Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 16
 Eyðublöð Garðabæjar á Netinu • FORSVARSMENN ► Garöabæjar og For- m.is hafa undirritað samning sem gerir bæjarbúum kleift að nálgast eyðublöö Garðabæjar á Netinu. Þessi þjónusta eykur aðgang bæjarbúa til muna að stjórnkerfi Garðabæjar og innan skamms verður hægt að nálgast meira en tug eyðublaða af vef- svæði Garðabæjar og af vefsvæði Form.is, fylla þau út og senda meö rafrænum hætti. í tilkynningu um samninginn segir aö meðal annars verði hægt að sækja um lóðir, byggingaleyfi og leikskólapláss með þessum hætti. Garðabær er fyrsta sveitarfélagiö sem býður bæjarbúum upp á þessa þjón- ustu. Fyrirtækja- kynning í . New York • KYNNING á íslensk- um fyrirtækjum veröur haldin 16. nóvember næstkomandi í Scandinavian House í New York. Kynningin verður haldin á vegum Amerísk-íslenska verslunar-ráðsins og lcelandic American Chamberof Com- merce. DAG Vefjja hf. stofnuð • LANDSTEINAR Int- ernational hf. hafa stofnað nýtt þekking- arfyrirtæki á sviði upp- lýsingatækni. Nýjafyr- irtækið heitir Vefja ehf. og mun það kapp- kosta að þróa vef- lausnir fyrir rafræn við- skipti milli fyrirtækja. 1 fréttatilkynningu kem- urframaðflestir rekstrarsérfræðingar spá því að á næstu misserum muni þættir eins oghraði ogvið- bragðsflýtir í þjónustu og afhendingu vöru skipta höfuömáli fyrir afkomu fyrirtækja. Margt knýr enda í þá átt að fyrirtæki selji æ stærri hluta af vörum sfnum og þjónustu á rafrænum markaöi. Vefja ehf. hyggst hasla sérvöll á þessu sviði en fyrirtækiö mun leggja höfuökapp á að auka hagræðingu viðskiptavina sinna með innleiðingu vef- lausna sem m.a. stýra sölu- ogbirgðahaldi. Vefja ehf. vinnur nú að verkefnum fyrir inn- lenda ogerlenda aðila auk þess sem fyrir- tækið vinnurnú að þróun sérhæfðrarvef- verslunarí samstarfi við hugbúnaðarfýrir- tækið NaviPlus. Navi- Plus er einnig dóttur- fyrirtæki Landsteina International. Land- steinar Int. eiga helm- ingshlutíVefju ehf. en einstaklingareigatil samans 50%. Námskeið hjá Endurmenntunarstofnun • Endurmenntunar- stofnun HÍ býöur markaðsfólki og stjórnendum fyrir- tækja upp á þrjú sjálfstæö námskeið um markaðsmál á haustönn. Það fyrsta Bein markaðssókn - grundvallaratriði hófst 11. október og er ætlað byrjendum á sviði markaðssetn- ingar. Námskeiðið Markviss stjórnun viðski ptasambands (Customer Relations- hip Management) hefst 31. október og er ætlað þeim stjórn- endum í fyrirtækjum sem bera ábyrgð á því að innleiða sam- skiptakerfi við við- skiptavini. Kennsla byggist á nýrri hug- myndafræði um markvisst þekkingar- samþand milli fyrir- tækja og við- skiptavina í staö einhliða skilaboða til markaöarins. Á þriðja námskeiðinu, Að inn- leiða samskiptakerfi í fyrirtækjum, sem hefst 14. október er svo tekið á því hvern- ig styrkja megi innra starf og markmiö fyr- irtækja meö réttum boðleiöum. Ráðstefna um stjórnun • Fimmtudaginn 19. október heldur Stjórn- endaþjálfun Gallup ráðstefnu um þekking- arstjórnun. Fjórirsér- fræðingar á sviði þekk- ingarstjórnunareru fyrirlesarar á ráðstefn- unni: dr. Leenamaija Otala. Alþjóölegur ráð- gjafi á sviöi þekkingar- stjómunar. Hún var einn af aðal- lyrirlesurum á Micro- soft ráðstefnunni um þekkingarstjórnun í Bandaríkjunum síðast- liðiö vor. Dr. Otala hef- urgefið út fjölda bóka og fræðigreina um