Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ „Vonbrigði..." sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari eftir skellinn íTeplice. Undirbúningur hafinn fyrir leikinn gegn Norður-írum Það þarf sálfræði í leikmannahóp minn „Ég á aðeins eitt orð yfir leikinn hér í Teplice - vonbrigði,“ sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf- ari íslands, eftir að Tékkar höfðu tekið íslenska knatt- spyrnumenn í kennslustund - sýnt þeim út á hvað leikurinn gengur. „Þegar við mættum hér til leiks vissum við allt um Tékka. Fyrir leikinn ræddum við um Jan Koiler, sem hefur skor- að flest mörk þeirra á undan- förnum árum og við ræddum um Pavel Nedvéd, sem er frábær miðvallarleikmaður, sem hefur skorað næstflest mörk fyrir Tékka. Strákar, þetta eru leik- menn sem við þurfum að stöðva. Eftir SigmundÓ. Steinarsson ÉT Eg get sagt þér að ef ég væri með ákveðinn peningakvóta og mætti kaupa einn leikmann þá myndi ég kaupa Koller. Hann er ein- faldlega besti mið- herjinn í heiminum í dag. Koller er ótrú- legur leikmaður. Eg hef aldrei séð svona stóran mann sem er svona sterkur og tæknilega fullkominn. Hann er leikmaður af öðrum heimi. Eg á erfitt með að trúa að þegar fé- lög í Evrópu borga milljarða fyrir leikmenn sé Koller enn leikmaður með Anderlecht í Belgíu. Það er ótrúlegt. Það var Koller sem gerði út um leikinn - hann var strax í byrj- un farinn að hrella okkur,“ sagði Atli. Vorum of ragir Burtséð frá Koller, þá nær þitt lið sér aldrei á strik - það vantaði alla tónlist í liðið og liðsheildin var ekki til staðar. Hvaðgerist? „Það er rétt, mínir menn náðu sér aldrei á strik. Það vantaði alla liðs- heild. Við unnum ekki nágvígi, við vorum of ragir. Strax í byrjun vor- um við komnir í hlutverk aukaleik- ara sem horfðu upp á mikinn hraða mótherjanna, sem hreinlega döns- uðu um völlinn. Meira að segja litlu tapparnir á miðjunni hjá þeim fóru upp í alla skallabolta og höfðu betur. Eg hef sjaldan orðið vitni að slík- um yfírburðum - að við höfum átt í geysilegum erfiðleikum strax í byrj- un leiksins. Það, þrátt fyrir að við erum með mjög líkamlega sterka leikmenn.“ Hvers vegna varð þróunin þessi á leiknum strax íbyrjun? „Það sem gerist er einfaldlega það að Tékkar sýndu allar sínar sterku hliðar strax í leiknum. Við það urðu mínir leikmenn óöryggir - eru hik- andi í öllum sínum aðgerðum. Sóknaraðgerðir urðu máttlausar og sendingar ekki eins og við vildum hafa þær. Sjálfstraustið hvarf á augabragði." Tékkar byrjuðu leikinn með glæsilegri sýningu. Þeir sýndu þannig leikþætti að Ijóst var að mik- ill styrkleikamunur var á liðunum. Islensku leikmennirnir stóðu og horfðu á - með aðdáunaraugum. Er það ekki óeðlilegt? „Jú, þetta á ekki áð gerast hjá at- vinnumönnum. Ef við segjum að Danir hafi verið að leika einhverjar listir á Laugardalsvellinum á dögun- um, hvað voru þá leikmenn Tékka að gera? Tékkar sýndu mikinn styrk og þeir voru alltaf að skapa sér tæki- færi til að skora mörk. Þess vegna er kannski mest svekkjandi við leikinn að þeir skoruðu ódýr mörk. Öll fjög- Morgunblaðið/Kristínn Atli Eðvaldsson með leikmenn sína í miðbæ Prag á sunnudaginn, áður en haldið var heim á leið. Rúnar Kristinsson, Atli, Sigurður Örn Jónsson, Ólafur Öm Bjarnason og Ásgeir Sigurvinsson skoða byggingarlist í Prag. ur mörkin voru ódýr. Þeir skoruðu eins og við segjum svo oft - drullum- örk. Fyrsta og annað markið voru ódýr. Það var langur aðdragandi að fyrsta markinu. Koller gerði þá vel. Þó að hann sé að falla til hliðar nær hann að reka höfuðið í knöttinn, nær að skalla knöttinn aftur fyrir sig - í hornið fjær. Seinna markið sem hann skoraði kom eftir hornspyrnu - Koller nær að skalla knöttinn, Birkir er tilbúinn að verja, en knött- urinn fer í einn leikmann okkar og af honum upp í þaknetið. Þegar við vorum búnir að fá þessi tvö ódýru mörk á okkur var búið að slá okkur út af laginu. Því miður komumst við ekki inn í leikinn sem hefði gerst ef við hefðum náð að skora - ef skallinn hans Ríkharðs hefði ratað rétta leið.