Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 B 15
ÍÞRÓTTIR
Ökuþórinn snjalli Michael Schumacher er kominn á loft. Það er Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, sem
heldur á honum.
Schumacher endurgeld-
ur Ferrari góða borgun
MICHAEL Schumacher endurgalt Ferrari 50 milljón dollara laun sín
á ári er hann færði liðinu heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1
eftir 21 árs bið. ítalskir fjölmiðlar hampa honum sem hetju og dag-
blöð landsins voru rauð í orðsins fyllstu merkingu í gær en fögnuð-
ur þeirra hefur ekki verið meiri frá því ítalir urðu heimsmeistarar í
fótbolta 1982. Var þetta áttundi mótssigur Schumachers á árinu,
hans 43. á ferlinum og níundi ökuþóratitill sem Ferrari hampar frá
1950. Lauk Schumacher ætlunarverki sem hófst fyrir fimm árum er
hann réðst til Ferrari sem launahæsti ökuþór í Formúlu 1 fyrr og
síðar.
Ágúst
Asgeirsson
skrifar
Og fótboltinn víkur alveg fyrir
ljóðrænum lofsöngnum um
Perrari. Þannig voru íþróttadag-
blöðin Gazzetta dello
Sport og Corriere
dello Sport undir-
lögð undir keppnina
í Suzuka í Japan.
Sextán fyrstu síðurnar hjá báðum
og sögðu þau ekki frá 3-0 sigri ítala
á Rúmenum í forkeppni HM í fót-
bolta fyrr en á síðu 17. Blaðið II
Giorno minnti á að titilinn hefði ver-
ið dýru verði keyptur því stjarn-
fræðilegum fjárhæðum hefði verið
varið á undanförnum árum til þess
að ná honum. „Ferrari, milljarða
dollara stórsigur" hljómaði aðalfyr-
irsögn blaðsins. Og La Stampa
minnti á í forsíðugrein að um fjöl-
þjóðlegt afrek væri að ræða því lyk-
ilmennirnir væru útlendir; Schu-
macher þýskur, Todt franskur,
Brawn breskur og hollur liðsfélagi
Schumachers, Rubens Barrichello,
brasilískur.
Frækinn sigur Schumachers í
Suzuka á sunnudag réðst fyrst og
fremst af snjallri herkænsku sem
Schumacher segir hafa verið upp-
hugsaða af tæknistjóranum Ross
Brawn. Leiddi hún til þess að hann
náði forystu í akstrinum úr hendi
Mika Hákkinens þegar 13 hringir
voru eftir af 53. Hakkinen tók betur
af stað í ræsingu og vann fyrsta sæt-
ið strax af Schumacher. Gat aldrei
hrist hann af sér eftir það og bilið
minnkaði er úði tók að falla svo
brautin varð hál. Er Finninn stopp-
aði öðru sinni til að skipta um dekk
og taka bensín þegar þriðjungur
leiðarinnar var eftir hélt Schu-
macher áfram þrjá hringi í viðbót.
Slitin dekk hans gripu brautina bet-
ur svo hann gat ekið mun hraðar en
Hákkinen á gljáandi nýbörðum og
náð forskoti sem dugði til þess að
hann kom út fyrir framan nefið á
keppinautnum úr seinna stoppi sínu.
Titill bílsmiða einnig
í augsýn hjá Ferrari
Kappaksturinn var ekkert annað
en einvígi Schumachers og Hákkin-
ens frá upphafi en sá fyrrnefndi
varð að koma á undan í mark til að
eiga möguleika á að vinna ökuþóra-
titilinn þriðja árið í röð í lokamótinu
eftir tvær vikur. Spennan ríkti alveg
til loka, ekki síst er Hákkinen
minnkaði bilið mjög aftur á síðustu
tveimur hringjum. En með sigrinum
var Schumacher kominn með 98 stig
á árinu og Hákkinen 86. Þótt eitt
mót sé eftir eru úrslitin því ráðin
eftir tvísýna baráttu þeirra undan-
farna mánuði um heimsmeistaratitil
ökuþóra.
