Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 12
12 G i FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viðsjár með viðskiptakerfum Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Golli Gunnar Bjarnason, framkvæmdasijóri Teymis, um- Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðar- boðsaðila Oracle á Islandi. sviðs Nýherja. Viðsjár eru nú með helstu framleiðendum viðskiptakerfa þar sem gaguagrunnsfyrirtæki sækja að framleiðend- um hefðbundinna við- skiptakerfa, meðal ann- ars með Netið að vopni. Árni Matthiasson kynnti sér helstu ágreiningsmálin og ræddi við talsmenn SAP og Oracle á Islandi. AÐ VAKTI mikla athygli austur í Danmörku þegar Lego, sem er með helstu íyrirtækjum Dana, ákvað að legga fyrir róða SAP-viðskipta- kerfl sem miklu fé og fyrirhöfn hafði verið varið í að setja upp. Sumir gengu svo langt að halda því fram að þetta sýndi að stóru viðskiptakerfin, sem gerðu meðal annars SAP að þriðja stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims næst á eftir Microsoft og Or- acle, væru búin að syngja sitt síðasta. Akvörðun Lego kom í kjölfar mannabreytingar hjá fyrirtækinu, en rekstur þess hafði þyngst árin á und- an og dregið úr hagnaði. Nýir stjórn- endur ákváðu að breyta til „til að hafa hreint borð“ eins og það var orð- að og í yfirlýsingu Lego-manna sagði að fyrirtækið hefði ákveðið að ein- falda vinnuferli innan fyrirtækisins, auka sveigjanleika og búa það undir breytta viðskiptahætti sem felist í rafrænum viðskiptum. Getur nærri að þetta hafi kætt keppinauta við- skiptakerfarisanna, ekki síst Oracle, sem hefur meðal annars lagt til at- lögu við SAP með Netið að vopni. Eru stóru viðskiptakerfin að syngja sitt síðasta? Umræða um að hugsanlega séu stóru viðskiptakerfin að syngja sitt síðasta hefur verið mikil undanfarna mánuði og margir orðið til að halda því fram að þau séu búin að lifa sitt fegursta, íyrirtæki þurfi kerfi sem geri þeim kleift að breytast hraðar en hingað til hefur tíðkast; Netið hafi skapað breytt viðskiptaumhverfi sem kalli á meiri hraða í ákvarðana- töku, meiri sveigjanleika í útfærslu og uppsetningu og ekki síst að fyrir- tæki vefvæðist, þ.e. færi sem mest af starfsemi sinni yfir á vefinn, hvort sem það er innri vefur eða ytri. Stóru viðskiptakerfin ráði ekki við svo örar breytingar og þar að auki byggist þau yfirleitt á því að fyrirtæki lagi starfsemi sína að kerfunum og þar sem viðskiptareglurnar sem þau byggjast á taki ekki mið af Netinu og rafrænum viðskiptum lendi kaup- endur í einskonar spennitreyju. í þessu samhengi er átt við miðl- ara-biðlara viðskiptakerfi, en þar hefur kreppan verið mest, ekki síst í ljósi þess hversu erfitt hefur verið að laga þau að breyttum kröfum og við- skiptaumhverfi. Ýmis fyrirtæki hafa síðan orðið til þess að bjóða lausnir sem þau segja mun betri í þessu til- liti, þar á meðal Oracle með 'svo- nefnda E-Business Suite, sem er safnf lausna fyrir rafræn viðskipti. Oracle fullyrðir að lausnasafnið sé hvort heldur fyrir stóra sem smáa, enda hafi mörg Netfyrirtæki beggja vegna Atlantsála valið það og oft fimm til tíu manna fyrirtæki sem síð- an hafi margfaldað stærð sína. Framleiðendur viðskiptakerfanna og formælendur benda aftur á móti á að engu skipti hve fyrirtæki séú fljót að bregðast við og breytast ef rekstr- argrunnur þeirra sé ekki tæknilega traustur, upplýsingar ekki á reiðum höndum um öll atriði rekstrarins og áreiðanlegt viðskiptakerfi sem bygg- ist á þekkingu fremstu rekstrarfræð- inga sé undirstaðan sem fyrirtæki þurfi sem sæki fram á Netinu. Við það má svo bæta að