“ Það má segja að leikþátturinn hafí verið búinn er Tékkar skoruðu þriðja mark sitt. I seinni hálfíeik gáfu þeir eftir, hreinlega hættu. Hvers vegna gerðist það? „Það er eðlilegt eftir stórsjó og allt gengur eftir, þá draga leikmenn saman seglin - spara sig fyrir næsta leik, sem er á miðvikudaginn. Við heyrðum það að áhorfendur voru ekki ánægðir með það, þeir voru byrjaðir að flauta á leikmenn Tékka - sína menn. Ég hefði viljað heyra þessi flaut fyrr í leiknum, í annarri stöðu.“ Tékkar byrjuðu leikinn með lát- um, Birkir Kristinsson var vel með á nótunum og varði vel strax í byrjun. Égfékk það á tilfínninguna að ævin- týri væri jafnvel í uppsiglingu. Svo var ekki. Hvernig var tilfínning Atla? „Ég var ánægður. Ég sagði við strákana fyrir leikinn að ef við næð- um að halda Tékkum niðri fyrstu tuttugu mínúturnar værum við í góðum málum. Þá væri er mesta púðrið farið af Tékkum - þá kæmi órói í leik þeirra. Því miður varð raunin önnur - þeir skoruðu mark í byrjun og gerðu síðan út um leikinn rétt fyrir leikhlé. Eftirleikurinn var síðan auðveldur fyrir þá. Við vorum komnir í þá aðstöðu að reyna að verjast því að tapa stærra." Náðum aldrei neinu taki á miðjunni Það kom fram í leiknum, eins og við ræddum fyrir leikinn - að það vantar foringja á miðjuna, til að reka leikmenn áfram með harðri hendi. Það náðist ekki að skapa festu á miðjunni. Hvað segirAtli um það? „Við erum með leikmann eins og Rúnar en í leik sem þróast eins og leikurinn gegn Tékkum gerði nýtist hann ekki. Það var strax pressa á okkur og við náðum aldrei tökum á miðjunni. Við það fór Rúnar aftur, féll inn í vömina.“ Það voru ekki upplitsdjarfír leik- menn íslands sem yfirgáfu Teplice. Verður ekki erfítt fyrir Atla að ná stemmningu í hópnum fyrir leikinn gegn Norður-Irum á Laugardals- vellinum?„Jú, það verður erfitt. Við hefðum óskað okkur betri stöðu.Við verðum að gera okkur grein fyrir að staðan hefði getað verið önnur eftir tvo leiki. Við höfum leikið gegn sterkum landsliðum Dana og Tékka. Ef við gefum okkur til dæmis dæmi - að við hefðum verið búnir að leika gegn Möltumönnum í Reykjavík og fagnað sigri og gert síðan jafntefli við Búlgari í Sofíu þá væri staðan önnur. Það er ljóst nú eftir tvö töp að við verðum að stefna á því að verða í fjórða eða þriðja sæti riðils- ins. Sá möguleiki er fyrir hendi. Við eigum eftir að leika tvo leiki við Norður-Ira, tvo leiki við Búlgaríu og Möltu - áður en við mætum Tékkum næst í Reykjavík, og útileik gegn Dönum. Það sem við eigum að gera núna er að horfa ekki um öxl, heldur fram á við. Við fáum tækifæri til að bæta okkur. Við eigum að koma okk- ur í þá stöðu að þegar við mætum Tékkum í Reykjavík, gerum við upp ákveðið dæmi og spáum í stöðuna.