Morgunblaðið - 17.10.2000, Page 8

Morgunblaðið - 17.10.2000, Page 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR17. OKTÓBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Teddy Sheringham kom Manchester United átoppinn á Filbert-stræti Við byvjuðum vel og byggðum á því AP Teddy Sheringham hleypur fagnandi frá marki Leicester, eftir að hafa skorað fyrrra mark sitt. f baksýn má sjá Tim Flowers, markvörð Leicester, allt annað en ánægðan. MANCHESTER United vann auðveldan sigur á Leicester City á laugardag þrátt fyrir að sex leikmenn vantaði í byrjunar- lið þeirra. Teddy Sheringham hélt áfram að sýna að hann er í feiknaformi þessa dagana og skoraði tvö marka United. Meistararnir eru því komnir á toppinn að nýju með 18 stig ásamt Arsenal sem vann Aston Villa 1:0 með enn einu úrslita- markinu frá Thierry Henry. Leicester datt niður í þriðja sætið en Leeds blandaði sér aftur í toppbaráttuna með 3:1 sigri á Charlton. . laap Stam, David Beckham, Ga- W ry Neville og Andy Cole léku ekki með Manchester United sökum meiðsla og Ryan ■■■■■■■ Giggs og Paul Iris Björk Scholes hófu leikinn Eysteinsdóttir á varamannabekkn- tngtaná um- Leicester byrj- aði leikinn af nokkr- um krafti og átti tvö ágætisfæri í upphafí leiks. Besta færi þeirra fékk Gary Rowett er hann skaut rétt framhjá. Stuttu síðar sýndi Sheringham hvers vegna hann var 'valinn að nýju í enska landsliðið á dögunum. Hann skoraði glæsilegt skallamark í stöng og inn og var það sjötta mark hans á tímabilinu. Leicester gafst ekki upp og er brot- ið var á Robbie Savage í teig United vildu Leicester-menn fá vítaspyrnu en dómarinn var ekki á sama máli. í kjölfarið þeysti United upp völlinn og vann hornspyrnu sem Leicester- mönnum fannst vera markspyrna. Sheringham skoraði upp úr því sitt annað mark í leiknum. Ahangendur Leicester voru ekki ánægðir því í staðinn fyrir að fá víti og ná að jafna leikinn voru þeir nú 2:0 undir. Á lokamínútu leiksins bætti Ole Gunn- ar Solskjær þriðja markinu við með ,góðu skoti úr þröngu færi. „Það var vendipunktur í leiknum þegar ekki var dæmd vítaspyma. í íramhaldi af því gerðum við mistök í hornspyrnunni sem þeir fengu og það kostaði mark. Ef dæmd hefði verið markspyrna hefðu þeir ekki skorað sitt annað mark og leikurinn hefði þróast allt öðruvísi,“ sagði Peter Taylor, knattspyrnustjóri Leicester, í leikslok. Sheringham var ánægður með sinn hlut í leiknum. „Við byrjuðum vel og byggðum á því. Leikaðferð okkar var góð í fyrri hálfleik og við náðum að halda þeim niðri. Eftir að við skoruðum fyrsta markið var þetta aldrei spurning,“ sagði Sher- ingham og tók Yorke undir með honum. „Við vissum hve mikilvægur þessi leikur var og vorum með glimrandi sjálfstraust. Við sýndum enn einu sinni hvers við erum megn- ugir þegar við virkilega þurfum á því að halda,“ bætti Yorke við. Enn sigurmark Henry Arsenal og Aston Villa mættust í London í leik þar sem David Ginola lék ekki með Villa sökum meiðsla. Leikurinn var fjörugur og bæði lið virtust líkleg til að skora. Thierry Henry skoraði enn eitt úrslitamark- ið fyrir Arsenal er hann skaut bolt- anum á milli fóta Alpey og kom David James engum vömum við. Lee Hendrie, hinn ungi miðjumaður Villa, fékk gult spjald snemma í leiknum fyrir munnsöfnuð. Hann fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu fyrir peysutog og tók það dómarann nokkra stund að gera sér %rein fyrir að þetta væri annað gula spjald Hendries. Eftir vinsamlega athugasemd frá Gilles Grimandi leit dómarinn betur í bækur sínar og að lokum lyfti hann rauða spjaldinu og sendi Hendrie útaf sem brást við með miklum sakleysissvip. „Aston Villa stóð sig mjög vel í fyrri hálf- leik. Leikmennirnir voru sprækir andlega og líkamlega,“ sagði Ars- ene Wenger, knattspyrnustjóri Ars- enal, eftir leikinn. „Við þurftum að setja meiri pressu á þá í