Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 6

Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 6
6 C FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 BÍÓBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS KNUTSSON Fjórar af eftirfarandi fimm kvikmyndalýs- ingum eru sannar en sú fimmta er haugalygi. Hver " þeirra er þaö? 1) Dracula (1984). Frægðarsól stórleikarans Johns Travolta seig heldur beturtil viðar um þessar mundir. Brooklyn-hreimurinn átti illa við í hlutverki aðalmannsins og Richard Gere varð sértil skamm- ar í hlutverki Jonathans Harkers. Michael Caine, sá ágæti leikari, var afleitur Van Helsingog Cockney- hreimurinn spillti fyrir. Dracula tælir LucyHarker með lostafullum dansi í atriöi sem fékk áhorfendur um allar jarðirtil að veltast um af hiátri í stað þess að horfa á tiltektir greifans af ótta og forundran. Travolta beið rnannorðshnekk og gekk í sértrúar- 'söfnuö en reis síðan úr öskustónni í myndinni Reyfari (Pulp Fictiorí). 2) Dracula (1979). Greifinn frá Transylvanfu hefur ávalltverið DonJuanöörum þræði. Sá snjalli leikari Frank Langella sem sjaldan hefurfengið hlutverk við hæfi glímdi upphaflega við hlutverkið á fjölunum og stóö sig að sögn með mikilli prýði. Laurence Olivierlék blóösugubanann Vam Helsing. Mynd- in var á ýmsa lund fyrirtaksiesning á öókinni þótt leikstjóranum John Bad- /lamhætti ofttil meðalmennsku. 3) Blaeula (1972). Transylvaníumaöurinn Dracula hef- ur sogiö blóð og merg úr mönnum á breiðtjaldinu í hartnær heila öld. Þeg- ar hér var komið sögu þótti tímabært aó aðrir kynstofnarfengju að spreyta sig á hlutverkinu. Sagan hefst þegar Dracula sjálfur, bleiknefjinn það er að segja, bítur afrískan prins á barkann. Tveimur öldum síöar kaupa amerfskir innanhúsarkitektar búslóðina úr ka- stala greifans ogflytja til síns heima, þ.á m. líkkistu sem Blacula hvílirí. Sá vaknartil iífsins oggeriróskunda í nýja heimaiandinu. Þóttfurðulegt megi virðast var þessi mynd ekki hót- 'iTiu verri en margar aðrar hryllings- myndir. William Marshall sómdi sér vel í hlutverki Blacula. Fram- haldsmyndin hét Scream, Blacuia, Screamog trúi því þeir sem vilja. 4) Nostferatu (1922). Max Schreck lék Dracula greifa í þessu meistaraverki eftir þýska leik- stjórann F.W. Murnau. Myndin var byltingarkennd að því leyti að fjöl- mörg atriði gerast undir berum himni og eru ekki síöur óhugnanleg fyrir vik- ið. Framleióendurnir höfðu ekki efni á að kaupa höfundarréttinn að skáld- sögunni svo að sögupersónunum bregðurfyrirundiröðru nafni. Ekki er loku fyrir það skotið aö þessi mynd 'fiafi haft mikil áhrif á danska snilling- inn Carl Dreyer. Furðufuglinn Werner Herzogenóurgeröt Nostferatu ánö 1979. Klaus K/nsWvarfæddurí hlut- verk greifans en gamla djöfulmóðinn vantaði. 