Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 2
Bætt umferðarmenning
- burt meó mannfórnir
Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráóherra
Sjaldan hafa umferðaröryggismál fengið jafn-
mikla athygli og á liðnu sumri. Þjóðin var bók-
staflega slegin vegna tíðra og alvarlegra slysa sem
áttu sér stað á þjóðvegunum en fórnarlömbin í
þessum hildarleik voru oft ungt fólk í blóma lífs-
ins. Á síðustu fimm árum hafa yfir hundrað ein-
staklingar látið lífið í umferðinni og mörg hundr-
uð orðið fyrir óbætanlegu tjóni. Þetta getum við
ekki látið yfir okkur ganga, við verðum að
sporna við fótum.
Ég hef lagt á það áherslu að þessu ófremdará-
standi verði að svara með samhentu átaki lands-
manna. Þess vegna var blásið til átaks í lok júlí í
sumar með kjörorðið „Bætt umferðarmenning -
burt með mannfórnir“. Fólust aðgerðirnar meðal
annars í auknu umferðareftirliti og fræðslu, sem
ekki síst var beint til ungra ökumanna. Átakið
skilaði okkur áleiðis, en það er aðeins eitt skref á
lengri vegferð.
Umferðaröryggismál eru langtímaverkefni sem
yfirvöld bera ekki ein ábyrgð á, heldur varða
þjóðina alla. Því finnst mér ánægjulegt að hafa
séð ákveðna vakningu eiga sér stað í þessum
málaflokki að undanfömu. Ýmis samtök almenn-
ings hafa látið að sér kveða og fjölmiðlar hafa
staðið fyrir málefnalegri umfjöllun.
Slysavamafélagið Landsbjörg hefur lagt fram
mikilsverðan skerf til umferðaröryggismála. Það
á ekki aðeins við um björgunarstörf þegar alvar-
leg slys ber að höndum, heldur hafa samtökin í
auknum mæli sinnt forvarnastarfi með góðum
árangri. Þeirra framlag til umferðaröryggismála
er lýsandi dæmi um það sem nefna má átak allra
landsmanna. Ég vil því nota tækifærið til að
þakka Slysavarnafélaginu Landsbjörg fyrir þetta
framlag og öðmm þeim samtökum, fyrirtækjum
og einstaklingum, sem lagt hafa sitt af mörkum
til að stuðla að öruggari umferð.
Framundan eru mörg og brýn verkefni í umferð-
armálum. í sumar skipaði ég starfshóp til þess að
fara yfir umferðarlöggjöfina og gera tillögur sem
horfa til aukins öryggis í umferðinni. Tillagna
hópsins er að vænta fljótlega og vonast ég til
þess að á þeim grundvelli verði unnt að gera
þarfar breytingar sem skerpa löggjöf okkar og
auka aðhald að ökumönnum. Fjölmörg önnur
stór verkefni eru í burðarliðnum og má þar
nefna æfingasvæði fyrir ökunema sem vonandi
verður orðið að veruleika innan fárra missera, en
það mun væntanlega takast með samstarfi
margra aðila.
Á síðustu árum og áratugum hafa miklar fram-
farir orðið í umferðarmálum á íslandi. Vegakerfið
verður sífellt betra og öruggara, lögreglan er hæf-
ari til þess að takast á við margbreytileg verkefni
og betur tækjum búin, bifreiðarnar eru öruggari,
viðbragðsaðilar öflugri og forvarnastarf markviss-
ara. En slysin eiga sér enn stað - mannfórnunum
hefur ekki linnt. Þetta minnir okkur á að þegar
öllu er á botninn hvolft er það mannlegi þáttur-
inn sem mestu ræður. Það erum því við, sem
höldum um stýrið og stígum á eldsneytisgjöfina,
er getum afstýrt slysum og forðað tjóni. fiöfum
það hugfast.
Við erum umferðin
Jón Gunnarsson
formaóur Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Öllum er okkur í fersku minni sú alda slysa sem
yfir okkur íslendinga reið síðsumars og þær
ótímabæru mannfórnir sem þeim fylgdu. Flest
slysanna áttu sér stað á þjóðvegum þessa lands,
mannvirkjum sem í tímans rás hafa tekið meiri
toll en þeim ber og alltof oft verið leiksvið
hörmulegra atburða.
