Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 1
 0» BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ ÞRIÐJUDAGUR10. OKTOBER BLAÐ Amór ráðinn til Sljömunnar ARNÓR Guðjohnsen var (gærkvöld ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Stjörnunnar í knattspyrnu og skrifaði hann undir tveggja ára samning við Garðabæjarfélagið. Stjarnan féll naumlega úr efstu deild í haust en Arnór lék með Valsmönnum sem unnu sig upp úr 1. deildinni. Eftir Víði Sigurðsson Amór er 39 ára og er orðirm reynd- asti knattspymumaður íslands fyrr og síðar en hann spilaði í sumar sinn 500. deildarleik á ferlinum. Hann var atvinnumaður í Belg- íu, Frakklandi og Sví- þjóð í 20 ár og spilaði 73 landsleiki fyrir íslands hönd. Deild- arleikjum Amórs mun væntanlega fjölga enn á næsta ári því hann sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að hann myndi án efa spila með lærisveinum sínum í Stjömunni. „Já, ég reikna fastlega með því að spila sjálfur. Vissulega fylgja því alltaf örðugleikar en með því að fá góðan að- stoðarmann með mér ætti það ekki vera teljandi vandamál. Pað er mikil áskorun fyrir mig að taka við Stjömu- liðinu, ég hef alltaf ætlað mér í þjálfun og núna fæ ég kærkomið tækifæri. Það er metnaður í þessu félagi og þar er mikið af ungum og frískum strákum sem hafa fengið talsverða reynslu und- anfarin tvö ár. Þeir tóku aðeins of seint við sér í sumar til að halda sér í deild- inni en stefnan er að sjálfsögðu sú að fara aftur upp með liðið,“ sagði Amór. Hann tekur strax til starfa og sagð- ist ætla að nota tímann vel til að kynn- ast leikmönnunum og félaginu. „Eg þekki ekki mikið til þeirra enn sem komið er og það eru ýmsir óvissuþætt- ir enn til staðar í leikmannamálunum. Við munum setjast niður á næstu dög- um og reyna að ganga frá þeim. Eg kynntist vel þeim slag sem fram undan er í 1. deildinni með því að leika með Valsmönnum þai' í sumar. Deildin verður mjög erfið og Stjaman á mikla baráttu fyrir höndum. Ekki síst vegna þess að í deildinni verða óvenju margir erfiðir útivellir því sex liðanna koma af Norðurlandi," sagði Amór. Stjaman verður væntanlega áfram með flesta þá leikmenn sem léku með liðinu í sumar. Þó er ólíklegt að Vladi- mir Sandulovie komi aftm- og Veigar Páll Gunnarsson hefur verið undir smásjá erlendra liða auk þess sem KR- ingar hafa sýnt honum mikinn áhuga. Brynjar í stað Péturs Pétur Marteinsson dró sig í gær út úr landsliðshópnum í knattspymu vegna meiðsla og verður ekki með gegn Norður-írum annað kvöld. Hann fór af velli í hálfleik gegn Tékkum, meiddur á ökkla. Brynjar Bjöm Gunnarsson kemur inn í hópinn í hans stað en hann var í banni gegn Tékkum. Tvísýnt er um Ríkharð Daðason, sem meidd- ist á læri í Tékklandi, en í dag skýr- ist hvort hann getur spiiað. Rúnar Kristinsson var tæpur en æfði á fullu í gær og er búinn að ná sér. Morgunblaðið/Kristinn Sáu þeir fyrir úrslitin? Á töflunni við völlinn, sem landsliðið æfði á fyrir leikinn gegn Tékkum, stóð 4:0. Þannig fór leikur- inn. Hér eru þeir Arnar Grétarsson og Þórður Guðjónsson á æf- ingu með markatöluna í baksýn. Guðlaug til Kaupmannahafnar GUÐLAUG Jónsdóttir, knatt- spyrnukona, mun ekki Ieika með liði sínu, KR, hér heima næsta sumar. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Guð- laug að hún stefndi að því að flytja búferlum til Kaupmanna- hafnar og leika með þarlendu liði. „Ég hef verið í sambandi við nokkur lið í Kaupmannahöfn og hef fengið leyfi til þess að mæta þar á æfingar. Eftir þann tíma geri ég upp við mig til hvaða liðs ég fer,“ sagði Guð- laug. Liðin sem hér um ræðir eru HEI, Brendby og Fredriks- berg, en en með síðastnefnda liðinu leikur landsliðskonan Erla Hendriksdóttir. Guðlaug er ein þriggja kvenna sem ætla að opna skó- verslun á Strikinu í janúar, en þar verða seldir skór frá ís- lenska fyrirtækinu X-18. „Við erum vonandi búnar að finna húsnæði fyrir verslunina á GEYSILEG VONBRIGÐI í TÉKKLANDI / B2, B3, B4, B5 K o n u r Fitness Öll helstu vörumerkin á einum stað. B INTER' besta stað á Strikinu, en það er þó ekki alveg komið í höfn. Við höfum hins vegar ekki sjálfar útvegað okkur húsnæði til að búa í en það mun sjálfsagt ráða miklu um það til hvaða liðs ég fer,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, knattspyrnukona og verðandi verslunarmaður á Strikinu. Pín frístund - O kkar fag Bíldshöfða • 110 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.