SAP hefur hrint af stað lausn sem kallast MySAP og er beinlínis til þess ætluð að auðvelda fyrirtækjum að nýta sér Netið. Einangrað fyrirbæri Kristján Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Ný- heija, segir að skipti Lego úr SAP yfir í Oracle, sem getið er, byggist á ákvörðun sem tekin var í kjölfar þess að nýr forstjóri kom til starfa hjá fyr- irtækinu. „Hann vildi innleiða breyt- ingar og stokka hlutina upp en rekst- ur Lego hefur verið erfiður. Pessi ákvörðun var þannig hugsuð fyrst og fremst til að fá fyrirtækið og starfs- menn til að byrja „með hreint borð“ og hugsa hlutina upp á nýtt og sýna að ekkert væri heilagt. Akvörðunin var þannig ekki tekin vegna þess að SAP réði ekki við eða hentaði ekki starfsemi Lego, enda er það ekki um- deilt. Lego bauðst hins vegar að fá annan hugbúnað á mjög hagstæðu verði enda góð auglýsing. Það hefur hins vegar gengið illa að innleiða nýja lausn og verkefnið sem hófst fyrir ári er nú 4-6 mánuði á eftir áætlun. Það hefur einnig vakið at- hygli að framkvæmdastjóri upplýs- ingatæknisviðs fyrirtækisins og ábyrgðarmaður uppsetningarinnar hætti störfum um sl. mánaðamót. Þessi skipting er þannig einangrað fyrirbæri og alls ekki nein þróun sem er í gangi. Varðandi gagnagrunna má svo bæta því við að SAP hefur mikið og gott samstarf við IBM um m.a. DB2 og hefur uppsetningum fjölgað á AS/400, t.d. eru tvær SAP- uppsetningar á Islandi þannig. SAP hefur einnig hafið þróun á eigin gagnarunni sem hófst með yfirtöku SAP á Adabas. Ljóst er að Oracle- gagnagrunnurinn er mjög dýr, 2-3 sinnum dýrari en aðrir, og margir ef- ast um að gæðamunurinn sé í sam- ræmi þar við. í þessari viku tilkynnti SAP svo að SAP gagnagrunnskerfið yrði afhent sem opinn kóði sem allir gætu fengið aðgang að. Þetta er sama aðferð og beitt hefur verið með með góðum árangri með Linux stýri- kerfið en SAP var fyrsti alþjóðlegi hugbúnaðarframleiðandinn sem gerði kleift að nota viðskiptahugbún- að með Linux. Þetta var í mars 1999. Þegar eru komnar upp um 700 prufu- uppsetningar af SAP gagnagrunnin- um sem ljóst er að verður mjög öfl- ugur en þróun á að ljúka fyrir lok þessa árs. Að þróun hans hafa starf- að meira en 100 gagnagrunnssér- fræðingar sem nú munu einnig njóta aðstoðar allra þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum í hinu opna netsamfé- lagi með sama hætti og gerðist þegar Linux var í þróun. Þetta er sannan- lega djarft skref hjá SAP og til marks um framsækni og styrk. Það er líka vert að taka það fram að SAP er alfarið óháð gagnagrunnum og stýrikerfum og þannig hefur SAP nokkra sérstöðu. Það er í höndum viðskiptavinarins að velja. Hér á landi eru t.d. allar SAP uppsetningar annaðhvort með DB2 frá IBM eða MS SQL frá Microsoft.“ Nauðsynlegt að hafa öflug viðskiptakerfi Kristján bætir því við að umræða um að tímar viðskiptakerfanna (ERP) séu liðnir og nú snúist hug- búnaðarmarkaðurinn allur um net- lausnir, kerfi til stjómunar viðskipta- tengsla (CRM) o.s.frv. sé mesta fjarstæða. „Nauðsynlegt er að hafa öflug viðskiptakerfi þar sem vel er haldið utan um grunnferla og færslur fyrirtækisins eins og það sem snýr að framleiðslu, birgðum og fjármálum. Hinar lausnirnar koma „ofan á“ og aðeins þannig er hægt að koma upp öflugum kerfum til stjórnunar við- skiptatengsla, vöruhúsi gagna, raf- rænum viðskiptalausnum o.s.frv. sem virka. Með mySAP.com afhend- ir SAP heildstæða lausn sem inni- heldur bæði ERP og hinar nýju lausnir í einu samstæðu kerfi. Flestir hafa séð að það er ekki nóg að stofna fyrirtæki með nafni sem endar á ,,.com“ og hefja