Ferrari á möguleika í lokamótinu
að vinna einnig titil bílsmiða þar
sem liðið er með 13 stiga forskot á
McLaren. Þar sem 16 stig eru að
hámarki enn í pottinum, þ.e. með
því að eiga tvo fyrstu bíla í mark, á
McLaren enn einhverja von en mið-
að við slík úrslit dygði Ferrari að
eiga fjórða mann í mark þar.
Á bekk með Lauda,
Stewart og Senna
Heimsmeistaratitillinn er sá
þriðji sem Schumacher vinnur en
hann varð meistari á Benetton-bíl
1994 og 1995. Hefur hann skipað sér
á bekk með Astralanum Jack Brab-
ham, Skotanum Jackie Stewart,
Austurríkismanninum Niki Lauda
og Brasilíumönnunum Nelson Piq-
uet og Ayrton Senna sem allir
hömpuðu titlinum þrisvar.
Einungis Juan Manuel Fangio frá
Argentínu og Frakkinn Alain Prost
hafa oftar orðið meistarar, Fangio
fimm sinnum og Prost fjórum sinn-
um.
Á æskustöðvum Schumachers í
þýska smábænum Kerpen hafa ver-
ið lögð drög að því að gera nafn hans
ódauðlegt í tilefni titilsins. Ákveðið
hefur verið að nefna götu í bænum
eftir þessum frægasta syni hans.
Um er að ræða götuna að kartbraut
bæjarins, sem faðir hans Rolf á, en
þar lærði Schumacher fyrstu kapp-
aksturstökin ungur að árum.
Gottað
komast
Fyrirliði ÍBV, Vigdís Sigurðar-
dóttir, var óhress með leik liðs-
ins í síðari viðureign liðanna en engu
að síður mjög kát með að liðið væri
komið áfram í aðra umferð Evrópu-
keppninnar. „Eg veit satt best að
segja ekki hvað gerðist í leiknum í
dag (síðari viðureign liðanna), við
náðum okkur aldrei á strik og þær
gengu á lagið. Kannski að við höfum*
verið of sigurvissar, því að í gær unn-
um við stórt og vorum að spila virki-
lega vel,“ sagði Vigdís.
Sigbjöm Óskarsson, þjálfari
Islandsmeistaranna var ekki nógu
ánægður með leik Eyjastúlkna í síð-
ari viðureign liðanna; „Við unnum
stóran sigur í gær (sagt eftir síðari
viðureign liðanna) og það var svolítið
erfitt að undirbúa liðið fyrir leikinn í
dag því að okkur fannst við hafa átt
að vinna stærra í gær, vorum að
glopra boltanum allt of oft. Við vor-
um á hælunum í þessum leik þar serq
þær voru á tánum, svo einfalt er
það.“
Hvernig tilGnning er það að leiða
ÍBV í fyrsta skiptið í aðra umferð í
handbolta?
„Það er bara virkilega góð tilfinn-
ig. í næstu umferð mætum við liði
frá Þýskalandi þannig að það eru
skemmtilegir tímar framundan.
Eyjastúlkur
áfram
ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handbolta kvenna tóku á móti Pirin
Blagoevgrad í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða í Eyjum um
nýliðna helgi. Venjan er sú að lið leika heima og heiman í Evrópu-
keppni en ÍBV hafði keypt réttinn til að leika báða leikina í Eyjum.
Fyrri leikur liðanna var á laugardaginn og sá síðari á sunnudag-
inn. Skemmst er frá því að segja að Eyjastúlkur komust áfram í
aðra umferð Evrópukeppninnar á markatölu, samanlagt 46:43 úr
báðum viðureignum.
