Morgunblaðið - 17.10.2000, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 B 5
HANDKNATTLEIKUR
Leiksýning
liðstjórans í
þremur
þátftum
ÓLAFUR Ingimundarson, fimmtugur liðstjóri Breiðabliks, sá til
þess að leikur nýliðanna úr Kópavogi við Val í 1. deildinni í Smár-
anum á laugardaginn félli ekki í gleymskunnar dá um leið og
hann var flautaður af. Blikar fengu enn einn skellinn, nú 19:31,
en Ólafur brá sér í mark Breiðabliks og setti upp leiksýningu í
þremur þáttum.
Fyrsti þáttur: Ólafur kemur í
mark Blika 3 mínútum fyrir
lok fyrri hálfleiks og ver vítakast
frá Valdimari
víðjr Grímssyni, þraut-
Sigurðsson reyndum landsliðs-
skrifar og heimsliðsmanni.
Annar þáttur: Ól-
afur kemur aftur í markið á 9. mín-
útu síðari hálfleiks þegar Rós-
mundi markverði er vikið af velli í
tvær mínútur. Valur skorar ekki á
meðan og Ólafur ver frá Markúsi
Mána Michaelssyni úr dauðafæri á
línunni.
Þriðji þáttur: Ólafur kemur í
markið í þriðja sinn 3 mínútum fyr-
ir leikslok og byrjar á að verja frá
Valdimari úr hægra horninu. í
kjölfarið kallar hann til lelaga
sinna: „Gefið þeim eftir hornin,
þeir eru með svo létta hornamenn.“
Að öðru leyti verður þessa leiks
ekki minnst nema sem tveggja
skyldustiga á reikning Valsmanna.
Breiðablik á ekki eftir að fá stig í
vetur nema einhverjir mótherjanna
geri sig seka um hroðalegt vanmat.
Valsmenn ætluðu sér ekki að falla í
þá gryfju því þeir sýndu enga
miskunn í fyrri hálfleik, spiluðu af
miklum krafti og einbeitingu -
skoruðu úr sex fyrstu sóknum sín-
um og kláruðu með því leikinn.
Þeir spiluðu grimman varnarleik,
keyrðu á hraðaupphlaup við öll
tækifæri og Eradze varði flest sem
á markið kom. Valsmenn komust í
6:0 og mest í 16:5 en í hálfleik stóð
17:7.
Seinni hálfleikur var aftur á móti
hreinasta torf. Valsmenn misstu
áhugann, sérstaklega í varnar-
leiknum þar sem þeir prófuðu
reyndar að spila maður á mann
þegar þeir voru manni færri. Þeir
skiptu að miklu leyti um lið og
unnu seinni hálfleikinn aðeins með
tveimur mörkum. Blikar fá hrós
fyrir að hætta aldrei í vonlausri
stöðu, enda er ljóst að í vetur munu
þeir fyrst og fremst spila fyrir
heiðurinn, ekki fyrir stigin. Þeim
tókst þó að nota alla 14 leikmenn-
ina á meðan Valsmenn nýttu „að-
eins“ tólf þrátt fyrir yfirburðina.
ykUd El* f- r
Morgunblaðið/Jim Smart
Ólafur Ingimundarson, markvörður Breiðabliks, breiðir úr sér í markinu I Smáranum ásamt dótt-
ursyni sínum, Ingibergi Ólafi Jónssyni.
Fór að æfa 36 ára gamall
ÓLAFUR Ingimundarson, liðstjóri handknattleiksliðs Breiðabliks,
brást snöggt við þegar annar markvarða liðsins, Guðmundur K.
Geirsson, meiddist rétt fyrir leikinn gegn Val á laugardaginn og
tók stöðu hans á varamannabekknum. Ólafur varð fimmtugur í
sumar en æfir ennþá af krafti með Kópavogsliðinu.
Ragnar
með5í
sigurleik
RAGNAR Óskarsson skoraði
fimm mörk fyrir Dunkerque
þegar lið hans vann US Ivry,
23:21, í annarri umferð
frönsku 1. deildarinnar í
handknattleik um helgina.
Lið hans fékk þar með sín
fyrstu stig og er í 6.-7. sæti
en Montpellier, Paris SG,
Chambery, Creteil og Toul-
ouse eru öll með fullt hús
stiga eftir fyrstu tvær um-
ferðirnar. „Þetta var hörku-
leikur, Ivry er með mjög
sterkt lið sem endaði í þriðja
sæti í fyrra, þannig að það
var mjög gott að klára þenn-
an leik,“ sagði Ragnar við
Morgunblaðið.
Dimitrijev-
ic tekur
við ÍR
Branislav Dimitrijevic hefur
verið ráðinn þjálfari hand-
knattleiksliðs ÍR í 1. deild
kvenna og tekur hann við
liðinu af Kristni Jónssyni,
sem hætti í síðustu viku.
Þetta er frumraun Dimitriij-
evic sem þjálfara en hann
lék lengi með ÍR og síðan
Fylki í meistaraflokki karla,
en er nú hættur að leika.
Dimitrijevic hefur verið
búsettur hér á landi í tíu ár.
etta var með litlum fyrirvara,
það kom ekki í ljós fyrr en 5
mínútum fyrir leik að Guðmundur
gæti ekki spilað og
Eftir ég hljóp í skarðið,"
Víði sagði Ólafur við
Sigurðsson Morgunblaðið.
