Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 4
4 C FIMMTUDAGUR12. OKTÓBER 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Bakkavör Group kaupir breska matvælafyrirtækið Wine & Pine Plc.
Arsvelta Bakkavör
Group 4,5 milljarðar
BAKKAVÖR Group hefur keypt
breska matvælafyrirtækið Wine &
Dine Plc. fyrir 850 milljónir króna
og með þessum kaupum verður
ársvelta Bakkavör Group um 4,5
milljarðar króna og starfsmenn
samstæðunnar um 300 talsins.
Gengi bréfa í Bakkavör Group hef-
ur farið lækkandi undanfarið, en í
kjölfar kaupanna á Wine & Dine
hækkaði gengi i bréfanna um 4,9%.
Velta Wine & Dine Plc. síðasta
rekstrarár 650 milljónir króna, en
áætlanir gera ráð fyrir að velta yf-
irstandandi árs verði um 850 millj-
ónir. Hagnaður af rekstri Wine &
Dine Plc. fyrstu sex mánuði yfir-
standandi rekstrarárs var um 50
milljónii' króna fyrir skatta og
veltufé frá rekstri nam 67 milljón-
um króna sem er í fullu samræmi
við áætlanir. Eigið fé félagsins
nemur 160 milljónum króna og
starfsmenn eru 70 talsins.
Wine & Dine var stofnað árið
1983 og rekur starfsemi sína í
Mercedes-Benz ML 270 CDI
Verð frá 4.099.000
ilfclÍjfllWmU lltlÉiÉj
Skúlagötu 59, símt 540 5400 www.raesir.is
Mercedes-Benz
skrífstofuskápar - einfaldlega betrí
5.000 fermetra eigin verksmiðju-
húsnæði í Birmingham sem byggt
er samkvæmt ströngustu kröfum
um hreinlæti og aðbúnað.
Félagið hefur fram að þessu ver-
ið í eigu einstaklinga og fjárfesta í
Birmingham en eftir kaupin mun
Bakkavör Group eignast 100%
hlutafjár í félaginu.
Starfsemi Wine & Dine byggist
að mestu leyti á þróun, framleiðslu
og sölu ýmiss konar afurða svo sem
salatsósa, ídýfa og smuráleggs, t.d.
tarama. Bakkavör Island hefur
verið birgi Wine & Dine Plc. um 10
ára skeið en félagið hefur keypt
þorskhrogn og ýmislegt annað
sjávarfang sem hráefni fyrir fram-
leiðslu sína.
Wine & Dine Plc. hefur verið
framarlega á sviði vöruþróunar og
hefur á að skipa sérfræðingum
ásamt góðri aðstöðu til að mæta sí-
fellt meiri kröfum viðskiptavina um
nýjar afurðir. Vöxtur félagsins hef-
ur verið góður undanfarin ár en
velta þess hefur aukist um 20-30%
árlega og er þar aðeins um innri
vöxt að ræða.
Stórmarkaðir helstu
viðskiptavinirnir
Helstu viðskiptavinir Wine &
Dine Plc. eru stórmarkaðir í Bret-
landi en sala til þeirra nemur um
helmingi veltunnar. Aðrir við-
skiptavinir eru heildsalar sem
dreifa til veitingastaða og veislu-
þjónusta en auk þess era flugfélög
og framleiðendur ýmiss konar af-
urða stórir viðskiptavinir félagsins.
„Tilgangur Bakkavör Group með
kaupunum á Wine & Dine er að
styrkja þann hluta starfseminnar
sem byggist á framantöldum vör-
um, en um það bil 30% af veltu
Bakkavör Group koma nú þegar
frá slíkri framleiðslu. Vörulína
Wine & Dine Plc. gefur mikla
möguleika á að auka vöruframboð í
öðrum félögum Bakkavör Group og
nýta þannig betur framleiðslutæki
þeirra og dreiflkerfí.
