Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 10
10 C FIMMTUDAGUR12. OKTÓBER 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Baugur hf. hyggst auka hlutafé um 110 milljónir króna
Starfsmönnum boðinn hluti
aukningar í formi kaupréttar
AUKAHLUTHAFAFUNDUR Baugs hf. sem
haldinn var síðastliðinn mánudag samþykkti að
hlutafé í féiaginu yrði hækkað um 110 milljónir
króna að nafnvirði á genginu 11,6 með áskrift
nýrra hluta, eða úr 1.122,5 milljónum króna í
1.232,5 milljónir króna.
Hluti aukningar hlutafjár, eða 10 milljónir
króna að nafnvirði, verður boðinn starfsmönnum
Baugs hf. í formi kaupréttar að hlutum sam-
kvæmt skilmálum sem stjórn félagsins setur og
falla hluthafar frá forkaupsrétti sínum að þessum
hluta aukningarinnar. Hlutahafar eiga að öðru
leyti forgangsrétt að öllum nýjum hlutum í hlut-
falli við skráða hlutafjáreign sína.
Fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings
íslands að ef hluthafi noti ekki eða framselji ekki
áskriftarrétt sinn að fullu eigi aðrir eldri hluthaf-
ar samsvarandi aukinn rétt til áskriftar sem er
óframseljaniegur. Frestur hluthafa til að nota for-
gangsrétt sinn tii áskriftar er tvær vikur frá dags-
etningu tilkynningar til þeirra um ákvörðun um
hækkun hlutafjár. Almennur frestur til áskriftar
er 2 vikur frá ákvörðun hluthafafundar og skal
staðgreiða nýja hluti innan fjögurra vikna frá
ákvörðun um hækkun hlutafjár. Stjórn félagsins
ákveður hvernig ráðstafa skuli hlutum sem þeir
sem njóta forgangsréttar skrifa sig ekki fyrir.
MG
E
Þekkingarstjórnun
Markmið, leiðir og árangur
Fimmtudaginn 19. október 2000 stendur IMG fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu frá kl. 9-17
um það nýjasta og athyglisverðasta á sviði þekkingarstjórnunar í heiminum í dag.
Þekkingarstjórnun í samkeppnisumhverfi
Ávinningur skipulagðrar þekkingar
Þekkingarstjórnun hjá Nokia
Stjórnun þekkingar í smærri fyrirtækjum
Nýjungar á sviði þekkingarstjórnunar
og upplýsingatækni
8.30- 9.00
9.00-9.30
9.30- 9.45
9.45-10.15
10.15- 10.30
10.30-11.15
11.15- 12.00
12.00-13.00
13.00-13.30
13.30- 14.00
14.00-14.30
14.30- 14.45
14.45-15.15
15.15-16.00
16.00-16.20
16.20
16.30
Dagskrá
Skráning, afbending gagna
Setning
Deborah Swallow: „Scene setting and Overview of
Knowledge Management."
Michael Feitham: „The Value of this Knowledge Boom."
Kaffihlé
Leenamaija Otala: „How to develop a Learning and
Innovation Culture."
Riitta Weiste: „From Core Competence Strategy to
Managing Knowledge Creation. The Integration of
Core Competencies at Nokia."
Hádegismatur
Michael Feltham: „Knowledge Management - the
small company approach."
Deborah Swallow: „Accounting for Knowledge.”
Michael Feltham: „Knowledge Management and
Information Technology."
Kaffihlé
Leenamaija Otala: „The latest research - Development
Projects with Knowledge Management in Different
Types of Communities. How New Knowledge is
Generated in Geographical Areas, Clties, University-
Company Networks and Other Communities."
Styttri fýrirlestrar og umræður.
Deborah Swallow: „Putting it all together - What
does it mean for you?"
Ráðstefnuslit
Léttar veltingar
Virtir fyrirlesarar á sviði þekkingarstjórnunar:
Leenamaija Otala. Alþjóðlegur ráðgjafi
á sviði þekkingarstjórnunar. Hún hefur
birt fjölda greina og gefið út margar
bækur á því sviði og talaði m.a. á
Microsoft-ráðstefnu um þekkingarstjórnun
í Bandaríkjunum síðastliðið vor.
Michael Feltham er alþjóðlegur ráðgjafi
á sviði þekkingarstjórnunar, upplýsinga-
tækni og rafrænna viðskipta. Hann
hefur gefið út fjölmargar bækur
Riitta Weiste. Vinnusálfræðingur og
yfirmaður starfsmannamála hjá Nokia.
Hún hefur reynslu af því að innleiða
þekkingarstjórnun innan Nokia.
Deborah Swallow. Stjórnunarráðgjafi
á sviði þekkingarstjórnunar hjá mörgum
fyrirtækjum, t.d. Finnish Telephone
Company. Hún hefur hlotið opinbera
Viðurkenningu fyrir framúrskarandi
fagmennsku og árangur sem ráðgjafi.
Skráning á ráðstefnuna fer fram í síma 540 1000.