þekkingarstjórnun. Dr. PeterWoolli- ams. Virtur Prófessor við Anglia Business School í Bretlandi. Hann erm.a. ráðgjafi hjá mörgum fyrirtækj- um heims á sviði þekkingarstjórnunar. Riitta Weiste. Vinn- usálfræöingur og yfir- maðurstarfsmanna- mála hjá Nokia. Hún hefur m.a. innleitt þekkingarstjórnun inn- an Nokia. Deborah Swallow. Stjómunarráðgjafi á sviði þekkingarstjórn- unar hjá mörgum fyrir- tækjum, s.s. Finnish Telephone Company. Hún hefur hlotið opin- bera viöurkenningu fýr- irframúrskarandi fag- mennsku og árangur sem ráðgjafi. Stemma tölurnar? ÁRMÚLA 7 • 108 REYKJAVfK • SÍMI 550 9000 • www.strengur.ls FÓLK/Edda B. Guömundsdóttir Er að detta í golfbakteríuna Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson hverju er starf þitt sem aðstoðarmaður bankastjóra Lands- bankans fólgið? „Mér finnst alltaf frekar erfitt að lýsa starfinu og vil reyndar meina að það sé „enn í mótun,“ en í grófum dráttum er mitt hlutverk að vera bankastjóra til að- stoðar í öllum þeim verk- efnum sem hann ákveður og til falla. Meðal verkefna eru t.d. að sitja banka- ráðsfundi og annast eftir- fylgni ákvarðana, undirbúa og sitja framkvæmda- stjórafundi og fylgja eftir ákvörðunum, aðstoð við heildarsamræmingu stefnumótunar og að vera tengiliður við stjórnendur bankans vegna fram- kvæmda hennar. Þá má nefna vinnu við ímyndar- uppbyggingu bankans og að ann- ast almannatengsl í samstarfi við Viðskiptabankasvið, þ.e. mark- aðssvið." Er núverandi starf mikið frá- brugðið fyrri starfsreynslu þinni? „Já, ég get ekki sagt annað, það er mjög fjölbreytt og fer inn á öll svið bankans. Ég á mjög mikil samskipti við nánast alla starfsmenn bankans. Önnur störf sem ég hef gegnt innan bankans hafa verið meira sérhæfð." Hvernig líkar þér í núverandi starfi? „Mjög vel. Innan bankans starfar mikið af góðu og skemmtilegu fólki sem ég hef gaman af að vinna með.“ Hvað með áhugamál? „Ég vil nefna sérstaklega tvö áhugamál, góðan mat og golf. Ég hef alltaf haft gaman af að elda og borða góðan mat, og er reyndar algjör sælkeri. Þetta er sérstakt áhugamál hjá mér. Nú, svo er ég að detta í golfið og er t.d. nýkomin úr 12 daga golfferð á Flón'da, en þangað fór ég með manninum mínum. Segja má að ég sé að fá golfbakteríuna. Það ► Edda B. Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1967. Hún varð stúdent frá Verslunar- skóla íslands árið 1987 og lauk B.S.-prófi í viðskiptafræðum frá University of South Alabama í Bandaríkjunum 1993. Þar lagði hún áherslu á markaðs- rannsóknir. Hún hóf störf hjá Landsbankanum árið 1995, fyrst sem sérfræðingur á mark- aðssviði, árið 1998 varð hún fræðslustjóri bankans en tók við starfi aðstoðarmanns banka- sjóra i apríl síðastliðnum. Edda er gift Stefáni Steinsen, mark- aðs- og sölustjóra hjá Sól- Víking. Hún á þrjár dætur, Sögu 12 ára, Sjöfn 9 ára og Söru 2ja ára. vantar hins vegar bara Flórída- veðrið hér heima til að viðhalda áhuganum." Hvað með sumarfrí síðastliðið sumar? „Síðasta sumar fór í að gera upp hús sem við hjónin keyptum í smáíbúðahverfinu. Við vorum þar öllum stundum í fríinu." INNHERJISKRIFAR... FJARSKIPTAFÉLAGIÐ Títan hefur keypt netþjónustufyrirtækið Intern- et á íslandi, Intís. Greitt varfyrir kaupin með hlutafjáraukningu í Tít- an. Samhliða kaupunum ákvað Landsbankinn Framtakssjóður, sem er sjóður er Landsbankinn og Nýsköpunarsjóðurstanda að, að kaupa