Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 6
Hver gæti orðið árangurinn? Ef við gæfum okkur að með aukinni fræðslu mætti fækka slysum í umferðinni um t.d. 10% þá myndi dauðaslysum fækka um 20 til 30 á tlu árum og slysum þar sem um örkuml og alvarlega slösun er að ræða myndi fækka um á að giska 200 til 300 á sama tíma. Þegar þetta er metið er ég alveg viss um að ráðamenn myndu auðveldlega getað fellt út kennslu í einhveijum fögum til að koma á kennslu í slysavömum. Ég skora á fræðsluyfirvöld að sinna lagaskyldu sinni og skipuleggja stöðugt og ítarlegt nám í umferðar- menningu, öryggismálum og slysavömum. Bömin í dag era unglingar morgundagsins með bílpróf upp á vasann og á fyrstu áranum í ökumannssætinu ganga þau í gegnum erfiða og oft dýrkeypta reynslu. Það er álit allra sem þekkja ástandið meðal yngstu öku- mannanna að þar sé fyrst og fremst um að kenna lít- illi fræðslu og þjálfun í upphafi, þótt vissulega hafi verið gert átak til að bæta ástandið. Betur má ef duga skal. Fræðsla er mikilvæg fjárfesting. Nýjustu tækni verður að beita við fræðsluna t.d. notk- un myndbanda, margmiðlunar og tölvum. Kostnaði við gerð fræðsluefnis má öragglega deila með trygging- arfélögum og öðrum fyritækjum og félögum. Fræðsla og þjálfun Fræðsla er ekki nóg. Þjálfun verður líka að koma til, verkleg fræðsla og þjálfun. Reynslan er sú að þau ungmenni sem fá góða þjálfun og fræðslu verði mun betri ökumenn og skilji betur hættur og afleiðingar ógætilegs aksturs. Slysavamafélagið Landsbjörg og Umferðaráð hafa und- anfarin ár haft í starfi umferðaröryggisfulltrúa sem starf- að hafa í öllum landsfjórðungum. Starfið felst fýrst og fremst í því að efla vitund almennings og ráðamanna um umferðaröryggi. Þetta starf hefur gengið mjög vel og það er hugsanlegt markmið að umferðaröryggisfull- trúamir starfi allt árið og taki þátt í umferðarfræðslu í skólum landsins í samvinnu við lögreglu, kennara, skólayfirvöld, menntamálaráðuneytið og sveitarfélög. Námsbúðir að Gufuskálum Félagið er tilbúið hér eftir sem hingað til að leggja sitt lóð á vogarskálina til að fræða almenning, stuðla að jákvæðum viðhorfsbreytingum og fækka slysum. Inn- an Slysavamafélagsins Landsbjargar hefur komið upp sú hugmynd að félagið bjóði uppá að sjá um hluta af kennslunni í lifsleikni með því að setja upp náms- búðir að Gufuskálum þar sem nemendum áttunda bekkjar væri boðið að koma til tveggja sólarhringa dvalar ásamt kennuram. Á meðan á dvölinni stæði væri blandað saman umferðar- og slysavarnafræðslu ásamt skemmtilegum upplifunum af útivist og æfing- um í björgunarstörfum. íslensk umferðarmenning Þegar íslenska umferðarmenningu ber á góma segja menn: Agaleysi, virðingarleysi, kæraleysi, skeytingar- leysi, tilfinningarleysi o.s.frv. Oft er talað um það frelsi, sem við íslendingar búum við hér á landi. En það er ekki frelsi fólgið í því að eiga von á að slasast, örkumlast eða deyja á ferð um landið. Þá er umferð- armenningin hér borin saman við milljónaþjóðimar sem vissulega eiga við sín vandamál að stríða. Margur íslendingurinn er kominn með góða reynslu 1 akstri erlendis og ber hana svo saman við ástandið hér heima og niðurstaðan er að við stöndum nágrönnum okkar langt að baki í umferðarmálum. Um allan heim er í auknum mæli farið að líta á slysavamir, umferð- Ný ásjóna S lysavarn afé I ags i n s Landsbjargar Þann 2. október síðastliðinn var eitt ár liðið frá glæsilegu stofnþingi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar í Laugar- dalshöll þar sem á þriðja þúsund félags- manna fagnaði sameiningu allra björg- unarsveita og slysavamadeilda á íslandi í eitt öflugt landssamband. Starfsemi hins nýja félags hefur gengið vonum framar þetta fyrsta starfsár og þau já- kvæðu áhrif sem leitað var eftir við sameininguna fyrir ári hafa víða komið fram og skifað sér í öflugra og markviss- ara björgunar- og slysavarnastarfi. Hátíðleg athöfn á Hellu Það var vel við hæfi á eins árs afmæli félagsins að kynna fyrir landsmönnum nýtt merki og nýja ásjónu Slysa- varnafélagsins Landsbjargar til framtiðar en það var gert við hátíðlega athöfn í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu síðastliðinn laugardag