Auk þessa hyggst Bakkavör
Group ná fram samlegð á öðrum
sviðum s.s. í innkaupum, dreifingu
kældra vara og vöruþróun. Þessi
kaup eru í fullu samræmi við áætl-
anir um uppbyggingu félagsins,"
segir í tilkynningu frá Bakkavör
Group.
Kaupin á Wine & Dine Plc. eru
gerð með þeim fyrirvara að kost-
gæfnisathugun, sem nú fer fram,
standist.
Aformað er að Bakkavör Group
taki formlega við rekstri Wine &
Dine Plc. 15. nóvember nk.
Vodafone
búið að selja
Infostrada
BRESKA fjarskiptafyrirtækið
Vodafone hefur nú lokið sölu á dótt-
urfyrirtæki sínu Infostrada á Italíu,
að því er m.a. kemur fram á frétta-
vefBBC.
Kaupandinn er stærsta orkufyrir-
tæki Ítalíu, Enel, og kaupverð er um
11 milljarðar evra eða um 800 millj-
arðar króna. Vodafone mun nota
peninganatil að fjármagna tilboð
sín í UMTS-farsímaleyfí víða um
heim.
Vodafone tók Infostrada yfir í
kjölfar yfírtöku á þýska félaginu
Mannesmann fyrr á þessu ári.
Infostrada starfar aðallega á sviði
fastlínuQarskipta. Óljóst hefur verið
hvert Vodafone ætlaði sér með
Infostrada þar til í september að við-
ræður hófust við Wind, samstarfsfé-
lag France Telecom og Enel. Wind
er þriðja stærsta fjarskipUifyrirtæki
ítaliu. Búist er við að France Tele-
com, sem fyrr á þessu ári keypti
farsímafélagið Orange af Vodafone,
komi inn í Infostrada-samninginn á
síðari stigum.
BBC greinir einnig frá því að við-
ræður Vodafone og írska fjarskipta-
fyrirtækisins Eircom standi nú yfír.
Þær snúist um hugsanleg kaup
Vodafone á farsímahluta Eircom,
Eircell, sem metinn er á 4 milljarða
evra eða um 290 milljarða króna.
Irski farsímamarkaðurinn er ört
vaxandi og sérfræðingar telja hugs-
anlega fjárfestingu Vodafone í
Eircell skynsamlega. Á írska far-
snnamai'kaðnum eru tvö félög
stærst, Eircell og Esat Digifone sem
er í eigu Telenor og British Telecom.
Samstarfssamningur Mekkano og Intershop undirritaður
Mekkano frumkvöðlasetur
rafrænna viðskipta á Islandi
HUGBUNAÐARRISINN Inter-
shop og íslenska markaðssamskipta-
fyrirtækið Mekkano hafa skrifað
undir samstarfssamning sem felur í
sér að íslensk fyrirtæki geta nýtt
Enfinity-lausn Intershop á mun hag-
stæðari kjöram en annars staðar
þekkist. Intershop hefur frá árinu
1992 verið leiðandi við hönnun og
smíði hugbúnaðarlausna fyrir raf-
ræn viðskipti og hefur selt meira en
270 þúsund hugbúnaðarleyfi fyrir
vefviðskiptalausnir sínar.
Enfinity er öflugur viðskiptamiðl-
ari fyrir rafræn viðskipti og í frétta-
tilkynningu segir að í samningnum
felist viðurkenning á íslandi sem
ákjósanlegu tilraunamarkaðssvæði
og frumkvöðlamarkaði, en Intershop
er einn helsti framleiðandi hugbún-
aðarlausna fyrir rafræn viðskipti í
heiminum.
Mekkano mun á næstunni kynna
helstu fyrirtækjum og stofnunum
landsins samninginn og leita eftir
samstarfi við uppsetningu og rekst-
ur miðstöðvar fyrir rafræn viðskipti
sem auðveldar millifyrirtækjavið-
skipti og býr íslenska markaðinn
undir breytingar sem verða á raf-
rænum viðskiptum á komandi
misseram.