Fyrri leikur. Eyjastúlkur fengu
óskabyrjun í fyrri viðureign lið-
anna, sem var heimaleikur Pirin
Blagoevgrad, því þær
■■■■■■■ náðu að komast í 5:0
Skapti Öm áður en gestimir
Ólafsson náðu að komast á
blað. Það var ekki
fyrr en eftir 8 sóknir og rúmar 8 mín.
að leikmenn Pirin Blagoevgrad náðu
að skora mark. En eftir að þjálfari
Búlgaranna tók leikhlé var eins og
smá líf hafi kviknað í sóknarleik
þeirra og náðu þær að minnka mun-
inn niður í tvö mörk í stöðunni, 10:8.
En það voru Eyjastúlkur sem skor-
uðu síðustu mörk fyrri hálfleiks og
leiddu í leikhlé, 12:8.
Það voru Eyjastúlkur sem komu
grimmari til leiks í síðari hálfleik
með Ingibjörgu Yr Jóhannsdóttur í
fararbroddi og var eins og leikurinn
köttur og mús væri í gangi því Eyj-
astúlkur voru alltaf skrefinu á undan
leikmönnum Pirin Blagoevgrad.
Leikmenn ÍBV voru fljótir að refsa
Búlgörunum fyrir mistök með
hraðaupphlaupum og juku forystuna
jafnt og þétt út leikinn og unnu góð-
an sigur á andlausu liði Pirin Blag-
oevgrad, 27:19.
Bestar Eyjastúlkna í leiknum
voru þær Ingibjörg Ýr Jóhannsdótt-
ir, sem var ógnandi í sókninni, og
Inga Falkvard Danberg sem skoraði
nokkur falleg mörk. Einnig stóð Vig-
dís Sigurðardóttir markmaður sig
vel.
En maður leiksins og jafnframt sá
leikmaður sem kom í veg fyrir stærri
sigur Eyjastúlkna var markmaður
Pirin Blagoevgrad, Adelina Parlova.
Parlova var að veija eins og berserk-
ur í markinu og sagði lok, lok og læs
á tímabili.
í síðari viðureign liðanna, sem
fram fór á sunnudaginn, var eins og
allt önnur lið væru að spila frá degin-
um áður. I fyrri leiknum þar sem
Eyjastúlkur léku við hvern sinn fing-
ur og leikmenn Pirin Blagoevgrad
léku illa snerist dæmið gjörsamlega
við í síðari leiknum þar sem Búlgar-
arnir fóru á kostum. Greinilegt var
að þjálfari Pirin Blagoevgrad hafði
unnið heimavinnuna sína eftir tapið
frá deginum áður og kortlagt leik
ÍBV. Um biðbik hálfleiksins klúðr-
uðu Eyjastúlkur 8 sóknum í röð á
meðan Búlgararnir skoruðu 5 mörk.
Skemmst er frá því að segja að Eyja-
stúlkur náðu sér aldrei á strik í leikn-
um þrátt fyrir að hafa byrjað betur ^
og sigldu leikmenn Pirin Blag-
oevgrad fram úr Eyjastúlkum eftir
að hafa komist yfir eftir rúmlega 12
mín. leik. Staðan í hálfleik 10:14 Pir-
in Blagoevgrad í vil.
í síðari hálfleik héldu leikmenn
Pirin Blagoevgrad áfram og juku
forystuna og sýndu oft og tíðum
glæsilega takta. Mestur var munur-
inn 12:20 þeim í hag. Til marks um
óheppni Eyjastúlkna klúðruðu þær
20 sóknum í síðari hálfleik. En þegar
5 mín. lifðu leiks vöknuðu Eyjastúlk-
ur og náðu að laga stöðuna. Lokatöl-.
ur í Eyjum 19:24 og ljóst að Eyja-
stúlkur eru á leiðinni í fyrsta skiptið í
aðra umferð Evrópukeppni meist-
araliða þar sem þær mæta Buxtehu-
de frá Þýskalandi.
í síðari viðureign liðanna stóð
markmaður Pirin Blagoevgrad,
Adelina Parlova, sig best ásamt
skyttunni Ronitza Bovkardieva sem
héldu engin bönd. Aftur á móti voru
þær Vigdís Sigurðardóttir í markinu
og Amela Hegic skástar hjá Eyja-
stúlkum.