seinni hálf- leik og það tókst og við sköpuðum okkur fleiri færi. Við erum mjög ánægðir með þrjú stig úr þessum leik,“ sagði Wenger brosandi. Markvörður Leeds meiddist Leeds hafði tapað fyrir bæði Manchester City og Ipswich á heimavelli á þessu tímabili fyrir leikinn gegn Charlton á laugardag. Liðið vildi því alls ekki tapa fyrir þriðju nýliðum deildarinnar. Álan Smith skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti og Mark Viduka kom Leeds í 2:0. Meiðsl hafa reynst Leeds erfið á tímabilinu og varð liðið fyrir enn einu áfallinu er Nigel Martyn, markvörður þeirra, þurfti að fara meiddur út af í síðari hálfleik. Claus Jensen minnkaði óvænt muninn fyr- ir Charlton en Viduka sýndi hvers megnugur hann er og jók mun Leeds í 3:1 áður en yfir lauk. „Ég er hræddur um að meiðsl Martyns séu alvarleg,“ sagði David O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds, eftir leik- inn. „Þetta er nú alveg dæmigert fyrir þetta tímabil. Alveg síðan við byrjuðum 10. júlí hafa hver meiðslin rakið önnur. Leikurinn var ekki sá besti. Það var greinilegt að sumir leikmenn voru þreyttir eftir leiki með landsliðum sínum. Liðið hefur ekki leikið saman í 13 daga og það fannst mér sjáanlegt. Við tókum hins vegar okkar áhættur og upp- skárum þrjú stig sem mér finnst við hafa átt skilið," sagði O’Leary. Eiður Smári Guðjohnsen og fé- lagar í Chelsea gátu stillt upp sama liði og vann Liverpool í síðasta leik þar sem Graham le Saux var búinn að ná sér af meiðslum sem hann hlaut í landsleik Englands og Þýskalands. Eiður Smári var tekinn út af á 72. mínútu og náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Liðið komst þó aldrei í gang og rak hvert dauðafærið annað hjá Sunderland. Úrslitamark leiks- ins skoraði markahrókurinn Kevin Phillips loks úr vítaspyrnu. „Það er svekkjandi að skora svona mikið en fá samt ekki tækifæri með landslið- inu,“ sagði Phillips. vÉg veit ekki hvað ég þarf að gera. I fyrra skoraði ég 30 mörk en fékk samt ekki tæki- færi. Vonandi hefur sá landsliðs- þjálfari sem tekur við aðrar hug- myndir um getu mína en hinir. Það eina sem ég get gert er að einbeita mér að því að leika vel með Sunder- land og skora mörk,“ sagði Phillips. „Mér fannst góður andi í liðinu og strákarnir börðust vel. Þeir gerðu sig líklega til að jafna leikinn en það tókst ekki,“ sagði Claudio Ranieri, knattsyrnustjóri Chelsea. Heppnin ekki með Ipswich Hermann Hreiðarsson og félagar í Ipswich áttu skilið meira en eitt stig gegn West Ham en leikurinn endaði 1:1. Marcus Stewart heldur áfram að skora fyrir Ipswich og skoraði sitt fimmta mark á tímabil- inu. Paolo di Canio sýndi töfra sína þegar hann jafnaði leikinn er um 20 mínútur voru eftir. Ipswich hefði getað tekið öll þrjú stigin þar sem þeir voru betra liðið en náðu ekki að nýta marktækifæri sín. „Þeir léku mun betur en við allan leikinn. Þeir léku hver fyrir annan og sem eitt lið,“ sagði hinn ítalski di Canio eftir leikinn. Coventry vann loks á heimavelli, 2:1, á laugardag er Tottenham kom í heimsókn. Charlton Palmer fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa sparkað í Chris Perry, leikmann Tottenham, þegar boltinn var víðs fjarri. Hinn svissneski Ramon Vega gerði mistökin er ollu báðum mörk- um Coventry og gæti því hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Tottenham. „Mér þótti við mjög lélegir varnar- lega séð, bæði sem einstaklingar og lið,“ viðurkenndi Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Coventry. Með sigrinum létti þó nokkuð á pressunni á Strachan sem verður við stjórnvölinn áfram hjá þeim „himinbláu". Heskey með þrennu Liverpool vann öruggan 4:0 sigur á Derby á sunnudag þar sem Emile Heskey skoraði þrennu og Michael Owen var borinn af velli og sendur á sjúkrahús. Owen lenti í samstuði við varnarmann Derby og eftir að saumuð voru sex spor í