Morgunblaðið - 06.10.2000, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.10.2000, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 C 3 Þaö hefurgustaö talsvert um Mel Gibson í sumar eftir aö hann fór meö aðalhlutverkið í The Patriot eöa Frelsishetjunni. í ár eru liöin 20 frá því leikarinn ástralski vakti fyrst athygli í tryllinum Mad Max og af þvítilefni skoðaöi Arnaldur Indriðason hvað Gibson hefurveriö aö bauka á þeim tíma ogfjallar um myndir hans. Það eru sérstaklega Englendingar sem eru æfir út í Gibson og segja hann velja myndir sérstaklega með hliðsjón af því að geta heijað á þá, gert lítið úr þeim og útmálað þá sem sad- ista. Braveheart er auðvitað skínandi dæmi sem Bretar nefna máli sínu til stuðnings. Gibson lék uppreisnarfor- ingja Skota, William Wallace, sem velgdi Englandskonungi undir ugg- um. Og ekki tók betra við þegar Eng- lendingar fóru að sjá Frelsishetjuna í sumar þar sem Englendingar voru illingjarnir í stríðinu við Bandaríkja- menn 1776 og Gibson þeirra helsti óvinur. Þótti Englendingum sem myndin afbakaði mjög söguna Eng- lendingum til miska og var ekki á það bætandi eftir að Hollywood stal stór- kostlegu afreki þeirra í síðari heims- styijöld og setti í hendur Banda- ríkjamönnum í kafbátamyndinni U-571. Mad MaxogWeir Gibson hefur lítið viljað skipta sér af deilum þessum en kannski það sé skiljanlegt að árásimar beinist að honum þar sem hann er í augum margra ein mesta kvik- myndastjarna samtímans og allt sem að honum snýr þykir frétta- matur. Hann er vissulega hæst launaði leikarinn í drauma- verksmiðjunni, þáði 25 milljónir dollara fyrir Frelsishetjuna, sem er met. Myndir hans njóta hvarvetna mikilla vinsælda og hann er sjálfur lunkinn leik- stjóri og útsjónarsamur fram- leiðandi kvikmynda. Tveir áratugir eru liðnir frá því að Mel Gibson vakti fyrst verulega athygli kvikmynda- unnenda í tryllinum Mad Max þar sem hann fór eftirminnilega með hlutverk manns í hefndarhug. „Eg var nýútskrifaður úr leiklistarskóla og vissi ekki hvað ég átti að halda,“ segir hann í nýlegu viðtali við banda- ríska kvikmyndatímaritið Movieline. „Ég hafði ekki neina reynslu af kvik- myndum." Mad Max er ennþá ein af bestu myndum leikarans og það sama má segja um framhaldsmynd- ina, Road Warrior, en báðar þessar myndir hafa verið stældar og skrum- skældar af minni spámönnum m.a. þeim sem gerðu Vatnaveröld. Gibson var svo heppinn að gera næstu tvær myndir með ástralska leikstjóranum Peter Weir, einum fremsta kvikmyndaleikstjóra síðustu áratuga. Weir var einn af forvígis- mönnum áströlsku nýbylgjunnar í kvikmvndum og fjallaði um efni hug- stæð Aströlum eins og árekstur ól- íkra menningarheima (t.d. Picnic at Hanging Rock) með slíkum hætti að áströlsk kvikmyndagerð naut heim- sathygli. Gallipoli eftir Weir var ein af þessum myndum og Weir fékk Gibson til þess að fara með eitt aðal- hlutverkanna. Myndin stendur enn 2Q,ár Hopkins í The Bounty, sem fjallaði um uppreisnina gegn Bligh skipstjóra; David Lean ætlaði að gera myndina en missti hana úr höndum sér. Gibson lék uppreisnarforingj- ann Christian sem Clark Cable og Marlon Brando höfðu leikið á undan honum en myndin átti varla erindi nema til þess að sýna stjörnuna bera að ofan. Mrs. Soffel var þunglamalegt fanga- og ástardrama þar sem Gibson lék tukthúslim á móti Diane Keaton og þriðja Mad Max-myndin, Beyond Thunder- dome, reyndist meira Tina Turn- er-mynd en nokkuð annað. Teq- uila Sunrise var hálfmisheppnaður tiyllir úr smiðju handritshöfundar- ins Roberts Towne. „Ég hef mikið dálæti