Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 9
Rallí er ein þeirra bifreiðaíþrótta
þar sem keppendur geta leyft sér
að sleppa villidýrinu 1 sér lausu.
í keppni á sérútbúnum og styrkt-
um bíl geta þeir látið á það reyna
hvort þeir séu ekki örugglega
fljótustu og færustu ökumenn í
heiminum. Það að taka þátt í lög-
legri rallíkeppni á hins vegar
ekkert skylt við þann ofsaakstur
og háskaleik sem allt of oft fer
fram á venjulegum bílum á þjóð-
vegum landsins. Slíkur akstur
endar oftar en ekki með hörmu-
legum afleiðingum, útafakstri,
bílveltu og slysum á fólki.
Reynslan er mikilvægasta atriðið
í rallíaksturskeppnum eins og ég undirritaður tek þátt í
er eitt mikilvægasta atriðið ökureynsla, en með hverj-
um kílómetranum sem ekið er öðlast menn þekkingu á
eigin hæfni og hegðun bílsins. Rallíbílar eru í hönnun
og búnaði langt frá því að vera líkir hinum hefðbundna
bíl sem ekur um götumar. Allt er margfalt öflugra og
sterkara, undirvagn, bremsur, fjöðmn, og yfirbygging,
sem auðvitað gerir bílinn miklu ömggari en fólksbílinn.
Rallibílar em ekki bílar sem maður fer á í vinnuna eða
út í búð. Vél í slíkum bil er tekin upp á 2000 km fresti
og eyðslan er mikil, á sérleiðum eyða bílamir á bilinu
80-120 1 á hverja ekna 100 km. Aksturseiginleikar
rallíbílsins era jafnframt erfiðir og í rauninni ná menn
ekki réttum tökum á slíkum keppnisbíl fyrr en eftir
mikla æfingu.
Nýtist þekking og reynsla úr rallí?
Flestir bílaframleiðendur halda úti svokölluðu verk-
smiðjuliði sem tekur þátt í heimsmeistarakeppninni. Sú
keppnisreynsla sem fellur til er notuð í hönnun á ýms-
um hlutum bifreiða, sér í lagi þeirra sem snúa að öryggi.
Veltibúr utan „dýrið“
Veltibúrið er mikilvægasti öryggisþáttur rallíbílsins og er
byggt eftir mjög ströngum reglum sem skilgreina þykkt,
þvermál efnis, lögun veltibúrsins og festingar.
í hinum hefðbunda islenska rallibíl er staðlað veltibúr
samkvæmt reglum LÍA, landssambands íslenskra aksturs-
íþróttamanna. í nýrri bílum er hins vegar veltibúr sem
byggt er eftir sérstökum teikningum sem samþykktar era
af alþjóðlega akstursíþróttasambandinu FIA.
Bílbelti af bestu gerð
í rallíbílum er skylda að vera með fjögurra punkta belti.
Þessi belti spennir ökumaðurinn á sig og strekkir sig
niður þannig að líkaminn situr alveg fastur.
Bílsæti og dekk gerast varla sterkari
Bílsætið er úr Kevlar- eða Carbon-efnum sem era eld-
traust og sterk og gera sætin mun sterkari og léttari en
sæti með stál eða álgrind. Þessi sæti era svokallaðir
körfustólar með háum köntum sem styðja mjög vel við
líkamann. Hjólbarðar rallíbíla era sterkari en venjulegir
hjólbarðar þannig að talsverð átök þarf til að sprengja
þá. Þeir era einnig frábragðnir hvað varðar mýkt og
munstur. Algengt er að öflugustu rallíbílamir fari með á
sérleiðum allt að 8 dekk á hveija 100 kílómetra.
Yfirbyggingin er soðin upp aftur
Öll yfirbygging rallíbíla er soðin upp, það er að segja
allar samsetningar sem uppranalega vora soðnar saman
í verksmiðju bílsins era soðnar aftur og mun þéttar.
Þetta gerir bílinn sterkari og kemur í veg fyrir þreytu í
yfirbyggingu.
Sérhannað vcltibúr l Corollunni hans Hjartar.
í keppnisgalla eins og Michael Schumacher
Það er ekki nóg með það að rallíbíllinn sé allur séstak-
lega styrktur til að þola mikið álag heldur ber keppend-
um janframt skylda til að auka á öryggið og nota sér-
stakan hlífðarbúnað. Hjálmar era i meiginþáttum
tvenns konar, trefjahjálmar og carbon/fiber-hjálmar.
