Morgunblaðið - 10.10.2000, Page 10

Morgunblaðið - 10.10.2000, Page 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjarki Sigurðsson og félagar í Val lögðu Eyjamenn með einu marki i framlengdum leik. Árni ÞórÁrnason, formaður FSÍ, segir góða lausn ekki til „Sit uppi með glæpinn“ „ÞETTA er erfiðasta mál sem ég hef lent í síðan ég tók við formennsku í Fimleikasam- bandinu í september 1996,“ sagði Árni Þór Árnason, for- maður Fimleikasambands íslands (FSÍ), í samtali við Morgunblaðið í gær. W Ami vitnar þarna til þess að stjóm FSÍ þurfti að velja tvö lið til þátttöku á Evrópumótið í hópfimleikum, eða trompfimleik- um, og hefur staðið nokkur styrr um ákvörðun stjómarinnar um að senda lið Gerplu og Stjörnunnar. Tækninefnd FSÍ mælti með því að lið Stjömunnar og Bjarkai- fæm en stjómin, sem hefur ákvörðunar- vald í þessu máli sem og öðmm innan sambandins, ákvað hitt. „Það var í rauninni sjálívalið því það em tvö lið sem hafa náð lágmarkinu sem sett var, það er að segja 25,000 stigum. Þessi lið em Stjarnan og Gerpla,“ segir Ami. Hann viðurkennir jafnframt að mistök hafi orðið á Islandsmótinu í vor og því sé allur þessi hasar. „Stærstu mistök mín em sjálfsagt að hafa ekki sett hnefann í borðið í vor og sagt að úrslitin stæðu þrátt fyrir þessi mistök dómara, en þau verða í öllum greinum. Kærufrest- ur var útmnninn og samkvæmt reglum eiga úrslitin því að standa. Þess í stað var ákveðið að koma á öðra móti með erlendum dómara og var það mót haldið í síðustu viku. Þar náði ekkert félag 25,000 stigum, en Stjaman og Gerpia náðu bæði 25,00 stigum á íslands- mótinu," segir Ami. Eftir að búið var að reikna íslandsmótið upp á nýtt, en hægt er að reikna á tvo vegu að því er fróðir menn segja, em Stjaman og Gerpla jöfn með 25,05 stig eða 25,00 en - eftir því hvor aðferðin er notuð - Bjarkimar koma þar skammt á eftfr með 24,90 eða 24,83 stig. Ami segir að mótið í haust hafi verið tilraun til að reyna að leita réttlætis í málinu en þegar stjómin ákvað að senda þau tvö lið sem náðu lágmarkinu í vor hafi ekkert annað verið í stöðunni. „Stjórnin fór á fund Lárasar Blöndals, for- manns laganefnd ÍSÍ, 5. október og hans skilningur var að við ættum um tvennt að velja, gera eins og við gerðum eða velja tvö efstu liðin úr mótinu 3. október. Við ákváðum þetta daginn áður vegna þess að þann dag urðum við að tilkynna hvaða lið fæm utan og vissum ekki betur, samkvæmt ráðleggingum fróðra manna innan sambandins, en það væri eini möguleikinn. Það er í raun sama hvemig við hefðum bmgðist við, eitt lið hefði alltaf orð- ið að sitja eftir heima og það lið hefði verið óhresst með ákvörðun okkar,“ segir formaðurinn. Hann sagðist hafa gert fleira til að reyna að leysa vandann. „Ég talaði við formann tækninefndar Evrópusambandsins og hún tjáði mér að þrjú önnur lönd væm í sama vanda og hefðu óskað eftir að fá að senda þrjú lið til keppni en það væri ekki hægt. í einu landinu vom meira að segja öll þrjú liðin jöfn að stigum, en því er ekki svo varið hér. Mér finnst þetta hið versta mál, en við emm búin að ákveða hvaða lið fara og ætli megi ekki segja sem svo að ég sitji uppi með glæpinn. Ég hefði mjög gjaman viljað finna góða lausn á málinu, en mér sýnist að hún sé ekki til,“ sagði Ámi Þór Ámason. Snorri Guðjónsson var ánægður eftir sigur Vals á IBV „Við vorum alltaf skrefinu á undan“ MIKIÐ gekk á að Hlíðarenda á laugardaginn þegar Eyjamenn sóttu Valsara heim og þurfti að framlengja leikinn eftir að Snorri Guðjónsson jafnaði þegar 2 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þar höfðu Valsmenn betur, 31:30, en leikmenn fengu samtals að kæla sig í rúman hálftíma í öllum látunum, þar af báðir þjálfararnir. Með sigrinum smelltu Hlíð- arendapiltarnir sér upp að hlið Eyjamanna með 4 stig, sem um leið misstu af efstu liðunum. Eftir að gestirnir höfðu skorað fyrsta markið reistu Valsmenn varnarvegg með Snorra Guðjóns- son fremstan í flokki og á bak við 'stefánsson ve^n varði, Rói' skrifar and Eradze án af- láts. Sem dæmi varði hann þrjú af fyrstu 5 víta- skotum Eyjamanna en eitt fór í slá. Fyrir vikið varð mikið ráðaleysi í sóknarleik Vestmanneyinga og lítið um mörk en Guðfinnur Krist- mannsson reyndi einna