Einnig er hægt að skrá sig á radstefna@img.is.
Frekari upplýsingar veitir Sigrún Sandra Ólafsdóttir í
síma 540 1000 eða sigrunsandra@img.is.
Þátttökugjald er 35.000 kr. Takmarkaður sætafjöldi.
IMG er stærsta rannsóknar- og ráðgjafarfyrirtæki á íslandi.
Fyrirtæki IMG eru m.a. Gallup, Ráðgarður og Stjórnendaþjálfun
Gallup.
Laugavegi 170 Reykjavík, Sími:540 1000, Fax: 540 1001, img@img.is, www.img.is
Staðfesting
á Stokkhólmi
sem miðstöð
þráðlausra
fjarskipta
Ósló. Morgunbladið.
BANDARÍSKA stórfyrirtækið Sun
Microsystems mun opna hátækni-
miðstöð í Stokkhólmi og hefja þar
þróun á tækjum til þráðlausra
fjarskipta í byrjun næsta árs, að
því er fram kemur í Dagens ind-
ustri. Á síðustu 12-15 mánuðum
hafa 16 alþjóðleg tækni- og fjar-
Hskiptafyrirtæki hafið starfsemi á
sviði þráðlausra fjarskipta í
Stokkhólmi.
Stokkhólmur hefur mikið að-
dráttarafl fyrir alþjóðleg hátækni-
fyrirtæki og hefur Stokkhólmur
og Kista, hverfið þar sem há-
tæknifyrirtækin hafa aðsetur,
fengið viðurnefnið Wireless Valley
eða Telecom Valley í Ijarskipta-
heiminum, sbr. Silicon Valley í
Kaliformu.
Upphafið má merkja árið 1998
þegar Nokia stofnaði þróunar-
miðstöð í Kista. Stokkhólmur
komst þó á kortið þegar Microsoft
keypti fyrirtækið Sendit í maí á
síðasta ári og lýsti því yfír að
Stokkhólmur skyldi verða miðstöð
fyrir þráðlaus fjarskipti. Meðal
fyrirtækja sem starfa í Stokk-
hólmi eru Intel, IBM, Compaq,
Hewlett-Packard og Cisco. Ráð-
gjafarfyrirtækjum og fjármálafyr-
irtækjum ýmis konar hefur að
sama skapi vaxið fiskur um hrygg.
Sun Microsystems áætlar að
ráða til starfa allt að 300 forritara
og tæknimenntaðar manneskjur í
miðstöð sína í Stokkhólmi. Opnun-
in í Stokkhólmi er liður í átaki
Sun sem gert er í þeim tilgangi að
efla fyrirtækið á sviði þráðlausra
fjarskipta og kynnt verður í
Bandarikjunum síðar í mánuðin-
um, en Sun er eitt af tíu stærstu
upplýsingatæknifyrirtækjum í
Bandarikjunum. Áætlað er að Sun
opni fleiri miðstöðvar víða um
heiminn í þeim anda sem miðstöð-
in í Stokkhólmi verður.
Roland Winquist, forstjóri nýju
miðstöðvarinnar, segir í samtali
við Dagens industri að Stokkhólm-
ur sé ákjósanlegasti staðurinn að
byrja á fyrir Sun í Evrópu, þar
sem þar sé samankomin mikil
þekking á hátækni.
Vöruþróun Sun hefur hingað til
farið fram í Kísildal í Kaliforníu.
Þar er nú mikill skortur á vinnu-
afli og því leitar Sun til Stokk-
hólms. Þrátt fyrir nokkurn skort á
hæfu starfsfólki í Stokkhólmi seg-
ir Winquist að þar sé auðveldara
að fá fólk til starfa en í Kaliforníu
og bætir við að forsvarsmenn Sun
séu opnir fyrir því að ráða fólk frá
fleiri Iöndum.
SS Og- Nói-Sír-
íus í viðskipti
hjá Títan
FJARSKIPTAFÉLAGIÐ Títan hef-
ur samið við Sláturfélag Suðurlands
um yfirtöku á allri fjarskiptaþjónustu
fyrirtækisins. Þá hefur Títan samið
við Nóa-Síríus um alhliða viðskipti
með síma- og gagnaflutninga.
Sláturfélagið er með starfsemi á
Suðurlandi, allt vestur að Laxá í
Leirársveit. Samningurinn við Títan
tryggirlO Mb ljósleiðaratengingu
höfuðstöðva Sláturfélagsins og
„Frame-Relay“-samband við starfs-
stöðvar fyrirtækisins þar sem bæði
tal og önnur gögn fara um. Hægt er
að auka hraða á nettengingum upp í
allt að 1000 Mb/s.
Samningurinn við Nóa-Síríus
kveður á um tengingu við fjarskipta-
kerfi Títans á ljósleiðaraneti fyrir-
tækisins. Síma- og gagnaflutningur
fer fram á allt að 10 Mb/s, sem er
margfaldur sá hraði sem fyrirtækið
bjó við, samkvæmt fréttatilkynningu.