“ Hvernig verður framhaldið - fyrir leikinn gegn Norður-Iriandi á Laug- ardalsvellinum? „Það er ljóst að það þarf sálfræði í leikmannahóp minn. Að tapa með fjórum mörkum er nokkuð sem eng- inn sættir sig við. Ég er viss um að þótt við hefðum náð að sýna okkar besta leik hefðum við ekki náð að leggja Tékka að velli hér í Teplice. Það hefði ekki dugað. Tékkar komu mér geysilega á óvart. Ég vissi að þeir væri góðir en gerði mér ekki grein fyrir að þeir væru eins sterkir og þeir sýndu gegn okkur. Ég vissi að Koller væri stór (2,02 m), en að hann væri svona stór, sterkur og leikinn. Því hefði ég aldrei trúað. Þessi stóri leikmaður var eins og dansari á Brodway." L Áttum ekki möguleika Þegar þú rennir yfir leikinn íhug- anumhefur þú einhverja tilfínningu fyrir að nokkrir leikmanna þinna séu ekki tilbúnir í svona þýðingar- mikil átök? „Ég var ekki ánægður með leikinn og leikmenn mína. Ég veit að strák- arnir geta gert miklu betur en þetta. Það verður mitt hlutverk að ræða við leikmennina á næstu stundum, fyrir leikinn gegn Norður-írlandi. Það getur marg spilað inn í - leik- menn geta átt í meiðslum, eða verið að jafna sig eftir meiðsli. Svo eiga aðrir í persónulegum erfiðleikum sem hafa komið upp. Það er mjög mikilvægur þáttur fyrir okkur, sem höfum ekki úr stórum hópi leik- manna að velja, að leikmönnunum líði vel.“ Þú munt ekki senda neinn leik- manna þinna í skammarkrókinn, eft- ir leikinn hér í Teplice? „Nei, ég get aldrei sagt það við neinn leikmann - að hann hafi ekki lagt sig fram. Strákarnir lögðu sig allir fram eins og þeir gátu en það koma dagar sem ekkert gengur upp, eins og hér. Það er sama hvað menn reyndu, þetta var einn af þessum leiðinlegu dögum þar sem ekkert gengur upp. Við áttum einfaldlega ekki möguleika gegn Tékkum. Þeir sýndu það að þeir eru þess verðugir að vera næstir á eftir Brasilíumönn- um á heimsstyrkleikalistanum. Þeir eru sjálfkjörnir í eitt af fimm efstu sætunum, eru í hópi með Brasilíu, Ítalíu, Argentínu, Frakk- landi og Þýskalandi. Þeir voru það sterkir að okkar líkamlega sterku menn virkuðu stundum eins og peð við hlið á kóngi. Tékkar hafa yfir að ráða geysilegum hraða, tækni og hugmyndaflugi. Sjálfsöryggið geisl- aði af þeim. Það er sárt að tapa með fjórum mörkum og það sárasta við það er að við vissum svo margt um Tékka sem við áttum að geta komið í veg fyrir Erfið heimferð frá Prag EFTIR erfiðan leik í Teplice, áttu leikmenn íslenska landslið- sins fyrir höndum erfiða ferð heim á leið frá Prag á sunnu- degi. Fljótlega eftir hádegi fór landsliðshópurinn í fylgd með Þóri Gunnarssyni, ræðismanni íslands í Prag, í hádegismat á veitingastað hans í miðborg- inni, REYKJAVÍK. Síðan var haldið út á flugvöllinn í Prag og flogið til London. Seinkun var á flugvélinni frá Prag, þannig að það var strax ljóst að landsliðs- hópurinn hefði lítinn tíma til að ganga frá flugfarseðlum frá London til Keflavíkur. Þetta varð til þess að ákveðið var að fresta fluginu til ísiands þar til landsliðshópurinn væri kominn um borð. Um tíma leit út fyrir að allir kæmust ekki með, þar sem flugvallarstarfsmenn í London sögðu að vélin væri yf- irbókuð. Það reyndist ekki rétt hjá þeim, þannig að allir kom- ust heim. Hópurinn fór beint frá Keflavík að Hótel Loftleið- um, þar sem hann er saman fram að landsleiknum gegn Noður-írum á Laugardalsvell- inum annað kvöld. Þar sem seinkun var á flug- inu frá Prag, náðist ekki að flytja farandur íslenska liðsins á milli flugvéla í tæka tíð. Far- angur leikmanna, keppnissskór og annað, kom í gær til landsins frá London, klukkan 17. „Strákarnir eru orðnir þreyttir og slæptir eftir erfiða ferð. Þeir fá að sofa út,“ sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf- ari, við komuna til Reykjavík- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.