netviðskipti. Gömlu góðu lögmálin um framboð og eftir- spum, kostnað og tekjur o.s.frv. eru enn í fullu gildi og til að hafa stjóm á rekstri þarf öflug viðskiptakerfi,“ segir Kristján. „Á síðasta ári kynnti SAP þriðju kynslóð SAP-hugbúnað- arins undir nafninu mySAP.com eða útgáfu 4.6. Með mySAP.com er SAP AG að breyta alfarið um stefnu og einbeita sér að Netinu og þeim breyt- ingum sem það hefur í för með sér í hagkerfinu. MySAP.com er heild- stæð hugbúnaðarlausn sem er hönn- uð fyrir fyrirtæki og stofnanir nýja hagkerfisins og það sem á ensku kall- ast „c-business“ eða viðskiptasam- starf þar sem „e-business“ eða raf- ræn viðskipti eru einungis hluti af heildarmyndinni. Við getum sagt að fyrirtæki séu í vaxandi mæli að færa samskipti og samstarf út á vefinn og mynda veftorg eða rafræn markaðs- torg þar sem samstarf fyrirtækja mun eiga sér stað í sem víðtækustum skilningi. Þá er ekki eingöngu átt við viðskipti heldur líka miðlunþekking- ar og samskipti af öllu tagi. Aætlað er að um 15% af viðskiptum fyrirtækja á milli fari um veftorg í dag en að þetta hlutfall verði komið í 50% eftir 3—4 ár. Það er þarna sem megin- ávinningurinn í fyrirtækjarekstri liggur. Umfang þessara viðskipta er og verður 10 sinnum meira en venju- legrar netverslunar á neytenda- markaði. Viðskiptasamstarfið nýtir Netið til þess að tengja saman við- skiptavini, starfsmenn, birgja og aðra samstarfsaðila eins og þeir væru allir að starfa í einu fyrirtæki. Áherslan er þannig ekki lengur á innri ferla fyrirtækisins eða tenging- ar á milli einstakra fyrirtækja eins og áður var með t.d. EDI-samskiptum. Netlausnir frá 1996 MySAP.com lausnin er hönnuð til að mæta þessum breytingum. Kjarn- inn er áfram SAP R/3 viðskiptahug- búnaðurinn ásamt fjölda nýrra lausna sem SAP hefur þróað á und- anfömum misseram. MySAP.com er þannig mun öflugri og víðtækari hugbúnaðarpakki en hefðbundið SAP R/3. Segja má að mySAP.com samanstandi af eftirfarandi fjórum þáttum: Veftorgi, sem leysir við- skipti og samstarf á Netinu með raf- rænum hætti. Vinnustað sem er hlið eða aðalvalmynd í vafra fyrir pers- ónulegan, óstaðbundinn aðgang not- enda kerfisins og aðlagaðan mismun- andi hlutverkum þeirra. Rafrænar viðskiptalausnir sem eru hugbúnað- ur til að annast rafræn viðskipti með eftirtöldum sex meginkerfishlutum: Fjárhags- og fjármálakerfi, vöru- stjórnunarkerfi, sölu- og markaðs- kerfi, stjórnunarupplýsingakerfi, mannauðskerfi og þekkingarstjóm- unarkerfi. Þessum kerfishlutum er síðan skipt í 14 hugbúnaðareiningar. Og loks er kerfisleiga sem gerir kleift að reka hugbúnaðinn miðlægt, t.d. hjá umboðsaðilum SAP. SAP hefur því verið að þróa netlausnir sem hluta af hugbúnaðinum og það allt allt frá árinu 1996. Með tilkomu „workplace“ hefur SAP náð mikilvægum áfanga þar sem notendur geta unnið með SAP- kerfið í þunnum biðlara og eins allan annan hugbúnað sem til þarf. Með svokölluðum „mini-applications“ er hægt að setja upp á einni skjámynd aðgang að tölvupóstkerfinu sem not- andi notar, aðgang að Netinu og öðr- um þeim hugbúnaði sem starfsmað- urinn þarf að nota - allt í vafra og einni skjámynd. Gagnrýnendur eins og Gartner Group eru sammála um að hér sé um að ræða mjög góða lausn og einn af hornsteinum my- SAP.com lausnarinnar. Með „work- place“ er aðgangurinn aðlagaður mismunandi hlutverkum starfs- manna. Ein valmynd er úrelt fyrir- bæri í dag þar sem mjög misjafnt er hvaða hluti hugbúnaðarins starfs- menn þurfa aðgang að. SAP hefur þannig skilgreint um 300 mismun- andi hlutverk eins og t.d. sölumaður, bókari, innkaupamaður o.s.frv. Þessi