshópinn aftur.
„Ég er búinn að bíða eftir þessu
tækifæri síðan ég datt út úr hópnum
fyrir tveimur árum á Krít. Það er
gaman að hitta strákana á ný - hér
vil ég vera,“ sagði Ólafur, þegar
hann hitti sína gömlu félaga í gær.
Ólafur hefur leikið vel með Brent-
ford að undanförnu og segist vera í
mjög góðri æfingu. „Það er draumur
allra knattspyrnumanna að vera í
landsliðshópi Islands og takast á við
skemmtileg verkefni."
Enda-
sleppt
einvígi
EINVÍGI efstu liða í 1. deild kvenna, þegar Haukar sóttu Fram
heim í Safamýrina, varð heldur endasleppt því Hafnfirðingarnir
héldu sínu striki allan leikinn og nýttu sér alla slaka kafla
Safamýrarliðsins í 30:21 sigri. Annað var því upp á teningnum en
í opna Reykjavíkurmótinu fyrir rúmum þremur vikum þegar Fram
sigraði Hauka. Þá spilaði Hafdís Guðjónsdóttir með Fram en er
nú meidd og óvist um framhaldið hjá henni.
Gestirnir úr Hafnarfirði lögðu
strax áherslu á að taka Marinu
Zovevu, helstu skyttu Fram, fóstum
^^____ tökum. Það gekk upp
Stefán 1 byrjun og begar hik
Stefánsson kom f sóknarleik
skrifar Fram nýttu Hauka-
stúlkur sér það um
leið og náðu 2:7 forystu, meðal annars
vegna góðrar frammistöðu Jennýjar
Ásmundsdóttur í markinu. Þjálfari
Fram tók þá leikhlé og stúlkumar
hans náðu að halda í horfinu fram eft-
ir fyrri hálfleik en í lokin tók Harpa
Melsteð, fyrh’liði Hauka, til sinna
ráða og skoraði ört svo að 8 mörk
skildu liðin að í leikhléi, 11:19.
Eftir hlé virtist sóknai’leikur Fram
að mestu snúast um að láta Marinu
skjóta eða brjótast í gegn enda skor-
aði hún 7 af fyrstu 8 mörkum Fram
þrátt fyrir að Sandra Anulyte, vam-
arjaxl Hauka, bókstaflega hengi oft-
ast á henni. Framstúlkur reyndu um
tíma að taka tvo leikmenn Hauka úr
umferð en það einungis gaf öðmm
leikmönnum færi á að skora enda
vantar hvorki reynslu né breidd í
Haukaliðið. Munurinn varð mestur 11
mörk, 17:28 en í lokin náði Fram að
klóra í bakkann.
„Við spiluðum illa, náðum ekki
takti í vöminni og þegar við svo unn-
um boltann og keyrðum upp völlinn
misstum við boltann á leiðinni," sagði
Gústaf Bjömsson, þjálfari Fram, eftir
leikinn. „Við gerðum Haukum mjög
auðvelt fyrir því ef við spilum ekki vel
er viðbúið að við töpum, sérstaklega
er ekki hægt að leyfa sér það við lið
eins og Hauka en gæti sloppið gegn
slakari liðum.“ Hugrún Þorsteins-
dóttir, fyrirliði og markvörður Fram,
var mjög atkvæðamikil og varði 15
skot, þar af vítaskot og þrjú hraða-
upphlaup en Marina var einnig góð.
Hjá Haukum voru Harpa fyrirliði
og Jenný markvörður í miklum ham
til að byrja með auk þess, sem Tinna
Halldórsdóttir sýndi góð tilþrif.
Brynja Steinsen kom síðan inn á og
var góð.
„Stöðvar okkur fátt“
Eyjastúlkur tóku á móti FH í 3.
umferð íslandsmótsins í gær-
kvöldi. „Við rifum okkur upp eftir að
hafa verið undir nán-
SkantiÖm 381 allan leikinn og
Ólafsson uppskámm góðan
skrifar sigur,“ sagði Ingi-
björg Yr Jóhanns-
dóttir, leikmaður ÍBV, sem átti stór-
leik íyrir sitt lið er það vann FH
23:21.
Gestirnir höfðu undirtökin í upp-
hafi, spiluðu vel í vöm og oftar en ekki
refsuðu þær Eyjastelpum með því að
skora úr hraðaupphlaupum. Að sama
skapi vora Eyjastúlkur í einhverjum
vandræðum í vöm og sókn og gerðu
sig sekar um byijendamistök í sínum
aðgerðum. FH-stúlkur spiluðu góðan
handbolta í fyrri hálfleik, vora hug-
myndaríkai’ í sókninni og lásu leikinn
vel. Þrátt fyrir að FH-stúlkur hafi
haft undirtökin vora Eyjastúlkur
aldrei langt undan, staðan í hálfleikn-
um, 9:11 FHívil.
Ræða Sigbjöms Óskarssonar,
þjálfara ÍBV, hefur greinilega hleypt
nýju blóði í sóknaraðgerðir Eyja-
stúlkna því þær komu mjög ákveðnar
til leiks og söxuðu á forskot FH-
stúlkna. Þegar 10 mínútur vora liðnar
af síðari hálfleik höfðu þær jafnað og
komust yfir þegar hálíleikurinn var
hálfnaður. Á þessum kafla varði Vig-
dís Sigurðardóttir vel í marki ÍBV og
Eyjastúlkur nýttu færin sín mjög vel.
Ingibjörg Ýr átti stórleik á þessum
kafla og skorði grimmt fyrir Eyja-
stúlkur. Mátti halda að FH-stúlkur
væra hættar og sættu sig við tap, fyr-
ir utan Judit Esztergal sem hafði ekki ’
játað sig sigraða. Hún kom grimm inn
í sóknina hjá FH og skoraði meðal
annars þrjú mörk á lokakaflanum. En
það var ekki nóg því Eyjastúlkur vora
sterkari og uppskára sigur 23:21.
Þrátt fyrir tapið spiluðu FH-stúlk-
ur skemmtilegan handbolta á köflum
þar sem frammistaða Dagnýjar
Skúladóttur og Kristínar Guðjóns-
dóttui- í markinu stóð upp úr. Einnig
kom Judit Esztergal sterk inn í sókn
FH-stúlkna undir lok leiksins. Hjá
ÍBV var Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir .
best ásamt Vigdísi Sigurðardóttur
markverði. Ingibjörg Yr skoraði 9
mörk í leiknum og mörg hver virki-
legaglæsileg.
Fyrirliði FH-stúlkna, Björk Ægis-
dóttir, hafði þetta að segja eftir tapið:
„Við byijuðum leikinn vel en misstum
niður dampinn í síðari hálfleik. Það
má kannski segja að það hafi vantað
baráttu í okkur til að halda leikinn út
en við klúðraðum of miklu bæði í vöm
og sókn. En það þýðir ekkert að
hengja haus heldur bara hugsa um
næsta leik þar sem við ætlum okkur
sigur,“ sagði Björg.
Stórskyttan Ingibjörg Ýr Jóhanns-
dóttir, IBV, var hress í lok leiks;
„Fyrstu tveir leikimir á ís-
landsmótinu vora svolítið erfiðir en
þetta small saman í kvöld. Við eram
með mikið breytt lið og það þarf smá-
tíma til að pússa þetta saman en þeg-
ar við eram komnar á skrið stöðvar
okkur fátt,“ sagði IngibjörgÝr.
Maestro
ÞITT FÉ
HVAR SEM
ÞÚ ERT