Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 B 7 ENGLENDINGAR töpuðu 1:0 gegn Þjóðverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á laugardaginn. Dagurinn hófst með grárri muggu og rigningarsudda sem átti eftir að gefa tóninn fyrir það sem á eftir kom. Þrátt fyrir það fylktu Englendingar kátir liði á Wembley í síðasta sinn en rífa á völlinn og byggja nýjan sem verður tilbúinn árið 2004. Englendingar voru fegnir að fá að byrja upp á nýtt eftir ófarirnar á Evrópumótinu í sumar en þeir vildu endurtaka leikinn síðan þá er liðið vann Þjóðverja 1:0- nema núna átti að gera það á sannfærandi máta. IrisB. Eysteinsdóttir skrifarfrá Engtandi Eftir aðeins 13 mínútna leik slokknaði bjartsýni Englend- inga. Dietmar Hamann fékk þá aukaspymu utan teigs eftir að Paul Scholes hafði brotið af sér. Hamann þrumaði boltanum í netið af um 25 metra færi á meðan markvörðurinn, David Seaman, virt- ist enn vera að stilla upp varnar- veggnum og var því mjög seinn að bregðast við. Þjóðverjar voru greini- lega búnir að gleyma óförum sínum á Evrópumótinu í sumar og reiðubúnir að vinna verkið sem fyrir höndum var. Þjóðverjar voru betra liðið mestallan leikinn. Liðið hélt boltan- um vel innan liðsins og lék agaða og skynsamlega knattspyrnu. Southgate á miðjunni Englendingar komust ekki al- mennilega í gang fyrr en um hálftími lifði leiks en náðu þá ekki að setja boltann í netið þrátt fyrir ágætar til- raunir Davids Beckhams og Tonys Adams. Kevin Keegan, landsliðs- þjálfari Englands, tók þá áhættu að tefla fram varnarjaxlinum Garreth Southgate í stöðu aftasta miðju- manns þar sem Steven Gen-ard var meiddur. Southgate átti að halda Mehmet Scholl í skefjum en Þjóð- verjar komu á óvart með því að leika aðeins með Oliver Bierhoff frammi og enn einu sinni þurftu Englending- ar að láta í minni pokann á miðju- svæðinu. Bobby Charlton leiddi enska liðið inn á völlinn í upphafi leiks og í hjört- um flestra Englendinga lifði sú von að leikurinn væri upphafið að ára- ngri svipuðum og liðið náði 1966 þeg- ar England vann heimsmeistaratitil- inn á Wembley. Þvert á móti var það niðurlútur Kevin Keegan sem gekk af velli í leikslok. Tæpum hálftíma síðar sagði hann starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari. Aðstoðarmað- ur hans, Howard Wilkinson, tók tímabundið við þjálfun liðsins og mun stjórna því gegn Finnum annað kvöld í öðrum leik liðsins í undan- keppni HM. Keegan sagði Adam Crozier, einum forystumanni enska knattspyrnusambansins, að hann væri hættur nokkrum mínútum eftir leikslok. Crozier reyndi fyrst að fá hann ofan af því að hætta og síðan til að fresta því framyfir leikinn gegn Finnum en Keegan var ákveðinn í sinni sök. Ég hef brugðist „Mér finnst ég hafa brugðist í starfinu. Sumt gerði ég mjög vel, en lykilatriðið var að vinna leiki og mér tókst það ekki. Úrslit leikjanna sýna að ég hef brugðist,“ sagði Keegan eftir leikinn en meðan hann hefur verið við stjórnvölinn hefur liðið unn- ið sjö leiki, gert sjö jafntefli og tapað fjórum. „Eftir Evrópumótið í sumar var mörgum þjálfurum sagt upp - sum- um sem höfðu staðið sig betur en ég svo mér fannst alltaf lykilatriði að hefja undankeppni HM vel. Ég tók áhættu með því að láta Southgate byrja inni á og sá að það gekk ekki en ég fann ekki réttu lausnina," sagði Keegan af ótrúlegri hreinskilni. „Það var íyrst og fremst áhorfendum að þakka að ég fékk þetta starf. Núna fannst mér tími til að hætta. Tíma- setningin er kannski ekki sú besta en ég verð að vera hreinskilinn við sjálf- an mig því ég veit að þetta er rétt ákvörðun," sagði Keegan. Áhorfendur sem sungið höfðu alla leið á Wembley flýttu sér ýmist í burtu eða biðu um stund og púuðu á liðið. Strax eftir leikinn fór orðrómur á kreik um hver tæki við sem þjálfari enska landsliðsins. Crozier sagði að peningar skiptu engu máli heldur væri aðalatriðið að fá rétta manninn í starfið. Venabies efstur á listanum „Þetta er gífurlega mikilvægur tími fyrir