Eins og fram
kemur í greininni um leikinn stóð
rátt fyrir góða byrjun Gróttu/
KR þar sem mæddi mest á
Öllu Gorkorian í sókninni dugði
Það ekki til lengdar
Síefán því með öflugri vörn
Stefánsson tókst gestunum úr
skrifar Garðabænum að ná
forystu. Eftir hlé
náðu Stjörnustúlkur fjögurra
marka forskoti, sem Grótta/KR
varð að bregðast við en þá losnaði
um Guðnýju Gunnsteinsdóttur á
línunni hjá Stjörnunni. Á meðan
var sóknarleikur Gróttu/KR frekar
slakur en með mikilli elju tókst
stúlkunum að minnka muninn nið-
Ólafur sig með miklum sóma og
varði þrjú skot, þar á meðal víta-
kast frá Valdimar Grímssyni.
„Ég hef alltaf æft eitthvað með
strákunum og ég spilaði talsvert
með liðinu í 2. deildinni í fyrra. Ég
hef verið að jafna mig eftir aðgerð
á liðþófa í sumar en spilaði þó heil-
an leik í 1. flokki um daginn, á móti
ur í eitt mark þegar rúmar sjö mín-
útur voru til leiksloka. Lengra
komust þær ekki, sérstaklega ekki
eftir að hafa kastað boltanum tví-
vegis beint út af í sókninni og það
dugði Stjörnunni til að tryggja sér
forystu til leiksloka.
„Við vorum að spila fína vörn og
unnum oft boltann en glötuðum
honum alltof oft í sókninni svo að
sóknarleikurinn varð okkur að
falli,“ sagði Guðmundur Árni Sig-
fússon, þjálfari Gróttu/KR, eftir
leikinn. „Það var kominn stemmn-
ing í liðið þegar við náðum að
minnka niður í eitt mark undir lok-
Gróttu/KR, og var gjörsamlega
lurkum laminn á eftir. Annars byrj-
aði ég ekki að æfa handbolta fyrr
en ég var 36 ára en þá flutti ég frá
Bolungarvík til Kópavogs. Það var
fyrir tilviljum, ég fór með strákinn
minn á fótboltaæfingu í Digranes-
inu fyrir 14 árum, en Breiðablik
æfði þá þar, og lenti þá á hand-
boltaæfingu. Síðan hef ég verið á
kafi í handboltanum og haft af hon-
um mikla ánægju,“ sagði Ólafur.
Sá elsti var 54 ára
Ekki er um met að ræða hjá Ól-
in og að mínu mati dæmt ósann-
gjarnt á okkur þá því þær gerðu
bara í því að vinna sér fríkast í
sókninni.“ Ágústa Edda Björns-
dóttir var best hjá Gróttu/KR en
Ragna Karen Sigurðardóttir og
Þóra Hlíf Jónsdóttir voru einnig
drjúgar.
„Við hleyptum þeim inn í leikinn
og það gekk ekki sem best hjá okk-
ur og taugarnar fóru að titra enda
mikil stemmning í húsinu,“ sagði
Siggeir Magnússon, þjálfari
Stjörnustúlkna, eftir leikinn. „Þær
náðu hinsvegar ekki að jafna og
það skipti miklu máli að hleypa
þeim ekki svo mikið inn í leikinn.
Það var erfitt en ég er mjög
ánægður með karakterinn sem lið-
ið sýndi. Þetta var hörkubarátta
allan leikinn en það kom smábak-
slag í okkar leik þegar Nína meidd-
ist í síðari hálfleik en við náðum að
afi því sá elsti sem hefur spilað í 1.
deildinni er 54 ára. Það er Svein-
björn Ragnarsson, sem lék í marki
Aftureldingar gegn Breiðabliki 8.
febrúar 1998. Hann náði að verja 3
skot í leiknum. Þó ekki vítakast, og
Ólafur er án efa sá elsti sem hefur
varið vítakast í deildinni.
Þess má geta að þegar Ólafur
byrjaði að æfa handknattleik fyrir
14 árum var Valdimar Grímsson,
sem er 15 árum yngri og lét Ólaf
verja tvívegis frá sér á laugardag-
inn, þegar búinn að spila sína
fyrstu landsleiki.
vinna okkur út úr því hægt og bít-
andi,“ bætti Siggeir við og sagði að
liðið ætti enn eftir að bæta sig.
„Sigurinn var mikilvægur því við
þuftum að hafa mikið fyrir stigun-
um og eigum enn langt í land með
að ná okkar bésta. Við erum ekki
ennþá alveg sátt við okkar leik en
baráttuandinn er í góðu lagi og það
er hægt að byggja á honum. Við
settum okkur markmið, sem við
ætlum að halda út af fyrir okkur,
en auðvitað förum við í hvern leik
til að vinna og við verðum að sjá
hvað það skilar okkur langt. Byrj-
un okkar í mótinu hefur verið
framar vonum og gefur okkur mik-
ið sjálfstraust." Nína var öflug og
tók oftast af skarið í sókninni og
Ljana Sadzon var góð í markinu
auk þess sem Guðný, Margrét Vil-
hjálmsdóttir og Jóna Margrét
Ragnarsdóttir sýndu góða takta.
Sljaman með fullt hús
STJARNAN er enn með fullt hús stiga eftir 20:18-sigur á Gróttu/KR
í hörkuleik á Seltjarnarnesinu á laugardaginn. Grótta/KR varð með
tapinu að láta þriðja sæti deildarinnar í hendur Eyjastúlkna en
Stjarnan heldur eftir sem áður sínu þrátt fyrir að hafa skorað færri
mörk en sex efstu lið deildarinnar. Á móti kemur að liðið hefur feng-
ið á sig fæst mörk allra í deildinni.