Trefjahjálmar era löglegir í þrjú ár eftir framleiðsludag
en carbon-hjálmar sem gerðir era úr sama efni og
körfustólamir era löglegir í fimm ár. Ef skemmdir eða
djúpar rispur finnast á hjálmi er hann dæmdur ólögleg-
ur og er eyðilagður. Keppnisgallar era gerðir úr nomex,
sem er mjög eldtefjandi efni, í einu til þremur lögum.
Til gaman má nefna að keppnisgalli hins fræga Michael
Schumacher er sömu gerðar og þrigga laga galli undirritaðs.
Með öryggið á oddinum
Allt það sem snýr að öryggsimálum í íslenskum rallí-
keppnum fer eftir reglum alþjóðasamtaka akstursfélaga,
FIA eða Federation Intemationale de l’Automobile,
enda er Landsamband íslenskra aksturíþróttamanna,
LÍA, sérstakur rétthafi aksturskeppna hér á landi.
Að vera töffari eða ...
Sjálfur hef ég lent í óhöppum og ef ég horfi til baka
hefði verið gott sem ungur ökumaður að gera sér betur
grein fyrir ákveðnum grandvallaratriðum:
■ Hæfni ökumanns snýst ekki um hversu hratt hann
kemst á bílnum sínum eða hversu hræddar stelpurn-
ar verða aftur í. Sá sem ekur eins og fífl getur aldrei
orðið góður ökumaður því hann heldur prófinu svo
stutt í einu.
■ Þá lenda of margir í því versta sem er að slasa sig eða -
jafnvel því allra versta sem er að slasa aðra og jafnvel
deyða.
■ Þá hefur slíkur ökumaður ekki efni á nýjum bíl
vegna þess að hann er ennþá að borga réttinguna frá
síðasta óhappi.
Hinn almenni bill stenst ekki þær öryggiskröfur sem
gerðar era til rallíbíla og hann er heldur ekki hannaður
til þeirra átaka sem eiga sér stað í mótorsporti eins og
rallí. Þá sem mikla þörf hafa fyrir að kitla pinnan með
ólöglegum hætti á þjóðvegum landsins vil ég hvetja til *
að hætta slíkum hryðjuverkjum en kanna frekar á rétt-
um vettvangi, í heimi íslenskra akstursíþrótta, hvort
þeir séu ekki fljótustu ökumenn í heimi.
Höfundur er margreyndur rallíökumaður.
--------------------------------------------------------- 9
Öryggiskröfumar era strangar. Ef t.d. velta eða útaf-
akstur á sér stað sem metinn er sem „harður“ era ör-
yggisbelti tekin og klippt í sundur á staðnum þannig að
ekki sé möguleiki á að nota þau aftur ásamt þvl að
hjálmar era teknir af keppendum til sérstakrar skoðunar.
Útilokar nýr öryggisbúnaður alvarleg slys?
Hér að framan hefur aðeins með almennum hætti verið
farið yfir þann öryggisbúnað sem vissulega gerir
rallíbílinn traustari og öraggari en venjulegan fólksbíl. í
flestum nýjum bílum sem fólki býðst að kaupa er boðið •
upp á ýmiss konar öryggisbúnað sem framleiðendur
fullyrða að auki öryggi bílsins. Þar má nefna búnað eins
og ABS bremsur, öryggisloftpúða og styrktarbita í hurð-
um. Allur þessi búnaður er af hinu góða en ef ökumað-
ur þekkir ekki virkni búnaðarins og fer ekki eftir regl-
um framleiðenda er lítið gagn í búnaðnum. Það era t.d.
lítil not fyrir styrktarbita í hurðum ef keyrt er inn í hlið
bíls, styrktarbitar halda en ökumaður kastast til vegna
þess að hann var ekki í belti. Mjög mikilvægt er að hafa
þá staðreynd á hreinu að ekkert af þessum öryggisbún-
aði gerir það að verkum að ökumaður geti farið út á
þjóðvegi landsins, keyrt þar á ofsahraða og búist svo
við því að búnaðurinn bjargi málum þegar illa fer og
árekstrar eða útafakstur verður ekki umflúinn. Ekkert
af þessum búnaði útilokar slys sama hver hraðinn er,
en hann minnkar ef til vill líkur á slysum.