5) Abbot og Costello hitta Frankenstein (Abbotand Cost- ello meet Frankenstein) (1948) Bud og Lou halda til Transylvanfu og hitta fyrir næstum hverja ófreskju úr kvikmyndasögunni. Þótt söguþráð- urinn hljóti að teljast með fáranlegri teugmyndum sem nokkur lifandi mað- ur hefurfengið var myndin bráð- skemmtileg. Bela Lugosl sem hlaut heimsfrægö f hlutverki greifans og eignaði sérrulluna um aldurogævi gerði ósþart grfn að sjálfum sér en brá sér þó aldrei út úr hlutverkinu. Þótt oft hafi þótt tilvalið að gera grín að hryllingsmyndum hefur það sjald- an tekist eins vel og hjá Bud og Lou. X — JBAS Frumsýning Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Kefla- vík frumsýna kafbátamyndina U - 571 eftir Jonathan Mostow. Hetiudáðjr í úndirdjúpunum MIKE Dahlgren (Blll Paxton) er skipstjóri S-33 kafbáts Bandaríkja- manna í síðari heimstyrjöldinni. Næstráðandi hans er Andrew Tyler (Matthew McConnaughey), sem nýlega hefur misst af yfirmannast- öðu. Um borð eru einnig Pete Emmett (Jon Bon Jovi) og Larson (Matthew Settle) ásamt Klough (Harvey Keitel) svo nokkrir séu nefndir. Þeir sigla um djúp Atlantshafs- ins og lenda í miklum hættum og fá brátt verkefni sem er bæði há- leynilegt og stórhættulegt og reyn- ir á manndóm hvers og eins þeirra. Þannig er bandarísku kafbáta- myndinni U-571 lýst en hún verður frumsýnd í dag í fimm kvikmynda- húsum. Með aðalhlutverkin fara Bill Paxton, Matthew McConaug- hey, Harvey Keitel, Jack Nos- eworthy, Dave Power og Jake Weber. Leikstjóri og handritshöf- undur er Jonathan Mostow en hugmyndin um kafbátamynd úr síðari heimsstyrjöldinni er frá hon- um komin. Hann steig um borð í gamlan stríðskafbát í höfninni í San Francisco árið 1992 og varð fyrir svo miklum áhrifum að hann fór þegar að punkta niður hjá sér at- hugasemdir í handrit sem síðar átti eftir að fá heitið U-571. „Frá- sagnir þeirra sem störfuðu um borð í þessum kafbátum í stríðinu eru mjög áhugaverðar," er haft eftir Mostow, „en að standa inni í einum slíkum opnaði mér alveg nýjan heim.“ Og áfram heldur hann: „Það sem hafði mest áhrif á mig var til- hugsunin um það mikla hugrekki sem menn þurftu að hafa til þess að heyja stríð í þessum sardínu- dósum, sem ískraði í og brotnuðu eins og eggjaskurn ef þær fóru of djúpt niður. Þótt það hafi verið mitt aðalmarkmið með kafbáta- myndinni að sýna einfaldlega lífið um borð í kafbáti á stríðstímum vildi ég ekkert síður sýna áhorf- endum hvernig ungir menn yfir- stigu ótta sinn og unnu hetjudáðir í undirdjúpunum." Mostow var eink- anlega áhugasamur um dulmálslykil Þjóðverja í stríðinu en breskir kafbáta- liðar náðu honum af óvinum sínum árið 1941. Hann hefur fengið nokkrar ákúrur fyrir að sviðsetja þann at- burð með þeim hætti að Banda- ríkjamönnum er þakkaður allur heiðurinn. Aðra sögulega atburði úr sjóorustunni á Atlantshafi notaði hann sem sögu- efni í mynd sína, m.a. þann þegar Bandaríkjamenn tóku í sínar hend- ur þýska kafbátinn U-505 en hann er núna á safni í Chicago. Mostow lagði mikið upp úr því að gefa raunsæja mynd af lífinu Hetjudáðir á hafinu: Matthew McConaughey í fararbroddi. ■ 571: Leynileg háskaför. um borð í kafbáti á þessum árum og fékk hóp ráðgjafa til liðs við sig. „Eitt af því ánægjulegasta sem maður upplifir við kvikmynda- gerð af þessu tagi,“ segir Mostow, „er að maður hittir fjöldann allan af áhugaverðu fólki og hefur tæki- færi til þess að starfa með því.