Að krefjast aðgerða er vísa sem er ekki kveðin í
fyrsta sinn og að mörgu hefur verið hugað í ára-
langri baráttu gegn umferðarslysum, baráttu sem
við getum hins vegar aldrei leyft okkur að slá
slöku við í. En þótt stríðið sé eilíft er vígvöllur-
inn misjafn og er árangurs helst að vænta sé
hverri orrustu veitt sú athygli sem henni ber.
Barátta gegn umferðarslysum hefur ávallt skipað
veigamikinn sess í starfi Slysavarnafélagsins
Landsbjargar og forvera þeirra samtaka. í fjögur
ár hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg í samstarfi
við Umferðarráð ráðið sérstaka umferðaröryggis-
fulltrúa til starfa í öllum landshlutum yfir sum-
armánuðina, sem hafa haft þann starfa að hvetja
ökumenn til aðgæslu, vekja athygli á hvers kyns
hættum, leggja til úrbætur og á margan annan
hátt stuðlað að auknu öryggi í umferðinni hver á
sínu svæði. í okkar huga leikur enginn vafi á því
að þessi störf hafa gríðarmikið gildi og það blað
sem þessi formáli fylgir úr hlaði er meðal annars
afrakstur af vinnu þeirra sex umferðaröryggisfull-
trúa sem voru að störfum víðsvegar um land í
sumar á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar
og Umferðarráðs.
Um þessar mundir er eitt ár síðan Slysavarnafé-
lagið Landsbjörg varð til við sameiningu Slysa-
vamafélags íslands og Landsbjargar, landssam-
bands björgunarsveita, og síðastliðinn laugardag
var nýtt merki og ný og glæsileg ásýnd félagsins
kynnt landsmönnum á Hellu að viðstöddu fjöl-
menni. Verkefni félagins em fjölmörg en okkur
þótti við hæfi að gefa umferðaröryggismálum
sérstakan gaum við þetta tækifæri og er þetta
blað því tileinkað þeim málum sérstaklega.
Umfjöllunarefni blaðsins em af mörgum toga
enda eru ástæður umferðarslysa fjölmargar. Bar-
átta Slysavarnafélagsins Landsbjargar felst í því
að benda á hluti sem betur mega fara, hvetja
stjórnvöld til aðgerða en einnig að vekja almenn-
ing til vitundar um það mikilvæga hlutverk sem
hann leikur því umferðin er jú við og sú stað-
reynd verður ekki umflúin að breyskleiki manns-
ins, skortur á aðgæslu og rangt mat aðstæðna em
alltof oft helstu ástæður slysa og óhappa.
Að útrýma einbreiðum brúm og einföldu slitlagi,
að auka kröfur í ökunámi, að herða reglur um
eftirlit með öryggisbúnaði bifreiða og að krefjast
aukinnar löggæslu og harðari viðurlaga gegn
umferðarbrotum er allt verkefni sem halda verð-
ur á lofti og vissulega em verkefnin enn fleiri en
hér hafa verið nefnd. í þessu tilliti vil ég nota
tækifærið og fagna því langtímaátaki sem dóms-
málaráðuneytið hóf síðla sumars og lýtur að
auknu umferðareftirliti og vænti ég góðs árang-
urs af því. Mikilvægasta verkefnið verður þó
alltaf það að fá fólk til þess að líta í eigin barm
því umferðin verður aldrei ömggari en við sjálf
leyfum.
Umferðin erum við.
1. tbl. 2. árg. október 2000
Útgei'andi: Slysavarnafélagið Landsbjðrg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavtk.
Ábm. Kristbjöm Óli Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Ritstjóri: Karl Rúnar Þórsson Ritstjórn: Karl Rúnar Þórsson og Ragnar Magnússon
Auglýsingasófnun: Sigurður Jónsson Umbrot: Biggi Ótnars. Forsíðumynd: Fanney Gunnarsdóttir