enska landsliðið, sagði hann. Nokkrir menn hafa nú þegar verið nefndir og er Terry Venables efstur á lista hjá veðbönkum í Eng- landi. Aðrir sem nefndir hafa verið til sögunnar eru Alex Ferguson, Ars- ene Wenger, Bryan Robson, Peter Taylor, Peter Reid og Howard Wilk- inson. I fyrsta sinn er jafnvel rætt um að þjálfari enska landsliðsins verði útlendingur en ljóst er að knattspyrnusambandið er í nokkrum vandræðum þar sem nær allir þeir hæfustu eru samningsbundnir sínum félögum. Reuters Kevin Keegan gengur niðurlútur af leikvelli á Wembley. Skiptar skoðanir eru um Keegan Á FORSÍÐU nánast hvers einasta dagblaðs í Englandi var ritað um uppsögn Kevins Keegans og ófar- irnar á Wembley á laugardag þeg- ar liðið tapaði 1:0 gegn Þýska- landi. The Mirror birti starfs- lýsingu á forsiðu blaðsins. „Þjálfari með kjark og góða yfir- sýn, sem getur náð því besta út úr yfirborguðum stjörnum sem mis- tekst alltaf er á reynir, óskast." Blaðið segir launin ekki vanda- málið og að umsóknir skuli berast til örvæntingarfulls knattspyrnu- sambands Englands. Daily Express setur spurningarmerki við hvort Keegan hafi verið upp- gjafarmaður eða heiðarlegur að hætta. Blaðið segir Keegan með barnalegar hugmyndir um leik- fræði og ákvörðunin um að leika Gareth Southgate á miðjunni hafi verið afdrifarík. Daily Star sagði Keegan hafa hætt því móðir hans dó fyrir tæp- um tveimur vikum og hann hafi þar af leiðandi ekki ráðið við þá pressu sem fylgir því að starfa sem Iandsliðsþjálfari. Blaðið gagnrýnir Keegan einnig harð- lega og segir að hann hafi haft rétta andann j' starfið, en að það sé alls ekki nóg því hann hafi ekki hugmynd um hvað leikfræði sé. Blaðið segir alls staðar minnst á heiðarleika hans en spyr hvers vegna hann hafi þá ekki hætt í lok Evrópumótsins. Tapið gegn Þjóð- verjum hafi verið geysileg smán fyrir England á degi sem átti að vera hátfðisdagur. Wembley-martröðin The Sun segir Keegan hafa skil- ið þjóðina eftir í ræsinu og kallar hann óhæfan. Blaðið segir hann aldrei hafa hlustað á óánægju- raddir og alltaf hafa ýtt sinni hug- mynd aftur upp á yfírborðið. Þeg- ar loks kom tími til að breyta - í hálfieik gegn Þýskalandi - var það alltof seint. Daily Mail kallar atburðinn „Wembley-martröðina" og stingur upp á Aime Jacquet í starfíð og segir að frönsku þjálfar- amir nái mun meiri árangri en þeir ensku. MARKIÐ, sem Stefán Þórðarson skoraði fyrir Stoke City gegn Charlton í deildarbikarkeppninni hinn 26. september, var valið eitt af átta fallegnstu mörkum sept- ember mánaðar á sjónvarpsstöð- inni Sky. Stefán fékk boltann vinstra megin fyrir utan teig þar sem hann þrumaði að marki og smellhitti boltann sem söng efst í marknetinu fjær. Meðal keppina- uta Stefáns um mark mánaðarins eru brasilíski varnarmaðurinn Silvinho, sem leikur með Arsenal, og Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink, framherji Chelsea. Áhorfendur sjónvarpsstöðvarinn- ar munu velja mark mánaðarins en úrslit verða gerð kunn í næstu viku. Christoph Daum fór í lyfjapróf CHRISTOPH Daum, núverandi þjálfari Bayer Leverkusen og væntanlegur þjálfari þýska landsliðsins í knattspyrnu, sagði við þýska fjölmiðla á mánudag að niðurstöður úr læknisrannsókn sem hann fór í að eigin frumkvæði kæmu eftir fjórar vikur. Að und- anförnu hefúr Daum verið í sviðsljósinu vegna ásakana um eiturlyQaneyslu og frek- ar fjölskrúðugs einkalífs og margir knatt- spyrnuforkólfar í Þýskalandi hafa gagnrýnt Daum opinberlega. „Læknar hafa tekið þau piróf sem nauðsynleg eru til að finna út hvort ég hafi notað eiturlyf en ég hef hreina sam- visku og óttast ekki niðurstöður prófanna,“ sagði Daum. Eftir sannfærandi 1:0 sigur á Englendingum á Wembley vilja áhangendur þýska landsliðsins að Rudi Völler haldi áfram að stjórna iandsliðinu en samkvæmt áætlunum þýska knattspynusambandsins á Daum að taka við af Völler þegar samningur Daum við Leverkusen rennur út í júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.