Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 5
Eins og barnió
lærir lifir þaó
Gunnar Tómasson
Reynir Amórsson, umjerðaöryggisjulltrúi í heimsókn hjá íslenskri œsku.
Aðalmarkmið Slysavarna-
félagsins Landsbjargar er að
fækka slysum með mark-
vissri fræðslu og auka þannig
þekkingu félagsfólks og
almennings á orsökum slysa
og helstu ráðum til að afstýra
þeim. Eitt af fjölmörgum bar-
áttumálum félagsins er aukin
og bætt umferðarfræðsla í
skólum landsins. Tilgangur
umferðarfræðslu 1 grunnskól-
um er m.a. að koma 1 veg
fyrir slys í umferð.
Slysavamadeildir haja lengí baristjyrir auknu umjerðaröryggi.
Hvað segja lög og reglur?
Samkvæmt umferðarlögum á umferðarfræðsla að fara
fram í gunnskólum samanber 117. gr. umferðarlaga nr.
50/1987 en þar stendur: „Kennsla í umferðarreglum
skal fara fram í grunnskólum. Menntamálaráðherra set-
ur að fenginni umsögn Umferðarráðs reglugerð um til-
högun kennslunnar og prófkröfur. Ráðherra getur og
með sama hætti sett reglur um slíka kennslu í öðrum
skólum.“
Reglugerð um umferðarfræðslu var sett 1989 af þáver-
andi menntamálaráðherra Svavari Gestssyni og er hún
enn í fullu gildi. í 3. grein segir: „í grunnskóla skal
umferðarfræðsla ótvírætt vera einn þáttur skyldunáms-
ins.“ í 11. grein er kveðið á um „að kennaranemar
skuli sérstaklega búnir undir umferðarfræðslu“ og „að
Kennaraháskóli íslands skuli sjá starfandi kennurum
fyrir námskeiðum í umferðarfræðslu“.
geðþótta skólayfirvalda á hverjum stað komið hvenær,
hvernig og hve mikil umferðarfræðsla fer fram í hverj-
um skóla og hverjir fá fræðsluna. Það er mín tilfinning
að fræðsluyfirvöld taki ákvæði í lögum og reglugerðum
ekki alvarlega og telji nægjanlegt að sinna fræðslunni á
fyrstu árum skólagöngunnar og svo á síðasta ári skóla-
göngunnar ef marka má framangreinda könnun.
Hvers vegna?
Mín skoðun er sú að gott kennsluefni vanti. Kennslu-
efnið þarf að hæfa hveijum aldurshópi og það þarf að
vera líflegt og áhugavert. Ég held einnig að kennarar
hafi ekki fengið þjálfun í að fræða nemendur um um-
ferðarmálin. Oftast er eingöngu treyst á fræðslu frá lög-
reglumönnum sem vita mikið um umferðamál en eru
aftur á móti ekki sérþjálfaðir kennarar og þurfa að
sinna öðrum störfum. Líklega er umferðarfræðslan álit-
in „uppfyllingarverkefni“ fyrir yngstu börnin.
I núgildandi aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 er fjall-
að um slysavarnir og umferðarfræðslu í kaflanum „Lífs-
leikni“. Þar er kveðið á um það að nemendur skuli fá
fræðslu í því skyni að „búa nemandann betur undir
það að takast á við lífið“. Þar segir m.a.:
■ Gera nemendur meðvitaða um ýmsar hættur og
slysagildrur í umhverfi þeirra og viðbrögð við þeim,
til dæmis: í umferðinni, á heimilum, og hættur í
náttúrunni.
■ Kunna skil á umferðarreglum fyrir gangandi
vegfarendur.
■ Geta bent á slysagildrur 1 umhverfinu, á
heimilum og þekkja varasöm efni sem
þar kunna að vera geymd.
Nemandinn á að:
■ Hafa tileinkað sér helstu umferðarreglur
og þekkja helstu umferðarmerki.
■ Þekkja til helstu atriða slysavarna og við-
bragða við slysum í heimahúsum.
■ Átta sig á nauðsyn þess að sýna örugga
og ábyrga hegðun í umferðinni í sam-
hengi við umferðaröryggi annarra.
Hvernig er ástandið?