Samningurinn felur í sér að Mekk-
ano rekur framkvöðlasetur raf-
rænna viðskipta á íslandi. Markmið-
ið er að fylgjast með nýjungum,
veita fyrirtækjum aðgang að þeim
og þróa margvíslegar viðskipta-
lausnh' í samvinnu við Intershop, en
í samningnum er gert ráð fyrir að
Mekkano og Intershop vinni allt að
15 vefviðskiptalausnir fyrir lok
næsta árs. Samstarfið auðveldar sér-
staklega útrás Mekkano á Norður-
landamarkað og hefur nú þegar skil-
að viðskiptavinum í Svíþjóð og
Noregi.
Gæðamiðlun, forveri Mekkano,
var á síðasta ári eitt tíu fyrstu fyrir-
tækja í heiminum til þess að hljóta
þjálfun í notkun Enfinity. Það gerð-
ist í tengslum við þróun vefviðskipta-
lausna fyrir bandarísk-íslenska fyr-
irtækið Mobilestop sem á dögunum
gerði samstarfssamning við Erics-
son um rekstur vefviðskiptalausna
fyrirtækisins í Suður-Ameríku.
Góð afkoma Norræna
fjárfestingarbankans
AFKOMA Norræna fjárfestingar-
bankans fyrstu átta mánuði ársins
var góð að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá bankanum. Hreinar
vaxtatekjur námu 103 milljónum
evra, en fyrir sama tímabil í fyrra
námu hreinar vaxtatekjur 92 milljón-
um evra. Efnahagsreikningur bank-
ans var 14,5 milljarðar evra í lok
tímabilsins samanborið við 13,3 millj-
arða evra við síðustu áramót sem er
9% aukning.
Lán til iðnaðar eru áfram fyrir-
ferðarmest í lánasafni bankans á
Norðuriöndum. Aukning hefur orðið
í lánum til fjármálastofnana á öllum
Norðurlöndum sem endurlána síðan
til smárra og meðalstórra fyrirtækja.
Jón Sigurðsson, aðalbankastjóri
NIB, segir að með þessu móti veiti
NIB gagnlega viðbót við þjónustu
norrænna banka og alþjóðlegra lána-
stofnana.
Sérstök áhersla á lán
til grannríkja ■ austri
Fram kemur í tilkynningu NIB að
nokkuð hefur dregið úr spurn eftir
lánum utan Norðurlanda en þó hafi
spum eftir lánum í fjarskiptaverk-
efni utan Norðurlanda verið tölu-
verð. Jón Sigurðsson segir að NIB
leggi nú sérstaka áherslu á lán til
grannríkja Norðurlanda í austri og
fjánnögnun umhverfisverkefna á
Eystrasalts- og Barentshafssvæðun-
um nýtur forgangs í starfsemi bank-
ans. Að beiðni borgaryfirvalda í St.
Pétursborg hefur bankinn til dæmis
fengið það hlutverk að vera í forystu
fyrir samvinnu um og fjármögnun
nýs frárennsliskerfis borgarinnar.
■
Vv
;
■
Þetta verkefni er mjög þýðingarmik-
ið fyrir hreinsun Eystrasalts, en frá-
rennsli St. Pétursborgar er um þess-
ar mundir einn helsti mengunar-
valdur við Eystrasalt.
Útistandandi skuldabréf NIB
námu 12,3 milljörðum evra í lok tíma-
bilsins samanborið við 10,2 milljarða
evra á sama tíma í fyrra. Bresk pund,
japönsk jen og Hong Kong dollarar
eru þær myntir sem bankinn hefur
helst tekið að láni á árinu 2000.
Útlána- og eignasafn bankans er í
jafnháum gæðaflokki og fyrr og eng-
in útlánatöp urðu á þessu tímabili.
„Góð afkoma á fyrstu átta mánuðum
þessa árs gefur til kynna að vænta
megi góðrar framvindu í rekstri
bankans fyrir árið 2000 í heild,“ segir
í tilkynningu Norræna fjárfestingar-
bankans.