Morgunblaðið - 17.10.2000, Side 2

Morgunblaðið - 17.10.2000, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Hauka sterk „ÞETTA var ekki góður leikur af okkar hálfu og ég trúi ekki öðru en að liðið leiki betur á íslandi. Frábær frammistaða Haukanna í Braga Liðs- heild Luis Nunes, leikmaður Braga, stekkur inn af línu. Bjami Frostason, sem varði níu skot í leiknum, sá við honum og varði. ÍSLANDSMEISTARAR Hauka töpuðu fyrir ABC Braga, 25:22, í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni meistaradeildarinnar í handknattleik á sunnudaginn. Þetta verða að teljast mjög hagstæð úrslit hjá Haukunum og möguleiki þeirra á að komast í meistara- deildina eru nokkuð góðir - síðari leikur liðanna verður á Ásvöllum á laugardaginn. Haukarnir fengu gullið tækifæri á að minnka mun- inn niður í tvö mörk. Þeir fengu vítakast á lokasekúndunni og í kjölfarið sauð allt upp úr í íþróttahöllinni í Braga. Greinileg þreyta er í leikmönnum mínum enda liðið búið að spila átta leiki á einum mánuði og við spiluð- um í deildinni á fimmtudaginn. Ég vissi lítið um styrk Haukanna en þetta er gott lið. Leikmenn liðsins eru líkamlega sterkir og í góðri þjálfun og mér fannst liðsheildin sterk. Það er mikill munur á Hauk- um í dag og fyrir fjórum árum. Liðið er miklu skipulagðara og betra og ég get vel skilið núna að þeir séu meistarar á íslandi," sagði Rússinn Aleksander Donner, þjálf- ari Braga. Donner hefur þjálfað liðið í 10 ár. Undir hans stjórn hefur Braga unnið átta meistaratitla og hefur tvívegis komist í undanúrslit á Evrópumótunum. Halldór rotaðist HALLDÓR Ingólfsson, fyrirliði Hauka, rotaðist rétt áður en flautað var til leiksloka. Halldór fékk þungt högg í andliðið frá einum leikmanni Braga og lá óvígur eftir á gólfinu. Halldór er bólginn í andlitinu eftir höggið - sjálfur segist hann ekkert muna eftir síðustu sekúndum leiks- ins. Lánið lék við Magdeburg því skömmu fyrir leikslok fékk Essen vítakast. Henning Pritz, markvörður Magdeburg, varði frá Heiko Karrer, Mark Dragunski fékk boltann en skaut í stöng. Ólaf- ur Stefánsson skoraði 2 mörk fyrir Magdeburg og Patrekur Jóhannes- son 2 fyrir Essen. Alfreð sagði við þýska fjölmiðla Halidór Ingólfsson, fyrirliði, var sleginn í gólfið af einum leik- manni ABC Braga og Viggó Sig- urðsson, þjálfari „ , , Hauka, fékk að líta Guðmundur , . , ., Hilmarsson rauða spjaldið hja skrifar frá Braga hinum slöku sviss- nesku dómurum - fyrir mótmæli. Það kom í hlut Jóns Karls Björnssonar að taka vítakast- ið, en Paulo Morgado, markvörður Braga, sá við honum og varði. Það var fyrst og fremst agaður leikur Haukanna sem gerði það að verkum að Braga náði ekki hrista þá af sér og fyrir vikið er framund- an spennandi leikur um næstu helgi, en sigurliðið tryggir sér sæti í meistaradeildinni. Heimamenn höfðu yfirhöndina allan tímann en Haukarnir voru aldrei langt undan. Braga náði mest fjögurra marka forystu nokkrum sinnum í fyrri hálfleik- num en munurinn í síðari hálfleik var þetta 1-3 mörk. Haukunum gekk illa að ráða við eftir leikinn að sitt lið ætti enn mikið inni og mikil vinna væri framundan. Jörn-Uwe Lommel, þjálfari Essen, sagði að í sínum augum væri Magdeburg sigur- stranglegasta liðið í deildinni. Fjögur önnur íslendingalið voru á ferðinni um helgina og töpuðu öll á útivelli. Róbert Julian Duranona skoraði Úkraínumanninn Júrí Kostetsky. Hann skoraði 14 mörk í leiknum, þar af 9 í fyrri hálfleik en þess ber þó að geta að Haukar voru oft manni færri enda voru svissnesku dómararnir ósparir á að vísa Hauk- unum af velli. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 12:8 fyrir Braga en Haukarnir voru ekki á því að missa Braga-menn of langt fram úr sér. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð, breyttu stöðunni úr 12:8 í 12:11 og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn tvö mörk, 14:12. Síðari hálfleikurinn var í járnum allan tímann. Haukarnir léku af mikilli skynsemi og þessi öfluga mótspyrna þeirra setti leik Braga- liðsins nokkuð út af laginu. Hauk- unum gekk betur að eiga við stór- skyttuna Kostetsky og Bjarni Frostason átti góða innkomu í markið. Hann skipti við Magnús þegar 20 mínútur voru eftir og varði níu skot, þar af eitt vítakast og tvö dauðafæri. 3 mörk fyrir Nettelstedt sem tap- aði fyrir Gummersbach, 22:18, og er um miðja deild. Hinn 42 ára gamli Stefan Hecker átti stórleik í marki Gummersbach. Dormagen, undir stjórn Guð- mundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Willstátt/Schutterwald, 23:18. Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark fyrir Dormagen sem er að- eins með eitt stig við botn deildar- innar. Sigurður Bjarnason skoraði eitt mark fyrir Wetzlar sem tapaði í Kiel, 31:26, en var lengi yfir í leikn- um, 10:13 í hálfleik. Nikolaj Jacobs- en, danski hornamaðurinn, skoraði Braga náði nokkrum sinnum í síðari hálfleik að komast þremur mörkum yfir en Haukarnir sýndu mikla seiglu og minnkuðu muninn jafnharðan og hefðu með smá- heppni getað náð enn hagstæðari úrslitum því þeir misnotuðu tvö vítaköst á síðustu 5 mínútunum. Fyrst Halldór Ingólfsson í stöðunni 21:19 og svo Jón Karl Björnsson á lokasekúndunni eins og áður var lýst. Haukarnir geta verið stoltir af frammistöðu sinni. Andstæðingarn- ir eru engir aukvisar og landsliðs- menn nánast í hverri stöðu. Hauk- arnir léku þennan leik af mikilli skynsemi, þeir spiluðu mjög agað og héldu haus allan tímann þrátt fyrir mikið mótlæti á köflum. Liðs- heildin var sterk og það sást í upp- hafi leiks að menn ætluðu að selja sig dýrt sem þeir og gerðu. Flöt sex núll vörn Haukanna með Petr Baumrauk sem lykilmann var lengst af nokkuð góð og markvarsla þeirra Magnúsar og Bjarna var í fínu lagi. Viggó Sigurðsson var duglegur að skipta mönnum út af og það kom berlega í ljós í þessum leik að breiddin er góð hjá Haukun- um. Petr Bamrauk, Óskar Ármann- sson og Halldór Ingólfsson nýttu leikreynslu sína vel í sókninni, allir skoruðu þeir mörk á þýðingarmikl- um augnablikum sem og Einar Örn 13 mörk fyrir Kiel og er greinilegt að hann hefur engu gleymt. Heiðmar Felixson skoraði eitt mark fyrir Wuppertal sem tapaði fyrir Solingen, 21:20. Wuppertal hefur tapað öllum 5 leikjum sínum. Rússneski línumaðurinn Dimitri Torgovanov gerði út um leikinn með því að skora 4 síðustu mörk Solingen. Dimitri Filippov, fyrrver- andi Stjörnumaður, skoraði 7 mörk fyrir Wuppertal. Minden, lið Gústafs Bjarnasonar, og Nordhorn, lið Guðmundar Hrafnkelssonar, áttu að mætast í 6. umferðinni en þeim leik var frestað til 4. nóvember. Jónsson en hann nýtti færi sín mjög vel. Liðsheild Haukanna var öflug og eftir þessi úrslit verður ekki annað séð en að Haukarnú- hafi alla burði til að slá Braga út. Vissulega þurfa þeir að hafa fyrir því og fá öflugan stuðning á heima- velli sínum á Asvöllum. Sjálfsagt hefur eitthvert vanmat blundað í leikmönnum Braga minn- ugum þess að þeir unnu 12 marka sigur á Haukum á þessum sama stað fyrir fjórum árum. Úkraínumaðurinn Kostetsky var yfirburðamaður í liði Braga og hélt sínum mönnum á floti lengi fram eftir leik. Nái Haukarnir að halda aftur af honum í heimaleiknum ættu möguleikarnir að aukast til muna að slá Braga-liðið út. Ámi enn að TUTTUGU ár eru liðin síð- an Haukar tóku fyrst þátt í Evrópukeppni í hand- knattleik. Þá léku Haukar sína fyrstu Evrópuleiki í Færeyjum - mótherjar voru frændur vorir í Kyndli í Evrópukeppni bikarhafa. Haukar fögnuðu þá sigri 30.15 og 23:19. Einn leik- maður Hauka þá er enn að - Árni Sverrisson, sem lék á línunni. Árni er ekki leik- maður nú, heldur var hann aðalfararstjóri í ferðinni til Braga. Þegar Haukar fór til Færeyjar 1980 héldu þeir frá Reykjavíkurflugveli með með tveimur litlum leiguvélum. Síðan þá hafa Haukar leikið fimm Evrópuleiki á útivelli og aðeins einu sinni náð að fagna sigri. Það var á dögunum er þeir lögðu belgíska liðið Eynatten 31:30, en þeir hafa tapað íjórum leikjum - tveimur fyrir ABC Braga, einum fyrir þýska liðinu Nettel- stedt og einum gegn franska liðinu Creteil í París. Magdeburg heldur sínu striki ALFREÐ Gíslason heldur sínu striki með lærisveina sína í Magde- burg. Þeir voru efstir fyrir Ólympíufríið og eru áfram á toppnum eftir góðan útisigur á Essen, 19:18, á sunnudaginn. Magdeburg er eina ósigraða liðið i þýska handboltanum eftir sex umferðir, er með 11 stig, en Kiel, Flensburg og Wallau-Massenheim unnu einnig sína leiki og eru öll með 10 stig. Viggó grýttur VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Hauka, fékk að líta rauða spjaldið hjá svissnesku dómurunum sköminu fyrir leikslok í Braga. Á leið sinni út af vellinum var hrópað að Viggó og einn stuðningsmaður Braga henti smápeningum í hann. Viggó var mjög óhress með frammistöðu dómar- anna og þegar Halldór Ing- óifsson, fyrirliði Hauka, var sleginn niður lét Viggó dómarana heyra nokkur vel valin orð sem svöruðu með því að lyfta upp rauða spjaldinu. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.