á þeirri mynd,“ segir Gibson. Braveheart best Vinsældir hans á níunda áratugn- um náðu hámarki þegar hann lék í löggumyndinni Lethal Weapon árið 1987. Hann var ansi sannfærandi sem lögreglumaður í sjálfsmorðs- hugleiðingum. Þá voru ofurhetjur mjög vinsælar á hvíta tjaldinu en lögga Gibsons var veikgeðja og næst- um manneskjuleg. „Ég hafði ekki séð það áður í bíó,“ segir leikarinn og hefur nokkuð til síns máls. I kjölfarið fylgdu þrjár aðrar „Lethal“-myndir og urðu þær æ gamansamari og á einhvern hátt ómerkilegri eftir því sem þeim fjölgaði en eru engu að síð- ur hin prýðilegasta skemmtun. Þrjár léttvægar Hollywood - myndii’ við upphaf tíunda áratugar- ins gerðu ekki mikið fyrir leikarann; Bird on a Wire var bjánaleg gaman- spennumynd með Goldie Hawn, Air America var jafnvel enn bjánalegri flugævintýramynd og Forever Young var lítil, sæt og leiðinleg fantasía um mann sem vaknar hálfri öld eftir að hann hefur verið frystur. Gibson var á leið í hundana. Það var eins og hann gerði sér grein fyrir því sjálfur því hann ákvað að leika ekki ómerkara hlutverk en Hamlet. Hann komst upp með það undir stjóm Francos Zeffirellis. fyrir sínu sem úttekt á tilgangslaus- um mannfórnum í stríði. „Hann hafði mjög sterkar skoðanir," segir Gibson um Weir en leikarinn segist hafa nýtt sér margt sem hann lærði af honum þegar hann sjálfur fór út í kvik- myndaleikstjóm. „Hann vissi ná- kvæmlega hvað hann vildi fá fram og hvað hann vildi segja.“ Stirð byrjun vestra í The Year of Living Dangerously, næsta samvinnuverkefni þeirra, var Gibson blaðamaður skotinn í Sig- ourney Weaver í stríðshrjáðri Indón- esíu. „Mér fannst engin sérstök ögr- un í mínu hlutverki," segir Gibson. „Persóna mína var, eins og myndin sýnir, leikbrúða í höndum annarra og ég lék hana þannig.“ Hann hefur ekki leikið í fleiri myndum Weirs en litlu munaði að hann færi með hlut- verkið sem Jeff Bridges hreppti í Fearless. Gibson var fluttur til Hollywood á þessum ámm og byrjaði feril sinn þar með því að leika í vondum mynd- um og miðlungsmyndum. Hann hafði gaman af samstarfinu við Anthony Lethal Weapon: Syrpan varð æ bjánalegri. Hamlet var fyrsta myndin sem Gib- son framleiddi sjálfur. „Hamlet var í lagi en olli mér samt vonbrigðum. Ég hafði ekki dýptina," segir leikarinn þegar hann lítur til baka. Hann leikstýrði sinni fyrstu bíó- mynd árið 1993, A Man Without a Face, sem reyndist furðulega gott og þroskað byrjendaverk og jafnvel fyr- irboði þess sem á eftir kom því aðeins tveimur árum síðar gerði hann Bra- veheart með slíkum glæsibrag að hún raðaði inn Óskarsverðlaunum og naut mikillar aðsóknar um allan heim. Hann sýndi sinn besta leik frá upphafi í hlutverki frelsishetjunnar Wallace og hamraði inn frelsissöng Skota með miklum látum, blóðsút- hellingum og hrópum uppi á skosku heiðunum. Er óhætt að mæla með myndinni hvar og hvenær sem er. Síðan þá hafa hlutverldn verið köfl- ótt. Hann lék á móti Julia Roberts í dellumyndinni Conspiracy Theory, var áhyggjufullur faðir í Ransom, kom fram í litlu hlutverki í sérstak- lega lélegri mynd Wim Wenders, Milljóndollara hótelinu. Líklega er besta myndin hans á þessu síðasta skeiði, Payback, þar sem hann leikur einstakan harðhaus byggðan á Lee Marvin en myndin er Point Blank gerð upp á nýtt (muna eftir henni á leigunni). Næsta mynd Gibsons eftir Frelsis- hetjuna er gamanmyndin What Women Want eða Það sem konur vilja. Gibson leikur karlrembusvín sem lendir í slysi og getur lesið hugs- anir kvenna eftir það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.