Á málþingi um umferðarfræðslu í grunn-
skólum sem haldið var 23. september 1997
á Grand Hótel í Reykjavík á vegum Umferð-
arráðs gerði Jóhann Ásmundsson, félags-
fræðingur og starfsmaður endurskoðunar
aðalnámskrár, grein fyrir niðurstöðum úr
spurningalista sem sendur var til allra grunnskóla
landsins í byrjun árs 1997. Þar var leitað svara við
spurningum eins og hversu mikinn formlegan kennslu-
tíma skólarnir nota í ógreinabundið nám og hvernig
skólarnir útfæra kennsluna.
Það sem vekur athygli er að svör bárust aðeins frá tæp-
lega 60% skólanna. En af þeim sem svöruðu veittu um
92% skólanna einhverja umferðarfræðslu á skólaárinu
1996-97. Því vakna spurningar um hvort þeir rúmlega
40% skóla sem ekki svara veita litla eða enga kennslu í
umferðarfræðslu. Þá kom fram í könnuninni að aðeins
um fimmtungur skóla veitti umferðarfræðslu í öllum
árgöngum skólans. Margt annað athyglisvert kom í ljós
í könnuninni sem of langt mál væri að tíunda hér
Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur forstöðumenn
skóla og kennara til að framfylgja ákvæðum aðal-
námskrár grunnskóla um slysavarnir og öryggismál.
Hver einstakur skóli þarf að setja þessa þætti inn í
stefnuskrá sína og taka málaflokkinn föstum tökum í
skólanámskrá sinni.
Lög og reglugerðir um umferðarfræðslu eru mjög al-
mennt orðaðar og það er algjörlega undir áhuga og
Það er talið sjálfsagt að vanda kennslu í fjölmörgum
greinum til að fólk geti náð góðum tökum á móðurmál-
inu, öðrum tungumálum, stærðfræði, sögu, tónlist, og
mörgu fleiru. Þetta er jú stór hluti af lífinu. Það er jafn-
an tíundað fyrir hvern árgang hvað skuli kenndar marg-
ar kennslustundir í hverju fagi og hvaða kennsluefni
skuli nota. Þetta er ekki gert þegar umferðarfræðsla er
annars vegar. Er ekki aðalatriðið að halda lífi og heilsu?
Þurfum við þá ekki að leggja aðaláhersluna þar og til-
greina nákvæmleg til hvers er ætlast í grunnskólunum?
Með stöðugri slysavamafræðslu fá böm og unglingar
betri skilning á ábyrgð sinni og öryggi.
Gunnar Tómasson greinarhójundur jyrir miðju ásamt Julltrúum Umjerðarráðs þeim
Úla H. Þórðarssyni og Þórhalli Úlajssyni.
Slysavarnir og öryggismál
Skipulögð og vel framsett fræðsla um slysavarnir, um-
ferðar- og öryggismál, er lífsnauðsyn. Það kemur ítrek-
að fram þegar t.d. lögreglumenn, starfsmenn Umferðar-
ráðs og tryggingafélaga fjalla um umferðarmál að þeir
tengja gott og slæmt ástand við góða eða slæma
kennslu og undirbúning. Þá tengja þeir líka árangur
einstaklinga í umferðinni við menntun uppalenda við-
komandi einstaklinga. Ég er þeirrar skoðunar að
fræðslan eigi ekki eingöngu að ná til umferðarmála
heldur til slysavarna og öryggismála almennt. Hér á ís-
landi era umferðarslysin alls ekki eina vandamálið þeg-
ar slys era annars vegar. í rannsókn sem Anna Stefáns-
dóttir og Brynjólfur Mogensen gerðu fyrir nokkrum
áram kom i ljós að á íslandi slasast árlega 275 af hverj-
um þúsund börnum 0-14 ára. Sambærileg tala er 120 í
Svíþjóð, 160 í Noregi og 200 í Danmörku. Svipaða sögu
má líklega segja um slys í heimahúsum og slys á sjó-
mönnum þegar við beram það saman við ástandið í ná-
grannalöndunum. Ástandi hér á landi er mjög alvarlegt.
Ég geri mér grein fyrir þvi að til að koma á umfangsmik-
illi og stöðugri öryggis- og slysavamafræðslu þarf að fella
út fræðslu í einhveijum öðram mikilvægum fögum.
s