helst að brjótast í gegnum varnarvegginn. En Vestmanneyingar em engir nýliðar í faginu og reyndu að halda í horfinu með því að standa sig í vörninni og læða inn einu og einu marki. Þegar á leið fór það að skila sér því Valsmönnum tókst ekki að halda sínu striki sleitulaust og þeg- ar þeir í síðari hluta fyrri hálfleiks slökuðu aðeins á klónni gengu gest- irnir á lagið og minnkuðu muninn úr fimm mörkum niður í eitt. Eftir hlé hélt sveiflan áfram - Valur náði fimm marka forystu á ný á fyrstu mínútum síðari hálf- leiks en þá var komið að Eyjapilt- um, sem minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar hvorki gekk né rak hjá heimamönnum. Enn kom góður kafli hjá Val en þegar tveimur leik- mönnum þeirra var vikið af velli í tvær mínútur létu Eyjamenn ekki bjóða sér slíkt tækifæri tvisvar og jöfnuðu 24:24 þegar tæpar tíu mín- útur voru til leiksloka. Bæði lið fengu ágæt tækifæri til að ná for- ystu en óðagotið var mikið. Loks bmtu Valsmenn ísinn og náðu 26:25 forystu en þegar aftur fækk- aði um tíma í liði þeirra um tvo menn, þar af fór útaf annar leik- maðurinn fyrir leikaraskap, svo að þeir urðu tveimur færri í heila mín- útu, gerðu Eyjamenn enn betur en fyrr og náðu forystu í fyrsta sinn ef undan er skilið fyrsta mark leiks- ins. ÍBV var einu marki yfir þegar 20 sekúndur vom til leiksloka en það var nóg fyrir Snorra og félaga svo að framlengja varð leikinn. Valsmenn skomðu tvö fyrstu mörkin í framlengingunni án þess að Eyjamenn næðu að svara fyrir sig í 5 sóknum en fleiri mörk létu á sér standa. Valsmenn náðu síðan aftur tveggja marka forskoti þegar 20 sekúndur vom eftir. Vestmann- eyingar minnka niður í eitt þegar tíu sekúndur em eftir en lengra komust þeir ekki því Valsmönnum var í lófa lagið að halda boltanum í þessar tíu sekúndur og fagna síðan sigri. „Ég horfði ekkert á klukkuna og vissi að nokkrar sekúndur vom eft- ir svo að það væri enginn tími til að athafna sig neitt sérstaklega - fékk bara boltann og var kominn í gegn svo að það var ekkert annað að gera en að skjóta,“ sagði Snorri, sem skoraði jöfnunarmark Vals svo að framlengja varð leikinn en hann átti mjög góðan leik í vörn og sókn. Hann var samt ekki sáttur við að hleypa Eyjamönnum reglulega inn í leikinn. „Við vomm alltaf skrefinu á und- an en náðum aldrei að hrista þá af okkur, fannst við alltaf með yfir- höndina og náðum þriggja til fjög- urra marka forskoti en misstum það alltaf niður - urðum meira segja undir um tíma í lokin í venju- legum ieiktíma en sýndum mjög mikinn karakter með því að vinna það strax aftur upp eftir að hafa verið yfir svo til allan leikinn," bætti Snorri við og sagði stigin því kærkomnari. „Sigurinn var mjög mikilvægur því við spiluðum mjög vel í fyrsta leiknum en svo mjög illa í næsta leik. Það er líka mikil- vægt að fá þessi stig tii að halda okkur í hóp með efstu liðum auk þess sem þetta styrkir sjálfstraust okkar fyrir næstu leiki.“ Auk Snorra var Róland mark- vörður í miklum ham og varði til dæmis 3 vítaskot. Daníel Ragnar- sson var einnig drjúgur til að byrja með og Júlíus Jónasson sýndi skemmtilega tilþrif í sókninni fyrir Erfitt að vinna upp „ÞAÐ er alltaf erfitt að vinna upp markamun og við þurftum þrisvar að vinna UPP fjögurra marka mun,“ sagði Erlingur Richardsson, fyrirliði Eyjamanna, eftir leikinn við Val á laugardag- inn. „Við örvæntum samt ekkert því mótið er rétt að byrja. „Hins vegar lékum við ekki vel þó að góðir sprettir hafi komið á milli. Við fórum mjög illa með vitaköstin okkar og fórum stundum illa að ráði okkar þegar við vor- um einum eða tveimur fleiri. Við bíðum þvf spenntir eftir næsta leik því þá ætlum við að vinna til að ná okkur aft- ur á strik og gleyma þessu tapi fyrir Val.“ utan að leika vörnina með prýði. Valdimar Grímsson beið fram í miðjan síðari hálfleik með að láta ljós sitt skína en þá skein það líka skært þegar kempan lék varnar- menn ÍBV grátt. Hjá Eyjamönnum var Aurimas Frovolas atkvæðamikill og Svavar Vignisson lét varnarmenn Vals hafa mikið fyrir sér enda áttu þeir í mestu vandræðum með að hemja pilt þegar hann fengið boltann í hendurnar á línunni. Guðfinnur var góður framan af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.