“ Leikarar: Bill Paxton, Matthew McCon- aughey, Han/ey Keitel, Jack Noseworthy, Dave Power og Jake Weber. Letkstlóri:________________ Jonathan Mostow (Break- down). Frumsýning Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna gamanmyndina ÁstríkurogSteinríkurgegn Sesari. Ævintýri Ástríks og Steinríks Ævintýrin um Ástrík og Stelnrík eftir René Goscinny og Albert Uderzo hafa farið sigurför um heiminn en teiknimyndasögurnar um þá hafa m.a. verið gefnar út hér á landi, sem kunnugt er. Sagt er að bækurnar um þá kappa hafi selst í 260 milljónum eintaka. Nú hefur verið gerð leikin bíómynd um þá með Gérard Depardieu og Roberto Benlgnl í aðalhlutverkum og verður hún frumsýnd í dag í fimm kvikmyndahúsum með bæði ensku og íslensku tali. Það var sonur hins þekkta franska kvikmyndaframleiðanda Claude Berrl sem fyrst kynnti hug- myndina um leikna kvikmynd eftir sögum Goscinnys og Uderzos fyrir föður sínum. Berri segist hafa ver- ið með efasemdir í fyrstu, leist ekki á að kvikmynda teiknimynda- sögur. Fannst það ekki hafa tekist sérlega vel til þessa. Hann ræddi hugmyndina m.a. við leikarann Gérard Depardleu sem var strax ákafur í að leika Stelnrík hinn sterka og í ljós kom að Chrlstlan Clavler var meira en lítið til í að leika hinn úrræðagóða Ástrík. Uderzo (Goscinny er látinn) hafði aðeins tvær athugasemdir. Hann vildi stórmynd og Depardieu í hlutverk Stelnríks. Báðar óskir hans voru uppfylltar. Það var reyndar nokkrum erfið- leikum bundið að fá Depardieu til þess að skrifa undir samning þótt hann væri allur af vilja gerður. Hann hafði farið til Bandaríkjanna Steinríkur: Gérard Depardieu. Astríkur og Steinríkur gegn Sesari íslenskar raddir:______________ _________________________________ Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Egill Ölafsson, Bergur Ingólfsson, Arnar Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Harald G. Haraldsson, Ólafur Darri Ól- afsson, RagnhildurGísladóttir, Vigdís Pálsdóttirog Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri:_________________________________________________ ClaudeZidi. Ástríkur hinn úrræöagóði: Christian Ciavier. þegar þetta var og hafði talsvert að gera þar og framleiðslan frest- aðist. í þann tíð átti Danlel Auteuil að fara með hlutverk Ástríks. Samleikur þeirra tveggja kom vel út í prufutökum. En þegar loks kom að því að hægt var að hefja tökur á myndinni hafði Auteuil fengið önnur verkefni og Clavier varð fyrir valinu í hlutverk Ást- ríks. „Sögurnar um Ástrík voru uppá- haldsbækurnar mínar,“ segir leik- arinn Depardieu. „Ég hataði r/finabækurnar kannski vegna þess að hann var blaðamaður. Ég hafði yndi af Tarzan og Stjána bláa en það var eitthvað við þá Ástrík og Steinrík sem ég hafði sérstakt dálæti á. Það var einstaklega gam- an fyrir mig að leika Steinrík í myndinni.“ Astríkur og Steinríkur gegn Sesari er sýnd með ensku og íslensku tali en með aðalhlutverkin í íslensku talsetningunni fara Þór- hallur Sigurðsson (Laddl), sem leikur Ástrík, Eglll Ólafsson, sem leikur Stelnrík, Bergur Ingólfsson, Arnar Jónsson, Guðmundur Ólafs- son, Harald G. Haraldsson, Ólafur Darrl Ólafsson, Ragnhildur Gísla- dóttir, Vigdís Pálsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.