hlutverk er síðan auðvelt að aðlaga og breyta fyrir mismunandi þarfir starfsmanna." SAP fyrir minni og meðalstór fyrirtæki Kristján segir að þó sumir geri því skóna að SAP-viðskiptakerfi séu að- eins fyrir stórfyrirtæki sé það gömul og úrelt tugga. „SAP R/3 er sú lausn sem flestir þekkja og kom á markað- inn 1992. Forveri hennar var SAP R/2 sem var stórtölvulausn og var fyrsta lausn SAP AG. R/2 kom á markað í upphafi áttunda áratugar- ins og var nánast alfarið seld til stór- fyrirtækja og líður ímynd SAP enn nokkuð fyrir það að margir telja að SAP sé eingöngu fyrh- stórfyrii'tæki. Á undanfömum árum hefur hins veg- ar verið lögð áhersla á að markaðs- setja lausnii- SAP fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Fjölmörg dæmi eru þannig um að fyrirtæki með 10- 20 notendur hafi fjárfest í SAP. Tvö íslensk fyrirtæki eru t.d. í þeim hópi. Það er ekki stærðin sem skiptfr máli í þessu tilliti heldur hvort eitthvað af eftirfarandi einkennum sé til staðar: Samkeppnishæfni í atvinnugreininni ráðist að umtalsverðu leyti af upp- lýsingatækni, gerðar séu miklar kröfui’ til gæða viðskiptahugbúnað- arins, starfsemin sé flókinn eða viða- mikill rekstur eða um sé að ræða fyr- irtæki í alþjóðlegum rekstri. Ef eitthvað af þessu á við þá er vert skoða ítarlega fjárfestingu í SAP. SAP fyrirtækið er að mörgu leyti jarðbundið. I markaðssetningu sinni segir það frá því hver er virkni þeirr- ar útgáfu sem er tilbúin söluvara á hveijum tíma. Það hefur reynst þeim vel og SAP lausnin hefiu- yfirburða- stöðu á markaðinum. SAP er þannig með um 36% markaðshlutdeild við- skiptakerfa í heimunum og enn hærri í Evrópu eða um 41%. Hlut- deild Oracle á heimsmarkaði er til samanburðar aðeins um 12%. Hér heima hafa sex íslensk fyrirtæki þeg- ar fjárfest í SAP og notendur hér á landi eru orðnir um 900 talsins. Hjá Nýherja hefur undanfarin þrjú ár verið byggð upp öflug deild SAP ráð- gjafa til að annast uppsetningu, þjón- ustu og veita faglegar leiðbeiningar um innleiðingu og notkun hugbúnað- arins samkvæmt sérstakri aðferða- fræði SAP. Innleiðing á SAP hér á landi hefur þannig gengið afar vel og áhuginn er mikill og vaxandi. Óhætt er að fullyrða að SAP sé komið til að vera hér á landi og kerfið fullkom- lega raunhæfur valkostur fyrir fjöl- mörg innlend fyrirtæki og stofnanir sem vilja heildarlausn þar sem gæðin eru í fyrirrúmi." Lego leitaði eftir einfaldleika og miklum sveigjanleika Gunnar Bjarnason, framkvæmda- stjóri Teymis, segir að grunnur ákvörðunar Lego um að skipta úr SAP yfir í Oracle-lausnir liggi í því að Lego hafi tekið þá ákvörðun að laga fyrirtækið að rafrænum viðskiptum með tilheyrandi breytingum á verk- ferlum og verklagi. „Oracle e-Busin- ess Suite, áður kallað Applications, er sú lausn sem best styður slíka breytingu. Ástæðan er ekki sú að Lego telji SAP slæma lausn eða menn þar hafi verið óánægðir, en þegar ákvarðanir eru teknar um að breyta öllum rekstri fyrirtækisins horfa menn til framtíðar og hvaða stefnu og sýn fyrirtækin sem útvega þeim hugbúnað hafa. Þar sá Lego Oracle E-Business lausnasafnið sem þá lausn sem styddi best þetta breyt- ingaferli. Eitt af því mikilvægasta sem Lego leitaði eftir var einfaldleiki þrátt fyrir mjög mikinn sveigjan- leika.“ Gunnar segist nokkuð viss um að þessi ákvörðun Lego muni hafa áhrif hér á landi sem víðar. „Aðalat- riðið er ekki hvort það var Lego eða einhver annar, heldur sú staðreynd að svona ákvarðanir eru ekki teknar nema að vel athuguðu máli. Menn horfa þá fram á við og skoða hverjir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.