eignarhlut í Títan af Nýherja fyrir 55 milljónir króna. Eftir kaupin á Intís eru eigendurTítans: Internet á Islandj með 40%, Nýherji með 34,9%, Íslandssími með 18%, Landsbankinn Framtakssjóðurmeð 4,1% og Lípa.Net með 3%. Internet á íslandjer að stórum meirihluta í eigu Islandssíma og eru því Íslandssími og Landsban- kinn komnir með meirihluta hluta- fjár í Títan. Ekki er iangt slðan Landsbankinn keypti hlut í íslan- dssíma ogtilkynnt varum stefnum- arkandi samstarf fyrirtækjanna. Má segja aö hér sjáist fyrstu merki þess samstarfs opinberlega. En þegar tilkynnt var um samstarfið kom fram að bankinn hefði tekið ákvöröun um stefnumarkandi fjár- festingar í fjarskipta- og hugbúnað- arfyrirtækjum og kaupin í íslands- síma væru hluti af þeirri stefnu. SAMKEPPNISLÖG OG BANKAR • Mikið er raett um sameiningu Landsbanka íslands og Búnaðar- banka íslands og þykir víst að fljót- lega muni viðskiptaráðherra kynna máliö á ríkisstjórnarfundi. Ef ákveðiö verður að sameina bankana þá er Ijóst að leita verður álits samkeppnisyfirvalda um hvort hún brjóti í bága við samkeppnis- lög. Síðastliðið vorvoru samþykktar breytingará samkeppnislögum sem taka gildi hinn 6. desember næstkomandi. Þá fellur út ákvæði um að aöilar er hyggja á samruna eða yfirtöku geti leitað álits sam- keppnisráðs fyrirfram á því hvort samruninn eða yfirtakan brjóti gegn ákvæðum samkeppnislaga. Hafi samkeppnisráö ekki svarað slíkri fyrirspurn innan sexviknafrá því að samkeppnisyfirvöldum barst hún verður samruninn eða yfirtakan ekki ógilt nema samkeppnisráð hafi veriö leynt upplýsingum sem máli skiptu við mat ráösins. Ef viðskiptaráðhera óskarekki eftirfyrirfram áliti um samruna Búnaðarbanka og Landsbanka fýrir 6. desember þá fæst ekki álit ráðs- ins fyrr en eftir að ákveðið hefur verið að sameina bankana á því hvort samruninn brjóti gegn lögun- um eðurei. Samkeppnisstofnun hafði í gær ekki borist beiðni viöskiptaráöherra um fyrirfram álit á sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka. ERTIJ Á ÖRUGGRl LÍNU ÚTÍ HEIM? og öruggt Ijósleiðara- sambandtil útlanda með sæstrengnum Cantat 3. MISMUNUN í FJÁR- FESTINGUM • I lokjúní námu beinarfjárfesting- ar íslendinga erlendis 35,3 millj- örðum króna en beinarfjárfestingar útlendinga hérlendis 36,5 milljörð- um. Þegarfjárfestirá 10% eða stærri hlut í fyrirtæki er um beina fjárfestingu að ræða. Sé hluturinn minni telst hann til verðbréfaeign- ar. Ef litið er á fjárfestingar íslend- inga í erlendum hlutabréfum þá nema þær 154,8 milljöröum króna. En fjárfestingar erlendra aöila í inn- lendum hlutabréfum nema 2,3 milljörðum. Á fundi FVH á þriðjudag kom fram í máli Arnars Jónssonar, sérfræðings í gjaldeyrisviöskiptum hjá Landsbankanum, aö íslensk skuldabréf væru einn albesti fjár- festingarkostur í Evrópu í dag en gjaldmiðlaáhætta komi þar á móti. Annaö sem talið er að dragi úr áhuga útlendinga á að fjárfesta í ís- lenskum verðbréfum er aö rafræn veröbréfaskráning hefur dregist von úr viti og að verötrygging skuldabréfa fæli erienda fjárfesta frá þar sem hún þekkist ekki á helstu fjármálamörkuðum. Síðast en ekki síst er hægt að nefna þær takmarkanir sem gilda um fjárfest- ingar útlendinga í íslensku atvinnu- lífi á sama tíma og talið er eðlilegt að Islendingar geti fjárfest óhindr- að erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.