höfuð hans og hann hafði gengið í gegnum skoðun fékk hann að fara heim. „Þetta leit út fyrir að vera mjög al- varlegt. Michael talaði þó við okkur og sagðist meira að segja vilja spila áfram,“ sagði Gerrard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, um at- vikið. „Þetta sýnir bara frábært viðhorf hans og hann missir kannski af ein- um leik en ég veit hann kemur tví- efldur til baka,“ bætti Houllier við. „Þetta var erfiður dagur fyrir Derby. Við komum inn í leikinn ákveðnir í að sýna styrk okkar. Ég er mjög ánægður með stöðuga vörn okkar, sterka miðju og frábæra markaskorun. í dag hófst tímabilið hjá okkur,“ sagði Houllier. Manchester City vann góðan sig- ur á Bradford, 2:0, í botnbaráttunni. Sigurinn heldur þeim frá fallsæti í bili og var hann sanngjarn. Southampton og Everton skildu jöfn, 1:1, í botnbaráttunni i lélegum leik þar sem hvorugt lið átti skilið að sigra. Southampton var skömm- inni skárra í fyrri hálfleik og Ever- ton í þeim síðari en jafntefli verður að teljast sanngjörn úrslit. Botnbar- átta blasir við liðunum sem bæði eiga skilið að falla leiki þau svona það sem eftir lifir tímabilsins. Leikmenn Liverpool í skotárás NOKKRIR leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liver- pool komust í hann krappan á veitingahúsi þar sem þeir fögnuðu 4:0 sigri gegn Derby County á laugardag. Inn á veitingastaðinn, þar sem leikmenn sátu að snæð- ingi ásamt fleiri gestum, kom óþekktur maður hlaupandi og þrír vopnaðir menn fylgdu í kjölfarið. Maðurinn, sem var á flótta, hljóp inn í eldhús og tók þar hníf sem hann ætlaði að veijast með en mennirnir þrír skutu ijórum byssu- skotum í átt að manninum og lögðu sjálfir á flótta frá staðnum. Tveir gestir staðarins urðu fyrir skotun- um en eru ekki taldir lífs- hættulega slasaðir. Mark- vörðurinn Sander Westerveld var á veitinga- staðnum ásamt þeim Sami Hypia, Markus Babbel, Christian Ziege, Erik Meij- er og Dietmar Hamann. FOLK ■ BJARNÓLFUR Lárusson lék allan leikinn með Scunthorpe sem gerði jafntefli, 0:0, við Brighton í 3. deild. Scunthorpe er í áttunda sæti deildarinnar. ■ MICHAEL Owen hjá Liverpool fór af velli snemma leiks gegn Derby á sunnudaginn eftir árekst- ur við Chris Riggott. Hann var fluttur á sjúkrahús með heilahrist- ing. ■ JIM Smith, knattspyrnustjóri Derby, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir skellinn gegn Liver- pool, 0:4, og þrátt fyrir hávær mótmæli stuðingsmanna félagsins eftir leikinn þar sem afsagnar hans var krafist. Smith sagðist skilja viðbrögðin en hann ætlaði ekki að gefast upp. ■ DARRYL Powell, fyrirliði Derby, sagðist líka hafa fullan skilning á óánægju stuðnings- manna liðsins. „Ég hefði gert ná- kvæmlega það sama í þeirra spor- um,“ sagði Powell. ■ GEORGE Weah, fyrrum knatt- spyrnumaður ársins í heiminum, er hættur hjá Manchester City. Hann er orðinn leiður á að vera varaskeifa fyrir sóknarmennina Paul Dickov og Paolo Wanchope. ■ J/M McLean, stjómarformaður Dundee United í Skotlandi, sagði af sér á laugardaginn, í kjölfar þess að hann réðst að útvarps- fréttamanni sem lagði fyrir hann spurningar eftir tapleik á heima- velli gegn Hearts, 0:4. ■ MCLEAN, sem er 61 árs, var knattspymustjóri Dundee United frá 1971 til 1993 og gerði félagið að skoskum meistumm 1983 og kom því í úrslit UEFA-bikarsins 1993. Frá þeim tíma hefur hann verið stjórnarformaður skoska fé- lagsins. ■ CHRIS Sutton og Henrik Lars- son tryggðu Celtic 2:0 sigur á St. Mirren í Skotlandi og lið þeirra hefur tveggja stiga forskot á Hib- emian, og sex stiga forskot á Rangers. ■ CLAUDIO Caniggia, argent- ínski sóknarmaðurinn, skoraði í fyrsta leik sínum með Dundee sem vann Aberdeen, 2:0. Caniggia er í láni hjá Dundee en hann er nýlega laus úr banni á Ítalíu sem hann fékk vegna eiturlyfjaneyslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.