að viðstöddum fjölda góðra gesta. Það sem þar var kynnt, auk nýs merkis fé- lagsins, vora nýjar og samræmdar merkingar björgunar- tækja og nýr einkennisfatnaður til nota við björgunar- störf við erfiðustu aðstæður. Auk þess var nýrri heima- síðu samtakanna hleypt af stokkunum. Flugbjörgunar- sveitin á Hellu er ein þeirra björgunarsveita sem stóðu í ströngu í sumar í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Suðurlandi og þótti þvi vel við hæfi að velja athöfninni stað þar. Nýtt merki og samræmdar merkingar Hönnuður hins nýja merkis er Garðar Pétursson, graf- iskur hönnuður, og er hugmyndin á bak við merkið margþætt. Þannig er krossinn miðpunktur merkisins en hann er vemdartákn og tákn hjálpar og aðstoðar. Hring- urinn sem umlykur krossinn er einnig tákn vemdar en skirskotar einnig til bjarghrings sem er táknrænn fyrir sjóbjörgunarstarfið sem er mikilvægur þáttur í starfsemi Slysvarnafélagsins Landsbjargar. Saman mynda krossinn og hringurinn einfalt en sterkt form. Samhliða hönnun merkisins vora hannaðar nýjar merkingar á bifreiðar, snjóbíla, slöngubáta og önnur helstu farartæki björgun- arsveita og er þannig að þvi stefnt að ná samræmi í ásýnd björgunarsveita á íslandi. ar- og öryggismál almennt sem mikilvægan málaflokk sem skiptir almenning miklu máli. Margir mundu segja að ekki væri mikið frelsi fólgið í því að vera stöðugt undir eftirliti lögreglu og hún í tíma og ótíma að gripa inn í ferðalag okkar. Góð og markviss löggæsla er þó eitt af aðalatriðum þess að skapa góða umferðarmenningu. Við verðum að sætta okkur við hækkun sekta og þyngingu refsinga fyrir umferðarlaga- brot, það er skammtíma lausn. En við verðum á sama tíma að auka fræðslu í umferðarslysavömum frá fyrstu dögum skólagöngunnar til þeirra síðustu, þar með talið allan grannskólann og fjölbrautarskólann -það er lang- tíma lausn. Umferðarfræðslu þarf að flétta enn frekar inn í foreldra- og ungbamafræðslu. Mikil umræða hefur farið fram um umferðarslysin og margir kveðið sér hljóðs undanfarnar vikur. Ég fagna Stanz-hópnum, nýjum samtökum áhugafólks um bætta umferðarmenningu, sem kynntur var nú í sept- emberbyrjun. Það þarf að mynda samstöðu fræðsluyf- irvalda, dómsmálaráðuneytis, umferðarráðs, trygginga- félaga og allra þeirra sem láta sig slysavamir varða. Samstöðu um: að skipuleggja öfluga öryggisfræðslu fyrir alla ald- urhópa bama, unglinga og ekki síst foreldra. að fræðsla um slysavamir og öryggismál verði ■ námsefni hjá öllum aldurshópum í grann- og framhaldsskólum landsins frá fyrsta degi skóla- ■ göngunnar. Því eins og bamið lærir lifir það. Höfundur er varaformaður Slysavamafélagsins Landsbjargar. SLYSAVARNAFÉLflGIÐ LflNDSBJÖRG Þrautreyndur íslenskur björgunarfatnaður íslenskir björgunarmenn hafa um allnokkurt skeið notað fatnað sem hannaður hefur verið hér á landi í samstarfi björgunarsamtakanna og fyrirtækisins 66° NORÐUR. Nýi fatnaðurinn, sem kynntur var á Hellu, er þriðja kynslóð einkennisfatnaðar sem jafnast fyllilega á við það sem best þekkist í framleiðslu útivistarfatnaðar nú á dögum. Er hann sérstaklega hannaður til þess að þola þá áníðslu sem björgunarstörf við íslenskar aðstæður krefjast. Slysavarnafélagið Landsbjörg á netinu Á Hellu um síðustu helgi var ný og glæsileg heimasíða Slysavamafélagsins Landsbjargar opnuð en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi félagsins og að- ildareininga þess. Heimasíðan er uppspretta upplýsinga fyrir félagsmenn og almenning en í framtíðinni er henni einnig ætlað að vera öflugt verkfæri við stjórnun leitar- og björgunaraðgerða enda era menn sífellt að leita leiða til þess að nýta sér nýjustu þekkingu og tækni við þau störf. Heimasíðuna er að finna á vefslóðinni www.lands- bjorg.is og era menn hvattir til að staldra þar við og kynna sér þau fjölbreyttu og mikilvægu störf og þá þjónustu sem Slysavamafélagið Landsbjörg sinnir um land allt. Slysamafélagið Landsbjörg þakkar eftirtöldum fyrirtœkjum fyrir stuðninginn: SLOKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS ApCtekid margmiðlun ----i n 18 r n 81 = HÉÐINN = VERSLUN *••" rrutuno - u»ar jmg VINTERSPORT 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.